Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1971, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1971, Blaðsíða 13
hinu íslenzka goðaveldi. Það sem ekki tókst að finna, var einfaldlega — hið hugmynda- fræðilega samhengi. 1 báðum fyrrgreindum bók- uim er afstaða tekin til einnar hliðar þessa máls sem ekki hef- ur veriö rannisökuð fyrr — tengslanna milii hins jarðneska og goðumborna valds annars vegar, og landsvæðis og skipu iagningar goðmagna hins veg- ar. Þurfa menn því að kynna sér nokkuð tölvísi og hug- myndafræði fornaidar til að fá botn í skýringarnar. Niðurstað an er þó einföld í sjálfu sér: hún er sú, að táknmál helztu goðsagna íslendinga hafi verið grundvallað á heimsmynd Massiskrar fornaldar og mið- alda. Ein mikilvægasta tilgát- an segir að tima hafi verið jafnað til vegaiengdar, og að fet hafi orðið sú helga mæli- eining sem landnámsmenn Is- lands lögðu til grundvallar goðaveldinu. Það fet var sam- kvæmt niðurstöðunum ekki að- eins mælieining heldur HUG- TAK Mtot því er míkrókosmos nefndist meðal Grikkja — af- mörkuð eining sem jafnframt var eins konar spegilmynd al- heimsins. Er þessi tilgáta í sam ræmi við niðurstöður helztu miðaldafræðinga, sem telja skipulagningu og reglufestu svo áberandi einkenni á samfé- lagsháttum miðaldamanna, að þeim verði einna helzt líkt við stærðfræði (5). Nýmælið hér er fyrst og fremst það, að gert er ráð fyrir beinum tengslum milli íslenzkra og evrópskra menningarhátta klassískrar fornaldar og miðalda. Ekki er rúm til að rekja hér hina margslungnu tölvisi forn- aldar og hin föstu tengsl er lágu milli allra þátta samfélags ins meðal sumra fornþjóða. Byrja má þó með þvi að skýra frá - grundvallartölu hins ís- lenzka goðaveldis — tölunni 36. Sú tala átti sér hliðstæðu í 36 dómendum Gulaþings, en íslendingabóto kennir, að fyrstu lög Islendinga hafi ver- ið sniðin eftir Gulaþingslög- um (6). Er sú ættifærsla senni- leg. Skyldu 9 goðar í hverjum fjórðungi fslands, 36 alls. Benda allar líkur til, að þessi hafi verið skipan hins íslenzka goðaveldis 930, er Alþingi var stofnsett að Þingvöllum. Hins þytoir mér rétt að geta hér, að ýmislegt bendir til hærri ald- urs Gulaþingslaga en Ari og Snorri gefa í skyn, og verður ekki um rætt að sinni. Þá kunna Úlfljótslög íslendinga að vera ELDRI en Gulaþings- lög Hákonar góða, svo að ýmis legt þarfnast athugunar í ætt- færslunni (7). Vart fer þó mitli mála, að samræmi er milli lag- anna, og að einn stofn kann að vera undir báðum. Og víkj- um þá að konungdæminu. Sú stjórnskipulega eining sem „konungur" nefndist með- al heiðinna samfélaga byggðist jafnan á einni persónu, er varð dæmigervingur allra stofnana rtíkisins. Sá dæmigervingur mun yfirleitt — ef ekki alltaf Mynd fullkomleikans í launlielgri spcki Gyðinga er Kabbala nefndist (skýrineaniynd í ÍHÍk Sir Wallis Budge, Aniulets and Talismans). Meginstoðir valdsins eru tiu og svara til réttlætis og dyggða þjóðfélagsins. Konungurinn er þarna frummynd eða dæmigervingur Mannsins — og ]>ar með þess samfélags sem hann býr í, sem er æðri mynd lians. Konungurinn er þannig ákvörðuð „stærð“ þrátt fyrir mismunandi stærð einstaklinga. Höfuðdyggðirnar tiu er prýða konunginn nefnast hin ttu „Sephirotli“. Þessi tíu „Sephirotb“ mynda liið svonefnda Tré Kabbala — fullkomleikann sem sýndur er sem 10 hringir. I liverj- um liring búa að sjálfsögöu 36 tíundir. Maðurinn sem táknmynd albeimsins. Mynd úr bók Roberts Fludd, Utriusque cosmi majoris et minoris liistoria (Oppenlieim 1619). 1 mannmum speglast allieimurinn — þar með nákvæmar stærð- ir lians, svo og ganga himintungla, samanber göngu tungls og tíðir kvenna. Sé alheimurinn tiltekinnar stærðar, er maðurinn örmynd þeirrar stærðar. — hafa byggzt á helgi hins jarðneska gróðrar, einkum KORNS. Þetta er ástæða þess, að heiðin konungdæmi eru stundum nefnd KORN-konung dæmi. Konungur verður miðl- ari guða og manna — yfirleitt æðstur presta jafnframt því sem hann er æðstur veraldleg- ur valdsmaður. Af þessu taka tilgátur fyrrgreindra bóka mið, samkvæmt þeim verð- ur konungur ekki aðeins valds maður í veraldlegri og geist- legri merkingu, heldur bein- línis og bókstaflega ímynd þjóð arlikamans. Þetta hefur sér- staka þýðingu þegar tekið er tillit til þeirrar niðurstöðu sem lögð hefur verið fram um tákn mál íslenzkra goðsagna: sam- kvæmt henni gerðu íslenzkir landnámsmenn sér mynd af stjörnuhimni á jörðu niðri og skorðuðu við viiS'S kennileiti (8). I ljós kemur, að þetta er ekki sérvizka norrænna manna heldur algeng og þekkt iðja menntaðra fornþjóða. Er svo að sjá sem íslenzkir landnáms- menn hafi hagað gerðum sín- um líkt og aðrir fornmenn er helguðu sér land: tengt byggð sína við heimsrásina. Heimsrás in er grundvölluð á tímatali — göngu sólar og tungls — og gefur ráðning táknmálsins allt aðra mynd af kunnáttu land- námsmanna á tímatali en Is- lendingabók Ara fróða. Þann- ig kemur í ljós, að helztu við- miðanir heiðinna Islendinga voru tölurnar 216000 og 432000 — eins og stuðlar tímans með- al þekktustu menningarþjóða fornaldar. Bendir allt til að Þingvellir hafi verið markaðir slíkri tölvísi — að þeir hafi orðið hugmyndafræðileg Miðja að fornum hætti á línu sem var 432000 fet á lengd (9). Af þessu verður sú ályktun óumflýjan- leg, að talan 432000 hafi mark- að það sem nefnt var mesokos- mos —• miðheimur — í klass- ískri hugmyndafræði, og að Miðgarður íslenzkra goðsagna hafi i rauninni verið svipuð hugmynd og þetta mikilvæga hugtato Gi'ikkja (10). Miðgarður er þá alls ekki nein barnaleg kynjamynd illa menntaðra út- kjáltoabærida, heldur millistig Manns og Alheims — hug- myndafræðileg Miðja þess sem nefnt var niíkrókosinos annars vegar — örheimur — og makrókosnios hins vegar — stórheimur eða alheimur. Is- lenzkar goðsagnir gefa nú óvænta en eindregna ábendingu um túlkun þessa hugtaks: það hlýtur að hafa verið VISSRAR STÆRÐAR. Þannig hníga öll rök að þvi, að Miðgarður — sem telja má ímynd þjóðfélags eða ríkis — hafi verið nákvæmlega mæld ur í FETUM. Tala fetanna svar ar til stuðla hins forna tíma- tals, sem næg gögn finnast um í heimildum. Þá er unnt að rekja feril þessara hugmynda hingað með nokkurri vissu; hníga flest rök að þvi, að helztu goðsagnir íslenzkar eigi rætur að rekja til dansks kon- ungdæmis, og að það konung- dæmi hafi átt sér hugmynda- fræðilega Miðju að Jalangd á Jótlandi (11). Þegar brugðið er máli á staðinn kemur allt heim, miðað virðist við hæstu kennileiti, eyja er í suðvestri, sú er kennd við Mann, og árós- ar eru helztu mörk. Svo hefði þetta átt að vera, ef rétt var ráðið. Þá virðast vegalengdir allar nákvæmar. Síðar koma í ljós fleiri hliðstæður, þannig að elcki eru nein líkindi til að um tilviljanir geti verið að ræða. Af þessu verður það sennilegt, að dæmigervingur þjóðfélags, sem jafnframt ER í bókstaflegum skilningi dæmi- gervingur þjóðarlíkamans, sé VISSRAR STÆRÐAR. Þetta mun vafalaust koma ýmsum nútímamönnum spanskt fyrir sjónir, en er í samræmi við fjest sem vitað er um klassíska menningarhætti. Þótt ekki hafi aðrir komizt að þessari niður- stöðu áður — eftir þvi sem ég bezt veit — þá svarar hún ná- ið til þeirra skipulagshug- mynda, er þekkjast frá miðö'ld um og einkenndust af reglu og nákvæmni. Þar stóð fátt sem ekkert af því sem máli skipti í byggingu þjóðfélags og menn- ingarhátta utan við heims- mynd og tímatal. öllu var rað- að í heild — hverju smáatriði, að þvi er virðist. Þetta merkir á einfaldri íslenzku, að konung ur hefði átt að vera dæmigerv- ingur tíma annars vegar og vegalengdar hins vegar. Þegar við þekkjum þá stuðla sem byggingin styðst við liggja ályfktanir ljósar fyrir: sá kon- ungur sem hið íslenzka þjóð- veldi tók mið af var dæmigerv- ingur tölunnar 432000. Sú tala var ginnheilög, saman sett af margfeldinu 12 sinnum 36. Þeg- ar við vitum jafnframt, að grundvallareiningin var FET, þá má ætla, að sjálfur mæli- kvarðinn — FETIÐ — hafi verið örmynd heimsrásar og vegalengda — og þar með kon ungsins. Þetta er skrýtið nú- timamönnum, en nokkurn veg- inn ótvirætt, þegar líkur tákn máls og menningarhátta koma saman. Hver var þá skilgreiniimg FETS? Svo vill til, að menn vita á hverju þessi eining byggðist á Bretlandseyjum að fornu. FET var þar skilgreint sem 36 bygg korn, sem lögð voru langsum. Þetta kemur nákvæmlega heim við skýringuna á konungi sem dæmigervingi FETS. En það mál skilja menn að sjálfsögðu ekki fyrr en þeir gera sér ljós- an grundvöll hins svonefnda kornkonungdæmis. Þótt ekki hafi öll konung- dæmi forn verið eins, þá virð- ast þau eiga það sammerkt, að þau tengdust gróðri jarðar og árgæzku. Konungurinn varð þannig ekki aðeins fulltrúi guðlegra vætta, heldur eins konar ímynd KORNSINS, þeirrar hliðar ársins er lífsaf- koma manna byggðist á. Ef menn átu korn, þá átu þeir konung sinn í táknrænum skilningi. Er yfirleitt álitið, að 11. april 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.