Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 15
Bréf frá lesendum Bréf frá lesendum Nú er aðkvæðagreiðslunni lokið í keppninni, „hverjir voru beztir 1968“. Þegar við sögðum frá keppninni á sínum tíma báð um við þá lesendur Gluggans sem tíma og áhuga hefðu að senda okkur línu með. Það hafa svo sannarlega margir gert og birtum við hér nú bréf frá nokkrum þeirra. Þó að nokkur þeirra segi frá ýmsum hljóm- sveitum, þá er keppninni iok- ið svo það á ekki að hafa nein áhrif á úrslitin. HLJÓMAR — ROOF TOPS Ég sendi hér með lista þann, sem birtist í Lesbókinni sl. sunnud. Eins og sjá má á þeim lista, hefi ég kosið Roof Tops, sem beztu íslenzku pop-hljómsveit- ina. Þótt Roof Tops leiki ein- göngiu „soul-músic“, sem er hrein fjarstæða, eða hver telur OB-LA—DI-OB-LA-DA eða BIRTHDAY „soul“ lög. Roof Tops eru langt yfir aðrar hljómsveitir hafnir hvað laga- val og sviðsframkomu snertir, hér á fslandi. Fyrir utan það að hver einstakur miðlimur er frábær hljóðfæraleikari, þótt svo að aðeins einn sé á listan- um hjá mér sem beztur. Það er Guðni, saxófónleikari. Hin- ir eru vissulega góðir hljóð- færa'ieikarar, eins og Ari á trommunum. Samt er hann auð vitað ekki beztur því Gunnar Jökull og Pétur Östiund eru skrefi fyrir ofan hamn. En ég vona svo sannarlega að Roof Tops verði kosin hljómsveit árs ins, en ekki Hljómar eins og maður gæti haldið. Ég er svo sannarlega ekkert á móti Hljóm um, og ég er viss um að betri „lagasemjari" hefur ekki verið til í íslenzkum pop-heimi. Fyrir utan það að Gunnar er sá bezti sólóleikari hér á fslandi um þess ar mundir. Þó er þvi ekki að neita að lögin hans eru fremur væmin. (ÁSTARSÆLA. Ég ELSKA ALLA.) til dæmis. Það getur vissúlega verið söngvurunum að kenna, þeim Shady og Engilbert, um það skal ég ekkart segja. Þið eruð líklega á móti mér í því þegar ég segi að fyrri L.P. plata Hljóma sé betri en sú síðari, en mín skoðun er samt sú. Hljómar eru á niðurleið sem bet ur fer. Og að lokum vona ég að þið séuð mér sammála í einhverju. Fyrirgefið stafsetninguna. Þakka það framtak sem þið sýnið með því að efna til slíkr- ar keppni. Lengi lifi Glugginn (Hvern- ig ætli Lesbókin væri ef eng- inn Gluggi væri í henni) Hrein hörmung að mínum dómi. virðingarfyllst, (Poppsauður) Ekki viljum viS segja neitt urn það að Hljómar séu á niður leið, En við erum sammála um að fyrri plata þeirra félaga sé ekki síðri en sú síðari. Þökk- um annars bréfið og hólið, lengi lifi „pop-sauður“ Halló þið. Ég er nýbúinn að fá áhuga á blues. Af erlendum blues Hljómsv. finnst mér John May all skara fram úr. Ég á tvær stórar plötur með John Mayall. (The Diray of A Band) og (Bare Wires), síðari platan finnst mér betri, því hún er í léttari dúr, maður kemst meira inn í „músikina“. Hin er aftur með „þyngri" blues 'lögum, en maður venst henni fljótt. Núna var ég að kaupa nýja plötu með John Lee Hooker, (House of the blues). Hún er með létt um blues lögum. Hann er nú sem stendur að halda hljómleika í Englandi, Hann er blökku- maður og spilar á gítar. Ég hef farið á öll blues kvöldin í Silfurtunglinu. Þau hafa tekist misjafnlega, af þeim er komu fram þessikvöldfannst mér Axel beztur og svo hann Rikki „Muesprófessor". Þetta hefur verið ágætt þegar þeir hafa komið fram. Mér finnst þessi „blues“ kvöld ættu að halda áfram. En Þórir með sinn mikla brjóstkassa og hávaða finnst mér að ætti ekki að vera með. Það eru örugglega fleiri sam- mála. Bless, „Bluesaðdáandi" GLUGGINN