Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1971, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1971, Blaðsíða 4
UM JAMES THURBER Sá ameríski rithöfundur, sem óhætt er að nefna í sömu andránni og Mark Twain, er James Thurber. Hann hefur að vísu ekki náð sömu heimsfrægð og Samuel Clemens, en væri ekki síður vel að henni kominn. Nöfn vaida mikiu mn frægð, og bað er ekki víst, að nafnið Samuel Ciemens hefði noklcurn tíma orðið jafn frægt og Mark Twain. En James Thurber lét sér nægja sitt skírnarnafn. Hér á landi ættu flestir að kannast við hann sem höfund sögunnar um dag- drauma Walters Mitty, en nokkrar smásögur hans hafa ver- ið þýddar á íslenzku og birzt í blöðum og timaritum. Hið fræga enska gamanblað „Punch“, sem hefur komið út í 130 ár, hefur sýnt tveimur amerískum rithöfimdum, sem skrifað hafa í blaðið, þann heiður að fara þess á leit við þá, að þeir skæru upphafsstafi sína í mahóní-borð rit- stjórnarinnar. Hinn fyrri var Mark Twain 1907, en síðan liðu 51 ár, þangað til annar þótti þess sóma verður að vest- an, og það var James Thurber 1958. Einn af nánustu samstarfsmönnum Thurbers við „The New Yorker“, E. B. White, skrifaði eitt sinn um hann m.a.: „Fiestir rithöfundar gætu verið ánægðir, þótt ekki hefðu þeir nema tíunda hlutann af hæfileikum Thurbers. Hann hefur skrifað skemmtilegustu minningargreinar, dæmisög- ur, fréttir, ádeilur og draumóra, sem um getur á sl. 20 ár- um. Teikningar hans eru óviðjafnanlegar, þótt almennt sé viðurkennt, að hann kunni ekki að teikna . . . Thurber á sinn sérstaka heim og engan sinn lika.“ Þegar ritstjóri „The New Yorkers", Harald Ross, var eitt sinn gagnrýndur fyrir að hafa siíkan fimmta flokks teikn- ara sem Thurber starfandi við blaðið, hafði hann brugðizt reiður við og svarað: „Þetta er ekki rétt, Thurber er þriðja flokks teiknari.“ En staðreyndin er hins vegar sú og sú, sem mestu máli skiptir, að teikningar Thurbers vöktu óskipta athygii og feikna vinsældir frá því er þær birtust fyrst í „The New Yorker“, og þær hafa skemmt mönniun svo vel og munu halda áfram að gera það, að heimurinn á honum einnig mikið að þakka fyrir þær. í sögu þeirri af Samuel Bruhl, sem hér birtist, er sagt frá örlagaríkum og furðulegum afleiðingum slyss, sem sögu- hetjuna henti í bernsku. Segir hann þar um Bruhi, að það sé i sannleika sagt kaidhæðni öriaganna, þegar refsinorn- irnar ofsæki mann, sem gert hafi það eitt af sér að verða fyrir slysi í bernsltu. Það leiðir hugann að örlagaríku slysi, sem Thurber varð sjálfur fyrir í bernsku, en af því er hann stærstur, hvernig hann tók því, þar sem afleiðingar slyssins fylgdu honum alia ævinnar daga eins og refsinornir. En hann bara stríddi þeim og lét þær aldrei buga sig né hindra i þvi að iáta gott og skemmtilegt af sér leiða. Það var köllun hans og ævi- starf hans bar mikinn og gleðiríkan ávöxt í þess orðs sönn- ustu og varanlegustu merkingu. Þegar hann var sex ára, vildi það slys til, að bróðir hans skaut ör af boga og lenti hún í hægra auga James, svo að hann missti það. Síðar varð hann hvað eftir annað að ganga undir uppskurð, þegar verið var að reyna að bjarga sjón- inni á vinstra auga, en hún þvarr smám saman. Hann var orðinn alblindur, er hann lézt fyrir 10 árumi 1961. En hann notaði sjónina, meðan þess var nokkur kostur, til að teikna — skopmyndir, grín og gaman. Síðustu árin mun hann hafa teiknar með sterkri, hvitri krít á stór, kolsvört pappaspjöld — með stækkunargieri. Sveinn Ásgeirsson. Ct myndabók Thurbers: ,.AIIt í Iagi, þá hefur þú bara heyrt sel gelta.“ HIÐ BÖKMENNTIR OG LISTIR ýr*6e SÉRKENNILEGA TILFELLI SAMUEL BRUHL SMÁSAGA Eftir James Thurber Sveinn Ásgeirsson þýddi Samuel O. Bruhl líktist vonjulegum borgara eins og yður og mér að öðru leyti en þvi, að hann var með sérkonni- legt, s keifulaga ör á vinstri kinninni, en það hafði hann fengið, er hann datt á vagn- stöng, þegar hann var krakki. Hann hafði góða stöðu sem gjaMkeri í sælgætisgerð, átti þriflega og þæga konu, tvær viðráðanlegar dætur og þokka- legt helmili í Brooklyn. Hann vann frá kiukkan níu tii fimm, fór stundum í leikhúsið, lék golf, að vísu illa en nógu vel til að hafa gaman að því sjálf- ur, og fór yfirleitt í rúmið um ellefuleytið. Fjölskylda hans átti hund, sem var kallaður Bert, dálítinn vinahóp og gaml an bil. Hún lifði lifinu á þægi- iegan, en ekki sérlega skemmti legan hátt. Það var engin ástæða til þess að þúast við öðru en að Samuel Bruhl myndi lifa kyrriátu og íriðsamlegu Mifi, þangað til hann dæi úr einhverjum mjög algengum sjú-kdómi. Hann var maður, sem