Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1978, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1978, Blaðsíða 15
BS 'AAETLAÐI AP EF Ég STÆOI N Mlff V/ELy HAyKJPOÐ þlÐ GERA AUKKJAR KRbrORTIL MiN. SVO EF É<3 STÆÐI MIS ILLA 'A PRÓPI EINMVERN Ti'AAA í FRAMTl'ÐlKlNl/MyNPOÐ þlE> 'ASAKA AAIG FyRIRAO HAFA BROGÐIST VONLM y<KAR. MURIEL/ PRENSURINI ER SÉNÍ > /-----^ VIP VÆNTUðA ' ANNAR Y MIKILS AF þÉR, etnstein.1 1 SONOR... Sir Joseph Framhald af bls. 3. 1 siglingar íslendinga mundu þá njóta verndar. I þessu svari er einnig látin í ljós sú von, að brezki flotinn megi njóta fulltingis íslendinga, sem gengju í þjónustu hans. Nú var það deginum ljósara, bendir Halldór Hermannsson á í ritgerð sinni, að ekki þýddi að ræða innlimun íslands við Magnús Stephensen meðan hann dvaldist í Höfn, og hefur Joseph Banks vafalaust bent stjórninni á þetta. Eftir umræður fram og aftur um málið samdi Banks álitsgerð samkvæmt tilmælum stjórnar- innar og er hún dagsett 30. des. 1807. 1 þessu skjali, sem Halldór Hermanns- son birtir í útdrætti, kemur Joseph Banks við sögu íslands og minnist á heimsókn sína 1772. Ennfremur ræðir hann auð- lindir landsins og telur það mjög vafasamt, hvort það muni svara kostnaði að gera út hernaðarleiðangur til að taka landið, þótt vissulega sé það æskilegt fyrir brezku krúnuna að eignast það. Þess sé og að gæta að slíkur hernaðarleiðangur og þær afleiðingar, sem hann gæti haft á íslandi sé ekki í góðu samræmi við enskar mannúðarhugsjónir. Hins vegar leggur hann til að Islendingum verði boðið að gerast þegnar Bretakonungs og virðist vera sannfærður um, að þeir muni taka boðinu, enda rifjar hann í því sambandi upp, að árið 1772 er hann heimsótti ísland, hafi margir látið þá ósk í ljósi að eyjan yrði eign Breta. Það hefur verið mjög til umræðu hjá ensku stjórninni þennan vetur að hertaka landið og líklega hefur hún verið komin á fremsta hlunn með að gera alvöru úr þessu; en eitthvað hefur stöðvað þetta eða tafið fyrir. Joseph Banks var þetta ljóst og hann tók að einbeita sér að því að fá hin herteknu skip gefin laus. Hinn 2. janúar 1808 hefur Banks skrifað hermálaráðherranumm Cast- lreagh og farið þess á leit við hann að réttarhöld yfir hinum herteknu skipum yrði frestað, en tvö þeirra höfðu þá verið dæmd krúnunni. Heimildir um gang málsins þennan vetur eru af skornum skammti í ritgerð Banks, en Anna Agnarsdóttir hefur fundið frekari heim- ildir og í áðurnefndu viðtali í Tímanum segir hún, að þar komi fram „ný og mun nákvæmari vitneskja um að hernema ísland." Banks hafi boðið nokkrum Islandskaupmannanna, þar á meðal Bjarna Sívertsen, „sem höfðu verið um borð" í hinum herteknu skipum og voru nú staddir í Leith, til London — með leyfi stjórnarinnar." „Þar hafi Banks spurt þá spjörunum úr og t.d. lagt fyrir þá spurningar um fjölda hermanna á íslandi, „hvort mikið væri af vopnum í landinu, hversu marga lífverði Trampe greifi hefði o.s.frv." Síðan að fengnum þessum upplýsingum hafi hann lagt nýjar tillögur fyrir stjórnina. Farmar hinna herteknu skipa hafa væntanlega verið matvæli að miklu leyti og slíkar vörur þola ekki geymslu ótakmarkaðan tíma. Banks kemur inn á þetta í áiitsgerð til stjórnarinar 24. febrúar 1808. Hann leggur hér áherzlu á, að herteknu skipin eigi að skoðast sem sérmál, er skuli afgreitt sem slíkt. Það sé síðan annað mál, hverja afstöðu enska stjórnin taki til þeirrar hugmyndar að innlima ísland. Skipin þurfi að gefa frjáls hið fyrsta; farmarnir séu farnir að skemmast og það megi ekki dragast úr þessu að undirbúa siglingu til Islands yfirstandandi ár. Banks fjallar einnig í þessari álitsgerð um hernám íslands og innlimun í Bretaveldi og hvetur mjög til þess að úr því verði, enda muni Islendingar fagna því. Send skuli flotaskip til íslands og á þeim þjálfaður samningamaður með fullt umboð frá stjórn Bretlands. Sé líklegast, að ísland játist strax undir brezk yfirráö, einkum ef stiftamtmaðurinn, Trampe