Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1978, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1978, Blaðsíða 7
 Miro að störfum. Hugmynd, sem fyrst hefur verið reynd í keramik og sést þarna á borði, er yfirfærð á léreft. Miro var að eigin sögn hinn mesti klaufi. 22ja ára komst hann að þeirri niðurstööu að kennarar gerðu sér meira ógagn en gagn og hætti námi. Nú er hann í sama hópi listamanna og Georges Braque, Max Ernst og Picasso, sem allir hafa haft mikil áhrif á nútíma myndlist. Nýlega lét forstöðumaður eins meiriháttar safns á Spáni þau orð falla um Miro að við lát Picassos og Ernst, væri hann líklega sá núlifandi listamaöur sem nyti mesta álits í heiminum. Nokkru eftir að Miro settist að í Palma voru pirt 50 steinprent (lithografíur), eftir Miro. Þessi verk sýndu neflausar ófreskjur ráðast að varnarlausu fólki. Ritskoðend- um yfirsást stjórnmálaleg þýðing mynd- anna. Miro skýrði birtingu verkanna á þann hátt, að þrátt fyrir frægð hans erlendis, viðurkenndi stjórn Franco ekki tilveru hans. Hann var látinn alveg afskiptalaus þrátt fyrir stefnu stjórnrinnar gegn listamönnum og menningrvitum. Miro hefur ætíð verið mótfallinn alrri flokkun, hvort heldur stjórnmálalegrl eða listfræðilegri, og ekki hefur reynst auðvelt að lýsa verkum hans vanabundnum orðum. Litríki og súrrealistískur stíll hefur þó orðiö einkenni verka hans. En þrátt fyrir áhrif súrrealista á árunum 1920 — 1930 í París, hefur list Miros einstæða Ijóöræna eiginleika. Kveðskapur hefur haft mikil áhrif á hann en sérstaklega þó kvæði Lorca, sem drepinn var af mönnum Francos snemma í borgarastríðinu. Miro segir að hægt sé að sjá hin stóru augu skáldsins í sumum mynda sinna. Myndir Miros bera keim af því stjórn- málalega andrúmslofti sem listamaðurinn hefur hrærst í. Aftökur, kúgun og ófriður koma fram í verkum hans. Andlit Francos sést jafnvel stundum. Spánska stjórnin stendur fyrir afmælis- sýningunum í Madrid. Er þetta í fyrsta sinn sem listaverk eftir Miro eru sýnd í höfuðborg landsins. Opnun sýninganna er í senn stjórnmálalegur og listfræöilegur viðburður. Eftir 40 ára afskiptaleysi sýndi stjórnin loks einum mesta snillingi Spánar aödáun og viröingu. Ein stór sýning var haldin á verkum Miro í stjórnartíð Franco. Stjórnvöld í Barcelona eru ávalltreiöubúin að sanna sjálfstæði sitt, og stóðu þau fyrir sýningunni á 75 ára afmæli meistarans. Tveir ráöherrar úr stjórn Francos voru viðstaddir opnunina, en Miro mætti ekki sjálfur og var sagður vera meö flensu. Hann trúði því að myndir hans segðu meira en nokkur orð gætu gert. Koma ráðherrans til opnunarinnar var eins konar viðurkenning á listamanninum. Þó hélt Miro áfram að vinna í hálfgerðri einangrun frá umheiminum fram að dauða Francos og á árunum þar á eftir þangað til lýðræði var aftur komið á í landinu. í Madrid er annars vegar sýning á málverkum, en hins vegar á teikningum og myndskurði. Á málverkasýningunni eru alls 130 myndir en 22 af þeim hefur Miro Stundum hefur Miro alls engan undirbúningt gerir enga skyssu eins og þaö er stundum kallað. eða forteikningu, heldur lætur myndina vcrða til í meðförunUm. Oft verður árangurinn einhverskonar dularfull andlitsmynd eins og hér sést. gert á þessu ári. Þessar myndir sýna aö hvorki innblástur né tækni hefur dvínað með árunum. Miro segist vinna meira nú en nokkru sinni áður og af meiri krafti og meö meiri ánægju. Hann vinnur daglega milli 9.30 og 1.30. Að hádegisveröi loknum leggur hann sig, en vinnur síðan aftur milli 5 og 8. Miro hefur mörg verkefni í takinu í einu og segja þeir sem heimsótt hafa vinnustofu hans að þar séu um 100 verk í smíöum. Nú verður Miro aö láta sér nægja einstaka heimsókn til Barcelona. Þar hefur hann stofnað athyglisvert safn, sem ber nafn hans. Stofnun þessi var sett á fót 1971 og er tileinkuð bókmenntum og listum. Þar verður reynt að ná til ungs fólks sem vill reyna eitthva nýtt. Er þetta nú uppáhaldsverkefni Miros. Þrátt fyrir háan aldur vill hann enn hafa áhrif og vill vekja fólk til umhugsunar. Miro var viðstaddur opnun sýninganna í Madrid, þótt þreyttur væri, og lét mynda sig með verkum sínum. Hann vildi sýna að nú liti hann björtum augum til framtíðar- innar. (Þýtt og endursagt úr Daily American og Washington Post) Veggmynd eftir Joan Miro, unnin í mósaík í nýrri byggingu IBM í Barcelona. Þannig má líka koma listaverkum fyriri Hér var Miro ráðinn til að vinna mynd úr keramikflísum og vegfarendur á Rambla de les Flors virða hana fyrir sér um leið og þeir ganga yfir hana.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.