Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1978, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1978, Blaðsíða 14
Frö Refjakoti tilÁrborgar HVAÐ var rabbað þegar maður hitti mann í sumar? Ætli pólitíkin hafi ekki oftast verið efst í huga? íslendingar uröu um sinn stjórnmála- glaðir eins og á kreppuárunum. Hins vegar er pólítíkin öll með öðrum hætti nú. Þá var alvara í leiknum. Nú sýnist sem petta sé orðinn leikurinn einber. Og Þó grár. Þegar unglingar á skólaaldri kjósa sér fulltrúa taka Þeir stundum upp á að »kjósa í gríni«. Sjaldgæfara er að Þjóðir kjósi Þannig til Þinga, en kemur Þó fyrir. Slíkt felur í sér dulin mótmæli en ber hvorki vott um galsa og lífsgleði né pólitískt fjör. Lætur nærri að lýöræöið sé pá að nálgast endasprettinn Þegar Þegnarnir hætta að taka Það alvarlega en segja sem svo að einu gildi hver kosinn sé Því »Þeir eru allir eins!« Þá breytast stjórnmálin í refskák Þar sem hinir slóttugustu njóta mestrar hylli. Klækir Þeir, undanbrögð og yfirvörp, sem höfö voru í frammi í stjórnarmyndunarviðræðunum í sumar, héldu fólki spenntu. Spennan hélst nokkurn tíma eftir að stjórnin komst á laggirnar og spurningin brann á vörum: hvað stendur Þetta lengi? Þegar petta er ritað er allt tekið að róast og mennirnir á götuhorninu farnir að tala um annað. Fyrir tuttugu árum var fjórða lýðveldið franska komið að fótum fram. Þá reis á fætur maður og sagði: hlýðiö mérl Slíkt og þvílíkt gat ekki nema einn látið út úr sér svo mark væri á tekið Þar í landi — einn af fimmtíu milljónum. Því hann hefur bjargaö Frakklandi. Ég dreg ekki nema eina ályktun af ástandinu hér og nú; sömu ályktunina og frakkar drógu af ástandinu í sínu landi fyrir tuttugu árum: að stjórnarskráin sé orðin marklaus og óhæf og róttækra breytinga sé Þörf Þar sem meðal annars verði stefnt að ábyrgu og myndugu forsetavaldi. Hins vegar er sá ekki til hér sem gæti risiö upp og mælt: hlýðið mér. Enginn hefur nokkru sinni bjargaö íslandi. Stundum heyrist sagt eitthvað á Þessa leið: nú vantar okkur sterkan mann sem ber í borðið. Allir vilja sterka stjórn en — aðeins sinn mann og sinn flokk. Ágreiningurinn ristir svo djúpt aö hver um sig kýs fremur versnandi uppiausnarástand en að andstæð- ingurinn ná undirtökunum. De Gaulle bjargaði ekki Frakklandi fyrir lífstíð. En hann leiddi pað út úr smáflokkavitleysunni og Þeirri skrípa- mynd af Þingræði sem Þar var orðið. Þó pólitíkin hökti hér mánuðum saman nú í sumar líkt og ryðgaður og ósmurður gamlíford braust Þó einn og einn sólargeisli niður úr Þokuhatti Þeim sem yfirskyggði Þjóðlífið. Tíminn fór ekki allur í refjar og fíflarí. Vinnandi fólk hélt áfram að stilla saman afl hægri og vinstri handar til bjargar sér og sínum og Þjóðinni. Og sunnlenskir bændur efndu til landbúnaðarsýningar á Selfossi er dró til sín fleiri en Þriðja hvern íslending. Sýningin var að Því leyti merkilegt tímanna tákn að hún sýndi fram á að unnt er að efna til slíkrar tiibreytni utan Reykjavíkursvæðisins og ná Þó til mikils fjölda fólks svo fremi — og á Það má gjarnan leggja