Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 5
mjög misvel á sig komið; sumir voru alveg rúmliggjandi og, að mér fannst, svo mjög út úr heim- inum, að harla litlar likur virtust á því að segulbandsspólan yrði til mikillar afþreyingar. En á DAS var líka farið með spólu til Guð- mundar Arnasonar, sem var hinn hressasti við vinnu á netahnýting- arverkstæðinu. Svo mikil er eftir- spurnin eftir talbókum á þessu eina dvalarheimili, að 40 manns voru á biðlista í sumar. Heimsendingarþjónusta bóka- safnsins á ekki hvað sízt erindi við stofnanir eins og elliheimili og sjúkrahús. Það getur þurft að fara með bækur um borð í skip, eða til þeirra, sem komizt hafa í kast við lögin og eru bak við lás og slá. Þegar Elfa Björk byrjaði að vinna við Borgarbókasafnið vorið 1974, hafði hún samband við Fé- lagsmálastofnun Reykjvíkurborg- ar, Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Öryrkjabandalagið, mið- stöð heimahjúkrunarkvenna og fleiri aðila. Alls staðar var henni vel tekið, símatimi var auglýstur i tvo tíma á dag og siðan hafizt handa. Starfsemin hefst á þann hátt, að hver lánþegi er heimsótt- ur til skrafs og ráðagerða. Og síð- an á hann kost á einni bókasend- ingu mánaðarlega, sér að kostnað- arlausu. Eg sannfærðist um það, að til þess að gegna því starfi sem Elfa Björk sýndi mér þennan dag, þarf bæði mikla þolinmæði, þjónustu- lund og þrek. Margt eldra fólk heyrir fremur illa, og þá þarf að tala hægt og skýrt. Það þýðir ekki neitt að flýta sér. En tvisvar verð- ur gamall maður barn, og margir af elztu kynslóðinni eru bráðlátir og eiga erfitt með að biða — eins og börnin. En það bregzt ekki, að þeir fara vel með bækurnar. Fyrstu níu mánuðina vann Elfa Björk ein við þessa þjónustu. Hún ók bilnum, bar kassana, skráði, tók til bækurnar og talaði við fólkið. En eftirspurnin fór ört vaxandi og í fyrrasumar var svo komið, að hún hafði samstarfs- mann hálfa vikuna og þótti það mikill léttir. Einn dag í viku var hún á bókasafninu, sem upp hef- ur verið komið á Hrafnistu; sá þar um útlán á bókum og ók bóka- vagni til þeirra, sem voru rúm- liggjandi og komust ekki af eigin rammleik í safnið. í þvi sambandi minntist Elfa Björk á, að borgin er full af húsum, sem ýmist eru lyftulaus, ellegar með lyftum, sem ekki rúma hjólastóla. Hefur áreiðanlega ekki verið hugsað fyr- ir því sem skyldi að auðvelda fötl- uðu fólki að komast leiðar sinnar. I framhaldi af því sem hér hef- ur verið sagt um nýbreytni í þjón- ustu og útlánum Borgarbóka- safnsins, finnst mér tilhlýðilegt að kynna náms- og starfsferil Elfu Bjarkar Gunnarsdóttur. um leið og henni er óskað velfarnaðar í starfi sem Borgarbókavörður Reykjavíkur. Hún segir svo frá því, sem á undan var gengið: „Vorið 1965 varð ég stúdent frá MR. 1 byrjun næsta árs hóf ég nám við háskólann í Stokkhólmi og las þá grein ensku, sem þar er nefnd „merkantil-teknisk eng- elska“. Áður en prófinu lauk, var ég farin að.vinna og eitt sumar vann ég á ferðaskrifstofu og kynntist annrikinu, sem þar verð- ur að sumarlagi. Haustið 1967 sótti ég um vinnu við Stockholms Statsbibliotek og var svo lánsöm að fá hana. Ég byrjaði þar um haust, þegar í hönd fer einn mesti annatími ársins. Sumarlánin voru að koma inn; það er bækur, sem lánaðar eru út úr safninu í þrjá mánuði. Skólarnir voru að hefjast sem sendar voru milli safna, bók- menntakynningum og fleiru. Til dæmis var rithöfundum boðið að koma og kynna verk sín. 1 sérstök- um barnadeildum var margvísleg þjónusta fyrir börnin, upplýsinga- þjónusta