Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 11
MÁLFRtÐUR .. Já, húsmóðir góð. Snarast af stað, tekur upp um sig pilsin. Mdm. KNUDSEN Kemur inn. Frekar lágvaxin og holdalagin eins og oft er um Gyðingakonur á hennar aldri (46), en hún ber sig með reisn og . hefur sýnilega verið og er enn fríðleikskona. Alúðleg í framkomu. Skrollar svolítið. SIRE ......... Komdu sæl, Margrét m'ín. Þig þarf ég einmitt að finna. Mdm. KNUDSEN Sæl Sire mín. Þ'að er asi á stúlkunni. Nærri búin að setja mig um • koll. Þær kyssast. Já, það er þessi fagnaður hjá stiftamtmanni annað kvöld. Hann leit inn hjá mér í Landakoti á morgungöngu sinni í morgun. Hvernig viltu hafa þetta, heillin? SIRE .......... Eins og venjulega, en vínin fara eftir matnum, en um það allt sér kokkurinn á herskipinu — men det ser ju Kotkiken til. Mdm. KNUDSEN Stiftamtmaður færði mér gestalistann. Ég sé á honum, að prins- inn vill hafa þig til borðs! SIRE .......... Von var, að stiftamtmannisfrúin móðgaðist, mikið að hún vill koma! En honum skal ekki verða kápan úr því 'klæðinu — men det blir i'kke Kappe af det Klæde! — Við breytum listanum! Skrifar á listann, sem Mdm. hefur rétt henni. Mdm. KNUDSEN Ertu galin mannedkja, setur mitt nafn á listann? SIRE ......... Þú ert á honum og Kirstín dóttir þín. Þú ert frammistöðukona fyrir hófinu. Ég færði bara nafn þitt upp þar sem það á að vera. MÁLFRÍÐUR . . og Hendrichsen koma inn. Ég fann hanm í axrestinu. HENDRICHSEN Gerir klaufalega dersnertingu með hægri hendi. SIRE ......... Hendriöhsen minn, vitið þér hvar prinsinn er þessa stundina? HENDRICHSEN Ætl’ ég fari ekki nærri um það. Hann er að hrjóta niður arrestið. SIRE ......... Arrestið? HENDRICHSEN Ég. staikik honum inn, þótti það tryggast. Hann var blindfullur. SIRE ......... Þú ferð af bragðd og leysir hann út, en taktu til hans skilaboð frá mér. Ef nokkur maður sér á honum vín, þegar hann kemur til veizluinniar ainmað kvöld verður hiainin griipinn, siettur í járn oig fiutt- ur til sfcips baiiniustu leið — siorni han stár! Segðu að þetta sé eftir konunglegri Majestæts skipun. HENDRICHSEN Aftur með díersnerting og tilraun til að standa rétt. Skal gert, Madame. SIRE .......... Svo stendur þú hérna við dyrnar í fullu skrúði annað kvöld, með an gestirnir koma. Þegar dansinn byrjar blæst þú á þína flautu, Einar spillemann tekur fiðlluna. Eins og með bakþanka. Kanntu annars að handjárna mann? HENDRICIISEN Sýnir henni handjárn, fer yfir aðferðina og er búinn að handjárna hana allt í einni andrá. SIRE .......... Hvað ert.u að gera maður? HENDRICHSEN Bara að sýna aðferðina. I>eitar í vösum sínum. Nú er bara að ég hafi ekki gleymt lyklinum? Hana. Hérna er hann. Leysir Sire. SIRE ......... Þú gerðir mig logandi hrædda! En þú færð tvo dáta þér til að- stoðar, ef til alvörunnar kemur. HENDRICHSEN Skal gert, Madame. Ég hef verið korporal í hernum. Sýnir hæfni sína. St.andið rétt, þið karnæ! SIRE ......... Jæja, Hendrichsen minn, þú mátt fara. En mundu skilaboðin orðrétt! HENDRICHSEN Hans majestatis skipun, handjárn og fluttur til skips. Gripinn af skelfilegum grun. Þó ekki strax og ég sé hann, Madame? SIRE ......... Þú hreyfir þig ekki fyrr en ég gef þér merki. HENDRICHSEN Svitnar. Það verður að vera greinilegt merki. SIRE ......... Ég segi bara ósköp rólega við þig. Jæja, Hendrichsen minn, farðu nú með prinsinn. Þú skilur það. HENDRICHSEN Tautar. Farðu nú með prinsinn. Farðu nú með prinsinn. Já, ég hef það. Misheppnaðar hersýningar. Fer. Mdm. KNUDSEN Mér þyfkir þú standa í stórræðum, Sigríður stórráða! Gerir þú þetta upp á eigið ansvar? SIRE .......... Ég hef borið það undir stiftamtmann. Og ætli prinsinn að skemimta skrattanum sem hann er vanur, þá er mér að mæta. Þetta er mesta dyggðablóð, ef hann er tekinn réttum tökum. Ég gæti sem bezt haldið, að ég gæti fengið hann til að spila við mig Marías og dre'kka tevatn heilt kvöld, ef ég kærði mig um. Hlær. Mdm. KNUDSEN Já, karlmenn þarf að taka réttum tökum, Sire mín, en það