Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1970, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1970, Blaðsíða 3
BÖKMENNTIR OG LISTIR IfifJja niM'æ' tfW tPpa^ tjaa týnv-Ci jfiarfpaC ARRABAL BÆN í*orvarður Helgason þýddi A SVIÐINU: Tvær persónur: Fídíó og Lil- be, maður og kona. Svört vagga. Fjögur kerti. Róða úr jámi. Baksviðið er svart tjald. (Sama svið allan leikinn.) Rökkur. Augnablik heyrist smábarn gráta. Snögglega veinar barnið, þannig að það sker í gcgnum merg og bein. Par á eftir er alger þögn. Fídíó: Frá og með deginum i dag skulum við vera góð og lirein í hjarta. Lilbe: Hvað ertu að segja? Fídíó: Ég var að siegja, að frá og með deginum í dag skyldum við vera góð og hjartahrein eins og englarnir. Lilbe: Við? Fídíó: Já. Lilbe: Þ-að ar ekki hægt. Fídíó: Það er rétt. (Stutt þögn). Það er mjög erfitt. (Stutt þögn.) Við skul- um samt reyna. Lilbe: Hvernig? Fídíó: Með því að fara eftir boðum Drottins. Lilbe: Ég er búin að gleyma þeim. Fídíó: Ég líka. Lilbe: Þama sérðu, hvernig eig um við þá að fara að þessu? Fidíó: Að skilja muninn á góðu og illu? Lilbe: Já. Fídíó: Ég hef keypt Biblíu. Lilbe: Br það nóg? Fídíó: Já, það verður nóg fyrir okkur. Lilbe: Verðum við þá heilög? Fídíó: Það er til of mikils ætl- azt. (Stutt þögn.) Envið getum reynt það. Lilbe: Allt verður öðruvísi. Fídíó: Já, allt allt öðruvísi. Lilbe: Okkur leiðist þá ekki eins mikið og núna. Fídíó: Og það verður líka mjög fallegt. Lilbe: Brtu öruggur um það? Fídíó: Já, ég efast ekki um það. Lilbe: Lestu eitthvað fyrir mig úr bókinni. Fídíó: Úr Biblíunni. Lilbe: Já. Fídíó: (les) „f upphafi skapaði Guð himin og jörð.“ (Mjög hrifinn.) Finnst þér það ekki fallegt? Lilbe: Jú, það er mjög fallegt. Fídíó: (les) „Þá sagði Guð: Verði ljós! Og Guð sá, að ljósið var gott; og Guð greindi ljósið frá myrkrinu. Og Guð kall- aði ljósið dag, en myrkr- ið kallaði hann nótt. Og það vairð kveld og það varð morgunn, — hinn fyrsti dagur.“ Lilbe: Þannig hefur allt byrj- að? Fídíó: Já, þú sérð hvað það er einfalt. Lilbe: Já, það var miklu flókn- aira þegar mér var sagt fré því áður. Fídíó: Kenningan-nar um al- heiminn? Lilbe: (brosandi) Já. Fídíó: (brosandi) Mér líka. Lilbe: (brosandi) Og líka um þróunina. Fídíó: Skrítnar sögur það. Lilbe: Lestu dálítið meira fyr- ir mig. Fídíó: (les „ . . . þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans og þannig varð maðurinn lifandi sál.“ (Stutt þögn.) „Þá lét Drottinn Guð fastan svefn falla á manninn; og er hann var sofnaður, tók hann eitt af rifjum hans og fyllti aftur með holdi. og Drottinn Guð mynd- aði konu af rifinu, er hann hafði tekið úr manninum, og leiddi hana til mannsins.“ Fídíó og Lilbe kyssast. Lilbe: (áhyggjufull) En getum við þá sofið saman eins og áður? Fídíó: Nei. Lilbe: Ég verð þá að sofa ein. Fídíó: Já. Lilbe: En mér verður þá voða kalt. Fídíó: Þú venst því. Lilbe: Og þú? Heldurðu að þér verði ekki líka kalt? Fídíó: Jú, auðvitað verður mér Iflka loaJlt. Lilbe: Jæja, við rífumst þá ekki meir af því þú vilt hafa alla sængina fyrir Þig. Fídíó: Einmitt. Lilbe: Þama sérðu, það verður erfitt að vera góður. Fídíó: Já mjög erfitt. Lilbe: