Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1971, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1971, Blaðsíða 4
SKUGGSJÁ mun í haust gefa út skáldsöguna Óbekkta hermanninn eftir Vainö Linna, finnskt öndvegisverk og bókmenntalegt stórvirki, sem átti stóran bátt í bví að afla höfundi sínuni bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, en Linna varð annar í röðinni beirra manna, sem b»u verðlaun hafa hlotið. Sagan gerist í stríði Finna og Rússa í heimsstyrjöldinni síðari og lýsir ógleymanlega hetjuskap Finn- anna í stríðinu við Rússa. Það er grímulaust andlit stríðsins, sem Linna sýnir okkur, séð með augum óbreytts hermanns og túlkað með heinskeyttu og oft mein- fyndnu orðfæri hans. En framar öllu sýnir bókin okkur stærð mannsins gagnvart hinni ógnbrungnustu allrar mannlegrar reynslu: dauðanum. Og af því tagi eru tveir kaflar af bremur, sem hér birtast með leyfi Skuggsjár. BÖKMENNTIR OG LISTIR faí jja [ IjO’fÆ' t> l'-u' P“ ifpa^ Nj V þu\» TBffil í Oaa \|11 iC//,Rti l+i m f y Ujw /\Öv ny/ f'4-V VÁINÖ LINNA Skriffinnskuherrar, hinzta slátt hefja nú klukkur. Dauðinn brátt stendur í dyrum og dregiu- þann í dauðans ríld, sem óþurft vann. Rís nú l'ólksins von í veldi, verður stríð að morgni og kveldi, hetjuandi ei hopa kann. Úúú . . . úúú . . . úúúúúúúúúúú . . . Orrustuflugvél renndi sér lágt yfir víglin- una með stefnu á foringjabúðirnar og stór- skotaliðsstöðvamar Allir leituðu skjóls. Fyrir stundarkorni ríkti slík kyrrð, að mennirnir gátu auðveldlega ímyndað sér að stríðinu væri lokið. 1 heila tvo daga hafði ekkert gerzt. Það hafði komið slík værð yf- ir mennina að þeir voru famir að gæla við alls kyns óskhyggju. En það var aðeins á yfirborðinu, það var grunnt niður á angist- ina og ringulreiðina sem einkennt hafði ur.danhald herdeildanna. Þegar flug- vélamar voru horfnar risu nokkrir her- mannanna upp, en þeir hurfu fljótt aftur niður í holurnar. Stórskotalið óvinanna var tekið til starfa. í nokkrar sekúndur ólu þeir með sér von- ir um að kúlnaregnið myndi ekki koma nið- ur á þeirra svæði. En fyrstu sprengingarn- ar sýndu, svo ekki varð um villzt, að vonir þeirra myndu ekki rætast. Jörðin hristist og skalf og tré rifnuðu upp með rótum. Það var eins og loftið sjálft vældi og kveink- aði sér, og mitt í þessum ærandi gný slógu mannshjörtu svo hratt, að það virtist með ólikindum, að þau skyldu ekki springa. Þeir reyndu að láta fara sem allra minnst fyrir sér. Neglurnar grófust í sandinn undir þeim. Aðrir reyndu í barnaskap sínum að moka undan sér þótt á spaðanum hverju sinni væri ekki meira en matskeiðarfylli. — Liggið hreyfingarlausir! kallaði ein- hver, en röddin drukknaði í skarkalanum. Tré hrukku sundur eins og eldspýtur, eld- og reykjarsúlur risu yfir trjátoppana og yfir þá rigndi sprengjubrotum, greinum, mold og grjóti í þéttum skúrum. Brennheitt sprengjubrot hæfði einn mannanna sem kaliaði nú angistarfullur: — Hjálp! Ég er hæfður . . . Hienanen lá í holu sinni og þrýsti and- litinu í sandinn, augun voru lokuð og hann taldi sprengingarnar upphátt: — Ein til . . . og ein til . . . og ein til . . . Þetta var aðferð hans til að reyna að gleyma hræðslunni Og nú barst hróp um hjálp. Hietanen barðist við óttann, en svo lyfti hann höfðinu og svipaðist um. Nokkra metra frá honum dróst einn nýliðanna áfram á fjórum fótum, og kallaði á hjálp, af- skræmdur í framan af hræðslu. Hietanen stökk á fætur, greip i manninn og dró hann á eftir sér að holu sinni og öskraði samtímis, blár í framan af bræði: — Ég sagði þér djöfullinn þinn að þú ættir að halda þig í greninu þinu. En þá ferð þú að