Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1980, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1980, Blaðsíða 3
Ágúst Vigfússon ræöir viö ANDRES VALBERG hagyröing og safnara dagana. Var stundum lítiö sofið. Bíl- stjórastarfi fylgja mörg ævintýri og góöar tekjur. Um haustiö 1946 skrapp ég til Reykja- víkur í meiraprófsnámskeið bifreiöar- stjóra er stóö í mánuö. En ég gleymdi að fara til baka og hef verið í Reykjavík síðan. Þar fór ég aö aka leigubifreið. Þetta uröu alls 14 löng ár. Var ég þá orðinn útkeyröur sem kallaö er. Ég hafði eignast marga bíla og staöiö í mörgu — í blíðu og stríðu. Konu minni, Þuríði Jónsdóttur, kvænt- ist ég 1950. Viö eignuðumst þrjú börn, sem nú eru uppkomin. Viö búum í eigin húsnæöi. Áöur en ég kvæntist, eignaöist ég son. Eftir aö ég hætti aö stunda akstur leigubifreiöa hóf ég ýmsa smíöavinnu. Þá stofnaði ég verkstæöi, sem ég nefndi Sleðagerðina. Smíöaði þar jöfnum hönd- um úr tré og járni, fyrst í bílskúr heima. Brátt urðu skúrarnir þrír. Þá sameinaði ég allt í gamla Réttarholti. Síöan í Ármúla 38 og nú í Hyrjarhöfða 7, sem er nýtt tveggja hæöa steinhús, samtals um 500 fm. Fyrir utan þessi margþættu líkamlegu störf, hef ég fengizt við ýmis hugðarefni. Söfnunarhneigöin hefur alltaf átt rík ítök í mér. Hef ég safnað hinum ólíklegustu hlutum, svo sem mynt, frímerkjum, forn- gripum, bókum og fjölmörgu náttúru- fræðilegs efnis, svo og mörgu fleiru, er of langt yrði upp aö telja. Ég hygg, aö ef allt þetta væri komið á einn staö, yröi þaö stærsta safn í eigu einstaklings hér á landi. Þyrfti mörg hundruö fermetra pláss til aö koma því vel fyrir. Frímerkjasafn mitt er geysimikið, mest íslenzk merki. Stór hluti þeirra síöan fyrir aldamót. Ég á t.d. flest skildingamerkin. Vantar þó enn fáein merki til að eiga ísland komþlett, stimplaö og óstimplaö; einnig fjórblokkir, jólamerki, sérstimpla og margt fleira. Ég hef gert mikið af því aö safna gömlum bókum meö gamla letrinu. Ég mun eiga milli sex og sjö hundruð af þeim, og eitthvaö af gömlum handritum á ég líka, sem óvíöa eru til, og sum líklega hvergi nema í minni eigu. Eg á mikiö af rímum, sumum fágætum. Ég nefni sem dæmi rímur eftir Kolbein jöklaskáld, sem hafa verið taldar algjörlega glataöar. Ég á einnig margar gamlar biblíur og margt fleira, sem of langt mál yröi upp aö telja. Ég á um þúsund hluti af íslenzkum forngripum, sem sumir eru, aö minnsta kosti, mörg hundruð ára gamlir. Hlutir, sem notaðir voru viö dagleg störf fyrr á tímum, bæöi til sjós og lands. Þeir eru merkileg heimild um atvinnuhætti þjóöar- innar á liönum tímum, þáttur sem unga fólkiö þekkir ekki og er aö falla í gleymsku. Eg á eipnig marga hluti, sem tengdir eru merkilegu fólki, til dæmis nálaprillur, sem dóttir Sölva Helgasonar átti. Legu- bekk, sem Þorsteinn M. Jónsson alþing- ismaöur og bókaútgefandi átti. Sá bekk- ur er merktur honum á margar hafnir, og mun hann hafa haft hann meö sér er hann var í síldarútvegsnefnd. Ég á fyrsta reiöhjóliö sem kom til Skagafjarðar. Átti þaö Jón Þ. Björnsson, skólastjóri á Sauðárkróki. Náttúrugripasafn mitt er langmest aö vöxtum og í þaö hef ég lagt mesta vinnu. Býst ég viö aö það telji milli fjögur og fimm þúsund hluti. Svo stiklað sé á stóru, er þar aö finna mikinn hluta íslenzkra plantna, skelja, steina, skordýra, fugla, eggja o.fl. Engin tegund íslenzkra nátt- úrugripa undanskilin. Þó er skordýra- safnið langstærst. Þar eru mörg hundruö tegundir, bæöi íslenzkar og erlendar. Allt vel uppsett. Ef ég ætti aö segja frá öllum mínum ferðalögum og sögum í sambandl viö söfnun allra þessara gripa, yröi þaö heil bók og hún stór. Þetta er hálfrar aldar starf. Þaö hefur aldrei liðið svo dagur, hversu annríkt sem ég hef átt, aö ég hafi ekki haft þaö í huga og veitt því athygli, hvort ekki bæri eitthvað þaö fyrir augu mín, sem væri þess viröi aö hiröa og geyma og varöveita til seinni tíma. Þá hef ég haldið dagbók síöustu þrjá áratugina. Skrásetjari þessa greinarkorns biöur mig aö segja nokkuö frá Ijóöagerö minni við ýmis tækifæri. Eins og áöur hefur komiö fram, hef ég rímað og ort vísur og kvæöi allt frá barnæsku. Hefur sú árátta fariö vaxandi meö