Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1971, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1971, Blaðsíða 9
W, : irnar og óþefurinn úr opnum kaunum voru oft eina deyfi- lyfið. Andlit eiginkvenna og barna heima fyrir liðu eins og óraunverulegar skuggamyndir fyrir hugskotssjónum þessara sótthrjáðu manna. Þeir voru allir „búnir að vera“, ekki ein- ungis fætur þeirra, heldur inn- yfli, nýru og lungu og hjört- un sömuleiðis. Og engu að sið- ur féll dómur herráðsmanna, deildar- sveitar og flokkstjóra á þessa leið: „Eins og á stend- ur er þessi maður hæfur til her þjónustu." Svo þeir stóðu vörð kiukkustund eftir klukku- stund, skjögruðu aftur og aft- ur til árangurslausrar atlögu við sovétvígin; þeir dóu eins og dráttarklárar í aktygjunum eða þeir lifðu af og hnigu aít- ur inn í hálfrökkrið í byrgj- um sínum. Þannig var umhverfi Gnotkes, nær og fjær. Þar sem hann stóð og starði út yfir snæ barinn völlinn, hugsaði hann um andlit sem voru horfin og vonir, sem höfðu lifað þau og fylgdu nú öðrum á leið þeirra til útþurrkunar. Augu hans leituðu til teiknimeistarans, sem nú var ekkert nema grá- leitt kám á jörðinni og hreyfði sig svo varfærnislega að Gnotke var nokkra stund að gera sér ljóst að hann nálg- aðist mark sitt hægt og hægt:. Þessi dráttlistarmaður átti sér eiginkonu, börn, hús og bý- flugnabú að húsabaki, og nú hætti hann eiginkonu, börnum og lífi sínu fyrir bita af hrossa kjöti. Gnotke hafði reynt að letja hann en það var til einsk- is. Hræið var meiri freisting en nokkur hugsun um eigin- konu, börn eða heimili. Gnotke hugsaði til Stúwe, sem var með bólgna fætur, sem varla mælti orð af vörum frá því vinur hans frá Remscheid fór, og sem í ofanálag á allt sitt: ólán hafði einnig brotið gleraugun sin. Gnotke hugsaði um rauðhærða liðþjálfann, Urbas, sem lá í fleti sínu með ókennilegan sjúkdóm; hann hugsaði um Gimpf, þá brotnu skurn. Hann hafði ekki Verið í forystusyeitunum við Vyasmá, heldur gegnt varðskyldu bak- við víglinuna og á þeim verði hafði eitthvað komið fyrir hann sem var enn verri tortím ing en aftökusveitin eða nokk- uð annað. Svo mikið hafði Gnotke haft upp úr honum. Teiknimeistarinn var kom inn að hesthræinu. Hann brá upp hnífi sínum og skar sér kjötbita. Gnotke lagði við hlustir. Hann heyrði ekkert nema gnauðið i vindinum og sá ekkert gegnum snjókófið nema höndina á hreyfingu með hníf- inn. Ef til vill hefur hann heppnina með sér og tekst þetta, hugsaði hann. En í sömu andrá kvað við skothvellur. Það var áttundi janúar í nyrðri framvarðarstöðinni um þrjátiu kilómetra frá byrgi Gnotkes. Þarna var sami skaf- renningurinn og sólin hékk eins og lágur gluggi í iðandi kólgunni. Lawkow liðsforingi, lítili bólu grafinn náungi, hélt á símtóli i hendinni og hrópaði æstur: „Ertu vitlaus maður? Sérðu ekki að þeir eru samninga- menn, með hvítan fána? Það er sama Rússar eru þeir, svo við skjótum! var svarað úr næstu skotgröf. Lawkow var aðstoðarsveitar foringi, en þar eð sveitarfor- inginn hafði tilkynnt veikinda- forföll og hörfað bakvið vig- línuna hafði hann stjórn sveit- arinnar með höndum um stund ar sakir. Hann lagði frá sér simatækið, formælti nágrann- anum i næsta skurði og fór aftur að horfa yfir skurðbarm- inn út í snjóiðuna. Hann sá hvíta fánann flökta i vind- inum og draga sig í hlé undan riffiiskothríð. Lawkow liðsforingi hringdi til herdeildarskrifstofunnar og komst að því að liðsforinginn i nágrannaskurðinum hafði far- ið rétt að: samkvæmt hernaðar legri tilskipun átti að reka samningamenn á burt með skothríð. Það • var deildarfor- inginn sjálfur sem talaði og hlýddi á skýrslu Lawkows. Haifri klukkustund siðar var svéitarforinginn, Lundt höfúðs maðpr, kominn í framlínuskurð inn. - Að öðrum hálftíma liðnum birtist rússneska sendinefndin aftur. Á ný blakti stór hvít- ur fáni í storminum, enn á ný hljómaði lúðurþytur yfir snjó- breiðuna. Nú heyrðist engin riffilskothríð. Lundt höfuðs- maður sendi Lawkow liðsfor- ingja til móts við Rússana. Lawkow fylgdi þeim eftir stíg einum yfir jai'ðsprengjusvæð- ið, gegnunx einskismannsland inn í herbúðir Þjóðverja. Þetta voru tveir rússneskir liðsfor- foringjar og lúðurblásari. Þeir tilkynntu höfuðsmanninum, að i nafni yfirstjórnar sovéthers- ins ættú þeir að færa yfir- manni sjöttu deildar þýzka hersins skjal eitt i hendur. Lundt höfuðsmaður lét binda fyrir augu þeirra, leiddi þá að bifreið sinni og ók með þá til herdeildarski'if- stofanna. Þar hi-ingdi hann til aðalstöðvanna og talaði við her búðastjórann og herdeildarfor- ingjann. Siðan mæltist hann til þess við rússnesku liðsfór-. ingjana, að'þeir afhentu hon* um skialið til flutnings og bauð þeim að vgra gestir. sinir þar til hann kæmi aftur. 6. júní 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.