Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1981, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1981, Blaðsíða 12
Öll vandræðin byrjuöu þegar afi dó og amma — það er aö segja hún mamma hans pabba — kom og settist aö hjá okkur. Þaö vill nú oft vera svo aö þegar best lætur eru nánir ættingjar til óþæginda á heimilinu og ekki bætti þaö úr skák aö amma var ekta gömul sveitakona og kunni ekki aö laga sig aö borgarlífinu. Hún var búlduleit og afar hrukkótt í andliti og mamma hneykslaö- ist mjög á því aö sjá hana ganga berfætta um húsiö. Amma sagöist ekki þola skóna. í nónmatinn fékk hún sér alltaf krús pf dökku öli og hvolfdi úr kartöflupottin- um á boröiö — stundum boröaöi hún saltfiskbita aö auki. Hún át rólega, meö mikilli ánægju og notaöi fingurna í staö gaffals. Þaö er oft sagt aö steipur séu viökvæmar, en þetta háttalag ömmu kom samt miklu meira viö mig. Nóra systir var stimamjúk viö ömmu vegna þess aö hún tók tíkall af ellilaununum sínum á hverjum föstudegi og gaf Nóru. Þannig gat ég ekki veriö, til þess var ég of samviskusamur, þaö var nú gallinn viö mig. Þegar ég var aö leika mér viö Bill Connell, strákinn majórsins, og sá ömmu koma á fullri ferö heim götuna meö bjórkrúsina, sem stóö út undan sjalinu hennar, þá sárskammaöist ég mín. Ég reyndi aö finna einhverja afsökun svo hann kæmi ekki inn til okkar, því ég gat aldrei vitaö upp á hverju hún mundi taka þegar viö værum komnir inn. Þegar mamma var aö vinna og amma eldaði matinn vildi ég ekki líta viö honum. Einu sinni reyndi Nóra aö fá mig til aö boröa, en ég faldi mig undir boröinu og tók búrhnífinn meö mér til. öryggis. Nóra þóttist vera stórhneyksl- uö, sem hún var auövitaö ekki, en hún vissi aö mamma sá hvaö henni leið, svo aö hún tók málstaö ömmu, og ætlaöi hún aö ráöast á mig. Ég otaöi hnífnum aö henni og eftir þaö lét hún mig í friöi. Ég hélt kyrru fyrir þar til mamma kom heim úr vinnunni og gaf mér aö borða, en seinna þegar pabbi kom inn sagöi Nóra andagtug í röddinni: „Pabbi, veistu bara hvaö Jacky geröi í matar- tímanum?" Svo gusaði hún því öllu út úr sér, pabbi hýddi mig, mamma skarst í leikinn og í marga daga á eftir talaöi hann ekki viö mig og mamma sagöi varla orö viö Nóru. Allt var þetta þeirri gömlu aö kenna. Guö veit aö mér var heitt í hamsi. Svo kom þaö allra versta. Ég varð aö fara í mína fyrstu altarisgöngu og gera mína fyrstu syndajátningu. Þaö var gömul kona, sem hét frú Ryan, sem átti aö undirbúa okkur fyrir athöfnina. Hún var álíka gömul og amma, vel efnuö og bjó í stóru húsi úti viö Montenotte. Hún var í svartri kápu, meö svarta hettu og hún kom á hverjum degi í skólann klukkan þrjú, þegar viö áttum að fara heim og sagöi okkur frá Helvíti. Þaö má vera aö hún hafi einhvern tíma minnst á hinn staöinn, en þaö hefur þá veriö fyrir slysni, því hugur hennar snérist allur um Helvíti. Hún kveikti á kerti, tók upp gljáandi fimmtíukall og bauö hann fyrsta drengnum sem gæti haldið fingri — bara einum fingri — inni í loganum í fimm míhútur, eftir skólaklukkunni. Ég var alltaf áhugasamur og langaöi til aö bjóöa mig fram, en ég var hræddur um aö ég yrði álitinn vera ágjarn. Þá spuröi hún okkur hvort viö værum hræddir viö aö halda einum fingri, bara einum putta í svolitlum kertisloga í fimm mínútur, en værum ekkert hræddir við aö brenna um allan kroppinn í logandi báli um alla eilífð. „Um alla eilífö. Hugsiö ykkur þaö. Öll ævin líöur og rúmar allar ykkar kvalir." Þessi kona haföi sannarlega áhuga á Helvíti, en ég var meö allan hugann við fimmtíukallinn. Þegar tíminn var á enda, stakk hún honum aftur í budduna sína. Þetta uröu mér von- brigöi. Svona trúuö kona. Maður gat varla hugsaö sér aö hún heföi áhuga á smámunum eins og fimmtíukalli. Næsta dag sagöi hún okkur frá presti, sem hún þekkti. Hann vaknaði eina nóttina og sá mann, sem hann þekkti ekki, halla sér fram yfir rúmgafl- inn. Presturinn varö auðvitaö dálítiö smeykur, en spuröi þó náungann hvaö hann vildi og náunginn