Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1980, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1980, Blaðsíða 11
Að átta sig á sannleikanum Fyrir þá, sem aö fréttamiölun vinna, hlýtur þaö aö vera sífellt umhugsunarefni, hvaö er frétt- næmt og hvort upplýsingar hafi við rök aö styðjast. Ævafornar sagnir sýna, aö á öllum tímum hafa menn veriö næmir fyrir fréttum. Sá gamli siður að drepa boöendur illra frétta er staöfest- ing á því, aö löngum hafa valds- menn veriö reiöubúnir aö ganga langt í ritskoðunarviöleitni sinni. Þótt fréttir séu ekki lengur „drepnar" í jafn bókstaflegri merkingu og þeirri að flytja boð- endur þeirra á höggstokkinn, er langt frá því, aö allt komist fyrir almenningssjónir, sem ef til vill er fréttnæmt. Vandinn viö fréttamiölun er þó síöur en svo í því einu fólginn aö velja og hafna. Sumar fréttir eru svo ótrúlegar, þótt sannar séu, aö menn gera sér enga grein fyrir því, hvað í þeim felst. Öörum fréttum er komiö á framfæri til aö villa mönnum sýn, þær eru villu- Ijós. Einræöisherrar hafa lagt sig fram um hiö síðarnefnda á öllum tímum. Eins af meginforsendun- um fyrirþví, aö þeir fái næði til aö stunda óhæfuverk sín, er blekk- ingariðja, sem felst bæöi íþví að leyna sannleikanum og koma á framfæri tilbúnum fréttum, lyga- fréttum. Ég nefni einræðisherra, því aö ritskoöunin, sem þeir halda uppi, fær ekki aö dafna, þar sem lýöræöislegir stjórnar- hættir ríkja. Lýöræöi án frjálsrar upplýsingamiðlunar er þver- stæða. Meö ritskoöun skapast ekki aöeins tækifæri til aö þagga niöur í mönnum heldur einnig til aö halda fram staöhæfingum sem ekki eiga sér nokkra stoö í veruleikanum, en erfitt er aö véfengja, afþvíað lygavefurinn er svo þéttriðinn. Slíkur lygaleikur er auövitaö stundaöur af fleirum en einræðisherrum. Hann er mikil freisting fyrir marga, en þar sem öflun og miölun upplýsinga er frjáls á aö vera unnt að komast aö hinu sanna. Watergate-málið svonefnda heföi ekki oröiö Nixon Bandaríkjaforseta aö falli nema vegna þess að blaöamenn héldu uppi fyrirspurnum og náöu sam- bandi viö aöila, sem vísuöu þeim á réttu brautina. Nýlega vakti Pétur Sigurösson alþingismaður athygli á bókinni The Spike í Morgunblaðinu. Hún er rituö af tveimur heimsþekktum blaðamönnum, Arnaud de Borchgrave utanríkismálarit- stjóra fréttatímaritsins Newsweek og Robert Moss dálkahöfundi og ritstjóra Foreign Report, sem breska fréttatímaritiö Economist gefur út. Þessir þaulreyndu fréttamenn hafa samið skáldsögu um ungan blaöamann, sem verö- ur óafvitandi handbendi undir- róöursafla, sem stjórnað er af sovésku njósnastofnuninni KGB. Frásögn blaöamannanna er ógnvekjandi og leiöir huga les- andans aö forsendunum fyrir mörgu því, sem hann les í blööum eða heyrir í útvarpsfréttum. Oftast er þaö ekki á færi hins almenna lesanda eða hlustanda aö greina á milli þess, sem er satt og logið í fréttaflutningi. Til þess veröa menn oft aö hafa mikla þekkingu og í bók þeirra Borchgrave og Moss kemur fram, að jafnvel færustu fréttastjóra er unnt aö afvegaleiða svo mjög, að þeir láta alls ekki segjast, þótt sannleikanum sé þröngvað upp á þá. Blekkingavefurinn hefur veriö ofinn af svo mikilli snilli og svo margir hafa verið flæktir í hann, aö köngulóin þarf sjálf aö taka til sinna ráða, svo að menn sjái hiö sanna. í júlí-hefti tímaritsins Encount- er er birt grein eftir Walter Laqueur um útrýmingu Hitlers á gyöingum. Laqueur hefur nú um nokkurt skeiö rannsakaö áöur ókunn leyndarskjöl frá stríösár- unum síöari varöandi fjöldamorö- in á Gyðingum meö sérstöku tilliti til þess hvernig háttað var upp- lýsingamiölun og fréttaflutningi af þessum hryllilegu voöaverkum í löndum utan þriöja ríkisins. Er á næstunni væntanleg bók hans um þetta efni, sem heitir „The Terrible Secret" eða Hiö ógnar- lega leyndarmál. Heitiö eitt gefur til kynna, hvernig fjölmiölar á Vesturlöndum brugöust við frétt- unum af gyðingamorðunum. í grein sinni í Encounter