Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1978, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1978, Blaðsíða 4
Lágmynd Ríkharðs Jónssonar af Sigríði Tómasdóttur. Myndin er felld inn í grágrýtisdrang, sem reistur hefur verið við Gullfoss. SIGRlÐUR I BRATTHOLTI Minnisvaröi um hana er risinn viö Gullfoss, - en hver var hún þessi kona og hversvegna er hennar minnstö þessumstaö? Gísii Sigurðsson tók saman. Þeír sem komu að Gullfossi í sumar, hafa ugglaust tekið eftir látlausum minnisvarða, sem reistur hefur verið rétt hjá götunni, sem fótspor púsunda ferðalanga hafa myndaö frá bílastæð- inu og niður að fossinum. Þarna rís fallegur grágrýtisdrangur meö þeim hætti, að hann sýnist eðlilegur hluti af náttúrunni í kringum fossinn. Þegar nær kemur, blasir við lágmynd úr eir, sem greipt hefur verið í steininn: Konuandlit í prófíl, harð- neskjulegt nokkuð og undir pví stendur aðeins: Sigríður í Brattholti. Venjulegur ferðalangur, erlendur sem innlendur, og leggur leið sína að Gullfossi, er nákvæmlega jafn nær. Hver er sú kona, er ein allra lands- manna fyrr og síöar skuli minnst hér og hvað hefur hún til þess unniö? Ekki stendur eitt orö um það á þeim smekklega og veröuga minnisvaröa, sem Árnesingafélagið, Samband sunn- lenzkra kvenna og Menntamálaráðu- neytiö hafa sameiginlega reist henni, sem næst bjó fossinum um sína lífdaga og hafði af honum afskipti, sem lengi mun minnst. Og vegna þess aö láöst hefur aö festa á stuðlabergsdranginn dulitla eirplötu meö frásögn í fáum oröum um frægöarverk Sigríöar í Brattholti, skal bæði það rifjaö upp hér, svo og eitt og annaö, sem kunnugir hafa sagt mér um hana og annað tilfært, sem komið hefur á prent. Viö Sigríöur í Brattholti vorum sveitungar í Tungunum á þeim árum sem ég var aö alast upp þar í sveit. En Brattholt er síöur en svo í alfaraleiö og Sigríöur ekki ein þeirra, semgeröu sér tíöförult á mannamót, svo leiöir okkar lágu ekki saman utan einu sinni. Ég var þá aö fara í fyrsta sinn á fjall og til þess aö stytta reiöina inn í Hvítárnes, var byrjaö á aö ríöa í Brattholt og gist þar. Bæöi er mér minnisstætt þaðan bókasafn Einars Guðmundssonar, sem nokkru síöar varö eldi aö bráö, — svo og Sigríður, sem ég hafði oft heyrt getiö, en aldrei séö. Mér kom hún þá fyrir sjónir eins og persóna úr íslend- ingasögum; einhver þessara nafnfrægu kellínga, sem maöur haföi þá verið aö lesa um og kannski reynt aö teikna. Hún sagöi ekki margt, en var fastmælt og ekki sá ég hana brosa. Þetta var haustiö 1947, réttum tíu árum áöur en Sigríður dó. Brattholt er meö þeim byggðu bólum á landinu, sem hvaö lengst eru frá sjó. Snertuspöl innan viö bæinn, taka viö öræfin í allri sinni dýrö og nekt;’ tanngarður Jarlhettanna innan viö Sandvatnshlíöina og gróöurvana Skerslin. Og sjálfur Langjökull aö baki. Nútíma uppeldisvísindi halda því fram, aö umhverfiö móti manninn meira en taliö hefur veriö lengi vel og stríöir gegn þeirri skoöun fornmanna, aö aöeins fjóröungi bregöi til fósturs. Sigríöur í Brattholti var líkt og vaxin út úr þessu umhverfi á mörkum byggöar og auönar; meira í ætt viö rofaböröin og lífseigan kvistinn en skrautleg suðræn blóm. Aö sumu leyti hafnaöi hún nútíöinni og varöaöi ekki hætishót um, að kominn var vegur framhjá garöi í Brattholti og vélknúin samgöngutæki. Samkomustaöur Tungnamanna var þá á Vatnsleysu, sem talin var í miöri sveit; samt eru líklega hátt í 20 km þangaö frá Brattholti. Aö jafnaöi taldi Sigríöur í Brattholti sig ekki eiga erindi á samkomur, en þegar kosiö var til Alþingis, brá hún undir sig betri löppinni í bókstaflegum skilningi og notaöi kosningarétt sinn. Mér hefur skilist á þeim sem til þekktu, aö hún hafi ekki fariö öðruvísi en ganga báðar leiðir. Vangamynd Sigríöar við Gullfoss er eftir Ríkharö Jónsson og kom hann á sínum tíma austur aö Brattholti þeirra erinda aö teikna af Sigríði andlitsmynd. Heldur þykir mér ólíklegt, aö hún hafi tekiö því erindi vel. Hefur Ríkharöur veriö laginn viö fortölur sínar, fyrst hún