Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 13
þar hafa írskir bændur búið til beggja handa. Um enda- dægur Kalmans er svo sagt, að hann hafi drukknað í Hvítá er hann fór suðuríHraun (Geitland) að hitta frillu sína. Er það ekki fremur ólíklegt, að keltneskur maður hafi átt norræna frillu, þegar þess er gætt hve mjög norræna kynið fyrirleit keltneska kynið? Annað dæmi bendir í sömu átt. Grímur háleygski kvæntist hér írskri konu, Svanlaugu dóttur Þormóðs Bresasonar á Akranesi. Elzti sonur þeirra er nefndur Úlfur. Þegar hann hafði náð þroska, tók hann sér ból- festu í Geitlandi. Konu hans er hvergi getið og því líklegt að hún hafi verið af frskum ættum og átt heima í Geitlandi, en þar hafa þá verið margir bæir. Með þvf að hafa fengið slfkt gjaforð og vera sjálfur írskur í móður- ætt, hefir það eflaust vakað fyrir Úlfi að fá þarna mannaforráð meðal hinna írsku bænda. Og það hefir hann fengið er frarn liðu stundir, því að þess er getið, að Geitlendingar áttu að halda uppi hofi á Hofsstöðum í Hálsasveit til jafns við borgfirzka goðann Tungu-Odd. Virðist svo sem þá hafi Geitlendingar enn haft nokkurs konar sjálfsforræði eða byggðarstjórn, og yfirráðasvæði þeirra hafi náð til Kalmanstungu og niður með Hvítá að sunnan, að Hraunsási og Reyðarfelli. Dálítil bending um þetta er, að í Hraunsási bjó sá bóndi, er Landnánta kallar Þórarin illa og son hans Músa-Bölverk. Ekkert er getið um hverra manna þeir voru, en viðurnefni þeirra benda mjög i þá átt, að þeir hafi verið frskir. Einhverjar væringar hafa verið milli þeirra feðga og norrænna landnámsmanna, því að Bölverkur varð að bana sonar- syni landnámsmannsins í Hvítársíðu. Lét Bölverkur síðan gera virki um bæ sinn i Hraunsási og breyta farvegi Hvítár. Mun hann hafa þurft að fá mannafla til þess stórvirkis og þá menn hefir hann fengið í Geitlandi. Bræður hins vegna sóttu Bölverk í virkið og drápu hann. Þetta hefir gerzt upp úr ntiðri 10. öld. Illugi hinn rauði, sonur Úlfs í Geitlandi, var kvæntur Sigriði systur Bölverks og „bjuggu þau fyrst í Hraunsási, en fluttust siðar að Hofsstöðum, því að Geitlendingar áttu að halda uppi hofi þar til helmings við Tungu-Odd. Siðan bjó Illugi á Hólmi á Akranesi, því að hann keypti við Hólm-S.tarra bæði löndum og konum og fé öllu. Þá fékk IUugi Jórunnar, dóttur Þormóðar Þjóstarssonar af Álfta nesi, en Sigríður hengdi sig í hofinu, því að hún vildi ekki mannakaupið". (IUugi er stundum kallaður Hrólfsson, Úlfssonar, en það getur ekki verið rétt tímans vegna; hann mun hafa verið á aldur við Illuga svarta á Gils- bakka. — Ekki helzt Illuga rauða lengi á nýju konunni, því að árið 962 kvæntist hann Þuríði, hálfsystur Ilarðar Grímkelssonar). Vígin hafa dregið dilk á eftir sér. Vegna þeirra hefir Illugi átt erfiða aðstöðu. Hann hefir séð þann kost vænstan að losa sig við Sigríði konu sina, systur Bölverks, og hefur þvf hin einstæðu „makaskipti" við frænda sinn á Hólmi. Til þessara atburða mun einnig að rekja það, að nú misstu Geitlendingar mannaforræði í Geitlandi, en við tekur sonur Kalmans er Sturla hét. Hans er hvergi getið nema i Landnámu og þar er hann kallaður goði. Ekki eru ljósar sagnir af því hvernig goðorð voru upp tekin i fornöld. Virðist