Kæru tónlistarunnendur. Ég sendi ykkur hér nokkrar línur með sjálfum atkvæðaseðl inum og verð ég að segja að ég er ánægð með að hafa greitt atkvæði í þessari kosningu um hljómsveitir og hljómsveitarmeð limi. Það sem mig langar til að segja hér, er að mér finnst állt of lítið gert af því að kynna blues hér á landi. Því gætu Dóra og Pétur ekki kynnt góð „blues-lög“ innan um allt Ek- uals gaulið og ,,poppið“? Ég hef ekkert út á „pop“ að setja, mörg „pop-lög“ eru góð og Ek- uals eru sæmilegir. Sjálf hef ég himgað til verið mest í „popp- inu“ en nú hefi ég fengið enn meiri áhuga á „blues-tónlist“ og jafnvel svo'lítið að jazz, sem að ég vona að aukizt. Blues stíll eins og Traffic, John Mayall og Cream hrær- ast í er við mitt hæfi og eru þessar hljómsveitir einmitt um þessar mundir mjög ofarlega í Englandi, en því miður heyrst lítið í þeim hér á landi í dægur lögum útvarpsins. Þó að Dóra og Pétur hafa bæði gefið það í skyn að þau séu ekkert gef- in fyrir blues, þá hafa til allrar hamingju ekki allir sama smekk (að minnsta Kosti vonandi ekki) Svo vona ég að þið séuð mér sammála og einnig ætla ég að láta þess getið að ég bíð með eftirvæntingu eftir „blues-kynn ingarkvöOdi" sem vonandi verð ur bráðlega í hinum nýja skemmtistað Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Með beztu kveðju, Ásta. Áberandi er, hvað „blues“ tónlistin er að verða vinsæl hér á landi, þar erum við sam- mála þér Ásta. Við erum einn- ig sammála að í dægurlaga- þættir Ríkisútvarpsins fari nú bráðlega að „vakna" fyrir þess ari breytingu og vonum að við fáum nú brátt að heyra „blues“ í því. Við viljum samt benda þér á að nú fyrir skömmu var „blues“ þáttur ú Útvarpinu sem var umsjá Ríkarðs Pálssonar að því «r okkur minnir. Við vorum svo heppnir að hlusta á hann og fannst hann hreint ágætur og væri ánægjulegt ef hann yrði oftar og einmitt í umsjá þessa ágæta manns en liann virtist liafa mikið vit á þessari tónlist og var maður öllu fróðari um hana eftir að maður heyrði. HLJÓMAR ORÐNHt GAMALDAGS Hljómar eru orðnir gamal- dags og leiðinlegir og allir strákar hafa fengið ógeð á „strip-dansi“ og fiflalátum í Rúnari. Hinir eru eins og illa gerðir hlutir á sviðinu, með hár ið út í loftið eins og gamlar kerlingar. Flowers eru geggj- aðir, hlusti maður aðeins á Sverðdansinn þá er maður sann færður. Nýi bassaleikarinn er efnilegur og einnig söngvarinn þeir eiga aðeins eftir að sam- lagast og ná íieiri 'lögum. Hljóm sveitin er í einu orði sagt „gassaleg“ Einn ,.gassalegur“ En stelpurnar hafa þær feng ið „ógeð“? Við verðum nú að viðurkenna að við sjáum ekki hvora hljómsveitina „gassaleg- ur“ telur betri en það teljum við víst að það sé aðeins vegna einhvers orðaruglings í bréf- inu. Kæru þið. Þið eruð fínir. Það er svo margt sem maður fréttir hjá ykkur, sem maður annars mundi ekki vita. Ég er mjög ánægð. Þið báðuð um mokkrar línur, en ég hef ekki um neitt að skrifa, sem vera ber. Mig lang- ar mjög mikið til að sjá eitt- hvað í Glugganum um Roof Tops og kanski góða stóra mynd af þeim. Hafið þökk, Fríða. Síðan er svo lítil að um stóra mynd verður ekki að ræða. Sjá um hvað setur, þökkum þér sjálfri. HLJÓMAR DÝRÐLEGIR Ég vona að þið getið stafað ykkur fram úr þessu. Ég hef ekki fylgst svo vel með hljóm- sveitum erlendis en vel innan- lands. Mér finnst Hljómar dýrð 'legir og vona ég að þeir vinni keppnina. Bítlarnir eru fræg- asta hljómsveit heims og semja þeir fín 'lög. Það þýðir víst ekki að