Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1979, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1979, Blaðsíða 6
VISANIR Smásaga eftir Birgi Sveinsson Þegar á allt er litiö, get ég aðeins sjálfum mér um kennt, hvaö varðar þessa atburöarás. Þetta hófst meö því, aö mig fór aö kenna til fyrir brjósti, og samfara því átti ég erfitt meö svefn á kvöldin. Aö tengja þetta auknum verk- efnum á vinnustaðnum og kaffidrykkju í yfirvinnu, sem af hlaust, hvarflaði ekki aö mér. Þegar ég bar krankleika minn í tal viö konu mína, gaf hún mér þaö ráö eitt, aö ræöa viö heimilislækni okkar, sem ég og geröi. Eftir dágóöa skoöun kvaöst hann ekki finna neitt athugavert viö mig. Blóðþrýstingurinn væri eðli- legur, sömuleiöis reflexar allir, svo og hjartslátturinn. Hins vegar gætu þvílík insomnia, eins og hann orðaði þaö og þessir brjóstverkir veriö af psykiskum uppruna. Það vildi svo vel til, aö hann ætti kunningja, sem væri sálfræöingur, mjög hæfur og skilningsrtkur maður og honum skyldi hann senda tilvísun á mitt tilfelli. Ég fengi síöan boö um mætingu innan tíðar. Þaö var ekki laust viö, aö nokkurn geig setti aö mér viö þá tilhugsun, aö þurfa aö heimsækja sálfræöing. Þær voru ófáar sögurnar, sem ég haföi heyrt um þessa stétt manna og vinnuaðferöir þeirra. Þeir sálgreindu fólk og læsu út úr því alls kyns kynhvatir og minni- máttarkenndir, sem þaö hefði ekki hugmynd um, og þaö buröaöist meö. Ég oröaöi þessar hugsanir mínar viö lækninn, en hann sagöi á ég skyldi engar áhyggjur hafa. Þótt mér fyndist sálfræðingurinn vera eitthvaö sérkenni- legur í framkomu, gæti hann fullvissaö mig um, að hæfari mann til aö fást við þess konar vandamál, væri vart aö finna. Nokkrum dögur seinna barst mér bréf, þar sem mér var uppálagt, aö mæta hjá Agnari Jófjörö, sálfræðingi, klukkan 9.00 n.k. föstudag. Á tilsettum tíma, var ég mættur á biöstofu sál- fræöingsins. Ég hlýt aö hafa verið fyrsti sjúklingurinn, því þar var enginn fyrir. Eina lífsmarkið utan mig, var röddin hans Valdemars í morgunleikfiminni, sem barst frá litlum hátalara, sem festur var á einn veginn. Eftir aö hafa setiö um stund og blaöaö í Faliliens Journal, opnuöust dyr andspænis mér og inn kom ungur, skeggjaöur maöur meö uppbrettar ermar og í brúnleitum nankinsbuxum. Ég stóö upp og sagöi: „Já, hérna, þaö er... ég ætlaði aö hitta sálfræöinginn!" „Já, komiö þér sælir, ég er einmitt sá, sem þér ætluöuö aö hitta, Agnar Jófjörö, sálfræöingur. Ég kynnti mig og tók í hönd hans. Útlit hans var gerólíkt því, sem ég haföi gert mér í hugarlund. Ég haföi búist við, aö hitta viröulegan mann á jakkafötum, meö snúiö efrivaraskegg og gyllt hornspangar- gleraugu. Enn meira hissa varö ég, þegar hann bauö mér aö ganga inn í skrifstofu sína. Allir veggir voru málaöir í áberandi litum og í stað legubekks, sem ég hélt aö tilheyröi starfi sál- fræðinga, voru þægileg stofuhúsgögn á gólfi. Á litlu boröi stóö kaffikanna og bollar þar við. Skrifborö var viö einn vegginn, þar sem á stóö seglubands- tæki. Lítill skjalaskápur var staðsettur handan viö skrifborðiö. „Geriö svo vel aö fá yður sæti, má ekki bjóða yður kaffisopa"? spuröi sálfræöingurinn. Ég fékk mér sæti og þáöi kaffiö. Á meöan var sálfræöingurinn aö grúska í skúffum skjalaskápsins og virtist vera aö leita aö einhverju. Loks tók hann upp blaö úr bunkanum og sagöi: „Hérna er þaö víst, mér gengur alltaf bölvanlega aö finna út úr þessum aösendu tilvísunum, ég hef víst enga skipulega rööun á þessu, en þetta er nú allt nýkomiö, svo ég á eftir aö ganga frá þessu“. Sálfræðingurinn leit yfir blaöiö og hummaöi nokkrum sinnum meö sjálfum sér. Síöan leit hann á mig og sagöi: „Jæja, ég ætla aö leggja fyrir þig nokkur próf, sem eru þess eölis, að þú þarft engar áhyggjur aö hafa af útkomu þeirra. Þau eru bara liöur í því, aö hjálpa mér, aö átta mig á sitúasjóninni. Viö getum svo seinna meir rætt, hvaö þau eiginlega standa fyrir". Viðtal mitt stóö hátt á annan tíma. Eftir aö hafa spurt mig spjörunum úr um allt milli himins og jaröar, og þá sérstaklega um ýmislegt, sem tilheyrir leyndarlífi manna, dró hann upp einhver undarleg myndaspjöld, sem einna helzt líktust margnotuöum þerripappír aö formi til, og baö mig um aö skoöa þau vel, og segja sér síöan hvaö ég læsi út úr þeim. A þessu augnabliki man ég lítt hverju ég svaraöi, en minnist þess hins vegar hve hissa ég varö, þegar sál- fræðingurinn sagöi fyrirvaralaust, eftir aö hafa skoöað um stund svörin, sem ég hafði gefið: „Svo þér handleikiö bursta og pensla, stóra sem smáa, mjóa og svera?