það helzt hafa gerzt þannig, að höfðingjar hafi reist hof i landnámi sínu og gerzt hofgoð- ar, en hver maður skyldi gjalda toll til hofa. Þetta hefir verið aðferð til þess að ná undir sig mannaforráðum. Liklegt er að Önundur faðir Tungu-Odds hafi reist hof á Hofsstöðum og þeir feðgar orðið héraðshöfðingjar fyrir það. I Hænsa-Þóris sögu segir um Arngrim f Norðtungu, að hann hafi verið „kallaður goði“. Mun hið sama eiga við um Sturlu, að hann hafi verið „kallaður goði“, en ekki verið goðorðsmaður. Þeir áttu það sameiginlegt Arngrím- ur og hann, að þeir voru undir handarjaðri Tungu-Odds og i þingi með honum. Má því vera, að þeir, sem voru fremstir í sinni sveit og nokkurskonar fulltrúar goðorðs- mannsins, hafi fengið goða-nafn á vörum alþýðu. Eins og fyrr segir mun Úlfur hafa fengið mannaforráð í Geitlandi og synir hans hafa tekið það i arf. Það sést á þvi hvers vegna Illugi flyzt að Hofstöðum. Hinir kristnu Geitlendingar hafa orðið að sætta sig við að gjalda hoftoll, eins og aðrir, þvi að Tungu-Oddur var ráðríkur héraðshöfðingi. Honum mun ekki hafa verið um það gefið, að Illugi skyldi hlaupast brott frá starfi sínu og skyldum, og þess vegna tekur hann umboð sitt úr hönd- um Grímsniðja og fær það í hendur Sturlu syni Kalmans, og er svo að sjá sem Sturla hafi náð öllunt þeirn völdum, sem Úlfur og synir hans höfðu haft. Sést það á því, að hann fer með Torfa að Hellismönnum, hvorl sem honum hefir verið það ljúft eða leitt. Sennilega hefir hvorki honum né Geitlendingum hinum irsku verið það ljúft að vera með í þeim herflokki er sendur var til að taka Hellismenn af lffi, en urðu að vera með vegna þess að þeir höfðu glatað frelsi sínu. Um Illuga rauða er það að segja, að ekki er svo að sjá, að ráðabreytni hans hafi i neinu skert virðingu hans. Hann er talinn höfðingi i Borgarfirði sunnan Skarðsheið- ar, í þann mund er þeir Friðrik biskup og Þorvaldur Koðránsson víðförli koma út 981. Völd sin þar hefir hann fengið frá hinum írska afa sinum, Þormóði Bresasyni á Akranesi. Nú vikur sögunni til Hellismanna og ntun verða reynt að draga likur að þvi, að þeir hafi verið afkomendur írskra flóttamanna úr Hvitársiðu, sem vildu forðast Hrosskel landnámsmann og leituðu sér afdreps i Surts- helli. Hrosskell Þorsteinsson kemur út um 880 og nemur Akranes, enda þótt Irar hefði alnumið það áður. Bresasynir voru þá höfðingjar á Akranesi og þeir ráku hann á brott þegar á fyrsta ári. Fór hann þá upp í Hvítársíðu og nam hana alla. Hallkell sonur hans fer síðan og ætlar að sækja útigöngufé í Akrafjall, en er þá veginn. En í öðru orði segir Landnáma, að Hallkelsstaðir í Hvítársíðu séu við hann kenndir, þar hafi hann búið eftir föður sinn. Hér er um bersýnileg pennaglöp að ræða og stafa þau af' því að hér vantar einn ættlið eða tvo. Hallkell sá sem jörðin er við kennd, hefir verið miklu yngri en Hallkell sá, er veginn var. Sést það bezt þegar taldir eru synir hans: Þórarinn, Finnvarður, Tindur skáld og Illugi svarti á Gilsbakka. Þeir Tindur og Illugi voru í Heiðarvígum 1013, og hefði þá átt að vera 130—140 ára, ef þeir hefði verið synir hins eldra Hallkels. Frásögnin af landnámi Hrosskels á Akranesi sýnir, að þeir feðgar hafa verið uppivöðslumenn