er sín aðferðin við hvern. ARTHUR......... Kemur inn. Góðan dag aftur, Madame. SIRE........... Góðan dag, Mr. Dillon. — Já, það er alveg rétt. Má ég kynna nýja kostgangarann minn, Madame Knudsen — Mr. Dillon. Þau heilsast með handabandi. . ARTHUR......... Fóruð þér langt, Mr. Dillon? SIRE .......... Ég gekk upp að Skólavörðunni, sem þeir kalla Kriegersminni síð- an amtmaður lét h.ressa upp á hana. Þaðan er bezta útsýnið langt út á flóann. — Getið þér hýst fyrir mig tvo hesta Mdm. — Berg- mann? SIRE .......... Málfríður, gerðu svo vel að dúka borð fyrir herrana hér inni. — Hesta? Hafið þér keypt tvo hesta? ARTHUR......... Ekki enn, en ég ætla að gera það við fyrstu hentugleika. SIRE .......... Hm. Það ættuð þér að láta mig annast. Það er á fáa að treysta í hrossalkaupum. MÁLFRÍÐUR . . Yfir að skenknum, tekur dúk og leirtau. Húsmóðir mín! Ég hef lengi ætlað að biðja yður smábónar. SIRE .......... Hver er hún — Málfríður mín? MÁLFRteUR .. Að leyfa mér að dekka fyrir Monsjör Róbert hér við litla borðið. Mdm. KNUDSEN Er það ekki sá fransibi, sem er hér til undirbúningis leiðangri franska læknisins — hvað hann nú heitir — já, Gaimard, sem á að koma að vori. MÁLFRÍÐUR . . Honum þykir svo lifandi sikelfing leiðinlegt að borða innan um eintóma sveitamenn, sem Skilja ekki orð af því, sem hann segir. SIRE .......... Það er sjálfsagt, Málfríður. Auk þess kann Mr. Dillon frönSku, eða er ekki svo? ARTHUR......... Jú, ég má heita stautfær í frönsku, þó að ég tali heldur ítölsku í rómönsku löndunum. MÁLFRÍÐUR . . Hreykin. Ég er að byrja að læra frönsku. Það er svo skrítið mál. ARTHUR......... Ég hef tekið eftir því, að íslendingar eru mjög námfús þjóð. MÁLFRÍÐUR . . Ég kann eitt orð. Ame — það er svo spaugilegt. Bara að loka augunum og segja: Amen! Arthur og Mdm. Knudsen hlægja. SIRE .......... Þú mátt ekki vera einföld, Málfríður mín. Amé þýðir: ég elska. MÁLFRÍÐUR . . Ég veit. SIRE .......... Þú ert góð sál! Hlær. Það gefur raunar auga leið: Bara að loka augunum og segja: Amen. ARTHUR......... Ég hlakka til að kynnast vini yðar Mons. Robert. Ber nafnið fram á frönsku. MÁLFRÍÐUR . . Leiðréttir með íslenzkum framburði. Mons. Róbert. Mdm. KNUDSEN Ég veit ekki, hvað ég er að slóra, en það er alltaf eitthvað svo notalegt í kringum þig, Sire mín. Verið þér sælir Mr. Dillon, ég vona, að þér lítið inn til okkar. Ég bý hér rétt fyrir ofan í Landa- koti. Dætur mínar leika á hljóðfæri. Þeim þætti einkar gaman að kynnast yður, þori ég að segja. Kyssir Sir.e. STEFÁN .......... Kemur inn. Leggið þér á flótta, þegar þér sjáið mig, Mdm. Knud- sen. Mdm. KNUDSEN Nei, bæjarfógeti. Það geri ég ekki. En ég er búin að vera lengur en ég ætlaði. Berið þér unnuistu yðar kveðju mína í Gröndalshús næst, þegar þér komið þangað. Verið þér sælir. STEFÁN .......... Verið þér sælar Mdm. Knudsen. Ég gkal Skila kveðjunni. Mdm. Knudsen fer. Eftirtðktarverð kona, eins og þér segið, Mr. Dillon. Mjög eftirtektarverð. Átti fyrst fimmtugan kaupmann Mohr að ARTHUR STEFÁN ARTHUR . SIRE .... MÁLFRÍÐUR nafni, var þá aðeins 18 ára, fékk skilnað hjá konungi en fram- kvæmdur af Jörundi hundadagakóngi. Af stjórnarathöfnum hans var þetta víst hið merkasta, ef frá er talið leyfið — við getum sagt tvíkvæns- eða hjákonuleyfið, sem hann gaf Hálkoni hrepp- stjóra á Álftanesinu. Mér skilst, að þið séuð mjög frjálslyndir í hjúskaparmálum, ís- lendingar! Þér meinið vafalaust léttúðugir, Mr. Dillon? Svo er elkki, en frá fornöid hafa konurnar verið mestu ráðandi í þeim málum, og ég kalla þær hvorki frjálslyndar né léttúðugar. En þær bera óneit- anlega ábyrgð á ættstofninum — á því sviði hef ég. alltaf dáðst að þeim. Mjög athyglisvert, hr. bæjarfógeti. Það er áþefc'kt og hjá æðri stéttum hjá minni þjóð. Mjög athyglisvert. Gjörið þið svo vel. Maturinn kemur eftir augnablik. Hefur dúkað borðið í horninu og fer út til að sækja Róbert sinn. Tjaldið. (Framhald í næsta blaði.) 1. marz 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.