Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1980, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1980, Blaðsíða 11
Fróm ösk um lögbrot Hugsað í pökkum Framhald ai bls. 5 með því aö veita þessum skipum undanþágu- Tollstjóri bætti því viö munnlega, aö slík undanþága gæti auk þess orðið breskum sjómönnum fordæmi tif aö heimta aukinn tóbaksskammt. Væri því enn ríkari ástæöa en ella til aö standa á móti kröfum íslendinga. Eftir aö tollstjóri haföi gert málinu þessi skii, varö breska utanríkisráðu- neytiö aö draga í land. Var Howard Smith tilkynnt, aö ráöuneytið hefði orðið aö falla frá stuöningi sínum viö ósk íslendinga um meira tóbak. Þar meö viröist máliö hafa veriö úr sög- unni. En lítum nánar á þá hliö, sem snýr aö íslenskum lögum. Þaö liggur í augum uppi, aö sjómenn fluttu inn til íslands a.m.k. hluta af því tóbaki, sem þeir fengu tollfrjálst í Bretlandi. En í íslensku tollalögunum var alls ekki gert ráð fyrir slíkum innflutningi. Þá var ekki heldur til að dreifa neinni reglugerö, sem veitti sjómönnum undanþágu, og aö auki haföi íslenska ríkiö áskilið sér einkaleyfi til innflutnings á tóbaki. Samkvæmt upplýsingum tollstjóra- skrifstofunnar í Reykjavík var hins vegar í gildi þegjandi samkomulag milli yfirvalda og sjómanna um, að þeir mættu taka meö sér inn í landiö rúmlega eitt „karton" af sígarettum. Þetta breytir þó ekki þeirri stað- reynd, að meö því aö biðja Breta um aö auka tóbaksskammtinn, var ís- lenska ríkið að stuöla aö því, aö þegnar þess brytu landslög. Telst slík beiðni sennilega einsdæmi í skiptum ríkja. Tvískinnungur yfirvalda í afstöö- unni til laganna blasir hér viö eins og skýrast má verða. „Tollurinn“, þ.e. tollfrjáls skammtur til sjómanna, var rétt eins og í dag hugsaöur sem uppbót á laun. Ósk stjórnvalda um aukinn tóbaksskammt í Bretlandi átti sjálfsagt rætur aö rekja til þess, aö sjómenn vildu fá kjör sín bætt. 1940 var veltiár togaraútgeröar, verðbólgan óx ört en laun hægt. Eins og fyrri daginn var ríkiö aö reyna aö halda aftur af launahækkunum í einni atvinnugrein, sem síöan gat leitt til „almennrar launaskriöu". Þess vegna vildu stjórnvöld gefa sjómönnum aukiö svigrúm til aö brjóta tollalöggjöfina, og leituöu til þess fulltingis erlendrar ríkisstjórnar. Nú má enginn skilja þessa frásögn sem einhvers konar ádeilu á sjómenn. Á styrjaldarárunum hættu þeir lífi sínu nær daglega viö aö afla þjóöinni lífsviöurværis og sjá henni fyrir aöföng- um. Sjómannastéttin var þá eins og ævinlega alls góös makleg. En kjarni málsins var þessi: í staö þess að veita sjómönnum löglega undanþágu frá tollalöggjöfinni, fór ríkið í feluleik og ætlaöist beinlínis til þess aö þeir brytu lög. Afleiöingar slíkrar stefnu birtast í sljóvgaöri réttarvitund þegnanna og viröingarleysi fyrir landslögum, einkum tolla- og skattalögum. Sagan sýnir, aö í þessu ástandi eru fólgnar miklar hættur, er til lengdar lætur. Eöa skyldi þaö ekki vera frumskilyröi þess aö verja megi réttarríkið, aö fram- kvæmdavaldið viröi og framfylgi lands- lögum? Heimild: Foreign Office 371/24777/N5699/38/ 15. / janúar var pólitíkin á dagskrá. Svo kom febrúar meö ládeyöu í landsmálunum. En þá fóru vindar loftsins af staö og minntu óþyrmi- lega á vald sitt. Hér mun vera aö minnsta kosti sex sinnum vinda- samara en á svipaöri breidd- argráöu í Noregi sem er þó engin veðurparadís ísamanburöi við suð- lægari lönd. Þeir, sem hyggjast koma á miöbæjarlífi í Reykjavík, verða fyrst alls aö leggja til atlögu viö vindana. Ameríkani, sem var hér á stríðsárunum, sagöi einu sinni viö mig: »Þegar óg er spuröur hvort ekki sé kalt á Islandi svara ég: ekki svo mjög — en vinda- samt!