á borð við aðra norska víkinga. En þegar Hrosskell er kominn upp í hvítársíðu og Hallkell hefir verið veginn fyrir yfirgang, er svo að sjá sem honum hafi litizt að fara varlegar. Þarna í uppsveitunum hefir verið fjölmenn irsk byggð. Örnólfur hét sá maður, sem sagt er að hafi numið Örnólfsdal og Kjarradal, en engin deili eru sögð á honum, og þess vegna mun hann hafa verið írskur og búið þarna fyrir landnám. Blund-Ketill keypti land hans og er svo að sjá á Hænsa-Þóris sögu, að í kaupinu hafi fylgt 30 leiguliðar i Kjarradal og uppi í heiði. Þeir hafa allir verið írskir. Er aðeins getið eins þeirra, sem kallaður var Þorbjörn stígandi og segir að „hann var.eigi allur jafnan þar sem hann var séður" og kallaður fjölkunnugur. Sú lýsing nægir til að sýna kynferði hans. BIund-Ketill var brenndur inni veturinn 962. Síðan hafa norrænir bændur í Hvítársíðu sölsað Kjarradal undir sig. Segir i Heiðar- víga sögu að árið 1013 hafi þar engin byggð verið, heldur hafi allir Síðumenn haft þar i seli. Varla mundi leigu- liðunum hafa verið bolað svo gjörsamlega burt, ef þeir hefði verið norrænir. Svo segir í Landnámu: „Hrosskell gaf land Þorvarði, föður Smiðkels, föður þeirra Þórarins og Auðuns, er réðu fyrir Hellismönnum. Þórður hét maður er nam Höfða- strönd í Skagafirði og bjó að Höfða. Hann átti Finngerði dóttur Þóris hímu og Friðgi Éó„r ut Kjarvals Ira- konungs. Þau áttu 19 börn. Einn sonur þeirra var Þor- valdur holbarki. Hann kom um haust á Þorvarðsstaði til Smiðkels og dvaldist þar um hríð. Þá fór hann upp til hellisins Surts og færði þar drápu þá, er hann hafði orkt um jötuninn í hellinum. Siðan fékk hann dóttur Smiðkels og var þeirra dóttir Jórunn, móðir Þorbrands í Skarfnesi." — Þótt svo verði skilið, að hann hafi ávarpað jötuninn i ljóðum, þá er það misskilningur; auðvitað hefir hann flutt drápuna um Surt til þess að skemmta Hellismönnum. Þetta eru einu heimildirnar urn Hellismenn, auk frásagnarinnar um að Torfi Valbrandsson hafi drepið þá um 966, þegar Tungu-Oddur var fallinn frá. I Vatnsdælu er að vísu getið um Hellismenn, en það var annar hópur en þessi. Þegar Hólmverjar voru drepnir komst Þorgeir gyrðilskeggi undan á flótta við sjöunda mann. Þeir fóru rakleitt í Surtshelli og söfnuðu þar að sér liði stigamanna og skógarmanna. Þetta var árið 989. Vorið eftir sendu þeir flokk ntanna norður í Vatnsdal til rána og rændu þá til 15 hundraða á Ilaukagili. Ingólfur fagri Þorsteinsson á Hofi, sem þá fór með goðorð Vatns- dæla, veitti þeim eftirför og náði þeim er þeir áttu skammt ófarið til hellisins. Þar sló í bardaga og særðist Ingólfur svo hættulega að hann beið bana af. Ilarðar saga segir svo frá því, að síðan hafi Borgfirðingar safnað liði og flæmt Hellismenn burt úr hellinum. Þorgeir gyrðil skeggi komst þá enn undan og „fór norður á Strandir og var þar drepinn, eins og segir í Alfgeirsþætti". (Sá þáttur er nú glataður) Til er að vísu Hellismannasaga, prentuð í Islendinga- sagnaútgáfunni, en hana er lítið að marka, því að þetta er skáldsaga eftir Gísla Konráðsson, samin um 1830. Ilann hefir viðað að sér efni úr Landnámu, Islendingasögunt, þjóðsögum og munnmælum um örnefni. Skeytir hann þetta santan eftir eigin geðþótta. Er