sterka áherslu — svo fremi samgönguleiðirnar séu viðunandi. Reykvíkingurinn getur lagt Það næstum að jöfnu nú orðiö að aka suður í Kópavog eða austur á Selfoss. Fyrrnefnda leiðin er styttri en sú síðarnefnda greiðari. Selfoss er orðinn fallegur bær og stækkar óðum. Ég brá mér á landbúnaðarsýninguna eins og fleiri og hitti meðal annarra bæjarstjórann, Erlend Hálfdánarson. Hann var í sjöunda himni í góða veðrinu og margmenn- inu og horfði með velpóknun á allan gestaganginn í borginni sinni. Hátt í sjö Þúsund manns eiga nú heima í Þorpunum báðum megin Ölfusár. Árnesinga dreymir um brú yffír Ölfusárósa. Líta Þeir svo á að Þá veröi Þetta allt ein menningarleg, félagsleg og atvinnuleg heild og kalla Arborg. Það margræða og fallega nafn hafa Þeir frá skáldi sínu, Guðmundi Daníelssyni. Ef til er konunglegt útsýni á íslandi er Það útsýnið af Kambabrún austur yfir Suöurlands- undirlendið. Enda var foröum haft eftir kóngi einum að Það gæti veriö heilt konungsríki. Hvort sem litiö er til hvelfdra jökla sem ber við tæra heiðríkju, Vestmannaeyja bylgju- blárra, silfurmerlaðs Atlantshafsins, Árborgar eða sléttunnar grænu sem breiöir úr sér alla leið austur að Seljalandsmúla — og raunar lengra — sannfærist maður um að skaparinn hafi óvíða skilið eftir sig stórkostlegra meistaraverk. Ef slíkt útsýni gæfist frá Refjakoti mætti vera aö húsbændur og hjú Þess heimilis hugsuðu ögn hærra en raun ber vitni. Erlendur Jónsson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu n z:: „V’ . lUlljHj t.« • H|H8 ..... É| ,ͧ| s e 1 M ( L í £ L '1 F P f.A A L L l tX A A/ l á L u R U] tnr<i l'f, \ L A u a A Ö ; kw í M N !>'l' s A s Fnk- i, a U F u S K 1 P 1 t o R $ f.r« i P o fc 5 t \«\ K A (, t ■fii r. u ■[F R A ÍC Æ N Æ 5 K A Á'XÁÍ R L w S M N X-JC.B Vai A M A R fuu K\ £ R A ‘S'/M' T A L '.s<: í L i. Æ S K R 1 M T Æ Ulf S N <5 F A> Y K 4 R J-RSP /*{-#<> R 1 M L U Þ\ 1 L- íMl 1 M Ú M £ R Q £> £ '1 L £ Æ P Æ P r o /t a V S ÍÆrfÐI tc A M A R FfZl* á ce í T A R U KeitÞi ( K U M KFaí'- ta*-- 5 A tá. i f~ffz R fí IftDl* | ‘J'Ð H o !Ð A U * A Arp ý 'yí A R czmv K £ M M A. c.'jt A* R A R O jT j F/hgva- LAfíí' UK (.r UhA ktl - li^n f utm mmmm '' 'fi _ í-n' i M HflF- Aífl fj'fl - fro/w- \ luf* < L\br r) /Nft AHLA-R *-> > rirRna SFf IVI - h <- r. $ f>R- Æ. M A H C\ ■£> D ý < HL i * §»% l- ■U '\ ■■ r Wsm n DREIFfí «esFi& &£/Nl£S PAHSI/JM S>ýR- l £> HRflrr 'o ST 6 f>- B £> - fí MOI SlóíZ- / NU. STÁVAC- D^R 5v /F- OvfilO HC'/fM S- íLir / ► 3 L o M- 5KI HufO Htab i px<.ínN - ,PK ^ Ki/fi iKuK Ur \ - h a s i & PoKfí ictám- AR BÆT/ie A rt FrJi Tp/TM paa- /H? f>ÁTT- TA K- fAlOMf / MT/Uj /N« Uotfí EA o - /n a Mistfóxr án'i //ou/n £uí i J ‘>p-T niL ÍKtíU- ■ VAFhi bTHf) 1 1//CTAM EfcK l M/LÆ fVfc/R. Tj£)R L/NS l'iKMI 1 L. L - Kotrr- 1 N E. \í£R<-- FfcRt FLA C L- i N ro HE)M- 1 L I Q>£iNf\ AV SRNKK em r- AR L'i fc ~ R M £■ - HLUTI VUQ A/AÐ ÝLFRfl LÁ 7-- L. 1 M) ÆPfl FRtm EftJ! 'fi/Blfí £/NS FfZUM - £ FN 1 ÍKÓLI N'l 2.K- A 12- + 3 BiNS : • m &IT//JN *♦* S?IL ■

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.