svaraði dimmri röddu aö hann vildi skrifta. Presturinn sagöi aö þetta væri heldur óheppilegur tími og hvort þaö mætti ekki bíöa til morguns. Náunginn sagöi aö síöast þegar hann gekk til skrifta, þá heföi hann svikist um aö segja frá einni syndinni, hann heföi skammast sín fyrir hana og nú hvíldi hún þungt á honum. Þá vissi presturinn aö þaö væri illt í efni. Hann sá aö maöurinn haföi gert falska syndajátningu og þaö var höfuðsynd. Hann fór framúr til aö klæöa sig, en rétt í því galaöi haninn úti í garðinum fyrir utan gluggann — og sjá — þegar presturinn leit upp sást maöurinn hvergi, en hann fann þef af brenndum viöi og þegar honum varö litiö á rúmgaflinn sinn, sá hann för eftir tvær hendur brennd inn í viðinn. Þetta var vegna þess aö náunginn haföi gert falska játningu. Þessi saga haföi hroöa- leg áhrif á mig. En verst af öllu var þegar hún sýndi okkur hvernig viö áttum aö rannsaka samvisku okkar. Lögöum við nafn guös, drottins vors viö hégóma? Heiðruðum viö föður okkar og móöur? Ég spuröi hvort þetta ætti líka viö ömmu og hún sagöi aö svo væri.) Elskuöum viö náunga okkar eins og okkur sjálf? Girntumst viö eigur náunga okkar? (Mér flaug í hug tíkallinn, sem Nóra fékk á hverjum föstudegi.) Ég sá í hendi mér að ég hlaut aö hafa, meira og minna, brotiö öll tíu boöoröin, allt vegna þessarar gömlu kellingar, og ég gat ekki betur séö, aö meðan hún byggi hjá okkur, þá mundi ég halda áfram aö brjóta jáau. Nú varö ég logandi hræddur viö skriftirnar. Daginn, sem allur bekkurinn átti að ganga til skrifta, þóttist ég vera meö tannpínu og vonaöi aö enginn tæki eftir því aö mig vantaöi. En klukkan þrjú, þegar ég taldi víst aö öllu væri óhætt, kom strákur meö skilaboö frá frú Ryan að ég ætti aö koma til skrifta á laugardaginn og síðan aö vera til altaris ásamt söfnuðinum. Þaö versta af öllu var aö mamma gat ekki komið meö mér, en sendi Nóru í sinn staö. Þetta stelpuóféti haföi alltaf haft lag á aö kvelja mig, en þaö vissi mamma ekki. Hún hélt í höndina á mér niður brekkuna, brosti dapurlega og sagöist vorkenna mér eins og hún væri aö færa mig á sjúkrahús til holskuröar. „Drottinn minn góöur hjálpi okkur,“ andvarpaöi hún. „Er þaö ekki hræðilega sorglegt aö þú skyldir ekki geta verið góöur drengur? /Ei, Jacky minn, ég kenni svo í brjósti um þig. Hvernig í ósköpunum geturðu nokkurntíma mun- aö eftir öllum syndunum þínum? Þú mátt ekki gleyma aö segja prestinum, þegar þú sparkaöir í fótlegginn á ömmu.“ „Láttu mig vera,“ sagöi ég og reyndi aö losa mig frá henni. „Ég vil ekki sjá aö fara til prestsins." „En þú kemst ekki hjá því aö skrifta, Jacky,“ svaraði hún í sama mæöutónin- um og áöur. „Þú mátt trúa því, aö ef þú ferö ekki, þá kemur presturinn heim aö leita aö þér. Þaö veit guð aö ég kenni í brjósti um þig. Manstu þegar þú reyndir aö drepa mig meö búrhnífnum undir boröinu? Eöa þá orðbragöið sem þú notaðir? Ég veit svei mér ekki hvaö hann getur gert viö þig. Þaö gæti fariö svo aö hann yröi neyddur til aö senda þig til biskupsins.“ Ég minnist þess aö mér datt í hug aö hún vissi ekki um helminginn af því, sem ég yröi aö segja — ef ég þá segöi þaö. Ég vissi aö ég gat ekki sagt þaö og ég skildi fyllilega hversvegna náunginn í sögu frú Ryan geröi falskér skriftir. Mér fannst það til háborinnar skammar aö víta hann fyrir þaö. Ég man eftir bröttu brekkunni niöur aö kirkjunni og sólglit- aðri hlíðinni hinumegin í dalnum. Ég horföi þangað milli húsanna eins og þegar Adam sá Paradís í síöasta sinn. Svo var þegar Nóra haföi druslað mér niöur allar tröppurnar á stéttina framan viö kirkjudyrnar aö hún skipti um tón. Hún varö allt í einu þetta fokvonda, ótugtarlega úrþvætti, sem hún var í raun og veru. „Geröu svo vel,“ æpti hún sigri hrósandi um leið og hún hrinti mér inn um kirkjudyrnar. „Eg vona bara aö hann skelli á þig refsingasálmunum, bölvaö hrekkjusvínið þitt.