Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1978, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1978, Blaðsíða 5
þroska, viðleitni til að fylgjast með á hvaða sviði þekkingar sem er, jákvætt mat á málfrelsi og hugs- anafrelsi, tilhneigingu til að taka sjálfstæða, rökstudda afstöðu í hverju máli, hæfileika til skoðunar og sjálfstæðs mats á listum og bókmenntum, löngun í þá átt, að einstaklingurinn leggi fram sinn skerf til aukinnar þekkingar, að hver noti tómstundir sínar í þágu lífshamingju sinnar og þjóðfélags- legrar vellíðanar." (Tilvitnun lýk- ur). Um bókaval almenningsbóka- safna er það að segja, að velja skal bækurnar á mjög breiðum grund- velli. Hlutverk þeirra er ekki að hafa á boðstólum mjög serhæfðan bókakost. Tímaritaval safnanna er mikilvægt. I tímaritagreinum er oft það nýjasta sení fram hefur komið og í samþjöppuðu formi. Það ber að skrá tímaritagreinar eins vel og bækur. Eitthvað á að vera til um sem allra flesta hluti, bæði fagurbókmenntir og fagbæk- ur, síðan ber starfsfólki safnsins að auðvelda mönnum leiðina til annarra safna eða stofnana, sem geta liðsinnt hverju sinni. Söfnin eiga að mynda eins konar dreifi- net. Sérfræði- rannsóknar- skóla- og almenningsbókasöfn hafa enga varðveisluskyldu, enda njóta þau ekki skylduskila heldur verða að kaupa allar sínar bækur. Efnið er keypt og skráð til þess að það megi verða sem flestum að sem mestu liði og skrár safna verða að vera þannig úr garði gerðar, að starfs- menn geti fundið umbeðið efni í skjótri svipan. I söfnunum er ekki eingöngu um útlánseintök að ræða — heldur einnig lesstofubækur og handbókasöfn. Handbókasöfnin eru þá staðsett í útlánsdeildunum og mest notuð af starfsfólki. Heppilegt getur líka verið að blanda geymslueintökum inn á hillur útlánsdeilda; gestum safns- ins til aukins gagns. Einkum á það við þar senr lesaðstaöa er fyrir hendi á staðnum. Utlánsaðferð Borgarbókasafns er Ijósmyndaútlán. Það er ánægju- legt að hafa háar útlánstölur í söfnunum, en það er ekki nóg. Ekki er allt fengið með útláninu einu saman. Það þarf líka að vera þjónusta á staðnum. Tölur eru nauðsynlegar, en þær segja ekki alla söguna. Stundum geta þær verið mjög villandi, þegar borin er saman ýmiss konar starfsemi þar sem mismunandi mikil vinna liggur á bak við hvert útlán. Eins og kom fram í yfirlýsingu Samein- uðu þjóðanna eiga þessar stofnan- ir að vera örvandi og þjónandi, sívakandi og sígjöfular. Til að svo megi verða þarf húsnæði hvers safns að vera rúmgott og hannað fyrir starfsemina, starfslið verður að vera vel menntað og starfi sínu vaxið, bóka- og annar efniskostur vel valinn og samvinna við aðrar greinar menningar- og mennta- starfs er þá nauðsyn og má að henni vinna með nábýli og jafnvel vissri samnýtingu á húsrými. Sem dærni um þetta má nefna, að félagsstarfsemi ýmiss konar aúti að henta einkar vel í nábýli við bókasafn, samnýting á fyrirlestr- arsal og veitingástofu er hugsan- leg og rýrni má gjarnan fyrirfinn- ast í húsinu, fyrir vinnu í leshring- um, námskeiðahald og bókmennta- kynningar. Fullorðinsfræösla og lifandi tónlist eiga ekki síst við í bókasafninu. Fullorðinsfræðslan er í eðli sínu nátengd starfinu í bókasafninu. Breytingar í atvinnuháttum og skólamálum hafa í för nteð sér nýjar þarfir, sent bókasöfnin verða að mæta. Þekkingaröflun er ekki eingöngu viðfangsefni æskuár- anna, heldur rná gjarnan dreifa henni yfir alla starfsævina. Ymsir erfiðleikar mæta þeim, sem setjast á skólabekk á ný eftir langt hlé. Skólinn og kennsluhættir allir eru niikið breyttir frá því, sem við- kontandi átti að venjast. Kennsl- una þarf að samræma vinnutíma og fjölskyldulífi, margir af nentendum fullorðinsfræðslunnar eru í stöðugu tímahraki, námið krefst mikillar vinnu. Menn skort- ir námsvana og gagnasöfnun tekur mikinn tíma. Sú hindrun, sent staðið getur í vegi suntra er óttinn við að mistakast. Hér á almenn- ingsbókasafnið meðal annarrá að leggja sitt af mörkum til að veita uppörvun og spara tíma nemand- ans. Það ga'ti farið vel á því, að námskynning og starfskynning væri veitt í bókasafninu. K.vnning þyrfti að innihalda upplýsingar um núverandi skólakerfi, skipulag þess og