Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1977, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1977, Blaðsíða 11
og sinn eigin vísifingur um leið og hann þrýstirá hnappinn. Hann ýtir fast og lengi á bjöllu- hnappinn. Á meðan íhugar hann næsta vandamál: Hvað á hann að segja til að komast inn I hibýli gömlu konunnar? Að slá hana í rot úti á tröppum er vitaskuld alltof mikil áhætta. Ætti hann að biðja um brauðbita? Vitleysa! Gamlar, einhleypar kerling- areins og Löngren hleypa ekki betlur- um inn, ef til vill réttir hún honum tíkall gegnum bréfarifuna, það væri það allra mesta; svo færi hún bara inn til sín á ný. Að setja fótinn í dyragætt- ina væri vonlaust, því ef öryggiskeðja væri fyrir hurðinni myndi sá mögu- leiki hverfa samstundis. Þá færi sú gamla bara að hljóða og veina á hjálp. Nei, Gyppel sá að hann varð að fara listilegar að þessu. Tryggingasali? Vita vonlaust. Sölu- menn eru enn verr liðnir en umrenn- ingar. Rannsóknalögreglumaður? Máske. Gamlar konur bera ávallt óskaplega virðingu fyrir lögreglunni. En mun hún biðja um lögreglu- skírteinið? Tæpast. En þ: ð gæti verið að hún væri svo tortryggin og vör um sig að hún vildi fá að heyra erindið áður. Ef hún er rík, er hún án efa gírug. Það er áreiðanlega hennar mesti veik- leiki. Ef hann gæti á einhvern máta sýnt henni fram á að mikilla auðæfa væri von, þá ef til vill. . . En hvernig auðæfi? Happdrættisvinningur, vinn- ingur í verðlaunasamkeppni eða arfur — já, arfur. Það var efalaust það allra bezta. En hver kemur meðtil- kynningar um arfleiðslur? Lögfræð- ingur! Auðvitað lögfræðingUr! Hjarta Gyppels slær eins og í ungum manni á leið í skógarferð með elskunni sinni. Lögfræðingur! Aldeilis stórfenglegt! Lögfræðingur, sem kynnir sig virðu- lega og upplýsir að hann komi í þeim erindagjörðum að kynna henni arf- leiðslumál um leið og hann þurrkar af fótum sérá dyramottunni. Þá hugsar gamla piparjónkan sig ekki lengur um og býður honum inn. Nafnið? Lögfræðingar verða að heita eitthvað og það má til með að vera fínt nafn. Það má ekki vera likt hans eigin nafni og ekki heldur al- gengara nafn. Hm. Ungfrú Löngren var sænskættuð, var sagt. Sænskt nafn myndi þvi sannfæra hana ennþá frekar. Ákerhus! Ágætt. Herra J. O. Ákerhus. „Ég heiti J. 0. Ákerhus og er lögfræðingur. Það er út af erfðafé, sem ég kem." Þetta hljómaði vel, en þyrfti þó að vera haganlegar orðað. Mörg smáatriði varð að íhuga áður en hann gæti gert þetta. Ef hann væri nú með villandi upplýsingar og hún byggi alls ekki ein? Ef þjónustustúlka lyki upp dyrunum? Jæja, þá yrði hann bara að hætta við allt. „Afsakið, ekki vænti ég að hér búi Jónatan Stórstraum kjötkaupmaður? Nú, ekki það? Fyrirgefið, ég hefi villst. ' Öllu verra væri ef hún lyki sjálf upp en innan við væri þjónustumær. Þá myndi hann finna upp á einhverju i fljótheitum til að losna við stúlkuna meðan hann lyki sér af með gömlu kerlinguna. Þá var það hinn klassíski hundur. Ef hún ætti stóran bolabít yrði Gyppel bara að fara, það var augljóst. En ef hundurinn væri lítill, — kjölturakki gæti auðvitað farið að góla, en til voru ráðviðslíku. Nei, smáhundur þyrfti ekki að vera neitt vandamál. Gyppel gjaldkeri helduráfram þönkum sínum. Hann er með allt sem þarf: Morðvopnið, fölsku plöggin lög- fræðingsins, erfiskjölin, — en þá þarf að athuga hvernig á að fara að. Ætti hann að nota hanska eða vinna ber- hentur? Hvernig væri bezt að fjar- lægja blóðsletturnar? Allt þurfti að þaulhugsa í gegn. Hann ætlaði ekki að láta hengja sig bara vegna ein- hvers smáatriðis, sem mistókst að athuga. Nú heyrir Gyppel fótatak gamallar konu i forstofunni, hann heyrir skrölt í lyklum og öryggiskeðjum — svo opnar ungfrú Löngren. Hún er skorp- in og hrukkótt í framan og virðist alltaf vera að eldast meir og meir. Gyppel hefur séð hana i fáein skipti hjá bakaranum og í hvert sinn sem hún kerrvur virðist hún tveimur árum eldri en síðast. Gyppel gerir erindi sitt kunnugt og gamla konan segir undrandi og for- viða: „Gerið svo vel. Má ekki bjóða lög- manninum jnnfyrir?" Þökk." Gyppel gengur inn i fremri ganginn. „Viljið þér ekki fara úr frakkanum," segir ungfrú Löngren og býst til að taka við honum. „Ekki held ég, þökk fyrir, ég er dálítið tímabundinn. . ." Þau setjast inn i stofu og Frrðrik Ingimar Gyppel alias J. 0. Akerhus skyrir frá dansk/sænská sjómann- inum Eliasi Jósef Löngren— fornafn- ið óþekkt, en á vasaklút sem fannst á líkinu stóð E.J. Löngren, svo lög- reglan gaf honum þessi tvö nöfn. Löngren þessi lést á fátækraspítala í Ríó de Janieró 1 2. marz s.l. Það sýndi sig við lát hans að hann lét eftir sig gifurleg auðæfi og er nú verið að yfirfara erfingjaskrána hjá mennta- málaráðuneytinu. Ungfrú Löngren er hissa og mál- vana. Hún segist ekki skilja eitt ein- asta aukatekið. Það er að segja — þetta gæti átt við um Engilbert frænda hennar sem strauk að heiman á unga aldri og fjölskyldan hefir ekki heyrt frá í áraraðir. Þegar um peninga er að ræða veitist hverjum manni auðvelt að finna einhvern í ættinni, sem lýsingin gæti átt við. . . Gyppel opnar tösku sína, tekur upp bunka af blöðum og ýtir þeim með lögfræðilegu handbragði að gömlu ungfrúnni. Þetta eru ekki annaðen gömul skjöl frá Lánasjóði opinberra starfsmanna, en eins og titt er hjá gömlum piprum er fröken Löngren heldur illa að sér í opinberum plögg- um. Það að lita á stimplana i horni blaðsins er nóg til að gera hana ringlaða. Framhald á bls. 13 þjúðsagan Myndskreyting: Elías Sigurússon Sagan af Dygg og Ódygg ÞaS var eitt sinn karl og kerling i koti. Þau áttu tvo sonu; hét annar Dyggur, en hinn Ódyggur. Dyggur var hafður út undan, en það var haldið mikið upp á Ódygg. Dyggur var látinn geyma fjár og átti bróðir hans að færa honum mat á daginn. Át hann jafnan það bezta af matnum á leiðinni. Einu sinni kom hann til hans mjög snemma og var þá blíður mjög og flírulegur. Mitt í því hann er að klappa honum þá stingur hann ur honum bæði augun, fór síðan heim og sagðist ekki hafa fundið. Það er að segja frá Dygg að hann skreið alltaf þar til hann finnur fyrir sér hellir. Skríður hann þar inn og út I eitt horn er hann fann fyrir sér við dyrnar. Þegar hann er búinn að vera þar stundarkorn þá heyrir hann að þrjár tröllkonur eru í hellinum. Fara þær að nasa og þóttust finna lykt. Fóru þær að leita og fundu hann ekki. Gengu þær þá til hvíld- ar. En þá þær vóru háttaðar fóru þær að tala um kostgripi sína. Ein sagðist eiga klæði undir höfði sér er hefði þá náttúru að þó blindur væri fengi sjón ef hann neri því um augun. Þá tók önnur til orða: „Sverð eitt á ég og er það eitt er á mig bítur og veit ég ekki af (að) annað geti mér að bana orðið". Hin þriðja sagð- ist eiga horn á hillu sinni; — „hefur það þá náttúru að hvur sem að af því drekkur verður heill, enda hvað sem að honum gengur." Þá tók ein þeirra til orða: „Hvurju eigum við að slátra á morgun?" „Gullhyrning kóngs; hann er hér í hellin- um", segja hinar. Stóð svo á að konungur þessa rikis hafði átt naut og var búinn að missa það og hét það Gull- hyrningur. Lofaði kóngur að hann skyldi gefa þeim manni dóttur sina er fyndi þetta naut. Sofna þær nú. Læðist þá Dyggur að þvi rúmi er sú svaf i er átti klæðið, tók það og neri þvi um augun á sér og sá hann þá eins og áður. Síðan tekur hann hornið og drekkur af þvi; hresstist hann þá. Tekur hann nú sverðið hjá þeirri þriðju og leggur hann þær allar í gegn og leitar um hellirinn; eftir það finnur hann þá Gullhyrning. Tekur hann þá nautið og leiðir það til kóngs. Varð kóngur glaður mjög og fékk Dyggur þá kóngsdóttir og rikið eftir kóngs dag. Þegar Ódyggur heyrir þetta og fékk að vita hvurnin það hafði að borið þá stingur hann úr sér augun og hyggur að verða ekki minni en bróðir hans. Fer hann á stað og skriður hann ýmist eða gengur þar til hann drepur sig fram af björgum. Situr bróðir hans að rikjum langan tima og tók föður og móður sina — og lýkur þar sögu þeirra bræðra. J. Á.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.