af náttúrunn- ar hendi var skapaður til að lifa viðburðasnaiuðu lífi, hljóta sömasamlega jarðar- för og látlausan legstein. Þetta var allt hægt að sjá fyrir, ef liitið var á hið sviplausa hátta- lag hans, þægilega viðmót og hógværu óskir. Hann var í stuttu máli sú gerð af meðal- manni, sem þeir sem þekktu hann, héldu að hann væri. Eigi að síður voru þessum litia, vin- gjarniega og heimakæra manni búin óvenjuleg og óræð örlög. Og þótt undarlegt kunni að virðast, þá var það einmitt þetta skeifumyndaða ör á vinstri kinninni, sem varð or- sök þeirra örlaga, sern hann aldrei gat hafa iátið sér til hugar koma. Öðru máli hefði verið að gegna um skapgerðar veilu eða sálarflækju. Bruhl hefði verið kennt sjálfum um hvaða þjáningar, sem tilfinn- ingasemi eða andlegir ann- markar hefðu kallað yfir hann, en það er í sannleika sagt kaldhæðni öriaganna, þegar refsinornirnar oisækja mann, sem hefur gert það eitt af sér að hafa orðið fyrir slysi í bernsku. Samuel O. rBuhl var áber- andi l'íkur George („Skeií- unni“) Clinigan. Clinigan var með sams konar skeifulaga ör á vinstri kinn, og þeir voru einnig svipaðir á hæð, vaxtar- lagi og hörundslit. Við nánari athugun hefðu menn fljótt séð það, að augnaráð Clinigans var flöktandi, en Bruhis einlægt og meinleysislegt, og að gjaldker- inn á sælgætísgerðinni hefði vinalegri munn og hærra enni en glæpaforinginn, en fljótt á litið voru þeir áberandi líkir. Ef Cliniigan hefði ekki verið alræmdur, hefðu þessir duttl- ungar náttúrunnar afldrei kom- ið í ljös, en Clinigan varð ili- ræmdur, og ýmsir veittu þvi at hygli, að hann væri líkur Bruhl. Þeir sáu myind af Clini- gan i dagblöðunum sama dag og hann var skotinn og dag- inn eftir og þar næsta dag. Það var einhver í sælgætisgerðinni, sem sagði við einhvern, að Clinigan væri lílkur BruM, já, þeir væru alveg nauðalíkir. Og brátt höfðu ailir i sælgætisgerð inni látið orð falla um það, hvað þeir væru líkir, Bruhl og Clinigan. I fyrstu brosti Bruhl að þessu, en svo var það einn daig- inn, þeigar Clinigan var búinn að liggja í viku á spítalanum, að einhver skuggalegur náungi leit rannsakandi á Bruhl, þeg- ar hann var á leið heim til sín úr vinnunni. Eftir það tók lág- vaxni gjaldkerinn eftir því, að margir ókunnugir menn störðu á hann með saimblandi af undr un og skelfingu. Látili, hör- undsdökkur maður fölnaði upp og staíkk hendinni eldsnöggt i jakkavasann. Bruhl hætti að standa á sama. Honum fór að detta ýmis- legt í hug. „Ég vona, að þessi Clinigan hafi það ekki af,“ saigði hann eitt sinn við morg- unverðarborðið. „Hann er skít- menni. Það væri bezt, að hann dræpist." „Oh, hann nær sér aftur," sagði kona Bruhls, sem var að lesa morgunblaðið. „Það stend- ur hérna, að hann lifi þetta af. En það stendur lika, að þeir muni skjóta hann aftur. Það stendur hérna, það er alveg ör- uggt, þeir skjóta hann aftur.“ Morguninn eftir að Clinigan hafði farið á laun af spítalan- um út um bakdyrnar, ákvað Bruhl að fara ekki til vinnu sinnar. „Mér finnst ég ekki vera a'hnennilega friskur í dag,“ sagði hann við konu sína. „Viltu ekki hrinigja á skrifstof- una og segja, að ég sé veikur?“ „Þú ert eitthvað lasinn," sagði konan hans. „Þú ert greinilega veikur, maður. Leggstu, Bert,“ bætti hún við, því að hundurinn hafði stokk- ið upp á kjöltu hennar væl- andi. Kvikindinu var ljóst, að eitthvað væri að. Um kvöldið las Bruhl um það í blöðunum, að Clinigan hefði horfið, en álitið væri, að hann hefðist við einhvers staðar í bænum. Hann hefði mörg jám í eldimum og þyrfti því að vera nærstaddur, að minnsta kosti þangað til hann væri bú- inm að ná saman nógu miklu af peningum til þess að geta orðið ósýnilegur. Hann hafði yfirgef- ið spitalann aliveg peningailaus. Blöðin sögðu, að keppinautar hans í glæpaheiminum myndu vafalaust þefa hann uppi og svæla hann út úr greninu og gefa honum einn blýskammt á skrokkinn aftur. „Hvað er það, sem þeir ætía að gefa honum aftur?" spurði frú Bruhl, þegar hún ias þetta. „Við skiulum tala um eitthvað annað,“ sagði eiginmaðurinn. Það var Joey litli sendi- sveinninTL i sæligætisgerðinni, sem fyrst tók eftir því, að Bruhl var hræddur. Joey, sem alltaf gekk í gúmmáskóm, óð allt í einu inn á skrifstofu gjaldkerans, skellti á eftir sér dyrunum og ætlaði að fara að segja eitthvað, þegar Bruhl þaut upp úr stólnum og æpti: „Hjálp!“ „Hvað er að, herra Bruhl?" spurði Joey. Og fleira kynlegt kom fyrir. Stúlkan við skipti- borðið hringdi einu sinni inn 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. október 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.