greifi, sem hafi farið til Kaupmanna- hafnar um haustið, verði ekki kominn til baka. En ef þetta bregðist, skuli send boð hið skjótasta til Bretlands um það hvernig málin standi og nákvæmar upplýsingar um það hve mikið lið þurfi til að knýja fram uppgjöf, en það geti ekki orðið mikið né kostnaðarsamt, fyrst hvorki finnist hermenn né vopn á íslandi. En þrátt fyrir áhuga Banks á að gera ísland að hluta Bretaveldis varð ekki af þessu. Hins vegar var skipunum sleppt og um tveim árum síðar, 7. febr. 1810, gaf enska stjórnin út yfirlýsingu um að Island skyldi teljast hlutlaust svæði, en það gerði siglingu til landsins auðveldari. í ritgerð sinni dregur Halldór Her- mannsson fram heimildir, sem hann telur sanna, að Banks hafi ekki verið af baki dottinn og reynt nokkrum árum síðar að gera innlimunardraum sinn að veruleika. Ur því varð þó ekkert. ísland hélt áfram að vera eign Danakonungs. Astæðan til þess að ekki varð af því að Banks sæi draum sinn rætast hefur líklega fyrst og fremst verið fátækt landsins. Einasta auðlind þess voru fiskimiðin og Bretum var ekki nauðsyn- legt að eiga landið til að nýta þau. Jafnframt mætti hugsa sér, að missir Noregs við friðarsamningana í Kiel 1814 geti hafa haft einhver áhrif. Sá missir var svo sár fyrir Danakonung, að ekki var á hann bætandi með því að taka ísland líka. Danmörk var nú komin í tölu smáríkja og Englandi gat ekki verið hagur að því að máttur hennar þyrri frekar. Hins vegar gat það varla haft nein úrslitaáhrif, hvort Bretar sátu sem drottnarar á Islandi meðan styrjöldin geisaði. Örlög landsins hlutu að ráðast á þeim fundum, sem haldnir voru í styrjaldarlok um hlutskipti hinna sigruðu og nýskipan Evrópu. HUGO WOLF Framhald af bls. 13 sem þeir lýsa. En hin mikla fjölbreytni þeirra og litríki gerir þá aö Ijóðrænum suðrænum dansi. ítalska Ijóöabókin er allt ööru vísi. Hún er dramatísk frekar en lýrísk og Hugo Wolf gerir enga tilraun til að Ijá þeim suörænan anda. Þetta er þýsk músik og þýsk tilfinning. En framar öllu er hún þó wolfísk. Þó fimm ár hafi liðið milli þess að fyrri og síðari hluti Ijóðabókarinnar var saminn ber flokkurinn þess engin merki. Heildin er jafn skýr og ákveðin frá upphafi til enda og formiö hefur öölast klassíska fegurð og fágun. Það er alls ekkert í þessari músik sem ekki stenzt samkvæmt Ijóðunum. Mörg lögin hafa yfir sér einhverja „annars heims“ dýrð og einfald- leika líkt og hjá Mozart. Það er þýðingar- laust aö nefna einstök lög en Hugo Wolf áleit sjálfur ítölsku Ijóðabókina „frumleg- ustu og fullkomnustu tónsmíöar mínar.“ Síðustu sönglög Hugo Wolfs eru við Ijóð eftir Michelangelo. Þau voru samin í skugga geösýki hans og fjalla um hverfulleika og fallvaltleik lífsins. Hugsunin er þung og andinn að bugast. Þetta eru harmatölur manns er hafði of viðkvæma og fíngerða sál, of mikla sálarfegurð og hreinleika, til að þola hörku, kulda, grimmd og miskunnarleysi hins ruddalega daglega lífs. Annaö lagið er kannski fegursta hugsun Hugo Wolfs. Það geymir alla kvöl lífs hans og þann kross er hann varö loks að bera í fimm ár sem hljóta aö hafa veriö heil eilífö í þjáningu. Alles endet, was entstehet. Alles, alles rings vergehet. Og þaö er maður sem hefur gefizt upþ sem syngur: Menschen waren Wir ja auch, froh und traurig, so wie ihr. Und nun sind Wir leblos hier, Sind nur Erde, wie Ihr sehet. En þessi uppgjöf er ekki auömýkjandi heldur Ijómuð og æðrulaus. Aldrei er maöurinn stærri en þegar hann stendur andspænis því óumflýjanlega. Það er líkur styrkur og svipuð tign yfir þessu lagi og í orðum Krists í Getsemane: „Faðir! Verði þinn vilji.“ Á þennan hátt viðurkenndi þessi maður þjáningu lífsins. í raun og veru var hann krossfestur af samtíð sinni. En hann reis upp með framtíðinni. Örlög Hugo Wolfs ættu að vera okkur stöðug áminning um að okkur hendi aldrei sú ógæfa að grýta þá sþámenn sem nú í dag lýsa okkur veginn til fegurri veralda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.