Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1979, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1979, Blaðsíða 15
Stundaði sjöinnungur Framhald af bls. 13 þarf á öllu sínu aö halda í baráttunni — fólk í mótbyr. Þaö á í baráttu viö hin ólíkustu öfl, sem ögra og gefa úrslitakosti. En grunntónninn er alltaf samúö með manneskjunni — andúð á valdbeytingu. Sumir bera sigur úr býtum, aðrir ekki. En þeir sem sigra, gera það vegna þess aö þeir búa yfir innri kjarna — þeir eiga sinn eigin meöfædda vegvísi, sem mætti einnig kalla ábyrgð gagnvart samfélaginu. Eiginlega var Olav Duun raunsær hug- sjónamaöur eöa bjartsýnn bölsýnismað- ur. Hann horfist í augu viö dáðleysi og andlega fátækt fólks — en hann eygir líka þá möguleika sem í manninum búa. Þess vegna getur Óöinn fórnaö lífinu fyrir hinn illa Lauris. Þar sem hann berst fyrir lífi sínu í ofviðri og stórsjó sér hann í augnabliks uppljómun aö jafnvel í Lauris er góöur kjarni. Olav Duun velur sögum sínum staö í afskekktum héruðum Noregs, en þótt Namdalur og Þrændalög séu ramminn um líf þessa fólks sem Olav Duun fjallar um er lífsbarátta þess samnefnari fyrir allt mannkyn og sögurnar gætu gerst hvar sem er. Þess vegna kom mjög til tals aö honum væru veitt Nobelsverölaunin. og þess vegna eru bækur hans lesnar enn í dag 40 árum eftir dauða hans. Ekki aðeins í Noregi heldur víöa um lönd. Þó á hann ekki þann lesendahóp sem vert væri. Verk hans hafa aldrei verið gefin út í stórum upplögum. Sumir segja aö þær séu þungar í vöfum og sein-lesnar. En athyglisvert er aö þeir sem þannig tala hafa lítt kynnt sér bækur hans. Margir þættir eru enn órannsakaöir í ritferli Olavs Duun. Ef þjóöfélagsumræöur eiga ekki aö fjalla eingöngu um markaðs- mál, auölindir og kaupgetu hljóta verk hans aö lifa enn um ókomna framtíö. Mannþekkjarinn Olav Duun getur meö verkum sínum haft meiri áhrif til góös en margir árgangar sálfræöinga. Athugasemdfró íhugunarfélaginu í grein sem endursögð var úr „Stern“ og birtist í Lesbókinni 3. mars var Innhverf íhugun óbeint sett undir sama hatt og ólíkar hreyfingar meö ólíkum markmiöum og leiöum. Þetta gæti valdiö misskilningi og því vill íslenska íhugunar- félagiö koma eftirfarandi athugasemd á framfæri. íslenska íhugunarfélagiö starfar án ágóöa aö almannaheill og er markmið félagsins aö útbreiöa innhverfa íhugun sem hraöast um allt land. Tilgangur Innhverfrar íhugunar er ein- faldlega sá aö öðlast meira af sjálfum sér, og fullnýta þá möguleika sem viö búum öll yfir. Venjulega erum við aðeins meðvituö um yfirborö huga okkar, en meö reglu- legri iökun Innhverfrar íhugunar förum viö aö þekkja og geta fært okkur í nyt dýpri og máttugri lög hugans. — Hugsanir okkar veröa skýrari og athafnir okkar veröa þá aö sama skapi markvissari og árangursríkari. Meö öðrum orðum, viö verðum meira af okkur sjálfum. Okkur tekst betur aö uppfylla langanir okkar. Af þessu leiðir einnig að persónuleiki okkar í heild þroskast, viö veröum öruggari, sjálfstæðari í hugsun og umburöarlyndari. Þessi heilsteypti þroski einstaklingsins sem hér er rétt drepið á hefur veriö staðfestur meö reynslu þeirra tveggja milljóna einstaklinga er iöka Innhverfa íhugun, og meö hlutlægum rannsóknum, sem skipta hundruöum, og geröar hafa verið við sjálfstæðar rannsóknarstofnanir í um 20 löndum. Grundvöllur allra þessara breytinga í lífi iðkenda er sá aö aöferðin leiöir til streituloss, eöa endurnýjunar taugakerfis- ins. Breytingarnar eru því ekki byggðar á því aö taka upp nýjar skoðanir, fylgja kenningum einhvers einstaklings, eða taka upp nýja trú,heldur á bættu starfi líkama og hugar. Viö sem aö kennslu íhugunaraöferöar- innar stöndum teljum aö ekkl aöelns einstaklingnum fari fram viö iðkunina heldur og samfélaglnu í heild. Ef vitund einstaklinga er bætt, gerð skýrari, þá batnar samvitundin einnig. Tíðarandinn verður betri og ef tíðarandinn batnar veröa þau áhrif sem umhverfið hefur á einstaklinginn einnig betri. Þannig eru áhrif alltaf gagnkvæm. Nú hafa rúmlega 1500 íslendingar á öllum aldri lært Innhverfa íhugun. Þetta er fólk úr öllum stéttum og hvaöanæva að af landinu. T.d. læröu 46 Bolvíkingar Inn- hverfa íhugun í síöasta mánuöi. Þau hljóöu uppbyggjandi áhrif sem þessi hópur fólks hefur á þjóöfélagiö í heild eru þegar farin að koma fram og munum viö fjalla nánar um þessi samfélagslegu áhrif Innhverfrar íhugunar í fjölmiölum á næst- unni. F.H. íslenska íhugunarfélagsins Jón Halldór Hannesson formaöur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.