Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1980, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1980, Blaðsíða 13
Heilsubótarnudd að japönskum hætti Nýlega birtist í frönsku blaöi grein um heilsubótarnudd, sem vakiö hefur at- hygli. Viö birtum hana hér í lauslegri þýöingu. Leggstu á hnén þannig aö stóru tærnar snerti hvor aöra, en hælarnir séu aöskildir (á japanskan hátt). Eftir stutta stund muntu finna til þreytu. Breyttu þá um stellingar og sestu eins og klæö- skerar hafa löngum setiö. Teygöu hand- leggina síöan upp yfir höfuðiö og nuddaöu saman lófunum þar til þér er orðiö heitt og vellíöanin gagntekur þig. ENNIÐ. Nuddaöu enniö þversum meö fingurgómunum og síöan upp og niður til hliöar. (Sjá 1. mynd). NEFIÐ. Nuddaðu þaö upp og niöur meö gómum þumalfingurs og löngutang- ar ofan frá og niður á nasvængi. (Sjá 2. mynd). KINNARNAR. Þær skal nudda fast meö lófunum upp á viö, meö opinn munninn. HÖFUÐIÐ. Bankaðu höfuöið um allan hársvöröinn meö laust krepptum hnefun- um, slappur í úrlnliöunum. Þetta hressir þig áreiöanlega. Togaðu síöan í háriö, einn lokk í senn, aftur og fram án þess samt að hárreyta þig. HÁLSINN. Taktu meö báðum höndum handfylli aftan á hálsinum og hreyföu handleggina um leiö meö svipuöum titringi og sést á heillabrúðu, sem hangir í bíl, þegar bíllinn er á ferö. AXLIRNAR. Leggöu hægri höndina á vinstra herðablaðið og hnykktu því fram og aftur. Leggöu síðan vinstri höndina á hægra heröablaöiö meö sams konar handhreyfingu. HANDLEGGIRNIR. Bankaöu hægri hand- legginn með vinstri hnefa utanvert ofan frá öxl og fram á handarbak, en síöan innanvert frá öxl niöur í olnbogabót. Vinstri handleggur er því næst bankaður á sama hátt meö hægri hnefa. (Sjá 3. og 4. mynd). BOLURINN. Bankaöu brjóstiö framanvert hratt upp og niöur og andaöu um leiö djúpt. Síðurnar eru einnig bankaöar í hring. (Sjá 5. mynd). Mittið skal nudda meö lófunum fram á viö. Kviöurinn er nuddaöur mjúkt meö hálfluktum hnefum frá nafla til hliöar upp á viö. (Sjá 6. mynd). Hallaöu þér síðan fram og bankaöu bakiö, hrygginn og lendarnar upp og niður eftir bestu getu. FÓTLEGGIRNIR. Bankaöu fótleggina allt um kring. Nuddaöu hnén til hliöar með lófunum og hnéskelina niður á viö. Frá hnésbótum og niður aö ökklum skal nudda í beina línu meö þumalfingurgómi og þrýst vel að. (Sjá 7. mynd). FÆTURNIR. Klíptu fæturna meö fingur- gómunum hringinn í kringum iljarnar og bankaöu þær síðan meö hálfkrepptum hnefanum. Viö þreytu er ráölagt aö þrýsta þumal- fingri hægri handar 50 sinnum í miðjan vinstri lófann og þumalfingri vinstri hand- ar jafnoft í hægri lófa. Viö hugarangri er ráölagt aö þrýsta meö handarjörkum aö olnbogabótumum á víxl. Viö tannpínu er ráðlagt aö þrýsta nögl þumalfingurs fast aö naglrót vísifingurs. (Sjá 10. mynd). Viö stirðleika er ráðlagt að krækja saman litlu fingrunum og þrýsta saman gómum þumalfingra. (sjá 11. mynd). Viö sytju í tíma og ótíma er ráölagt aö ýta þumalfingurgómi uþp og niöur undir efri vör viö munnvikið og þrýsta vel aö. Viö svefnleysi er ráölagt aö nudda vööva vinstri stórutáar meö þumalfing- ursnögl hægri handar stundarkorn. Viö hiksta skal ýta á hálsinn undir barkakýlinu eöa leggja lófana fyrir augun. Viö hóstakjölti skal strjúka fingurgóm- unum frá barkakýlinu upp aö hökunni. Viö hnerrum er gott aö þrýsta fast aö olnbogabótinni. (Sjá 9. mynd). Viö höfuðverk er gott að styöja fast meö þumalfingri og vísifingri hægri hand- ar milli augnabrúnanna í 30 sekúndur. Nuddaðu síöan meö sömu fingrum nefiö milli augnanna mjúklega um leið og þú þrýstir lófa vinstri handar undir kjálka- baröið. Undir hvorri augnabrúninni eru þrír blóðríkir punktar. A þá skal styöja meö þumalfingrum og byrja viö augnkrókana. (Sjá 15. mynd). Síðan skal banka léttilega í hring kringum gagnaugun. Því næst er lófunum þrýst nokkrum sinnum að þeim. HNAKKINN. Þrýsta skai fast undir miöjan hnakkann og út að eyrum, en síöan upp aö hvirflinum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.