« Hlaupársdagurinn rann upp eins og aörir dagar, og Útvarpiö minnti á aö konur mættu biöja sér karla. Sjónvarpiö sleppti hjúskap- armálunum én leiddi fram tvo mælskumenn sem deildu um hvort flytja skyldi vörur landleiðis frá Reykjavík eða sjóleiðis með Ríkisskip. Þannig heldur Reykjavík í landsbyggöina eins og jörðin í tunglið, og snýr henni íkringum sig. Ritstjóri á Akureyri fann að því, sama daginn, aö sagt skuli »úti á landi«. Sú var tíöin að lífið úti á landi taldist í vitund Reykvíkinga nokkurs konar annars flokks til- vera, þokuheimur þar sem fólk þraukaöi íleiöindum afþeirri ömur- legu ástæðu að forsjónin hafði nú einu sinni kjálkaö því þar niöur. Háskólamenntaö fólk lét heldur bjóöa sér smánarkjör í Reykjavík en undirgangast þá auðmýking aö flytjast út á land. Forstandsmenn í þorpum og kaupstöðum fyrir vest- an, noröan og austan hurfu frá stórum einbýlishúsum og fluttust í tveggja herbergja kjallaraíbúöir í Reykjavík — til að komast í gleðskapinn og dýrðina. Nú er þetta breytt. Reykjavík er orðin svo óhæg til búsetu vegna stæröar og umferðaröngþveitis meö meira aö ungt fólk kýs að öðru jöfnu búsetu á smærri og þægilegri stööum. Svona breytir rás tímans hlutföllun- um án þess maöur átti sig á hvenær, hvernig og hvers vegna breytingarnar gerast. Vígorö líöandi stundar er pakki — félagsmálapakki t.d. í augum Reykvíkinga er landsbyggöin einn pakki. Annaöhvort skal hún fá vörurnar landleiöis eöa sjóleiðis — í einum pakka! Stjórnmálamennirnir vita vel af flutningabílunum og Ríkisskip en eru búnir að gleyma ekkjunni við ána sem »elskaði ekki landiö, en aðeins þennan blett.« Ef þeir hafa þá nokkurn tíma munað eftir henni. ísland er stórt þó þaö sé kannski lítið fyrir sjónum ráða- manna sem afgreiöa þaö í einum pakka. Og þaö skiptist í einingar sem eiga sér bæði söguleg og landfræðileg takmörk. Þaö er ekki ófyrirsynju að Jónasi Hallgrímssyni, skáldinu, hugkvæmdist aö hefja ritstörf sín fyrir Fjölni — ekki á ritgerö um skáldskap eða sam- tímabókmenntir heldur á — »Fáein orð um hreppana á íslandi.« Maður getur veriö Rangæingur eða Skag- firðingur. Eöa Austfirðingur. En gerði einhver svofellda grein fyrir uppruna sínum aö hann segöist vera úr Suðurlandskjördæmi eða Norðurlandskjördæmi eystra væri sá naumast talinn meö öllum mjalla. Þegar sýslukjördæmin voru lögö niöur og stóru kjördæmin urðu til var hvorki hugað að hagsmunum lýðræðisins né lands- byggöarinnar — heldur stjórn- málaflokkanna. Síðan hefur þetta fyrirkomulag valdið sífelldum árekstrum — og mun valda svo lengi sem það helst. Sýslumörkin eiga sér sögulegar forsendur, aö minnsta kosti sum hver, sem rekja má allt til landnáms. Öldum saman héldust sýslurnar sem stjórnunar- og félagseiningar sem engum datt í hug aö hagga fyrr en þær höfðu verið sviptar þingmönnum sínum. Sæluvika Skagfiröinga var ékki skipulögö af þróunarstofnun í höf- uöstaönum, heldur kom hún fyrst til sem árleg tilbreyting vegna sýslufundarins. Nú er skipulega stefnt aö þvíaö eyðileggja sýslurn- ar — í einum pakka! Fátt minnir lengur á tilvist þeirra nema bílnúm- erin. Og þó. Ætli þær eigi sér ekki vísari staö í meövitund fólks en margur hyggur? Menningarsamtök víðs vegar um landið, sem á annaö borö miöast við landfræðileg takmörk, taka enn miö af hreppum og sýslum en hvergi af kjördæm um svo mér sé kunnugt. Sums staöar hafa tvær sýslur komið á fót sameiginlegu byggðasafni. En þá hefur engin hliðsjón veriö höfð af í hvaða kjördæmi þær væru. Sögufélög eru víöa starfandi og miöast, hygg ég, flest við sýslumörk. Víða eru gefin út tímarit sem miðast við hið sama. Mér kemur í hug Strandapósturinn og Goöasteinn en er kunnugt um aö þau eru miklu fleiri. Reykvíking- um brygöi í brún ef þeim væri einn góðan veðurdag kunngert aö nú ættu þeir að vera eitt kjördæmi með t.d. Borgfirðingum og Snæfell- ingum. Þó held ég að tilfinning margra höfuöstaöarþúa fyrir heimabyggö sinni sé ekki jafnsterk og þau bönd sem margra kynslóða búseta bindur fólk við átthaga sína víðs vegar í hinum grónu byggðum landsins. Pólitíkin var skemmtileg meöan gömlu kjördæmin voru, segir fólk, en nú er hún leiðinleg. Menn sakna ekki aðeins hinnar persónulegu kosningabaráttu heldur þeirra áhrifa sem hvert héraö hafði á stjórn landsins. Flutningabílstjór- arnir hafa vafalaust á tilfinningunni hvenær sem þeir aka yfir sýslu- mörk, stjórnmálamennirnir tæpast. Ef upplausninni í þessu landi linnir einhvern tíma ættu menn aö minnast þess að landiö er of stórt og byggðin of dreifð til að allt rúmist í einum pakka! Erlendur Jónsson ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.