Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1970, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1970, Blaðsíða 5
Helil %réf me8 stimpli frá Philadelphia eða Pittsburg en bréf írá Milano eða Torino. Bréfin, sem beðið var eftir með mestri óþreyju, voru auðvitað þau, sem voru lokuð með ótal innsiglum, eins og helgir dóm- ar, með ótal stimplum í rauðu lakkinu. Ótal konur og börm kysstu þau, áður en þau opn- uðu þau og gerðu fyrir sér krossmark. Þau voru sjálfsagt full af peningum, en sýndu jafnfiramt stöðu þess manns, og ráðvendni. Vegna starfs síns var Nicola orðinn boðberi forsjónarinnar í augum fjöl- skyldnanna, sem var andstætt eðlislægu vingjarnlegu viðmóti hans og þjónustulund. Hann færði fólkinu ekki aðeins bréf- in, heldur las hann þau líka fyrir þá sem voru naumast stautfærir, eins og raunin var á um Júdit. Það var á allra vitorði, að Nicola hefði ekki orðið prestur sökum fátæktar hans í æsku. En trúfesti hans gagnvart ein- lífi sýndi upphaflega köllun hans. Ýmsiir áfelldust hann fyr- ir að gæta ekki hófs í vin- dirykkju, enda þótt menn sæju hann aldrei verða öðrum til óþæginda eða ruddafenginn, þó að hann væri ofurölvi. Að mati föður míns, sem leyndi aldrei skoðunum sínum, var aðeins sá Ijóður á ráði hans, að hann kaus helzt að drekka í einrúmi heima hjá sér. En póstþjónninn réttlætti sig með því, að sem embættismað- ur í allægsta launaflokki, hefði hann ekki efni á að halda sig á dýrum vínveitingastöðum. Það var prestalógikk, sagði fað ir minn vantrúaður. Því miður fluttu bréfin frá Philadelphia eða Pittsburg ekki ævinlega gleðifréttir. Þau skýrðu oft og tíðum frá slys- förum á mönnum við vinnu sína, sem steyptu aðstandend- um þeirra í örbirgð upp frá því vegna ófuUkominna þjóð- félagshátta, og meðal þeirra voru bréf frá eiginmönnum, sem slitu öll tengsl við konu og börn af einni eða annanri ástæðu, stundum af því, að ill- gjarnar tungur höfðu komið þeim orðrómi á kreik, að kon- urnar væiru þeim ótrúar. Eiginmaður Júditar breytti þó verst og skammarlegast að allra matL Hin óhamingjusama kona hans, sem enginn gat fundið neitt að, hafði ekki fenig ið svo mikið sem eyrisvirði frá honum, hann hafði ekki svo mikið sem skrifað henni örfá- ar línur til skýringar, þó að fólk í þorpinu hefði fengið ör- ugga vitneskju um, að hann væri við hestaheilsu, ynni fyr- ir stórfé og goirtaði af því, að hann sendi komunni hvern pen ing, sem hann aflaðL Bréfunum, dapurlegu og biðj andi, sem Júdit las póstþjónin- um fyrir, hirti hann ekki um að svara. Gátan leystist fáum vikum eftir hina misheppnuðu morð- tilraun konunnar; ekki þó fyr- ir hemnar atbeina, því að hún fór aldrei út fyrir húsdyr, síð- an hún missti hárið, og lifði á brauðmolunum, sem nábýlis- konurnair gáfu henni. En póst- eftirlitsmaður, sem enginn vissi, hver hafði sent þangað, komst auðveldlega að raun um, að póstþjónninn hafði stungið í eigin barm álitlegum bréfa- fjölda, sem var stílaður á heim- ilisfang hennar og hafði verið sendur neglulega. Þegair firéttin barst, varð uppi fótur og fit í allri sveit- inni. Það sem máli skipti var ekki fyrst og fremst þjófnað- urinn, heldur missir dýrðar- ljómans. Póstþjónninn hvarf gjörsamlega án þess að skilja eftir sig spor og komst hjá því að verða handtekinn. Það leið languir tími, áður en fólk náði sér