Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1971, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1971, Blaðsíða 7
Matthías Johannessen GUNNA STÓRA 1 grein, sem: ég skrjfaði um Innan- ' sveitarkroniku Halldors Laxness (Morg unblaðiö lill októbar 19T0), þar sem bókin er kölluð Mosdæla saga, er minnzt á aina sérkennilegustu persónu sögunnar, Guörúnu Jónsdóttur, sem kölluð var Gunna stóra, Þessi mógrafa- kerling veröur eitt af verkfærunum í jarteinasögu skáldsins til að sanna al- mætxi guös. 1 fyrrnefndri grein er varp- að fram þeirri spurningu, hver hún sé þessi kona. Þaö var fyrir hennar til- verknaö, að lialeikurinn komst aftur í kirkjuna sína aö Mosfelli, fannst „i rusli eftir keliíngu, sem var á hreppnum, og dó á níræðisaldri 1936. Einginn hafði vitað til að þetta munaðarlausa gamal- menni geymdi dýrgripa frammí dauð- ann; þaðan af síður hvernig þessi kal- eikur var kominn i hennar vörzlur." Hallidór Laxness segir, a.ð þessi kona hafi í raun og veru verið kapítalisti, „því hún var aldrei vistráðin en talin lausakona". Skáldið bendir einnig á að hún hafi ekki verið verkamaður, held- ur hafi hún lifað fil að skemmta sér. Hún tók ekki kaup, en skémmti sér við að taka upp mó. „Hún var frjáls. Hún veitti öðrum mönnum af auðlegð sinni ævilangt. Þegar hún var orðin gömu1 Gnðrún Jónsdóttir og farlama fór hún auðvitað á hrepp- inn“. Hún var fædd 1854 og dó 1936, 81 árs að aldri. Skáldið heldur nafni henn- ar í sögunni, eins og nafni á öðrum persönum, sem koma við kroniku Mos- fellssveitar. 1 samtalsgrein okkar Halidórs Lax- ness er vitnað til hans svofelldum orð- um: „Guðrún Jónsdóttir var oft hjá okkur í Laxnesi, stundum misserum sam- an. Ég man enn eftir ýmsum orðatil- tækjum hennar, og kem þeim að í sög- unni. Hún sagði til að mynda þetta: „Ég kann bezt við mig í einhverju benvítis sili . . .“ Þegar ég skrifaði greinina um Innansveitarkroniku, hafði ég ekki séð aðra mynd af Guðrúnu Jónsdóttur en þá sem Halldór Laxness bregður upp í kroniku sinni. En siðan hefur mér borizt ljósmynd af þessari eftirminnilegu persónu í einni merkustu sögu íslenzkri frá síðari árum og finnst ekki úr vegi að gefa lesendum Lesbókar einnig tækifæri til að sjá hana. Myndina fékk ég fyrir tilstuðlan séra Bjarna Sigurðssonar, prests á Mosfelli, og fylgdu henni eftir- farandi upplýsingar: Guðrún kom til Þórðar Jónssonar og Kristínar Vigfús- dóttur að Æsustöðum 1927 og hafði hún þá verið í Laxnesi. Hún átti kindur og hryssu, þegar hún var fyrra skiptið á Æsustöðum. Hún heyjaði þá Gunnubarð, sem svo var kaliað, en nú er innan túns, Hún sló sjálf og batt. Hún hafði sér- stakt skap og gott að vera nálægt henni, segja þeir sem bezt þekktu til. Hún var fædd í Hamrahlíð 26. des. 1854 og lézt á Æsustöðum 24. marz 1936. Hún er greftruð á Mosfelli. Hamrahlíð er ekki lengur í byggð, er nú undir Blikastöðum. Þessum fáu upplýsingum vildi ég koma á framfæri til viðbötar þvi, sem segir I fyrmefndu greinarkorni um Inn- ansveitarkroniku. Myndin sem fylgir þessari grein talar sín,u máli. Andlit Guðrúnar og höfuðlag allt er stórskor- ið eins og landið. Þetta er gríms- tomsenskt andlit. Gunna stóra er eins og islenzkt alþýðufólk vaxin af land- inu sjálfu. Og hverja ætti forsjónin fremur að velja til almættisverka en íólk af hennar gerð? 6. júni 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.