Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1981, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1981, Blaðsíða 10
AUSTURRÍKI feginn var ég aö minnsta kosti; fátt þykir mér ömurlegra en rútubílasöngur. Sem sagt: maður situr kyrr og samt er veriö aö feröast, — og nógur tími til að hugsa. Landamæri: Framundan er Austurríki, fyrirheitna landiö meö fjöllum og músík. Þaö veröa tafir, — farandverkamenn, líklega frá Tyrklandi, eru á undan okkur og þurfa aö skipta um bíl. Þeir bera út fátæklegar föggur sínar; svartskeggjaöir menn, sem hafa skiliö konur og börn eftir heima. Þeir eru á leiö í veriö, lúnir menn og munu fá aö hreinsa sorp og önnur þesskonar störf, sem teljast ekki eftirsótt. Leiðin liggur framhjá Salzburg, fæö- ingarborg Mozarts, — hún blasir viö af hæöunum fyrir noröan. Þangað liggur leiðin einnig aö feröalokum, mörg fjöll veröa augu vor búin aö klífa þá. Og þessi dagur líöur aö kvöldi. Eitt sinn var gert ráö fyrir 12 tíma akstri. En drjúgur veröur síöasti áfanginn, — aftur fjarlægjumst viö fjöllin og myrkriö er skolliö á. Eftir 15 tíma ferö er komið á Pension Wienerwald í Vínarskógi. Hér heitir Gablitz bei Wien; þaö er úti í sveit. En Vínarborg er aöeins í seilingarlengd, — hún bíður næsta dags. Boð með skilyrðum Áöur en lengra er haldið, er ekki úr vegi aö geta þess, aö Sinfóníuhljómsveit íslands var komin til Austurríkis fyrir tilstuölan stofnunar, sem kennir sig viö músík og æsku. Þetta boð var þó háö því skilyröi, aö þeir Austurríkismenn fengju aö ráöa efnisskránni. Auövitað voru okkar menn ekki ánægöir meö þaö, en öllum þótti sjálfsagt aö taka boöinu engu aö síöur. Eftir jaml og japl og langvinnar bréfaskriftir tókst aö fá samþykktir fyrir íslandsminni Jóns Leifs á tveimur stööum. Aftur á móti var nútíma tónverk valið til flutnings á nær öllum tónleikunum og þeim Austurríkis- mönnum þótti viö hæfi, aö þaö væri eftir ungt tónskáld úr þeirra hópi, Schulze aö nafni. Aö vísu tileinkaði hann verkið Sinfóníuhljómsveit íslands og þaö var skírt íslenzku nafni: Snúningur. Þessi sami Schulze haföi raunar veg og vanda af skipulagi feröarinnar og mátti heita alger lykilmaöur. Einhversstaöar heföi kannski þótt óviðeigandi aö sjálfur skipuleggjandinn setti verk eftir sjálfan sig svo mjög á oddinn, en svona eru nú tryppin rekin í Austurríki. Þetta verk Schulze er víða fallegt á að hlýöa og byggir á ýmsum aöföngum úr músíkheiminum, m.a. kafli úr færeyskum dansi. En í heild minnir þaö á kvikmynd, sem ekki er fariö að klippa; gaman heföi verið aö fá aö hlusta á eitthvaö annaö, — stundum aö minnsta kosti. Það var vel til fallið, að Sinfónían skyldi heimsækja Austurríki í þessari fyrstu meiri- háttar utanferð sinni, því Austurríkismenn hafa lagt henni til góöan liðsstyrk. Hér eru þrír Austurríkis- menn úr hljómsveit- inni, sem allir eru orönir íslenzkir ríkis- borgarar. Frá vinstri: Herbert H. Ágústsson, Páll P. Pálsson hljómsveitarstjóri og Hans Ploder Franzson fagotleikari. Oft er það gott sem gamlir kveða — og spila. Hér eru fjórir þeir elztu, sem skip- uðu hljómsveitina í Austurríkisferðinni. Frá vinstri: Þorvaldur Steingrímsson fiðlu- leikari, Jóhannes Eggertsson sellóleik- ari, Skafti Sigþórsson víóluleikari og Sveinn Ólafsson, einnig víóluleikari. Yngsti liðsmaður hljómsveitarinnar var Oddur Björnsson, lengst til vinstri; hann er í slagverkinu, en í þann veginn að hefja básúnunám. Næst- yngst eru þau Svava Bernharösdóttir fiölu- leikari og Friðrik M. Baldursson fiðluleik- ari. k

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.