Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Blaðsíða 14
Bas Boo Greinar- höfundurinn hitti Auden WjS? fyrst í Kína og var y brezkur sendiherra ð fslandi, þegar Auden kom hingaS f annaS sinn. Basil Botthby kynntist Auden fyrst í Kína og var sendi- herra Bretlands á íslandi, þegar Auden heimsótti landið að nýju. Hér birtist kafli úr grein hans: . . . Síðan liðu meira en 12 ár, og ég hugsaði þá meira um skáld- skap hans en hann sjálfan, en engu að síður skrifaði ég honum frá hverjum nýjum stað, sem ég starfaði á — Burma, London, Briissel — til að láta hann vita, hvar við værum og að heimili okkar stæði honum opið. Svo var það loks árið 1964, er ég var am- bassador á Islandi, að íslenzkur menntamaður, sem hitti hann I New York og sagði honum, hversu vel þeir (og við) myndu fagna honum, sannfærði hann um það, að tími væri kominn til þess, að hann sækti heim að nýju goð- sagna- og ævintýraland æsku sinnar, land forfeðra sinna (eins og hann hélt fram) og hinnar eftirminnilegu ferðar árið 1936 með Louis MacNeice. Auðvitað kaus hann fremur að taka ameriska flugvél en íslenzka á þeirri forsendu, að hún væri lík- legri til að skila honum til NATO — stöðvarinnar nægilega snemma til þess, að hann kæmist i' hinn dýrlega hádegisverð, sem ríkis- stjórnin og menntamenn hefðu boðið sér til í höfuðborginni. Að sjálfsögðu var það svo íslenzka vélin, sem var stundvís, svo að tilhlutan ríkisstjórnarinnar fór einn af snillingum hins isleníka innanlandsflugs með mig i lítilli flugvél til að sækja Auden til Keflavíkur. Hann virtist mjög ánægður og jafnvel hrærður, og það var ekki fyrir kurteisis sakir eða skyldu, sem hann heilsaði hverjum og einum mjög innilega og sagði, að hann væri staddur „á helgri jörð“. Við gleymdum allir ótilhlýðilegri hótfyndni hans, furðusögum um hegðan fólks I langferðabílum og Iýsingum hans á ýmsu þvi, sem fólk borðaði á íslandi, er höfðu slæðzt með i bók hans Letters from Iceland. Hann virtist einnig kunna vel við sig heima hjá okkur og meta það, að við vorum fús til að taka fulll tillit til venja hans og hátta, sem þá þegar höfðu hann á valdi sinu. Hann striddi okkur jafnvel með þvi — til þess, held ég, að vara samvizku okkar við vegna embættisskyldna — að segja, að það sem eftir væri heimsóknar- innar yrði virkilega notalegt, það yrði sannkölluð einkaheimsókn, laus við móttökur, boð, fyrirlestra og upptökur. Hann gaf í skyn og skírskotaði þá til cigin verks, að sex væri nægileg tala borðsgesta. En þegar til kom, þá gerði hann, svo sem bezt varð á kosið — og hinir íslenzku gestgjafar mátu það mikils — alla þá hluti, sem höfðu verið ráðgerðir og hinn amerfski starfsbróðir minn lét mig um. Hann hafði haldið burt til að kanna annan skriðjökul, en fól konu sinni að vera okkur inn- an handar og hinum ameríska rikisborgara, sem sennilega yrði ódauðlegur i enskri bókmennta- sögu eftir Abraham Lincoln. Þannig fórum við í mjög ánægjulega heimsókn til hins virta forseta, Ásgeirs Ásgeirs- sonar, sem var mikill unnandi bókmennta okkar. Hann er nú því miður látinn sem og einn merkasti stjórnmálamaður Is- lands á síðari tímum, Bjarni Benediktsson sem þá var forsætis- ráðherra, en hann kom með fríðu föruneyti heim til okkar til að heiðra Wystan. Með honum kom einnig úrval stúdenta undir leið- sögn Donalds Brander í British Council, og viðræðurnar urðu bráðskemmtilegar, þótt ef til vill