eftir hneykslið. Hinum siðfeirðislega grundvelli undan samlífi fólksins hafði verið kippt burtu. Gegn venju sinni og næstum gegn anda þátt í hinni almennu hneyksiun kristindómsins, tók faðir minn og gekk jafnvel feti lengra, þar sem hinn óhemju svívirðilegi verknaður póstþjónsins kom heim við mat hans á fóiki, sem drakk í einrúmi. f þorpinu va.r ekki rætt um annað, og presturinn vék meira að segja að því í stólnum. Margar fjölskyldur efndu til samskota handa veslings Júdit, og einhverjir tóku sig til og skrifuðu manni hennar. En ný skelfing greip Júdit, þegau- henni varð hugsað til, að eiginmaðuriinin kynni ef til vill að flýta heimför sinni, jafn- skjótt og hann hefði firétt, hvað gerzt hafði. Hvað mundi hann hugsa og gera, þegar hann sæi konu sína svipta hárinu? Þær fáu konur, sem fengu að heim- sækja hana í hinni ströngu klaustuirtilveru, neituðu því ekki, að Júdit hefði rétt fyrir sér. Menn sögðu, að hún væri óþekkjanleg. Gömul kona gekk svo langt að segja, að hún líkt- ist fremuir apa en manni. Þeg- ar grannkoniu'nar töluðu við hana, rejmdu þær auðvitað að hugga hana. „Hár þitt vex aft- ur,“ sögðu þær. „En það verð- ur aldrei eins fagurt og áður,“ sagði Júdit með grátstafinn í kverkunum; „til hvers á ég að lifa lengur? Þið hefðuð átt að lofa mér að deyja.“ Ekkert spurðist framar til póstþjónsins. Nú var hann kominn í örugga höfn, sögðu menn, og gæti lifað kóngalífi fyrir peningana, sem hann hafði stolið frá Júdit. Um þetta leyti komu nokkr- ir viniir okkar í heimsókn. Þeir ætluðu að hjálpa okkur við að matreiða héra, sem pabbi hafði skotið. Óðar og talið tók að snúast um póstþjóninn brott- hlaupna, sló pabbi út í aðra sálma. Þetta var hitamál, sem hann gat ekki rætt yfirvegað. Einhver tók þá að gizka á ald- uir hérans, sem verið var að matbúa. „Hann gæti verið hálfs annairs árs,“ sagði pabbi. Hann bætti því við, að hann hefði látið hérann hanga uppi í fjóra daga, sveipaðan klút vættum ediki. „Það hefði mátt spara nokkra daga með því að slá hann með staf,“ áleit ein- hver. „Já, en þá eiga menn á hættu að birjóta hin örsmáu bein,“ svaraði mamma; „það spillir kjötinu." í sama mund kom nágrann- inn, sem hafði flegið hénann eftir kúnstarinnar reglum, bað forláts á, að hann kæmi of seint og sagði þær fréttir, að póstþj ónninn Nicola hefði sézt fyrir stuttri stund á fjallinu fyrir ofan kirkjugarðinn. „Einmitt þar sem ég skaut hérann!“ bnópaði pabbi. „Hefðirðu rekizt á hann, meðan þú vairst að elta hér- ann,“ spurðu menn, „hvað hefð irðu þá gert?“ „Ég tel miklar likur til, að ég hefði skotið,“ svaraði pabbi alvarlega. „Menn létu talið falla, þegar mamma gaf merki. Gestimir sátu og drukku kaffg þegar upphófst geysilegur hávaði í hænsnunum í húsagarðinum. „Farðu og vittu, hvað er á seyði!“ sagði pabbi við mig. „Þetta er sjálfsagt flökku- hundur enn einu sinni.“ Neðst í húsagarðinum, milli síðasta tómatabeðsins og lim- gerðisins, sem óx meðfiram ár- bakkanum, var gryfija, sem hafði verið notuð til að geyma í mykju. Niðri í holunni fann ég mann, sem hnipraði sig sam- an eins og hrætt dýr. Hann var óhreinn, já, ataður óhreinind- um. Skegg hans var margra daga gamalt, og líkami hans skalf. Ég ætlaði varla að þekkja póstþjóninn. Hann leit biðjandi á mig. „Segðu pabba þínum,“ stundi hann loks upp, „að ég ætli að framselja mig yfirvöld- unum nú í kvöld, þegar dimmt er orðið. En fyrst vil ég gjarn- an ræða við lögfiræðing.