árunum. Sumt af því hef ég flutt í útvarp og sjónvarp, svo og viö margvísleg tækifæri. Ég hef gefið út eina Ijóðabók, sem ég nefndi Stuðlastrengi. En prenthæft efni á ég í aö minnsta kosti tvær Ijóöabækur. Ég hef komið fram opinberlega hjá félögum og einstaklingum í flestum sam- komuhúsum Reykjavíkur og víöar. Allt sem ég hef flutt, hef ég ort fyrir líöandi stund og margt af því á staðnum. Sama er aö segja um feröalög innanlands og utan. Þar get ég rakiö flestar feröasög- urnar í Ijóöum. Hvort ég hef verið þar skemmtilegur eöur ei, læt ég ferðafélög- um mínum um aö dæma. En fyrst og fremst hef ég haft ánægju af þessu sjálfur. Kemur hér lítið sýnishorn af kveöskap mínum. Staka um gamlan kunningja minn, bjórkarl í Kanada: Bilar stundum brynja og skjöldur, brotnar rá og slitnar voð. Síöan brjóta ölsins öldur æskumannsins fögru gnoö. Sumurin 1975 og 1979 hélt ég til Kanada. Fyrra áriö uröu til 52 vísur, er tilheyra líöandi stund og staö. Eina þeirra kalla ég Hugsaö heim. Sólin gyllir tind og tún, tíbrá villu myndar. Eyjar hillir hafs viö brún, hörpu stilla vindar. í síöari feröinni uröu til nærri 100 vísur. Þá var meira um yrkisefni því þá fórum viö vestur aö hafi og stöldruöum viö á slóðum Stephans G. Stephanssonar. Er hér sýnishorn af þeim kveöskap, sem varö þarna til. Stefáns-bragur Stefáns lóðum stöndum á, stiklum hljóö þar yfir. Skáldsins óöinn muna má meðan þjóöin lifir. í orðum hagan hann ég tel, hljómuöu faguryrði. Á kyngi braga kunni vel, kom úr Skagafiröi. í fööurlandi frægö ei dvín, flest þar standa merkin. En hér á andinn óöul sín, — einnig handaverkin. Gladdi alla glaövær sál, gisti valla í skjóli. Kunni aö spjalla kjarngott mál Klettafjallasjóli. Strit og tál var ævin öll, á ísi hálum troðiö. Háfleyg sál viö háreist fjöll hnittiö mál gat boðiö. Lítinn part hér líta má lífs af skarti þínu. Hér er margt sem aðgang á inn að hjarta mínu. Rudd var jörð meö reku’ og pál, risna gjörö á stundum. Staöiö vörö um stuðlað mál, stritaö höröum mundum. Hér er fallegt friðarból flest þó gallast taki. Degi hallar, sumarsól sezt aö fjallabaki. Margt er sett á sviöiö hér, sagðar fréttir málsins. Loftiö mettað ennþá er af anda Klettaskáldsins. Kletta- vökna fögur -fjöll, flest hér söknuð vekur. Guöi þökkum eflaust öll, andinn klökkna tekur. Hringhend sléttubönd. Hylli þjóðar átti og andann fróöur metti, snilli Ijóöa veitti vog, vizkulóöiö rétti. Lesin aftur á bak: Rétti lóðið, vizku vog veitti Ijóöa snilli, metti fróöur andann og átti þjóöar hylli. Sýnishorn af lausavísum: Ferskeytla Endarím og stuölastái úr stökum ei mun fargaö. Þaö hefur okkar þjóöarsál þúsund sinnum bjargaö. Hringhenda Frostiö hart og hrím á skjá hylja svartar nætur. Vonum bjarta voriö þá vermir hjartarætur. Hringhent stikluvik Mjaldursheiöi ýtir á öldnu reiöardýri. Dregur veiöi dýpi frá, duga breiðar heröar þá. Hringhend sléttubönd Makkann sveigir Faxi frár, fetar vegi, keldur. Frakkan teygir búkinn brár; — bilar eigi heldur. Lesin aftur á bak: Heldur eigl bila brár, búkinn teygir frakkan. Keldur vegi fetar frár, Faxi sveigir makkann. Á öllum þeim stöðum er Vestur- íslendingar tóku á móti okkur í Kanada, bæöi árin, kvaö ég fyrir þetta fólk, aö mestu frumortar vísur með mörgum bragarháttum og stemmum. Féll þaö í góöan jarðveg hjá afkomendum hinna íslenzku kvæðamanna, sem forðum fluttu. Margt af þessu fólki hafði aldrei heyrt rímur kveðnar. En eldra fólkið mundi eftir því frá barnæsku. Ég hef hvergi á lífsleiöinni fengið innilegra þakk- læti fyrir mitt framlag. í öllum mínum margbreytilegu störfum og lífsháska, bæöi á sjó og landi, feröalögum mínum utanlands og innan, við Ijóðagerö, sagnaritun og söfnun, hefur mér fundizt svo þröngt um mig í heiminum, að ég hef valið mér — eins og fleiri — breiöa veginn. En nú á seinni árum, þegar öldurnar fer aö lægja, hef ég sveigt inn á mjórri hliöargötu meö guös hjálp og minnar elskulegu eiginkonu og barna. Er þaö dásamleg gönguleiö. Kveö ég hér aö lokum meö víxlrímaðri hring- hendu: Æsku í blóöi enn ég finn, ekki er rómur breyttur. Nú er óðarakur minn allur blómum skreyttur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.