Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1981, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1981, Blaðsíða 13
skriftastólnum, fram á kirkjugólf. Fólkiö, sem hafði beðiö fyrir framan stóö á fætur meö galopinn munninn. Prestur- inn opnaði huröina á stólnum í miöjunni, kom framfyrir og ýtti kollhúfunni aftur á hnakka. Hann var hræðilegur. Þá kom Nóra hlaupandi fram ganginn. „Bölvaður asninn þinn,“ sagöi hún. „Ég mátti svo sem vita þaö að svona færi. Ég heföi átt aö vita að þú mundir veröa mér til skammar. Maður má ekki líta af þér eitt augnablik." Áður en ég haföi tíma til aö komast á fætur og bera hönd fyrir höfuð mér haföi hún gefið mér rokna löðrung. Viö þaö kom mér til hugar að ég var svo furðu lostinn aö ég haföi gleymt aö hljóða, svo fólk gat haldið aö ég heföi alls ekki meitt mig og þó lá ég þarna, sennilega stórslasaður. Ég rak upp skaðræöisöskur. „Hvaö gengur eiginlega á?“ hvæsti presturinn og var nú orðinn fjúkandi aftan prestinn og rak út úr sér tunguna aö mér, en mér var alveg sama. Mér var þaö Ijóst frá þeirri stundu er presturinn opnaöi munninn aö hann var stórgáfaö- ur. Þegar ég haföi tíma til aö hugsa sá ég enn betur aö þaö væri rétt. Þaö sagöi sig sjálft aö maður meö sjö ára syndir haföi meira aö segja en fólk sem skriftaði vikulega. Þaö voru glæpir heillar ævi, eins og hann hafði sagt. Skriftirnar hjá gömlu konunum voru bara smávegis rabb um Helvíti og um biskupinn og um iðrunarsálmana. Þær þekktu ekkert annað. Ég fór aö skoöa samviskuna og ef ég sleppti öllum þessum vandræöum meö ömmu, þá var hún ekki svo slæm. Þegar kom aö mér leiddi presturinn mig inn í skriftastólinn, opnaöi hlerann sín megin svo ég gat séö hann gegnum rimlana. „Jæja, vinur,“ sagöi hann. „Hvaö ertu kallaður?“ faöir,“ bætti eg viö fullur sjálfsmeö- aumkunar. „Hún veit aö mér er illa viö hana og hún gefur Nóru tíkalla, en mér gefur hún aldrei neitt og pabbi heldur alltaf með henni og flengir mig, og eitt kvöldið var ég svo öskureiður aö ég vissi aö ég mátti til aö drepa hana.“ „Og hvaö ætlaöiröu aö gera viö líkið?“ spuröi hann ákafur. „Ég var aö hugsa um aö höggva hana í stykki og aka henni burt í hjólbörum, sem ég á,“ sagði ég. „Sveiattan, Jacky," sagöi hann. „Veistu aö þú ert hræðilegur krakki?" „Já, ég veit það, faöir," sagöi ég, því ég var alveg á sama máli. „Ég reyndi líka einu sinn[ aö drepa Nóru meö búrhnífnum. Ég var undir boröi og hitti hana ekki.“ „Er það stelpan, sem var að lemja þig áöan?“ spurði hann. „Já, þaö er hún, faðir.“ „Einhverntíma ræöst einhver á hana þögnin var rofin og ég heyrði drunurnar í strætisvögnunum á veginum, var ég í sjöunda himni. Ég vissi nú aö ég mundi ekki deyja um nóttina og ganga aftur og gera brunabletti á húsgögnin hennar mömmu. Þaö heföi valdiö henni þung- um raunum og hún haföi nóg fyrir, vesalingurinn. Nóra sat á handriðinu og beið eftir mér og hún varö súr á svipinn þegar hún sá prestinn meö mér. Hún var vitlaus af öfund, því þaö haföi aldrei prestur fylgt henni út úr kirkjunni. „Jæja,“ sagði hún kuldalega þegar presturinn var farinn. „Hvaö lét hann þig fá?“ „Þrjú Maríuvers,“ sagöi ég. „Þrjú maríuvers,“ endurtók hún og gat ekki trúað þessu. „Þú hefur þá ekkert sagt honum.“ „Jú, ég sagöi honum allt,“ sagöi ég í einlægni. „Líka allt um ömmu?“ Mynd: Eiríkur Smith JM’M'VrJ ■ MPV'H'r reiður og þeytti Nóru til hliðar. „Hvernig vogaröu þér að lemja barnið svona, forsmánin þín?