“ Þá vissi ég aö ég var aö fullu glataöur og átti í vændum eilífa refsingu. Huröin meö litaöa glerinu lokaðist á eftir mér, sólin hvarf og ég var í dimmum skugga, vindurinn ýlfraöi úti, en inni var þögnin eins og brothættur ís, sem gat þá og þegar brotnaö undir fótum mér. Nóra settist fyrir framan mig hjá skriftastóln- um. Þaö voru tvær gamlar konur á undan mér og svo kom vesældarlegur aumingi og klessti sér upp aö hinni hliðinni á mér. Mér var ekki undankomu auöiö, þótt ég heföi þoraö aö reyna aö flýja. Hann spennti greipar og rang- hvolfdi augunum upp í loftiö og and- varpaði angistarfullur og mér datt í hug hvort mannræfillinn ætti líka ömmu. Þaö þurfti vissulega ömmu til þess aö fá svona bjálfa til aö haga sér svona átakanlega, en hann var betur settur en ég, því hann gat játaö allar syndirnar, en aftur á móti varö ég að skrifta slaklega, deyja síöan um miöja nótt og ganga stööugt aftur og brenna rúmgafl- ana hjá fólki. Nú kom rööin aö Nóru. Ég heyrði stólhlerann lokast á eftir henni og síðan óminn af rödd hennar smeðjulega eins og bráöiö smjör. Svo kom hún út. Guö minn góður. Hræsnin í þessu kvenfólki. Hún horföi niður fyrir sig, spennti greipar framan á maganum og gekk inn ganginn aö altarinu eins og einhver dýrlingur. Maöur gat ekki hugsaö sér innilegri trúrækni og mér varö hugsaö til þess hversu kvikindislega hún haföi kvaliö mig alla leiöina til kirkjunnar og ég spuröi sjálfan mig, var þá trúaöa fólkiö svona innrætt? Nú var rööin komin aö mér. Meö skelfinguna viö eilífa glötun brennandi í sál minni fór ég inn í skriftastólinn og hurðin lokaöist sjálfkrafa á eftir mér. Þaö var niöamyrkur og ég gat ekki komið auga á nokkurn prest eða nokkuö annað. Þá fyrst varö ég veru- lega hræddur. í þessu þreifandi myrkri vorum viö einir viö guö, og hann haföi miklu betri aöstöðu. Hann vissi fyrirætl- un mína áður en ég byrjaði. Mér voru allar bjargir bannaöar. Nú ruglaðist ég í öllu, sem mér hafði veriö sagt um skriftirnar og ég kraup viö einn vegginn og sagði: „Faðir, blessaöu mig, því ég hef syndgaö. Þetta er í fyrsta sinn aö ég skrifta.“ Eg beið í nokkrar mínútur, en ekkert gerðist. Þá reyndi ég aftur viö hinn vegginn. Þar geröist heldur ekki neitt. Nú var guö aö ná sér niöri á mér. Ég held aö þaö hafi verið þá, sem ég tók eftir hillunni um þaö bil í höfuöhæö. Á þessari hillu átti fulloröiö fólk aö hvíla olnbogana, en ég var svo ruglaður aö ég hélt aö þarna ætti ég aö krjúpa. Auðvitaö var hún heldur há og ansi mjó, en ég var alltaf laginn aö klifra og mér tókst aö komast upp á hilluna. En þaö var hreint ekki auðvelt aö tolla þar. Þaö var aðeins pláss fyrir hnén og svolítill listi ofar, sem hægt var að ná taki á. Ég hélt mér í listann og endurtók þaö sem ég hafði áöur sagt, en svolítið hærra og í þetta sinn varö ég einhvers var. Hlemmur opnaðist, svolitla skímu lagöi inn til mín og karlmannsrödd sagöi: „Hver er þarna?" „Þaö er ég, faðir,“ flýtti ég mér aö segja, því ég hélt aö hann mundi kannski ekki sjá mig og fara aftur. Ég gat alls ekki séö hann. Röddin virtist koma fyrir neðan listann, sem ég hélt í, í hæö viö hnén á mér, svo ég greip föstu taki, sveiflaöi mér niður af hillunni og sá undrunarsvipinn á hinum unga presti er hann leit upp til mín. Hann hallaði undir flatt til aö geta séö framan í mig og ég hallaöi undir flatt til aö sjá hann. Viö uröum aö vera meira og minna á skakk til aö tala saman. Mér fannst þetta vera undarlegar stellingar viö skriftir, en þaö sat síst á mér aö vera meö aöfinnslur. „Faöir, veittu mér blessun þína, því ég hef syndgaö. Þetta er í fyrsta sinn, sem ég kem til skrifta." Ég gusaði þessu öllu út úr mér í einni lotu og lét mig síga svolítið neöar til aö gera honum hægar fyrir. „Hvaö ertu að gera þarna uppi?“ hrópaði hann reiðilega. Fyrir hæversku sakir hélt ég ekki nógu fast um listann og ég hrökk viö er ég heyröi svona harkalegt ávarp og þaö fór alveg meö mig. Ég missti takið, slengdist á hurðina og skall endilangur á bakiö út úr FYRSTA JÁTNINGIN Smásaga eftir Frank O’Connor

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.