“ Jú, því gat ég ekki neitaö, en hvernig í ósköpunum gat hann vitaö, aö ég væri aö dunda við listmálun í frístundum, sem var og raunar mitt eina áhugamál? Þótt ég heföi svaraö öllum hans spurn- ingum skilmerkilega, haföi taliö aldrei borizt aö þessu áhugamáli mínu. Viö höföum rætt um allt annaö en þaö. Gat þaö veriö, aö þessi próf hans segði honum þaö? Ja, hérna ekki grunaöi mig þaö... „Gætuö þér fengið frí um nokkurn tíma frá vinnu, mig langar aö taka yöur inn sem dagsjúkling á deild mína um einhvern tíma. Ef ég á aö vera hreinskil- inn viö yður, tel ég einkenni þau sem heimilislæknir yöar lýsir, starfa af óleystum vönunarduldum, sem heppi- legt væri aö vinna bug á meö samgrein- ingu, gætuö þér byrjaö strax eftir helgi?“ Sálfræöingurinn horföi á mig og beiö eftir svari. Ég sem vissi ekki hvaðan á mig stóö veörið, jánkaöi aöeins skjálftalega höföi og staröi opinmynntur í forundran á sálfræöinginn. Þótt vinnuveitandi minn heföi horft á mig efablöndnum tortryggnisaugum, gaf hann mér samt launalaust leyfi frá störfum um óákveðinn tíma. Þegar ég gekk frá vinnustaö mínum, var mér skyndilega litiö til baka. í næstum hverjum glugga hússins stóö samstarfs- fólk mitt og starði á eftir mér, sem einn maöur. Klukkan níu á mánudagsmorgninum var ég mættur á deild A viö geösjúkra- húsið. Sporin þangaö höföu veriö æriö þungstíg, þrátt fyrir aö ég heföi keyrt hattinn niöur á höku og brett kragann á vetrarfrakkanum upp aö eyrum, á leið minni í morgunrökkrinu. En hingaö var ég kominn, og héöan var víst ekki aftur snúiö í bráö, því gildvaxin hjúkrunar- kona stóö skyndilega fyrir framan mig og ávarpaði mig: „Viö höfum átt von á yður, gjöriö svo vel aö koma þessa leið!“ Ég gekk á eftir henni inn langan gang, unz komið var í stórt herbergi, hvar inni sátu nokkrar manneskjur á stólum, sem raöað hafði verið í óreglulegan hring. Út á miöju gólfi stóö stakur stóll, sem enginn sat á. „Látiö mig fá frakkann og hattinn, mælti hjúkrunarkonan, síöan skuluö þér tylla yöur“. Ég afhenti þaö sem um var beöiö og settist á einn stólinn, yzt í hringnum. Um stund virti ég fyrir mér fólkiö, en leit undan, þegar ég varö þess var, aö þaö horföi allt á mig. Eftir nokkra stund heyrðust fótatök frammi á gangi og þrír karlmenn gengu inn í herbergiö. Stuttu seinna birtist sálfræöingurinn, sem ég haföi rætt viö fyrir helgina. Hann kinkaöi kolli, er hann kom auga á mig og bauð góöan daginn. Síöan settist hann á auða stólinn í miöjunni og hóf máls: „Jæja, þá erum viö öll aftur saman komin og meira aö segja einum fleiri en fyrr. Ég ætla aö kynna Magnús Jóns- son, hann ætlar að vera meö okkur í þessum sessjónum". Ég stóð upp og nikkaöi vandræöa- lega höföi. Fólkið horföi á mig, án þess að taka undir kveöju mína. Þegar ég vai seztur, hélt sálfræöingurinn áfram: „Viö vitum öll, til hvers við erum hér samankomin. Til þess liggja margvís- legar og ólíkar ástæöur hjá sérhverju okkar, en eiga þaö þó sameiginlegt, aö hafa raskaö andlegu sem félagslegu jafnvægi okkar. En því erum viö hér samankomin, aö viö getum stutt hvort annaö, jafnvel þótt viö þekkjumst lítiö, meö því aö segja frá erfiöleikum okkar, ekki aöeins því sem við höldum um okkur, heldur einnig hinu, sem viö höldum ekki. Vilt þú byrja, Jónas, með því aö segja okkur, hvers vegna þú ert staddur hér?“ Sálfræöingurinn ávarpaöi lágvaxinn, feitlaginn mann, sem sat samankreppt- ur meö hendurnar í kjöltu sér og horföi niöur fyrir sig. „Neeeei,“ sagöi maöurinn lágt og dró seiminn, „é-ég get, ég get ekkert sagt frá. Þa-þaö er ekki... Getur ekki Nói frekar byrjað, hann er alltaf að tala?“ Jónas leit á sessunaut sinn, sem virtist vera svo niöursokkinn í hugsanir sínar, aö greina mátti muldur af vörum hans. Nói var frekar stórvaxinn maður, meö vel snyrt efrivararskegg. „Jæja, hvaö segirðu um þaö, Nói,“ spurði sálfræðingurinn, „vilt þú byrja?“ Nói leit upp og virtist varla hafa áttaö sig. „Jú, þaö getur passaö, ef skálínan..., ha, jú, byrjaö, jú, þaö er svo sem allt í lagi, byrja á hverju, kynlífinu, sexinu, homosexinu, ha?“ Framhald á bls 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.