Ijáöi máls á þessu. Ekki fór þó hjá því, að hún fengi nokkra eftirþanka af þeirri fordild, sem hún þar með var orðinn þátttakandi í og varla hefur verið í samræmi viö skoðanir hennar. Ríkharö- ur brá sér frá eftir aö hafa lokiö teikningunni, en þegar hann fór og hugöist taka hana meö sér, fannst hún hvergi, en Sigríður gaf til kynna á heimspekilegan hátt, hvaö oröiö haföi um hana: „Þaö er ekki auðvelt aö ná því sem eldurinn geymir“. Þarmeö var tækifæriö aö teikna Sigríöi í Brattholti liöiö hjá. Og þó. Ríkharöur settist niöur von bráöar og teiknaði Sigríöi eftir minni og á þeirri teikningu er lágmyndin viö Gullfoss byggö. Ekki fæ ég betur séö en hún sé æði lík Sigríöi og þaö er út af fyrir sig ekki merkilegt. Teiknarar mannamynda kannast viö hvað auövelt er aö teikna mann eftir minni eftir aö hafa einu sinni teknaö eftir honum sjálfum. Lýsing Guðríðar Þórarinsdóttur Enginn hefur gert Sigríöi í Brattholti ítarlegri skil á prenti en sveitungi hennar, Guðríður Þórarinsdóttir frá Drumboddsstööum í ritinu Inn til fjalla, sem Biskupstungnafélagiö í Reykjavík gaf út. í riti númer tvö og út kom á árinu 1953, er löng ritgerð Guöríðar um Sigríöi. Fjallar hún aö auki um Brattholt, ættir, uppruna og foreldra hennar. Ekki er ástæöa til aö taka þann hluta ritgerðarinnar upp hér, en foreldr- ar Sigríðar voru hjónin Margrét Þóröar- dóttir, ættuö úr Tungunum og Tómas Tómasson frá Helludal þar í sveit. Eignuöust þau 13 börn og komust sjö til fullorðinsára. Þóttu þau hjón sérlega gestrisin, en margur feröamaöurinn fór hjá garöi í Brattholti á leið til Gullfoss. í Tungunum heyröi ég Tómasar í Bratt- holti minnst sem framúrskarandi krafta- manns og varpaöi léttilega aftur um öxl sér svonefndum Vegatorfusteini, sem fjallmenn tíökuöu lengi vel aö reyna sig á og þótti gott aö geta bifaö honum. Þaö heyröi ég líka á mínum yngri árum, aö Tómas í Brattholti haföi nýtt slægjur í vallendishvömmum, sem veröa niöri í Hvítárgljúfri innan viö Brattholt. Ekki voru önnur ráö tiltæk viö þá hiröingu en draga baggana meö handafli uppúr gljúfrinu og þá kom sér vel, aö Tómas haföi krafta í kögglum. Hann var annars talinn greindur vel, fáskiptinn fremur og fór nokkuö sínar eigin götur. Hann þótti því sérvitur nokkuö og íhaldssamur. í því efni uröu þó markveröar undantekningar; Tómas reisti manna fyrstur hlööu yfir tööur sínar og hann fór á undan öörum aö deyöa sláturfé meö skoti, enda dýravin- ur. Sigríöur fæddist í Brattholti 24. febrúar, 1871. Og gefum nú Guöríöi Þórarinsdóttur oröiö. Athuga ber aö greinin er skrifuö meöan Sigríöur var iifandi. „Sigríður í Brattholti erfði marg- pættar gáfur frænda sinna, bæði greind og listhæfni. Ekki naut hún neinnar sérstakrar menntunar, lærði sem önnur börn í heimahúsum pað, sem krafizt var til fermingar, og alla algenga vinnu lærði hún jafnóðum og athugun og orka leyfðu. En fleiri átti hún hugðarefnin. Hafði hún fljótt yndi af pví að draga myndir á blað og varð leikin í Því að teikna með blýanti blóm, dýr og hvað annað, sem henni kom í hug. Vel pótti petta gert, og bar við, að útlendingar keyptu af henni smámyndir. Þá hannyrðaði hún vel á peirra tíma vísu, án pess að fá tilsögn í peirri list eða að minnsta kosti mjög litla. í æsku hennar tíðkuðust „undir- dekk“, pað er klæöi, sem breitt var á bak hestsins undir reiðverið. Var pað oft skreytt meö saum í hornum. Áttu pá margir Tungnamenn „undirdekk", saumað af Sigríði í Brattholti. Dró hún venjulega hestsmynd í annaö horn, en laufgaðan kvist í hitt eöa fangamark pess, er átti. Sauminn hafði hún „skatteringu“. Þótti hvort tveggja, teikning og saumur, af prýði gert. Nafn pekkti hún á flestum eöa öllum blómum og grösum, sem í Brattholts- landu uxu, pótt aldrei sæti hún á skólabekk. Dýravinur var Sigríður og er. Fyrir kom pað, að hún lét smalahund sinn liggja ofan á rúmi sínu við fótagafl og lét sig pá engu skipta almenningsálitið fremur en endranær, ef svo bar undir. Að erfðum i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.