Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1981, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1981, Blaðsíða 9
tskurn: Annarsvegar þetta einstaklega ir Vínarborg meö hallir sínar og og nær hjarta borgarinnar verður ekki * *•+ Vínarborg er engan veginn eins fræg fyrir myndlist sem tónlíst; þó hafa fáar borgir tekið höggmyndalist betur uppá sína arma. Nú eru stytturnar ekki lengur af hetjum á hestbaki, heldur nútímaverk, — hór er þaö túlkun á hinni eilífu kvenfegurö. Hjá myndinni standa tveir fiðluleikarar úr Sinfóníunni, Helga Hauksdóttir til vinstri og Herdís Gröndal. Tveir snjallir: Annarsveg- ar skáldið Göthe úr steini og Árni Elvar básúnuleik- ari og teiknari, bráðlif- andi og að sjálfsögöu með teiknimöppuna meöferöis. Austurríkismenn halda mikið uppá minninguna um Maríu Theresu drottningu, sem ríkti 1740—1780, bjó í Vínarborg og annaði því aö eignast 16 börn fyrir utan að stjórna ríkinu. Þessi veglega stytta hefur verið reist henni við listasafniö. konsertinn hófst. Þar sást hvorki troön- ingur né asi. Suður yfir Bæjaraland 16. maí. Nú upphófust slímsetur í rútubílum: Hljóöfærin í einum og nokkrir farþegar, en tveir bílar fullsetnir. Fannst mönnum fariö full gætilega á svo ágætum vegum, en reglurnar mæla fyrir um 80 km hámarkshraöa rútubíla og kemst allt upp, ef brotið er, því bílarnir eru meö „kjaftakellíngu“. Skildist okkur, aö þeir ágætu menn sem óku okkur væru ekki mjög hálaunaöir og dagkaup- iö þeirra fljótt aö fara í sektir, ef hraöaákvæöin væru brotin. En þessir nýtízku langferöabílar eru prýöis farartæki; sætin góö og maöur situr hátt og sér vel yfir. Kunnugleg nöfn koma á skiltin: Núrnberg — og þá dettur manni óöar í hug, aö hér var eitt sinn maður, sem æpti á lýðinn um Eina Þjóð, — Einn Flokk, — og Einn Foringja. Einmitt á þessum slóöum átti Hitler öruggu fylgi aö fagna. En bjórkjallara- fundir og slagorð foringjans eru svo víös fjarri þeirri vel klæddu æsku sem spássérar undir linditrjám vorra daga, aö foringinn er kominn eitthvaö aftur í buskann; uppað hliöinni á Napóleoni mikla eöa Friörik Prússakeisara. Aðeins einu sinni varö á vegi okkar skilti meö nafni, sem minnti óþægilega á þessa horfnu tíö: Dachau, — illræmdar fanga- búöir nærri Múnchen. En Bæjaraland var blítt á svipinn þennan dag í byrjun sauöburöar. Maöur veröur ögn syfjaöur af því aö sjá öll þessi tré líöa hjá og þorp meö kirkju í miöri þyrpingunni. Þá er víst öruggt, aö maöur er kominn til Bæjaralands, þegar kirkjur meö laukturni taka aö birtast; eöa svo sagöi Monika Abendroth hörpuleikari, sem upprunnin er úr Þýzkalandi. For- eldrar hennar höfðu tekiö aö sér aö útvega þessum stóra hópi málsverð á veitingahúsi í námunda viö Múnchen. Þá var komiö framyfir miöjan dag og mönnum þótti sem mjög ætlaöi aö teygjast úr þessari dagleiö til Vínar. Átu allir, drukku og voru glaöir; báru dugn- aöarlegar konur fram mjööinn og báöu menn drekka lítt við sleitur. Og þarna urðum viö vitni að þeím hlýhug og aödáun, sem ísland mætir í þýzkumæl- andi löndum framar öörum stööum. Foreldrar Moniku eru oröin öldruö; þau hafa í nokkur skipti komið til íslands. Og sem upp var staöiö frá þessum máls- veröi, var tilkynnt fyrir þeirra hönd, aö þau ætluöu aö greiöa reikninginn; sem sagt aö bjóöa rúmlega hundraö manns í mat. Þaö var minnisstæður höföings- skapur og öllum til ánægju slógust þau í förina næstu níu dagana. Að sitja kyrr á sama stað... Leiöin sveigir til austurs; leitt aö geta ekki fengiö smjörþefinn af Múnchen. En þaö bíöur betri tíma. Nú rísa fjöll á hægri hönd; undirhlíðar Alpanna. Alltaf er nú munur aö hafa fjöll til að horfa á, — fjöll og vötn. Og þorp með laukkirkju. En það var enginn rútubílasöngur, jafnvel þótt óperusöngvarar væru með í förinni. Og enginn til aö taka í gítar, þótt heil sinfóníuhljómsveit væri meö í förinni. Og SJÁ NÆSTU SÍÐU 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.