það eitt merkilegt í sögunni, er rekja mætti til þjóðsagna, þvi að eflaust hafa ýmsar sagnir um Hellismenn lifað á vörum þjóðarinnar um langa hrið. I Þjóðsögum Jóns Árnasonar er önnur saga um Hellis- menn, skráð eftir almennum sögum i Borgarfirði, með leiðréttingum Þórðar bónda Árnasonar á Bjarnarstöðum í Hvitársiðu. Mun sú saga rituð um svipað leyti og Gísli skráði sína sögu. Ilún sýnir bezt hvernig sögur geta afbakazt, þegar einhverju þarf að leyna, og það sem hér þurfti að leyna var hverrar ættar Hellismenn voru. Ilér er sagt að þetta hafa verið 18 skólapiltar frá Hólum i Hjaltadai; hafi þeir flúið þaðan, lagzt út og leitað sér hælis í SurtshelIi.Nú var skóli ekki stofnaður á Hólum fyrr en á öndverðri 12. öld, eða nær hálfri annarri öld seinna en Ilellismenn voru drepnir, svo að ýmsu hefir þurft að breyta. Ýmislegt hefir Gisli vinzað úr þessari sögu, enda þótt hann láti sina sögu gerast á dögum Torfa Valbrandssonar. Hvaða rök liggja svo til þess, að Hellismenn hafi verið írskir? Svo sem fyrr er getið benda likur til þess, að trar hafi verið hálfu fjölmennari i landinu heldur en norrænir menn, um þær mundir er kristni var lögtekin. og mun það hlutfall hafa 'haldizt allt frá því að landnámsöld lauk. Hér hefur verið írskt þéttbýli í mörgum sveitum að upphafi, og höfum vér sagnir af þvi á Rangárþingi, Kjalarnesþingi, Hvalfirði og Akranesi. Og Landnáma fræðir oss um, að sumir landnámsmenn hafi verið svo göfuglyndir, að þeir hafi ,,gefið“ írsku bændunum jarðirnar sínar. Nú hafa fáar sveitir Islands verið jafn búsældarlegar og Borgarfjarðardalir, og því má trúa, að þar hafi fjöldi nianna átt heima þegar landnámsmenn komu. Þá hefir t.d. verið byggð eftir endilangri Hvítársíðu. Ótta hefir slegið á marga góða írska bændur, þegar norrænu innrásarmennirnir komu. Er því líklegt að nokkrir bændur í Hvítarsíðu hafi flúið heintili sín og leitað sér skjóls í Surtshelli, þegar Ilrosskell kom þangað. En nú hefir Hrosskell ekki verið jafn slæmur og menn bjuggust við. Hann tekur sama kost og aðrir höfðingjar, að eyða ekki írsku byggðina. Hann „gefur“ t.d. Þorvarði á Þorvarðsstöðum ábýlisjörð sfna. En flóttamennirnir hafa sýnilega ekki átt þess neinn kost að fá jarðir sínar aftur, og þess vegna búa þeir áfrant í Surtshelli. Engin deili eru sögð á Þorvarði bónda, og þess vcgna hlýtur hann að hafa verið írskur, enda þótt honum væri gefið norrænt nafn. Sonur hans er nefndur Smiðkell. og sú nafngift bendir nijög til þess að hann hafi verið írskur (sbr. Svartkell, Kotkell, smiðkona). Þeir feðgar hafa verið merkir menn, eins og sjá má á því, að Þorvaldur holbarki, sonur eins af mestu höfðingjum Norðlendinga og venzlaður mörgu stórntenni, skuli leita þar kvonfangs. Hitt virðist og ljóst, að þeir feðgar liafi haldið hlífiskildi yfir fólkinu í Surtshelli. Þeita er áréttað með því að segja að synir Smiðkels, Þórarinn og Auðunn, „hafi verið fyrir Hellismönnum“. Þetta ber ekki að skilja svo. að þeir hafi gengið i flokk Hellismanna, því að þeir bjuggu á föður- leifð sinni, heldur ber að skilja það svo, að þeir liafi haft forsjá Hellismanna. I sögu Gisla og þjóðsögunni örlar á nokkrum brotum úr fornum arfsögnum um Hellismenn. Þar segir, að