skakklappast um. Hann hafði einmitt varað þennan pilt við því að hreyfa sig undir stórskotahríðinni, því að hann vissi af eigin reynsiu hve erfitt er að liggja kyrr. Næði óttinn yfirhöndinni áttu menn það til að hlaupa beint af aug- um inn í næstu sprengingu. Ótti Hietanen hafði breytzt í reiði og handtök hans voru næstum ruddaleg, hann dró særðan piltinn á beltinu og öðrum handleggnum. Sprengju brotin hvinu yfir höfðum þeirra og piltur- inn hélt áfram að veina, meira þó af hræðslu en sársauka, því að hann var ekki mikið særður. Heit loftbylgja skall á andliti Hietanen í sömu andrá og sprengjubrot braut nefið og reif úr honum augun. Hann féll ofan á ný- liðann, sem varð stjarfur þegar hann horfði inn í blæðandi augnatóttirnar. Pilturinn reyndi að velta Hietanen af sér, en skelfingin hafði gersamlega iamað hann. Hann sneri höfðinu í hina áttina, frá ægi- legu andliti Hietanen, og þegar hann loks kom upp hljóði var það langt vesældarlegt óp. Það heyrðu hinir. Koskela og Vanhala sem voru næstir honum skriðu honum til hjálpar. Þeir losuðu nýliðarm undan Hietanen og drógu þá báða í næstu holu. Og á samri stundu breyttist mið stórskota- liðsins og kúlumar flugu langt aftur fyrir þá. Koskela hrópaði til nýliðanna: — Þið þarna nýju! Bindið um þá særðu, og ef við þurfum að hörfa héðan, þá takið þá með ykkur. Hinir flýttu sér að manna stöðvarnar, því að þeir heyrðu drunur í skriðdreka hinum megin við lækinn og þaðan var skotið ákaft úr handvopnum. I sömu svifum öskr- uðu óvinirnir, en það reyndist ekki undan- fari áhlaups, og öskrunum og skothríðinni linnti snögglega. Mennirnir veltu þvi fyrir sér, hver tilgangurinn væri með þessu, og komust að þeirri niðurstöðu, að óvinurinn hygðist með þessu gera þá taugaóstyrka áður en hann léti til skarar skríða. Svipað hafði gerzt áður. Koskela bað Rokka að hafa auga með sveitinni meðan hann skryppi til að sjá hvað Hietanen liði. 1 flýtinum hafði honum ekki gefizt tóm til að kanna hve ai- varlega særður hann var, hann minnti að aðeins annað augað hefði ónýtzt. Sárabindi hafði verið vafið um höfuð Hietanen, og hann komst til meðvitundar einmitt í þeirri andrá sem Koskela laut yf- ir hann. Hietanen snart umbúðirnar og spurði: — Hvernig er það? Koskela fjarlægði hönd hans og sagði: — Ekki sem verst. Liggðu bara kyrr. —: Er þetta Koskela? — Já. Liggðu kyrr. Þú fékkst einn á nef- ið. Koskela, horfði á mennina umhverf- is Hietanen og dró vísifingur yfir augun á sér, og þeir svöruðu með því að kinka kolli. Þá lyfti hann tveim fingrum og þeir kinkuðu enn kolli. Blóð rann fram undan treyjuermi Hietanen, og þeir fundu lítið sár á olnboganum og bundu um það og reyndu að gera sem mest úr því til þess að beina umhugsun Hietanen frá augunum. Hann stundi af sársauka: — Ég hef mikla verki . . . Af hverju er ennið á mér svona dofið? — Þú fékkst einn á nefið. Verra er það nú ekki. — Ég veit hvers kyns er. Ég hef misst bæði augun. Hann var nú sannfærður um það, og við það jukust verkirnir. Höggið hafði deyft hann í fyrstu, en nú þegar hann var kom- inn að fullu til sjálfs sín gerði hann sér Ijóst hvernig komið var fyrir honum og hann kreppti og opnaði hnefana á víxl. Lengi gat hann haldið aftur af hljóðunum, en svo brutust þau fram og nýliðarnir hörf- uðu skelfingu lostnir. Koskela tók undir höfuð hans og lyfti þvi varlega: — Viltu vatn? Börurnar fara að koma. Ég fylgi þér upp á veginn. — Nei takk. Hvar eru hinir? Oþekkti hermaðurinn BÓKARKAFLI Jóhannes Helgi, íslenzkaði 4 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 14. nóvember 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.