Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Blaðsíða 16
VOR DAGLEGA PRENTSVERTA Eitt sinn var þvi spáð, að sjónvarpið mundi kála dagblaðaútgáfu landsmanna að verulegu leyti. Sú spá reyndist ekki halda vatni þegar til kom og er raunar einu dagblaðinu fleira nú en þegar sjónvarpið hóf göngu sina. Það virðist einatt erfitt að fá fram hið sanna um upplög sumra blaða, en fróðir menn ætla, að samtals dreifi dagblöðin út á meðal lesenda sinna 100 þúsund eintökum. Samkvæmt því verður eitt' eintak á hverja tvo landsmenn og þar til viðbótar kemur svo öll önnur blaðaútgáfa: Tímarit, viku- blöð, landsmálablöð og urmull blaða um ákveðin málefni og áhugasvið. Það skyldi þó aldrei vera, að þetta væri heims- met og væri sannarlega ekki ónýtt að hafa það með sykrinum. Því miður skortir þó saman- burðartölur. Ef einhverjar þjóðir standast fs- lendingum snúning að þessu leyti, þá eru það Bretar og Japanir; hvorttveggja eyþjóðir eins og íslendingar. Bretar þyrftu að gefa út 30 milljónir eintaka og Japanir um 45 milljónir til þess að standa jafnfætis okkur í blaðaútgáfu. Dagblöðin eru snar þáttur i lifi landsmanna. Þegar þess er gætt að heimili í landinu eru varla mikið fleiri en 50 þúsund, kemur í Ijós, að hvert heimili fær að jafnaði tvö dagblöð. Það er mikið pappírsflóð, en hvað skyldi fara langur timi í blaðalestur á degi hverjum? Svíar hafa á sinum snærum virðulega stofnun, þar sem gerðar eru svokallaðar „skoðanarannsóknir". Stofnunin rannsakaði meðal annars þann tima sem fór i lestur á dagblöðum þar í landi og hvað var lesið. Niðurstöðurnar voru birtar i blaði sænska blaða- mannasambandsins og gefa okkur ugglaust ýms- ar vísbendingar. Athugun þessi leiddi i Ijós að Svenson tæki sér 30 minútur daglega til þess að lesa „blaðið" — þar var ekki gert ráð fyrir að hann læsi fleiri en eitt. Væri i blaðinu ein rosafrétt með talsverðu lesmáli, varð reyndin sú, að Svenson las það yfirleitt allt, en þeim mun minna af öðru. Hálf- tíminn dugði honum aungvu að siður. Biöðin virtust geta dregið þann lærdóm af þessu, að þann dag sem sagt var frá fífldjörfu bankaráni eða stórkostlegu slysi, væru aðrar greinar út í hött. Þæryrðu einfaldlega ekki lesnar. Af hverjum 100 lesendum, las næstum helmingurinn fréttir af slysum, en 42 af 100 lásu lesendabréfin. Þetta var það tvennt, sem mest reyndist lesið. í þriðja sæti voru fregnir af afbrotum með 39%, útvarps- og sjónvarpstið- indi 32%, bilaþættir og umferðarmál 30%, um- hverfismál 29%, kennslu- og skólamál 27%, innlend stjórnmál 25%, alþjóðastjórnmál 23%, leiðarar 20%, íþróttasiður 18% og menningar- mál 15%. Nemendur i félagsfræði við Háskóla fslands, gerðu á sinum tima könnun á lestri islenzkra dagblaða og kom þá i Ijós á sama hátt, að miklu færri reyndust lesa hinar umfangsmiklu iþrótta- fréttir, en menn höfðu haldið. Víst má telja, að mun fleiri en 20 af hverjum 100 lesi leiðara, fyrir utan þá, sem heyra þá lesna upp í útvarpinu. Leiðarar eru meðal þess efnis í blöðum sem tekið hefur miklum breytingum til hins betra. Fyrir fáeinum árum virtist vera hægt að skrifa leiðara árið um kring, án þess að manni fyndist að þeir kæmu neinum við. Nú eru þeir stórum áhuga- verðari og ugglaust miklu áhrifameiri. Könnun Svia leiddi og i Ijós, að lesendafjöld- inn virtist aukast, væru millifyrirsagnir i grein; að myndatextar eru mest lesnir af öllu, að framhöld eru óvinsæl og að betra er að kjarni málsins komi snemma fram, þvi aðeins 10% lesa fréttafrásögn til enda. Um þetta held ég að blaðamenn hafi haft meira en óljósa hugmynd. Hitt er svo annað mál, að við vöðum i þoku um margt. Litla hugmynd hef ég til dæmis um, hversu margir lesa rabbið i Lesbók, eða eitthvað annað, svo sem þjóðlegan fróðleik, smásögur eða viðtöl. Uppá siðkastið hefur komið til skjalanna ný viðleitni i gerð dagblaða og kemur það bezt I Ijós hjá eftirmiðdagsblöðunum, sem þreyta svo harða samkeppni, að Ijósmyndari er hafður til taks á öskuhaugunum, ef andstæðingurinn fargar óseldum blöðum. Þessi stefna ber keim af hasarblaðamennsku og er einhver angi af henni. Þau byggja þó ekki á hneykslisfrásögnum og Gróusögum eins og News of the World i Bretlandi og Expressen í Danmörku til dæmis. Aftur á móti reynist oft lítið á bakvið, þótt hátt sé hrópað. íslenzku eftirmiðdagsblöðin reyna gjarnan að slá upp stórum og ginnandi fyrirsögn- um. Þegar betur er að gáð, reynist málið sosum ekki neitt; næstum tóm froða. En það er kannski saklaus skemmtun. Gisli Sigurðsson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu [ 1 > V 1 ?S7? & serti- ir*<\ MW pm EB \lelW AT- C.£R0- 1-0 ítcír- INH a. N H U 7T U R V N m 1 Q & y £ M T A z o L KB K F u R TTít te R Ry K A’ L 1 T L e 4; K 4 1 n, Sell IRH (^L Oötc, síiinti < Ám | A’ r A L L íflURÚt BoRA A T i i n /■' HAfH R u T ELO- H 77 o Ð i R SíTfT ffiT? U R R ÍULLT TiltlU w Ý R 1 ti.ón- l3> « 'c i l N oKiet re*c.. b R o L E 4 L l N MW WATK E 7ó 1 SK.sr: £> B sSí IA e r*e, MAR «• ý T 1 N N j>ýR K U £ U n" 4 U R YA H $?IL 4 'O í> S«ií (ahu K N I0K- Ot-AV futriA RlJój) K R u M K 6. 'o A nesri ÍIU B i T A STT- A ft M 1 V SToii <? IX •i Í>ý*A F U L. L fí s A 1 s R a 7 S Fúin J>Ýf. N\ E V R ATtoT W* r- e y T ffiii Ðffi-ir S X z S K R ItlHl - Itt-J. L L K1EC.- H 0 R. ÍOHM 2ÍIKS R € i *v V A rt U- ',rfí r E L T A Sáí' 'o R A. R U R r u R £ I F T A R fe. T T U JR Él y T R R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.