komst Laqueur svo aö oröi: „Þegar hinar átakanlegu, hroöalegu, ótrúlegu fréttir um útrýmingar- búöirnar á Auschwitz bárust til Vesturlanda — á árinu 1942 — uröu morö merkingarlaus og mánnslát aðeins tölulegar upp- lýsingar.. . Mannsaugaö var ekki fært um aö meðtaka slíkar hörm- ungar, hugurinn skildi ekki grimmdina ... í skugga vitundar- innar um gjöreyöinguna gerum viö okkur grein fyrir því, hve blind skynjunin er: þverstæöunni á milli þess að „vita" en „átta sig“ samt ekki..." Walter Laqueur skýrir frá því, aö fjölmiölar hafi ekki í fyrstu áttaö sig á muninum milli ofsókna á hendur gyðingum og útrým- ingar þeirra. Daily Telegraph í London varö fyrst dagblaöa til að draga mörkin þarna á milli í tveimur fréttagreinum 25. og 30. júní 1942. Fyrri greinin hófst á þessum oröum: „Meira en 700 þúsund pólskum gyðingum hefur verið slátrað af Þjóöverjum í mestu fjöldamoröum veraldar- sögunnar. “ Fyrirsögn síöari greinarinnar var: „Meira en millj- ón gyöingar drepnir í Evrópu. “ Segir Laqueur, aö frásagnir Daily Telegraph hafi vakiö mikla athygli og bætir viö: „The New York Times endurbirti kjarnann úr frásögnum Daily Telegraph 30. júlí og 2. júlí einhvers staöar inni í miöju blaöi. Greinilegt var, aö ritstjórarnir vissu ekki, hvaö þeir áttu aö gera viö þessar fréttir. Væri þaö satt, aö milljón manna heföi verið drepin, átti slík frétt tvímælalaust heima á forsíöunni; slíkt geröist ekki á hverjum degi. Væri fréttin ekki rétt, hefði hún alls ekki veriö birt. Þar sem ritstjórarnir voru á báöum áttum völdu þeir leiö málamiðlunarinn- ar: þeir birtu fréttina en ekki á áberandi staö. Þannig var gefiö til kynna, aö blaöiö hefði fyrirvara gagnvart fréttinni: „Mjög líklega" væri eitthvaö hæft í henni, en „aö líkindum" væri hún oröum aukin." Meö þessa reynslu í huga hljóta menn aö veröa aö velta fréttum samtíðarinnar fyrir sér. Sagt er, að Víetnam-stríöið hafi veriö fyrsta styrjöldin í veraldar- sögunni, sem menn gátu fylgst meö viö kvöldmatarborðið heima hjá sér. Þaö var líka fyrsta stríöiö í sögunni, þar sem stórveldi beitti ekki öllu afli sínu og ákvað að hörfa. Samanburöur viö hernaö- araögeröir Sovétmanna í Afgan- istan er út í hött í þessu sam- hengi. Kremlverjar hafa lagt undir sig hvert landiö á eftir ööru og aldrei þurft að hafa áhyggjur af fréttaflutningi. í viötölum við landflótta KGB mann, sem birtust í Morgunblaöinu fyrir skömmu, kom fram aö gömlu einræöisaö- feröirnar lifa enn góöu lífi í Sovét — valdhafarnir „drepa" ill tíöindi og láta það aöeins lifa, sem fært hefur veriö í þeim hagstæöan búning. Gleggsta dæmiö um þetta var klappið, sem ólympíuliö Afgana fékk, þegar það gekk inn á leikvanginn í Moskvu. Þar sameinuöust tugir þúsunda sanntrúaðra kommúnista í lófa- taki í þeim tilgangi aö blekkja sjálfa sig, sovésku þjóöina og allan heiminn. Til þess aö sjá í raun og veru afleiðingar innrásar- innar í Afganistan geta menn hvorki lesiö sovésk blöö né rætt við ráöamenn, heldur verða þeir aö gera sér ferö í kirkjugaröa og telja nýteknar grafir. í virðingunni fyrir sovéska hernum felst, aö fallnir hermenn eru fluttir til heimaslóöa og jarðsettir þar. Líklega erum við íslendingar þjóöa verst í stakk búnir til aö gera okkur grein fyrir og átta okkur á hrikalegum fréttum um fjöldamorö og mannfall. í skemmtilegri og fróölegri bók um íslenska þjóöfélagiö, sem lceland Review hefur átt þátt í aö gefa út — Iceland, The First New Society eftir Richard F. Tómasson — segir höfundurinn, aö hann telji, aö frá því aö ísland byggöist hafi innan viö tvær milljónir íslend- inga fæðst og að fram á miöja nítjándu öld hafi minna en helm- ingur þeirra, sem fæddust, náð 15 ára aldri. Hvernig eiga menn, sem vanist hafa slíku fámenni, aö átta sig á því, hvaö felst í frásögnum bandarískrar þing- nefndar um aö frá 1949 hafi allt frá 32,25 til 61,7 milljón manns verið drepnir í Kína. Björn Bjarnason.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.