aðeins fáir hafi skilið öll hin fróð- legu, spaklegu, fyndnu og stráks- legu svör, sem þeir fengu við spurningum sínum. (Matthias Johannessen, ritstjóri Morgun- blaðsins, sem lét í té myndina nr. 74 í bókinni og skrifaði einkar hlýlega og fróðlega grein að Wystan látnum, hefur bent á tryggð hans við hina íslenzku köllun sína með þvi að velja Völu- spá (í þýðingu hans og Paul Taylors) í kaflanum um sköpun heimsins i safnbók sína, A Certain World, sem út kom 1970. Þetta voru vissulega meðmæli af hálfu kristins skálds, sem gæti hafa valið sköpunarsöguna úr 1. Mósebók.) Það kom glögglega i ljós, hversu góður kennari hann væri — i starfi — af því, hve fljótt þeir gleymdu allri feimni og voru farnir að hlæja. Síðar birtu"- annað veifið vinir, sem hann hafði eignazt 1936, og vildu þreifa fyrir sér um það með íslenzkri háttvísi, hvort hann langaði til að spjalla um þá gömlu daga. Um einn þeirra sagði Wystan á eftir við konu mina: „Ég gæti imyndað mér, að hann væri kommúnisti ennþá,“ og bætti við, að það væri kannski betra, að hann byggi i enska heldur en ameriska sendi- ráðinu. . . ... Síðan fór hann, hress og ánægður að þvi er virtist til hins afskekkta sveitabæjar á Vest- fjörðum, sem hann hafði heimsótt ásamt MacNeice, en lát hans þá fyrir skömmu var honum ofarlega í huga. Kvæðið, sem hann orti þá, undir hinum stuttorða, japanska bragarhætti, haikú, lýsir á sinn hátt ferð hans í heild og þar fagnar hann meðal annars sigri um sinn yfir vanlíðan og leiða, sem hefði ásótt sig. Kvæðið birtist fyrst í Encounter í júlí 1964 undir heitinu Iceland Revisited (Island heimsótt að nýju). / Island 1936 Framhald af bls. 11 drykki dagsins, meðan hann reykti nokkrar sígarettur í viðbót. Það er furðulegt, hvað hann gat lifað með þessar lifsvenjur. Að minnsta kosti tvisvar þaut Chester Kallmann á síðustu stundu inn i herbergi hans, þar sem skáldið var út úr heiminum og sængurfötin tekin að brenna. Hann hafði sofnað út frá síðustu sigarettunni logandi. Á Islandi komu eftirhreytur bannáranna í veg fyrir alla slíka möguleika. Áfengi var bæði hægt að fá löglega og á annan hátt, en aðeins með erfiðismunum. Wystan fór á fund hins hjálpsama vararæðismanns Breta á staðnum, hr. Jóachimsson. Eins og sjón- hverfingamaður snaraði hann flösku af spænsku barndý undan borðinu. Við næstum því kysstum hann og þrömmuðum síðan í gúmmístígvélunum, eins hratt og við komumst, til Hjálpræðishers- ins, þar sem við höguðum okkur mjög ósæmilega. í einu herbergja okkar, undir skilti, þar sem stóð: Bannað að spila á spil, gáfum við snarlega spilin i rommý með brandýið i tannburstaglösunum við hliðina á okkur og fannst við „vera eins og skólastrákar, sem eru að fela syndir sínar fyrir kennslukonunni“. Þegar við loksins fengum traustvekjandi mótorbát, lögðum við af stað til Melgraseyrar. Öldu- gangur var mikill, sólin skein og vindurinn var kaldur og sterkur. Wystan stóð í lifsháska á dekkinu og leit út eins og björgunar- bátsmaður á nitjandu öld og tók myndir I sifellu á Zeiss — vélina sina, sem var löðrandi af sjó. En sjógangurinn, kuldinn og rökkrið rak okkur brátt undir þiljur, þar sem var fullt af köðlum og ilmandi tjöruangan. Við höfðum verið gefnir upp á bátinn, þegar við komum um miðnætti að sveitatíma að nýslegnu túni, og vinalegir hundar geltu að okkur. Um morguninn kom hið smaragðsgræna tún i ljós, en það er sérstaklega ræktað