Má ég skrökva? Fídíó: Nei. Lilbe: Ekki einu sinni pínulít- ið? Fídíó: Ekki einu sinni það. Lilbe: Eða stela appelsínum frá kaupmanninum? Fídíó: Ekki heldur. Lilbe: Og maður má þá ekki gamna sér í kirkjugarð- inum eins og áður? Fídíó: Jú, af hverju ekki það? Lilbe: Og stinga augun úr þeim dauðu? Fídíó: Nei, ekki það. Lilbe: Eða drepa? Fídíó: Nei. Lilbe: Jæja, eigum við þá að láta fólkið halda áfram að lifa? Fídíó: Auðvitað. Lilbe: Það er verst fyrir það. Fídíó: Þú virðist alls ekki gera þér grein fyrir hvað maður verður að gera til að vera góður. Lilbe: Nei. (Stutt þögn.) En þú? Fídíó: Ekki of vel. (Stutt þögn.) En ég hef bók- ina. Hún hjálpar mér. Lilbe: Alltaf þessi bók. Fídíó: Alltaf. Lilbe: Og hvað gerist svo? Fídíó: Maður kemst til himna- ríkis. Lilbe: Við bæði? Fídíó: Já, bæði, ef við högum okkur vel. Lilbe: Og hvað gerum við í himniariki? Fídíó: Maður skemmtir sór. Lilbe: Alltaf? Fídíó: Já, alltaf. Lilbe: (vantrúuð) Það er ekki hægt. Fídíó: Jú, auðvitað er það hægt. Lilbe: Af hverju? Fídíó: Af því Guð er almátt- uguir, Guð getur gert það sem enginn ann- ar getur gert. Krafta- verk. Lilbe: En það nú. Fídíó: Og á mjög einfaldan hátt. Lilbe: Ef ég væri í hans spor- um gerði ég það líka. Fídíó: Ég skal lofa þér að heyra hvað Biblían seg- ir: „Og þeir koma til Betsaida; og menn koma með blindan mann til hans og biðja hann að snerta hann. Og hann Fnaimh. á bíls. 4 Hringur Jóhannesson myndskreytti. Jóhann Jónsson Söknuður Hvar hafa dagar lífs þins lit sinum glatað? Og Ijóðin, er þutu um þitt blóð frá draumi tii draums, hvar urðu þau veðrinu að bráð, ó barn, er þig hugðir, borið með undursamieikans eigin þrotiausan brunn þér í brjósti. Hvar ... ? Við svofelld annarleg orð, sem einhver rödd lætur falla á vorn veg — eða að því er virðist, vindurinn blæs gegnum strætin, dettur oss, svefngöngum vanans, oft drykklanga stund dofinn úr stirðnuðum linium. Og spunahljóð tómieikans iætur í eyrum vor Iægra. Og leiðindin virðast í úrvinda hug vorum sefast. Og eittlivað, er svefnrofum líkist, á augnlok vor andar, vér áttum oss snöggvast til hálfs, og skilningi lostin hrópar í allsgáöri vitund vor sál: Hvar? 0 hvar? Er glatað ei glatað? Gildir ei einu inn hið liðna, hvort grófu það ár eða eilífð? Unn þú mér heldur um stund, að megni ég muna, minning, hrópandi rödd, ó dvel. En æ, hvar má þér með höndum halda, heilaga blekking. Sem vængjablik svífandi engla í augum vakandi barna ert þú hverful oss, hversdagsins þrælum. Og óðar en sé oss það ljóst, er undur þitt drukknað í æði múgsins og glaumsins. Svo höldurn vér leið vorri áfram, hver sína villigötu, hver í sínu eigin lifi vegvilltur, framandi maður; og augu vor eru haldin og hjörtu vor trufluð af hefð og löggrónum vana, að ljúga sjálfan sig dauðan. En þei, þei, þei — svo djúpt sem vor samvizka sefur, oss sönglar þó allan þann dag við eirðarlaus eyrun eitthvað, þvi líkt sem komið sé hausthljóð í vindinn, eitthvað, þvi líkt sem syngi vor sálaða móðir úr sjávarhljóðinu í fjarska. Og eyðileik þrungið hvíslar vort hjarta hljótt út í bláinn: Hvar?... 0 hvar? 25. j'Mmúair 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.