“ „En faðir, ég hef ekki friö til að iörast fyrir honum,“ hrópaöi Nóra og skáskaut augunum upp til prestsins. „Jæja, faröu samt og iörastu eöa ég læt þig fá meiri skriftir," sagöi hann og rétti mér hendina til aö reisa mig á fætur. „Ætlaðir þú ekki aö koma til að skrifta, væni minn?“ spuröi hann mig. „Jú, faöir," sagöi ég snöktandi. „Jæja,“ sagði hann viröulega. „Svona stór og röskur strákur, eins og þú, hlýtur aö hafa hræöilegar syndir á samviskunni. Eru þetta þínar fyrstu skriftir?" „Já, faöir,“ sagöi ég. „Alltaf versnar þaö,“ sagöi hann dapurlega. „Allir glæpir ævinnar. Ég losna líklega ekki viö þig í allan dag. Þú ættir aö bíða meðan ég hlusta á gamla fólkið. Þú getur séö þaö á þeim að þau hafa ekki mikiö aö játa.“ „Já, ég skal bíða faöir," sagöi ég og þaö vottaði fyrir ánægju í röddinni. Mér leiö miklu betur. Nóra var fyrir „Jacky, faðir,“ sagöi ég. „Og hvaö amar aö þér, Jacky minn?“ „Faöir," sagöi ég og hugsaöi aö þaö væri best aö losna strax viö þaö versta, meöan hann var í góöu skapi. „Ég var aö ráögera aö drepa hana örnmu." Þetta virtist koma honum á óvart og góöa stund sagöi hann ekkert. „Drottinn minn góöur," sagöi hann loks. „Það væri hroöalegt að gera þaö. Hvernig gat þér dottiö það í hug?“ „Faöir," sagöi ég og vorkenndi sjálf- um mér. „Þetta er agaleg kerling." „Er hún þaö?“ spuröi hann. „A hvern hátt er hún svona agaleg?" „Hún drekkur bjór, faöir," sagöi ég og vissi vel, afþví mamma hafði sagt þaö, aö þaö var höfuðsynd og ég vonaði aö þetta fengi prestinn til að hallast heldur á sveif meö mér. „Aö hugsa sér," sagöi hann og ég sá aö hann var hneykslaöur. „Og hún tekur í nefið, faöir,“ sagöi ég. „Já, þetta er slæmt, Jacky," sagði hann. „Og svo fer hún um allt berfætt, meö búrhníf og hittir hana,“ sagði hann leyndardómsfullur. „Þú hlýtur aö vera mjög hugaður. Okkar á milli sagt, þá er margt fólk, sem ég vildi fara svona meö, en ég mundi aldrei þora þaö. Það er ægilegur dauðdagi aö vera hengdur." „Er þaö, faöir,“ spuröi ég í fyllstu einlægni. Mér hafði alltaf litist svo vel á hengingar. „Hefuröu séö nokkurn hengdan?" „Fjölda marga,“ sagöi hann alvar- legur. „Þeir dóu allir öskrandi.“ „Asnar," sagöi ég. „Já, þaö er hræðilegur dauödagi,“ sagöi hann mjög sannfærandi. „Margir þeirra, sem ég sá höföu drepiö ömmur sínar, en þeir sögöu allir aö þaö heföi ekki.borgaö sig aö vera aö því.“ Hann hélt áfram aö tala viö mig í tíu mínútur og gekk svo meö mér út úr kirkjunni. Mér þótti afar leitt aö skilja viö hann, því hann var langskemmti- legasti maöurinn, sem ég hafði nokkru sinni hitt, tengdan trúmálum. Þegar við komum út úr skugganum af kirkjunni var sólskiniö eins og æöandi brim viö ströndina. Ég var dasaöur. En þegar „Já, líka allt um örnrnu." (Hún vildi helst geta fariö heim og sagt að ég heföi gert falskar skriftir, dregið undan.) „Sagöiröu honum aö þú hefðir ráöist á mig meö búrhníf?" spurði hún og gretti sig. „Já, svo sannarlega gerði ég það.“ „Og hann lét þig bara fá þrjú Maríuvers?" „Já, þaö var ekki meira." Hún lét sig síga hægt niöur af handriðinu meö furöusvip. Hún skildi hvorki upp né niður. Þegar viö fórum upp tröppurnar aö þjóöveginum leit hún á mig efablandin. „Á hverju ertu aö smjatta?" spuröi hún. „Karamellu." „Gaf presturinn þér karamellu?“ „Ójá, þaö geröi hann.“ „Drottinn minn dýri,“ sagði. hún biturlega. „Sumir eru alltaf heppnir. Þaö er ekkert gagn aö því aö reyna aö vera góð. Þaö væri alveg eins gott fyrir mig aö vera stórsyndari eins og þú.“ Ragnar Þorsteinsson þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.