grassvæði, sem einnig i hrjóstrugu landi er einkennandi umhverfi allra sveitabæja. Það var sefandi sjón við lok okkar löngu ferðar. Þó að Louis hafi verið fárveikur um nóttina, voru þessir þrír siðustu dagar • þarna óviðjafnanlega yndislegir. Wystan lék á orgelið og söng „O Isis und Osiris“ — en eilitið of hátt! Við eyddum tímanum í allar okkar venjulegu dægrastyttingar i sveitinni. Við gengum og riðum á hinu óvenjulega grasi. Hinir endalausu draumar Louis báru Freud- kenningar Wystans ofurliði. A sunnudeginum heimsóttum við alla nágrannana. Eftir alla te- drykkjuna hafði ég etið þrjátiu og tvær kökutegundir, er degi lauk, Wystan hagaði sér ekki vel. Hann stalst til þess að hvolfa í sig því, sem eftir var i rjómakönnu þrátt fyrir allar rjómapönnukökurnar með bláberjum, sem hann var ný- búinn að borða. Hvað eru menn svo að bulla um sælkera! Það er leitt að þurfa að segja frá því, að síðasta máltíð okkar var þannig, að fyrst var súpa sem virtist bragðbætt með hárgljáa og eau-de-CoIogne, en eggjahvíta flaut á yfirborðinu. Síðan kom saltfiskur, sem var svo velgjuleg- ur að við urðum að vefja hann inn I pappír og fleygja honum seinna út I sjó. — þetta var allt gert af svo góðum hug, en satt að segja var þetta sá versti matur, sem við höfðum nokkru sinni bragðað. En hvað um það. Við höfðum notið slíkrar gestrisni, að ég hef aldrei kynnzt annarri meiri. Við gengum yfir túnið niður í flæðarmálið. Bátur beið okkar, og þarna stóðum við þá ög horfðum á fjöl- skylduna, sem fylgdi okkur öll til að kveðja. Mörgum árum síðar kom hann þangað aftur og stóð aleinn á ná- kvæmlega sama stað og starði yfir hið mikla Djúp í átt til hins breiða hafs. Hann hugsaði um Louis og mig og dagana, sem við höfðum átt þarna, og var mjög dapur. Þá var innan við ár liðið frá láti Louis. Sveinn Ásgeirsson. (slenzkaði. ANDRE PREVIN Framhald af bls.7 einnig til að fá Julie Andrews til að syngja jólasöngva á jólahljóm- leikunum. Og hann hafði meira að segja samband við tónlistar- kennara Karls prins, til að kanna möguleikana á því, að prinsinn léki „einleik á celló með hljóm- sveitinni, en það varð ekkert úr þvf. Hann var greinilega ekki nógu góður,“ segir Previn. „Allur tilgangurinn með því að gera eitt- hvað þess háttar fer algerlega f vaskinn, ef það er ekki gert fag- mannlega. Ég vil sannarlega ekki vera viðriðinn neitt, þar sem hljómlistin er ekki meðhöndluð alvarlega." Enginn, sem þekkir Previn eða hefur unnið með honum, getur efazt um einlægni þessara orða. Hljómlistin er ekki neinn hlutur sem hann getur lagt frá sér að loknum degi, og ekkert boð, hversu freistandi sem það væri, myndi hann hugsa um augnablik, ef það færi í bága við grund- vallarafstöðu hans til tónlistar- innar — þótt aðeins væri í fimm mínútur. Hann hefur einlægan áhuga á fólki með tónlistarhæfi- leika og gagnrýnir harðlega þann skort á aðstöðu og stuðningi, sem hljómlistarmenn í Bretlandi búa við. „Jafnvel hinar líftilfjör- legustu hljómsveitir í Banda- ríkjunum eiga sfna eigin ágætu æfingasali. Hér verður hljómsveit á heimsmælikvarða eins og Sym- fóníuhljómsveitin að vera á hrak- hólum og notast við óhentuga æfingastaði hingað og þangað um London." Vinnudagur Previns er lángur. Allan starfstímann hjá Symfóníu- hljómsveitinni eru æfingar eða hljómleikar nærri því á hverjum degi, og þá eru oft tekin fyrir ný eða meiri háttar verk. sem krefjast langs