þeir hafi haft mestar nytjar af heiðinni norður til Slórasands. Veiðistöð höfðu þeir við Arnarvatn mikla og aðra veiði- stöð niður með Norðlingafljóti. Þeir tóku sauðfé á heið- urn og ráku heim i hellinn til slátrunar, en aldrei rændu þeir á bæjum og aldrei drápu þeir menn. Unt einn af hinum seinustu Hellismönnum er sagt, að hann hafi verið kallaður Valnastakkur, vegna þess að hann hafði gert sér brynju eða stakk úr sauðarvölum. Hann hefir borað göt i gegnum völurnar þvert og endi- langt og síðan þrætt þær upp á krossbönd, þar til kominn var stakkur, sem engin vopn bitu á. Til þess verks hefir þurft meiri hugkvæmni og þolinmæði heldur en ætla má að norrænir menn hafi verið gæddir á þeim árum. En langmerkust er sögnin um, að Hellismenn liafi leitað trausts og halds hjá Goðdala-Starra, þegar þeir örvæntu um frið. Ég hefi áður leitt líkur að þvi, að irsk flóttamannabyggð hafi verið í Hraunþúfuklaustrum (Grúsk IV), en fengið að vera þar lengi í friði vegna þess að hinn ágæti maður Eiríkur i Goðdölum hafi haldið verndarhendi yfir henni. En Goðdala-Starri var sonur Eiriks og tók við héraðsstjórn að föður sínum látnum. Nú þykir mér líklegt, að Hellismenn hafi haft spurnir af þessu og vænt sér góðs úr þcirri átt. Starri tók líka málaleitan þeirra vel og bauðst til að koma þeim ðllum úr landi. Voru Ilellismenn þessu fegnir fyrst i stað, en svo kom eitthvert hik á þá og þeir frestuðu því of lengi að fara i einum hópi norður, eins og talað var um. Og svo reið yfir skapadægur þeirra. Þeir voru sviknir eins og Hólmverjar. Segir Gisli að sauðamaður í Kalmanstungu hafi svikið þá, en Þjóðsagan segir að það hafi verið bóndasonur i Kalmanstungu. Það er athyglisvert, að enginn Ilellismanna er nefndur með nafni í landnámu og ekkert sagt um hvernig á því stóð, að þeir lögðust út. Þögnin um þetta gæti styrkt þá skoðun, að þeir hafi verið írskir, því aö ekki mátti minnast á Ira. Enginn veit nú hve nrargir Hellismenn hafa verið. Sagt er, að þeir Torfi hafi drepið þarna 18 menn og mun þar átt við fullorðna karlmenn. En þarna hafa lika verið konur og börn. Hvað varð um þau? Til þess að gera sér grein fyrir þvi, þurfum vér ekki annað en lita í Ilarðar sögu. Þegar 60 Hólmverjar höfðu verið drepnir í landi, var ásetningur höfðingjanna að fara út í Geirshólm og drepa Helgu jarlsdóttur og tvo kornunga syni hennar. Það sýnir skaplyndi Torfa og hvernig hann muni hafa gengið til verks í Surtshclli. En það var honum þó ekki nóg. Hann stefnir flokknum heim að Þorvarðsstöðum og brennir Auðun Smiðkelsson inni. Þetta sýnir hatrið i garð Iranna, ef þeir stóðu ekki og sátu eins og valdhöfu um þóknaðist. Þá var hægasti vandinn að taka þá af li. og kalla óbótamenn. En hvað var svo Hellismönnum gefið að sök? Þegar þeir tóku sér bölfestu I hellinum, rnunu þeir hafa ætlað að lifa á sinu eigin sauðfé, sem gekk þar um heiðarnar í stórhópum. Þá komu norrænir menn og rændu öllu fénu. Þegar Hellismenn samt sem áður sækja sér kindur til slátrunar, þá eru þeir kallaðir sauðaþjófar. Það hefir verið þyngsta sökin. En svo háfa þeir einnig verið sakfelldir fyrir fjölkynngi og jafnvel villutrú, þar sem þeir voru kristnir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.