Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1977, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1977, Blaðsíða 2
þau mega njóta góðs af þeim vís- indalegum fróðleik, sem okkur kynni að áskotnast um Aukana. Við lögðum af stað f jeppa, ók- um um nótt yfir Kordillerafj'öll og komum til Pastaza um morg- un. Við fundum fljótlega þyrluna okkar, hún reyndist eldrauð á lit og blasti við augum í opnu flug- skýli. (Jti á flugvelli var önnur vél, sem átti að flytja fyrir okkur eldsneyti til herstöðvarinnar í Gúraray. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu þennan morgun, var nánast skýfall. Leiðsögumaður okkar, Tftó Parenó, var bjartsýnn þrátt fyrir það. Og tæpum tveimur stundum sfðar hófst þyrlan okkar á loft af vellinum. Þrfr menn voru á áhöfninni, Jorge Real, flugstjóri, Raúl Torres, aðstoðar- flugmaður, og Hugó Jaramitla, flugvirki. Okkur virtist, að ferða- lagið legðist heldur illa í þá alla. Reyndum við, þótt þreyttir vær- um og dasaðir, að telja f þá hug með hreystiyrðum, kumpánleg- um olnbogaskotum og sfgarett- um. Við komumst nú f loftið, eins og áður sagði, og hækkuðum flugið ört, og húsin f Pastaza hurfu brátt sjónum okkar. Eftir svo sem klukkustund komum við að ánni Villanó og fylgdum henni úr því. Áin er líkust mjólkurkaffi á lit- inn og sneiðir grænt skógar- þykknið sundur langa leið; hún er ein fjölmargra, sem renna f Amazónfljót og leggja sitt af mörkum f þann óskaplega flaum. Við höfðum slitið sambandi við flugturninn f Pastaza og vorum farnir að heyra frá stjórnstöðinni f Cúraray. Eftir tveggja stunda flug, eða um það bil, lentum við svo hjá virkinu f Gúraray. Gúraray stendur þarna við mót ánna Villanó og Cúraray. Eru þar íbúðarskálar, birgðaskemmur og varðturnar, og þar byrjar land Auka. Þarna er vel heitt og verða menn kófsveittir samstundis er þeir koma. Hermennirnir verða nú samt sem áður að skrýðast einkennisbúningum, en reyna að verjast hitanum með því að klæð- ast hvítu yzt. Allir bera þeir vopn og eru hinir vígalcgustu með skammbyssur f slíðrum reyrðar við Iærið. Það eru þó helzt varðturnarnir tveir, sem setja herstöðvarbrag á staðinn. Væru þeir ekki kynni aðkomumaður, að halda, að hann væri kominn í óspillta sumar- leyfisparadís, gróðurrfkið er ótrú- lega fjölskrúðugt, alls kyns skepnur ganga fyrir fótum manna og litrikir fuglar sitja trjágreinar og sjá til þess að aldrei verði með öllu þögult. Aftur á móti var það okkur ráð- gáta, hvernig í ósköpunum 300 hermenn gætu varið olíubor- stöðvarnar fyrir Aukum; stöðv- arnar eru dreifðar en landið stórt og frumskógurinn svo þéttur, að hann virðist fráleitt fær mönn- um, enda er hann það víst varla á köflum. Sýndist okkur siðmenn- íngin ekki standa sterkum fótum þarna f myrkviðunum, og hefði hún teygt þennan anga sinn lengra en efni stæðu til. Aftur í steinöld Við fórum frá Cúracay um þrjúleytið. Strax handan her- stöðvarinnar tekur við þéttur skógur og hafa menn séð minnzt af honum. Flugmennirnir skiptu störfum og aðstoðarflugmaðurinn leysti flugstjórann af um stund. Ekki var að búast við bústöðum Auka fyrsta spölinn. Hins vcgar fóru fljótlega að sjást rudd rjóður Um Auca-indiánana í Amazónskógum, sem tóku á móti trúboðum og öðrum ókunnugum með eitruðum örvum — en standa nú höllum fæti gagnvart ásókn landnema og olíuleitarmanna. Eftir Peter Baumann I Ketsjúamáli er orðið „Auka“ haft um villimenn, menn, sem búa fjærri öðrum, eru „ósiðaðir“ og fjand- samlegir. Aukaindí- ánarnir rísa fyllilega undir þessu nafni. Hervirki þeirra eru á allra vörum í Ekvador á reglulegum fresti. Sjaldan líður langt milli þess, að þeir ráð- ast á þorp eða olíubor- stöðvar; eru dáðir þeirra þá tíundaðar í dagblöðum, en því miður lesa þeir ekki blöðin. Þegar Aukaindíánar ráðast á menn ganga þeir oftast svo frá, að ekki þarf um að binda. Sumarið 1970 hélt á fund þeirra trúboði nokkur frá Quito og hugðist flytja þessum „ótömdu“ bræðrum fagnaðarerindið. Það tðkst ekki, en þeir boðuðu honum sitt erindi í staðinn — brytjuðu hann í smá- stykki. Ári seinna rák- ust Aukarnir á kokk- inn í olíuborstöðinni í Tívacúnó úti í skógi. Þegar þeir gengu frá stóðu 26 fjöðrum skreytt spjót í líkinu. Og þannig mætti lengi telja. Menningin komin og friðurinn úti Það var snemma árs 1974, að við hugðumst sækja Aukana heim. Þeir höfðu þá lítið friðazt, en hcldur espazt ef nokkuð var, og voru þvf miður ekki miklar vonir til friðsamlegra funda. Vel- vopnaðir herflokkar og oliuleitar- menn gcrðu Aukunum lífið leitt og voru þeir orðnir tæpir á taug- um. Attu þeir sífellt þyrlur yfir höfði sér, hvar sem þeir fóru í skóginum, en á nóttum mögnuð- ust dunurnar og dynkirnir í bor- tækjunum, Ijóskastarar vörpuðu geislum sínum í allar áttir, gríðarstörir varðhundar gjömm- uðu og endrum og eins kváðu við Steinöld og atómöld mætast: Forviða nálgast Auca-indfánarnir þyrl- una og Ifta inn. Þeim stóð enj vakti aðeins forvitni hjá þeim. riffilskot. Menningin var komin á vettvang og friðurinn úti. Búið að skipta öllum frumskóginum ná- kvæmlega upp í reiti og úthluta olíuleitarmönnum, og engin Ifk- indi til þess, að þeir hyrfu á brott í bráð eða lengd. Það vissu Aukarnir að vísu ekki, en þeir bjuggust þó við öllu illu, og þeim, sem vildu ná tali af þeim var ótti af þessu undri tækninnar það áreiðanlega hollast að vera Ifka við öllu búnir. Kostuðum við nú að herða huginn og lögðum ótrauðir af stað. Við höfðum fengið leyfi yfirvalda til farar- innar. Reyndar höfðum við þurft aðsganga nokkuð cftir þvf leyfi, cn það fékkst að lokum. Yfirvöld- in létu og ekki við það sitja, cn léðu okkur þyrlu. 1 staðinn vildu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.