undirbúnings. Það er ekki óvenjulegt fyrir hann að vinna allan daginn og langt fram á kvöld, sérstaklega ef um er að ræða tónlist, sem honum er mjög hjartfólgin. Hlutir eins og svefn og matur eru aukaatriði fyrir hann. Frítímar eru honum fjarri skapi. Hann hefur aðeins einu sinni tekið sér sumarleyfi, síðan hann varð fullorðinn, og það var í sumar, þegar hann fór með fjöl- skyldu sinni til Bandarfkjanna og dvaldi þar í sex vikur, en þá var hann líka að þrotum kominn af þreytu. „Þó vann ég þar allan tímann," segir hann, „við að skrifa og semja. Ég varð að gera það, þvf að annars hefði ég orðið öllum óþolandi." Previn er þó f rauninni mjög umhugað um fjölskyldu sína, en við hana hafa nú bætzt tveir munaðarleysingjar frá Vietnam. Þar sem þau bæði hjónin stunda atvinnu, sem gerir mjög strangar kröfur til þeirra, er þeim mikið í mun að geta lifað einkalífi sinu i friði. 18. aldar hús þeirra í Surrey er fyrst og fremst fbúðarhús án nokkurs vottar af fburði eða mikillæti. Teikningar barnanna og fjölskyldumyndir eru miklu meira áberandi en Oscarsstyttur. Sundlaugin f garðinum, sem var þar fyrir, þegar Previn keypti húsið, er vanrækt og ónotuð. („Ég kann ekki að synda eina nótu,“ sagði hann sennilcga óvart f sjón- varpsviðtali) Og í bflskúrnum er þriggja ára gamall Volvo. Hin enska sveitaást Previns er mjög einlæg. Helzta afþreying hans er langar gönguferðir um skógana í nágrenninu og í erfða- skrá hans er kveðið svo á að hann vilji verða jarðsettur í kirkju- garði þorpsins. Enn eftir sjö ár segist hann vakna við að dást að hinum blómlega gróðri, þögninni, vfðáttunni. Nokkurn spöl frá húsinu er smáhýsi, þar sem Previn vinnur. „Mér finnst það auðveldara, ef ég er ekki í húsinu, jafnvel þótt ég sé aðeins spölkorn f burtu. Annars er of margt, sem truflar." Smá- hýsið er hans eigin heimur, veggirnir eru þaktir plötum, nótnaheftum, bókum — hann er lestrarhestur — og málverkum, sem hann hefur alltaf haft mikla unun af. Fyrir utan hljómlistar- störfin, en hann tekur brátt viö stjórn Symfóníuhljómsveitar- innar í Pittsburgh jafnframt þvf að stjórna Lundúnahljómsveit- inni, vinnur hann nú að samningu tveggja bóka um tónlist, er að semja píanókonsert fyrir Ashkenazy, að undirbúa nýja þætti fyrir sjónvarp og setja saman nýtt og frumlegt verk fyrir leikara og hljómsveit í samvinnu við leikritahöfundinn Tom Stoppard. „Hann hefur stórkostlegan heila," segir Norman Jewison. „André gleypir í sig hluti í svo ríkum mæli, að það er erfitt að trúa því að hann hafi skilið þá alla, en það hefur hann gert. Ég hef aldrei haft ástæðu til að finna að verkum hans eða telja, að þau gætu hafa verið betur af hendi leyst þrátt fyrir þá staðreynd, að hann hafi svo margt mismunandi í takinu í einu. Að minni hyggju er hann einn af mestu tónlistar- snillingum í London — landið myndi vera miklum mun fátækara án hans.“ Af hinni miklu mergð að- dáunarbréfa Previns að dæma er þetta almennt álit landsmanna einnig. Hundruð manna skrifa honum í hverri viku, en mestur er bréfaf jöldinn f sambandi við sjón- varpsútsendingar. Hann á ekki hægt með að svara þeim öllum, þó að hann lfti á hin óumbeðnu nótnablöð, sem hann fær, og hann reynir að svara bréfum frá börn- um. En nú, þegar hann hefur náð þvi marki sínu að verða viður- kenndur sem mikilhæfur stjórn- andi æðri tónlistar (tfmi hans er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.