um bækur, sögustund- ir og kvikmyndasýningar. Þarna kynntist ég í fyrsta sinn þjónustu- greininni „Boken kommer" eins og Svíar kalla það, — það er að fara með bækur út til þeirra, sem ekki komast á bókasöfn af ein- hverjum ástæðum. Þessi þjónusta var þá mjög að eflast þar og mikið samstarf við De blindas förening, Blindrafélagið sænska, hvað varð- aði bækur handa blindum. Ég kynntist því með öðrum orðum. að bókasafn var ekki bara skrif- borðsvinna. Aðalstarf almenn- ingsbókasafns var heldur ekki það að „gæta“ bókanna, heldur að nýta þær. Mér hafði aldrei komið til hug- ar að leggja stund á bókasafns- fræði, en nú fór sú hugmynd að verða áleitin og fór svo að ég sótti um skölavist haustið 1969 í Bóka- safnsskóla Borgarbókasafnsins og fékk inngöngu. Ég hlaut að hrósa happi, því aðeins 12 komust inn af 170 umsækjendum. Námstíminn var rúmlega þrjú ár, þar af er star'fsrevnsla talin með og skylda að hún næmi 12 mánuðum. Lokapróf fæst ekki nema maður hafi háskólapróf i bókmenntasögu. Þar varð ég að gera bragarbót og las „Litteratur- historia með poetik." sem reynd- ist allra skemmtilegasta viðfangs- efni. Það tók heilt ár og á meðan varð því ekki við komið að vinna með skólanum. Að enduðu skrif- aði ég og varði ritgerð um skáldið og rithöfundinn Harry Martinson. Fyrstu mánuðirnir í þessu bókasafnsfræðinámi voru mjög erfiðir og að hálfum fimmta mán- uði liðnum, vorum við raunveru- Að neðan til vinstri: Ein þeirra. sem ekki kemst á safnið og fær bækurnar heim, er Ólafla Árnadóttir. I kass- anum hennar kennir margra grasa; i þetta sinn fær hún bækur eftir Gunnar Gunnarsson. Karup-Nielsen, Peter Freuchen, Vilhjálm S. Vil- hjálmsson og fleiri. Til hægri: Hér ræðir Elfa Björk við Guðmund Árna- son vistmann á Hrafnistu. Hann var að fá „Gamla sögu' eftir Kristinu Sigfúsdóttur — og fékk hana lesna á kasettu. Hrafnista á nokkur kasettu- tæki, sem vistmenn fá lánuð, en rúmlega 40 voru þar á biðlista. og fólk flykktist í borgina úr sum- arleyfum. Ég vann í útlánum og móttöku, en i hjarta hússins er stórt afgreiðsluborð, þar sem skáldverk á fjölda mörgum tungu- málum eru á þremur hæðum. Eft- ir fjóra mánuði var mér bent á, að verið væri að koma á fót nýrri deild: Lánecentralen för mell- ersta Sverige — og mér fannst tilvalið að komast þangað. Þar átti að verða einn bókasafnsfræðing- ur starfandi og hann þurfti að- stoð. Þetta starf fékk ég og nú fór í hönd skemmtilegur tími. Bæði var, að ég kynntist stofnuninni nú betur en áður og starfið var lif- rænt; það var óhjákvæmilegt að endasendast um allt húsið. Sú reynsla, sem ég hlaut þarna, varð góður undirbúningur undir það nám, sem ég hóf tveimur árum siðar. Vinnuherbergi höfðum við á efstu hæð hússins með fögru útsýni yfir einn af þessum gull- fallegu görðum við Sveavágen. Ég átti eftir að binda tryggð við Stadsbiblioteket, eignast þargóða vini og vinnufélaga. Starf okka • var í því fólgið að senda bækur milli staða í Mið-Svíþjóð. Ég skildi nú, að starfsemi almenningsbóka- safns var miklu viðfeðmari en ég hafði áður haldið. Nú kynntist maður bókaþjónustu við sjúkra- hús, vistheimili, vinnustaði og fangelsi. Og eitt af þvi sem ég kynntist var svonefnd „program- starfsemi" safnsins, sem fram fór bæði í aðalsafni og útibúum. Sú starfsemi var fólgin í sýningum, Til vinstri: Eifa Björk hafði aðsetur I útibúi Borgarbókasafnsins i Sólheimum 27. Hér er hún önnum kafin við að finnt bækur, sem eiga að fara til lánþega úti I bæ daginn eftir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.