“ Ég flýtti mér dauðskelfdur inn. Ég vissi ekki, hvað ég átti að segja. Þegar ég komst til pabba, muldraði ég, svo að lít- ið bar á, nokkur sundurslitin oirð. En þegar hann bjóst til að ganga út í húsagarðinn, tókst mér að stöðva hann. „Það var hundur;“ hrópaði ég, „nú er hann farinn aftuir!“ Merrn stríddu mér með hug- leysi, og þar sem ég var viðut- an og skalf í sífellu, sendi mamma mig í rúmið. Jafnskjótt og gestimir vom farnir, kom pabbi inn til að vita, hvernig mér liði. „Það var enginn hundur," sagði hann við mig. „Nei, það var ekki hundur." „Hvað var það?“ „Þú ferð víst nærri um það.“ „Er hann þar ennþá?“ „í gryfjunni, fast hjá lim- gerðiinu." „Sagði hann eitthvað við þig?“ „Hann ætlar að framselja sig yfirvöldunum. Jafnskjótt og dimmt er orðið. Ef unnt er vill hann gjaman tala við lögfiræð- ing.“ Eftir stutta þögn bætti ég við: „Ætlarðu að vera harður við hann?“ „Af hverju heldurðu það. Nú er hann gestur okkar. Hann hlýtur að vera svangur,“ bætti pabbi við; „þú verður að færa honum eitthvað að borða og drekka, en án þess að ná- grannamir verði þess varir.“ „Þegar lögfiræðingurinn kom, leyfði pabbi mér ekki að vera vitni að því, sem fram fór, en hann bannaði mér ekki að vera í næsta herbergi í fyrstu var rödd póstþjónsins næstum ógreinanleg, og ég skildi ekki, það sem hann gerði Hins veg- ar heyrði ég lögfræðinginn endurtaka við og við mjög greinilega: „Allir eiga að njóta lagavemdar, jafnvel forhert- asti glæpamaður á rétt á laga- vernd.“ Rödd póstþjónsins varð gneinilegri, jafnskjótt og hann tók að skýra frá ástæð- unni fyrir hatri sínu á Júdit. „Þegar ég færði henni fyrsta bréfið,“ sagði hann, „bað ég hana um að veita mér gleði, sem ég hafði lengi þráð. Júdit, sagði ég við hana, ég hef heyrt menn dásama hár þitt og ég bið þig að lofa mér að sjá það hrynja frjálst um herðamar; ef til vill gleður það þig einnig.“ Hún neitaði samstund- is: „Ég hét manni mínum því, áður en hann fór,“ sagði hún, „að ég skyldi aldrei leysa hár mitt, þegar annar maður sæi til, og ég get ekki drýgt þá synd.“ „Það á ekkert skylt við synd,“ reyndi ég að útskýra fyrir henni, „trúðu þvi, sem ég segL synd er allt annað; sú gleði, sem ég bið þig um, er alveg ósaknæm. En hversu mjög, sem ég bað hana, var mér ókleift að sann- færa hana. Ég þóttist beygja mig fyrir stöðuglyndi hennar til þess að vekja ekki grun, en upp frá þeim degi hafði ég eng- an frið. Hár hennar freistaði mín stöðugt.“ „Heldurðu," spurði lögfræð- ingurinn, „að þetta geti á ein- hvern hátt réttlætt þig fyrir dómstólunum ? “ „Það held ég ekki,“ svaraði póstþjónninn með ekka i rómn- um. Ég merkti sára beizkju í orðum hans vegna skilnings- leysis hins lögfróða manns. Hann sneri sér því til pabba og sagði: „Hvað álítur þú, Paolo?“ Pabbi þagði lengi, áður en hann svaraði honum. Ég veit ekki af hverju mér kom það í hug, en skyndilega óttaðist ég, að eina svar hans yrði að grípa póstþjóninn og fleygja honum niður tröppurnar. I stað þess sagði hann, eins og hann vildi afsaka sig: „Nicola, þú ert gest ur minn, og þú verður bráðum lokaðuir inni í fangelsi, þar sem þú verður kannski í mörg ár, hvað viltu að ég segi?“ 2S. janúar 1970 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.