skrifa meira ég vona að þið teljið spenntir atkvæðaseðlana. Ein úr Þorlákshöfn. Vlð ERUM SPENNTIR Athugasemdir Viljið þið koma með meira af myndum og fréttum afTheBeat les. Hvers vegna kemur þessi þáttur svona sjaldan í Lesbók- inni? Vona ég að hann eigi eft- ir að koma oftar þetta ár. Og eitt enn, reynið að koma vin- sældarlistanum alltaf fyrir (eða sem oftast) og segið þá hvaðan hann er, þið gerðuð það ekki um dagimn. Birtið líka lista frá fslandi. Ég varð náttúrlega fok vond síðast þegar þið birtuð hann, því þá var Ob-la-di ob- la-da með Manmelade í efsta saeti en ekki með Bítl- unum; ég botna'ði ekki neitt í þessu. Ég býst við að hann hafi verið frá Englandi er það ekki rétt hjá mér? Ég þakka svo lesturinn, ef hann hefur verið nokkur. P.S. Birtið einhverntíma sæta mynd af Poul McCartney ein- um. Einn áhugasamux lesandi Gluggans af veikara kyninu. Við skulum reyna að koma með myndir af Bítlunum. Það var bara einu sinni, sem við stóðum okkur svona illa. Við erum staðráðnir í að standa okkur hetur á þessu ári. Varð- andi vinsældarlistann er það að segja, að við fáum hann sjald- an nógu tímanlega til að geta birt hann. Við viljum helst ekki birta hann ef hann er orðinn hálfsmán|aðargamalL Islenzka vinsældalistann er erfitt að fá en þá sjaldan við fáum hann, þá er hann annað hvort frá „Lögum unga fólksins“ eða Las Vegas. Listinn sem þú talar um var auðvitað frá Englandi. Þökk um lesturinn ef hann hefur ver ið. QUICK Joey Small Ég veti ekki hver mér fannst vera bezti orgelleikarinn er- 'lendis, svo að ég held að það sé bezt að þið ráðið því sjálfir. (Nei takk. innsk. ritstj.) Ann- ars vil ég þalcka ykkur kær- lega fyrir margt gott sem verið hefur í Gluggaraum og vona ég að hann haldi áfram. Vinsældar listarnir mættu vera oftar, helzt alltaf. Eitt langar mig að vita svolítið um, en það er um hljóm sveitina sem leikur lagið Kuick Joey Smalil, en líklega vitið þið ekkert meira en ég. En í von um að þið bixtið eitthvað um hljómsveitina kveð ég ykkur. Bítla- og Hljómaaðdáandi. Þeir sem eitthvað þekkja til hljómsveitarinnar sem bréfrit- ari ræðir um er velkomið að skrjfa okkur og segja okkur eitthvað um þessa ágætu hljóm sveit. Það sem þú ræðir um vinsældalistann stendur í svarinu hér fyrir framan. Hverjir voru beztir 1968? Nú er atkvæðagreiðslunni lokið og vill Glugginn færa öll um þeim fjölda lesenda sem sendu atkvæði kærar þakkir fyrir frábæra þátttöku. Okkur bárust eitthvað i áttunda hundr að atkvæðaseðlar svo að það tekur okkur líklega einhvern tíma að telja atkvæðin. Við munum þó gera það eins fljótt og mögulegt er og munu úr- slitin verða birt hér á síðunni í síðasta lagi eftir hálfan mán- uð. í keppninni sem fram fór í fyrra á vegum Gluggans sigr- uðu Hljómar og Bítlarnir. Nú er spurningin, hverjir vinna nú? ENGLAND 21. FEBRÚAR. 1 (2) Blackberry Way ...................... Move, 2 (1) Albatross .. Fleetwood Mac, 3 (12) I’m Gonna Malce Yoy Love Me Diana Ross and tihe Suipre(mes and the Temptaitionis, 4 (3) For Once in My Life .. . Steviie Wonder, 5 (7) Dancing in the Strect Martha Reeves aind tlhe Vandellias, 6 (5) You Got Soul ................ Johrnny Naslh, 7 (17) Half As Nice ................ Arnen Corner, 8 (10) Please Don’t Go ............. Donaild Peers, 9 (4) Ob-la-di Ob-la-da ............. Mianmailade, 10 (6) Fax On The Run ............ Mainifred Manin, 23. febrúar 1969 LESBÓK MORGUNBLAUSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.