Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1978, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1978, Blaðsíða 5
hafði hún einnig tekið stórlæti, stífa lund og að fara sínar eigin götur. Þá er Sigríður var uppkomin og fullproska, var hún vel á sig komin, meðallagi há, nokkuð prekin, fríð sýnum, ekki laust viö feimni í svipnum, sem minnti á minnimáttar- kennd. Nokkur harka var í svipbrigð- um, enda andlitið fljótt djúpum rúnum rist. Hár hafði hún mikiö og fagurt, og sló á pað gullnum blæ. Hraust var hún og próttmikil og ákaflega fylgin sér, hvort heldur var við vinnu eða annað, er hún gaf sig að, eins og síðar mun sagt veröa. Taliö var, að Sigríður réði miklu á heimilinu og faðir hennar færi mjög aö hennar ráðum. Mun paö pó hafa veriö oröum aukið. Elzta systirin fór fljótt að heiman, en Sigríður var næst henni aö aldri og var pví eðlilega sú, sem á undan systrum sínum gekk. Heldur pótti peim hún ströng og lítið gefin ffyrir mannfagnaö, enda fór hún sjaldan að heiman, nema erindi ætti. Gaman pótti henni að sitja við spil stund og stund, sem pá var helzt til skemmtunar, og söng unni hún.“ Einsömul með systur sína í kistunni „Kirkju hætti Sigríöur aö sækja, meðan kirkjuferðir voru pó enn mjög almennar. Varla mun pó sá, er talar við hana um trúmál, slá pví föstu, aö hún sé trúlaus. Svo mikið finnst henni um ýmsar dásemdir lífsins, að ekki mun hún líklegt telja, að pær eigi sér ekki höfund eða tilvera mannsins sé hending ein, sem Ijúki aö fullu og öllu, pegar héöan er farið. Hefur henni alltaf pótt gott aö ræöa um eilífðar- málin og leyndardóma lífs og dauða. Jöfnum höndum vann Sigríður úti- og innistörf. Það gerðu og systur hennar eftir pörfum. Þær voru allar afburðaduglegar og oft í pær vitnað, pegar talað var um dugnað kvenna í Tungum. Jafnt var, hvort pær sátu við rokk eða í vefstól, mokuöu hesthús, sættu hey eöa hvaö annaö, sem pær unnu. í mörg ár haföi Sigríöur ferðalög með föður sínum. Fór hún með honum flestar eða allar ferðir, sem hann fór til Reykjavíkur til aðdrátta. Venjulegt var að fara prjár feröir á vorin, lokaferð, Jónsmessuferð og lestaferö, og eina á haustin. Erfið póttu pessi ferðalög, sem tóku viku frá efstu bæjum í Biskupstungum, pó að allt gengi vel. Voriö 1918 veiktist Guðrún yngri í Brattholti. Sýnt pótti, að hún pyrfti að fara suður til lækninga. Voru pá hvorki vegir né bílar par eystra. Þótt Guðrún væri æriö veik, vildi hún freista pess að sitja á hesti, enda ekki um annað að gera nema kviktré. Hún var pví búin í söðul. Var pað mikil prekraun að sitja á hesti í prjá daga, svo veik sem hún var. En hún var í eðli sínu orðfá og æðrulítil og tók með karlmennsku pví, sem ekki var umflúið. Sigríður réðst til feröar með hana. Ekki var paö heiglum hent aö ferðast meö veika konu á pennan hátt. Ferðin tókst, og Guðrún lagðist í sjúkrahúsið í Landakoti. En er hún var par komin, pyrmdi yfir hana óyndi svo miklu, aö hún gat ekki til pess hugsað að verða par eftir. Sigríður kom henni pá fyrir hjá kunningjakonu peirra í bænum, sótti hana í sjúkrahúsiö og flutti pangað. Varð Guðrún harla fegin og kvaðst nú róleg mundi deyja. Er Sigríður hafði lokið pessu, fór hún heim. Að hálfum mánuði liðnum fór hún aftur til Reykjavíkur til að frétta um systur sína. Er suður kom, var Guðrún nýdáin. Sigríður brá pá við, útvegaði kistu og umbúnað allan og fékk svo lánaðan vagn hjá vagnasmið. Tvo hesta var hún meö í förinni. Lagði hún af staö einsömul meö systur sína í kistunni, og segir ekki af ferðum hennar, en austur kom hún á priðja degi og flutti líkið að Haukadal, par sem pað skyldi jarðsett seinna. Er petta bar við, var Margrét í Brattholti, móðir peirra systra, oröin farlama kona, fæturnir svo bilaðir, aö hún komst ekki hjálparlaust af rúminu. Guðrún heítin hafði í mörg ár unnið öll eldhússtörf og veriö önnur hönd móður