vinnuaðferðir. Starfsfólk safnsins gæti ekki gefið tæmandi upplýsingar um kennsluna, heldur bent ntönnum á hvert þeir ættu að snúa sér. Sá námsmaður, sem mest þarf þó á aðstoð að halda er sá, sem stundar nám upp á eigin spýtur en ekki í skóla. Getur þar verið um að ræða nánt með aðstoð sjónvarps eða hljóðvarps. Æski- legt er að hafa námsefni á segulböndum í safninu, þar sem nú fer í vöxt, að hljómburðartæki séu á staðnum og þykir víða orðið sjálfsagt í bókasöfnum, geta menn unnið við þetta þar. Einnig þurfa námskeiðin, að vera til heimláns. Ekki síst á þetta við um tungu- málanám, en margt fleira kemur til greina. Um tungumálanám- skeið á plötum eða böndum má segja, að fátt er eins hentugt til útlánsstarfsemi. Menn nota þessa hluti stuttan tíma, en námskeiðin eru dýr, ef keypt eru. Svo við hverfum aftur að Borg- arbókasafni Reykjavíkur, þá nefndi ég áðan sérútlán, bókaþjón- ustu við fatlaða og talbókasafnið. sem verið er að leggja grunninn að. Borgarbókasafniö er til fyrir alla. Kkki einungis fyrir sjáandi og heilbrigða, heldur einnig þá, sem ekki ganga heilir til skógar. Því miður eru flestar opinlierar bygg- ingar þannig, að fatlaöir komast ekki inn í þær. Stefna ber aö því að bókasöfnin verði aðgengileg fyrir þetta fólk. Fyrir fjórum árum síðan hófst samvinna á milli Borgarbókasafns og blindrafélags- ins um talbókagerð fyrir blinda og sjónskerta. Mátti í upphafi nánast kalla þetta tilraunastarfsemi þar sem menn vildu gera sér grein fyrir því, hvernig best yrði hagað uppbyggingu bókasafns á segul- bandsspólum. Eins og er sér ein deild Borgarbókasafns um skrá- setningu og dreifingu bók;mna, en hljóðritun fer fram í hljóðritunar- herbergi blindrafélagsins í Hamrahlíð 17. Segulbandsspólur hafa einnig fengist frá ríkisút- varpinu. Þarf ekki aö taka það fram, að að sjálfsögðu er leitað leyfis rithöfundar, þýðanda og lesara hverju sinni til að nota efnið fyrir blinda. Ákjósanlegt er, að allur talbókakostur sé á einum stað í ekki stærra landi en okkar. Þess vegna ber að stefna að því að koma upp einu sterku safni f.vrir allt landið. Nú er unniö aö endurskipulagningu starfseminn- ar. Allt bendir til þess, að talbók framtíðarinnar muni verða á kassettum. Nú þegar er horfið frá því ráöi aö nota opnar spólur, en kassettur notaðar í staðinn. Þegar farið var að hljóörita í hljóðritun- ardeild Blindrafélagsins voru gerðir persónulegir samningar viö félaga í Rithöfundasambandi Is- lands. Gefa þeir heimild til að hljóðrita 1 eintök af ritverkum höfunda, þar af er eitt eintakið geymslueintak, en þrjú til úllána. Er Jiessi eintakafjöldi mjög ófull- megjandi. Rétt til að lesa þessar bækur hafa þeir, sem sakir bækl- unar eða sjúkdóma hafa ekki full not af prentuðum bókum. Ilið síðast nefnda eru rúnt ákvæði, því í sumum löndum hafa aðeins sjónskertir rétt til að lesa hljóð- bækur. Ilins vegar tel ég þetta ákvæði nauðsynlegt, einkum getur það komið sér vel á sjúkrahúsum, þar sem menn um lengri eða skemmri tíma geta oft ekki notað sjónina; geta t.d. ekki haldiö á bók. I hljóðbókasafninu eru nú 357 bókaheiti. Hljóðbókalánþegar Borgarbókasafns eru nú 275 tals- ins en ekki er unnt að fá nákvæma tölu þeirra lánþega, sem nota hljóðbækur á stofnununi eða frá öðrum bókasöfnum úti um land. Meðal aldraðra og sjónskertra hefur nokkuö borið á jiví, að fjárhagur leyfir ekki kaup á vönduðum segulbandstækjum en notkun einfaldra tækja hefnir sin stundum þar sem hún kemur frani i tíðari bilunum á böndunum. Ýmis konar samtök áhugamanna hafa hlaupið undir bagga og gídið tæki t.d. á elliheimili. Þróun almenningshókasafnanna i nágrannalöndum okkar síðasta aldarfjórðunginn má í stuttu máli lýsa þannig, að þau hafi á þessum tíma verið að breytast úr útlána- stöðvum fyrir bækur; í almennar upplýsinga-, uppeldis- og menn- ingarstöðvar jafnmikilvægar og skólar og með svo vítt starfssvið, að stór hluti þjóðfélagsþegna hagnýtir sér þessi söfn. Eg vil að lokum leyfa mér að óska þess hér, að þessi þróun megi einnig eiga sér stað um allt okkar land. Stutt myndasaga úr Borgarbókasafninu Skobar <></ <//«</</<irt í .........^ Ljósm. OI.K.H, Iluldii) heirn Afyri'itt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.