sinnar um allt, sem að húsmóðurstörfum laut, og gert pað meö peirri snilli og nærgætni gagn- vart móður sinni, að umtalað var. Að vonum tók Margrét sér ákaflega nærri fráfall dóttur sinnar og práði um fram allt að mega líta hana liðna. Sigríður bauðst til að fylgja henni út að Haukadal fyrir jarðarför, en ekki var um pað að ræða, að Margrét gæti fylgt til grafar, svo heilsubiluð og ósjálf- bjarga sem hún var. Sigríði lánaðist pessi ferð eins og hinar með systur sína. Ekki er líklegt, aö margar konur hefðu leyst petta af hendi, sízt ferðina með móðurina, pó að styttri væri. Margrét var há kona og orðin ákafiega digur, og eins og fyrr segir mjög hjálparpurfi, ekki sízt við að komast á hestbak og af.“ Hún braut upp pilsin og óö yfir Eftir aö afskipti Sigríöar hófust af fossmálinu, fylgdust margir með gangi þess og stóöu meö henni í því. Menn dáöust aö áræöi Sigríðar og dugnaöi. Eitt sinn sem oftar lagði hún uþþ í ferö til Reykjavíkur á útmánuöum. Fór hún gangandi og lagöi aö heita mátti nótt viö dag. Aöeins örlitla stund hvíldi hún sig í fjárhúsum í Ölfusi. En því miður haföi hún ekki erindi sem erfiöi, enda er þaö ekki ný bóla, aö dómsmál séu þvælin og dragist á langinn. Sigríöur fór heim og gekk yfir Mosfellsheiöi. Hún hélt beinustu leiö fyrir neöan Laugarvatn, þar sem ár bugöast um flatar mýrar. Hláka haföi veriö, en fariö var aö frjósa og skarir komnar á ár. Hólaá haföi bólgnaö upp af grunnstingli, brotiö skarirnar og var í henni jakaburöur. Ingvar í Laugardals- hólum taldi ána ófæra mönnum og skepnum. Sá hann til Sigríðar og hljóp þegar niöur aö ánni. En hún lét viðvaranir hans sem vind um eyru þjóta; braut uþp pilsin og óö útí, hægt en hiklaust. Jökum stjakaöi hún frá meö höndunum og yfir komst hún klakk- laust. Margur heföi fremur snúiö frá en leggja í þetta haröræði í frosti og ekki þáöi Sigríöur einu sinni aö koma heim aö Laugardalshólum. Hélt hún austur í Tungur og kom viö á Brekku, illa til reika og undir kvöld. Hér er aðeins drepiö, á eina ferö Sigríðar í Brattholti til fundar viö lögmann sinn, Svein Björnsson síðar forseta. Aldrei hefur þaö verið gert kunnugt, hvaö Sigríöur greiddi Sveini fyrir lögmannsstörfin, eöa hvort hann tók máliö aö sér fyrir ekki neitt. En feröir Sigríöar urðu margar pg kom sér, aö hún var létt á fæti og fór hratt yfir. Ævintýrablær lagöist yfir þessa baráttu hennar og varð altalaö, aö hún heföi á sínum tíma ráöiö því, aö Tómas í Brattholti hafnaöi sölu á Gullfossi. En þaö var ekki rétt; Tómas tók þá ákvöröun sjálfur. Um þessa afstööu Tómasar í Bratt- holti kvaö Páll skáld á Hjálmstöðum í Tómasar rímu, sem birt var í Lesbók Morgunblaðsins tveimur árum eftir lát Tómasar áriö 1928; Fyrir glófext fossins tröli fram sem kraftur pvingar, hafa boðið handamjöll honum Englendingar. En ei sig kærði um gullið grand greitt af peirra iúkum, vildi heldur verja land valds- og maurapúkum. Þaö var mjög aö vonum, aö Þorsteinn skáld Erlingsson hrifist af baráttu Sigríöar; hann sem haföi ort um Skógafoss: „Viö komum hér ennþá, sem erum á ferö/fyrst enn er ei stakkur þinn skorinn." Þorsteinn gekkst raunar fyrir því, aö Sigríöi var boöiö til dvalar í Reykjavík um tíma og var ætlunin, að hún gæti notaö sér tímann til fræöslu og skemmtunar. Hún þáöi boöið, en stóö skemur við en ætlazt haföi veriö til. Þegar til kom, voru þetta ekki hennar ær og kýr. Hún var þá á fimmtugsaldri, haföi ekki hug á neinu námi og skemmtanir þráöi hún sízt af öllu. Guöríöur Þórarinsdóttir segir aö hendur hennar haföi þá veriö farnar aö kreppast og stiröna eftir áratuga bardúss við hrífu, skóflu, kamba eöa skeiöarslag. Sigríöur í Brattholti var einfari og stíflunduð talin. Stundum verður þrjózkan aðdánuarverð. Eitt er þó aö hafa einhverjar hugsjónir og annað aö leggja á sig mörg hundruð kílómetra ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.