Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 14
Vinur minn, Sinclair Lewis Sinclair Lewis 1947. Málverk eftir Barnaby Conrad, höfund greinarinnar. eftir Barnaby Conrad Barnaby Conrad er bandarískur rithöfundur og málari. Hann kynntist Sinclair Lewis áriö 1947. Þannig vildi til aö þriðja kona Lewis, Marcella Powers, sem þá var reyndar nýfarin frá honum, var umboðsmaður rithöf- unda og m.a. Conrads. Conrad hafði mikið dálæti á verkum Lewis og vildi gjarnan kynnast höfundinum. Fór svo að Lewis bauð Conrad í te. Conrad hafði með sér uppkast að skáldsögu og bað Lewis að lesa það yfir. Lewis las handritið og ráðlagði höfundinum í mestu vinsemd að fleygja 73—4 fyrstu síðunum; hand- ritið var þá oröið 75. Þótti Conrad nú örvænt um bókmenntaframa sinn. En Lewis bað hann að senda sér næstu 75 síðurnar af sögunni og þegar hann hafði lokiö við að lesa þær hringdi hann í Conrad klukkan tvö um nótt og bauð honum vinnu, vildi fá hann fyrir einkaritara og taflfélaga og setti það ekki fyrir sig að Conrad kunni ekki mannganginn. Um þessar mundir var tekið aö halla undan fæti fyrir Lewis. Hann var að vísu frægastur bandarískra höfunda, og áreiðanlega auðugastur, en gagnrýnendum bar yfirleitt sam- an um það að hann væri búinn að lifa sitt fegursta. Nú var aö koma út ný bók eftir hann, Kingsblood Royal, og vakti mikla gagnrýni og deilur en ekki líkaði Lewis gagnrýnin. Sat hann heima á óðali sínu Thorvale, liföi þar á leifum af fornri frægö og þóttist ofsóttur og misskilinn. Conrad var sumarlangt hjá Lewis og eru hér fáeinar svipmyndir úr frásögn hans af lífinu á Thorvale. Sagan hefst þar sem höfundur er aö koma í vistina ... Ég flaug til New York og tók morgunlest- ina til Williamstown í Massachusetts. Lewis tók á móti mér á brautarstöðinni. Nánir vinir hans kölluðu hann Hal. Góðkunningjar hans kölluðu hann Red, en málkunnugir Sinclair. Ég kallaði hann hr. Lewis. Ég var í nokkru uppnámi og ekki laust við ég væri kvíðinn, en hann reyndist hinn kumpánlegasti og mér varö strax rórra. „Ég man að Hemingway var einu sinni að lýsa fyrir mér manni og sagöi um hann aö hann væri svo djöfull nákvæmur að hann væri ævinlega mættur á brautarstöð klukkutíma áöur en lestin ætti að koma,“ sagði hann og þaö ikti í honum. „Ég þoröi ekki fyrir mitt litla líf að segja honum að ég er svo djöfull nákvæmur að ég mæti ævinlega tveim tímum áöur.“ Mér þótti hann all-ískyggilegur við fyrstu sýn. Hann haföi tvo um sextugt þegar þetta var. Hann var hár maður vexti, og forljótur, tvímælalaust Ijótasti maður sem ég hafði augum litiö fram að þessu. Hann var rauöur í framan, andlitið rist og markað örum og bólugrafið; hann haföi átt viö húökrabba asð stríða og þetta voru ummerkin eftir uppskuröina. Þó voru augun uggvænlegust, þau lágu djúpt í tóttunum, og mér var ómögulegt að horfa í þau fyrst í stað. Hárið haföi veriö eldrautt forðum tíð, en var tekið að lýsast og þynnast þegar hér var komið. Samt fannst mér hann ekki Ijótur lengur stundarkorni síöar, þegar hann var farinn að tala og rifjaði upp gamlar endurminn- ingar. Mér varð fljótlega Ijóst að hann var flókinn aö skapgerö: hann var til skiptls góðgjarn og grimmur í tali, sagði ýmislegt satt eða logið, var til skiptls hóglátur og drembinn, talaði ýmist tóma þvælu eða speki. Það var sem andlitslýtin hyrfu mér, persónan var svo mikilúðleg, ímyndunarafl- ið og ákafinn smitandi. Við röbbuðum um heima og geima. Ég komst að því seinna að hann var óvenju ræðinn um þessar mundir; hann var sem sé einmana. En langtímum saman togaðist varla orð uþp úr honum, ég fékk líka að reyna það. Hvort tveggja kom yfir hann endrum og eins, og han gat að hvorugu gert. Viö tókum eina skák fyrir kvöldmatinn. Ég haföi verið að lesa mér til undanfariö, en það var ekki nema nokkrar vikur og skákhæfileikar mínir þar aö auki hverfandi. Þrátt fyrir það var ég búinn að keyra kónginn hans upp í horn áöur en varöi. Þá þurfti ég aö skreppa á klósettiö. En þaö er ég handviss um að þaö var búið að færa til menn þegar ég kom aftur — og mér í óhag. Ég hafði nú ekki orö á þessu enda vann ég hvort eð var. Lewis virtist verða talsvert um. „Heppni,“ sagöi hann eða hreytti heldur út úr sér. „Hrein heppni." Og þá minntist ég þess sem Marcella hafði skotið að mér, aö ég yrði aö gæta þess aö máta hann ekki oft, skákin skipti hann meira máli en flest annað. Hann var hálffúll viö kvöldmatarborðiö aö mér fannst; sat drykklanga stund og virti ólundarlega fyrir sér lambslæriö sem Joseph haföi soðiö handa okkur og bragöaðist mér afskaplega vel. Lewis var fágaöur maður í mörgum greinum. Ekki í borösiöum og þótti mér þeir allfrumstæöir. Hann hafði fyrir vana að hræra og stappa matinn allan saman, eins og krakkar gera oft, kartöflur, baunir og kjöt, brauö og smjör og varö úr þessu glás mikil og heldur óyndisleg á aö horfa. Hann sendi kássuna yfirleitt fram hálfétna enda var hún oröin hálfu óárennilegri um það bil því Lewis keðjureykti við matboröið og var maturinn jafnan hálfhulinn sígarettuösku þegar hann var borinn fram aftur. Laust því niður í mig þegar ég sá þetta fyrst að svona hefði lífið út matur sem var hálfétinn í þann mund er ógæfa reið yfir Pompei foröum. Lewis át svo hálfan ábætinn og sagði: „Jæja — þá er að sjá hvort þetta var heppni eða ekki heppni í dag.“ Hann gekk á undan mér út úr stofunni. Ég hinkraði við meöan hann bjó sig undir viðureignina: það fólst í því aö hann hámaöi í sig nokkrar súkkulaðiplötur (þaö var kassi af Whitman’s Samplers í hverju einasta herbergi, en Lewis sat einn að þeim því hann var yfirleitt búinn að gramsa í kössunum svo aö öðrum hvarf strax lyst er þeir litu innihaldiö). Viö settumst aö skákboröinu og Lewis neri saman höndun- um, bersýnilega spenntur. Þaö varö Ijóst í byrjun að hann ætlaöi aö reyna að gera mig heimaskítsmát. Nú var þetta ein allrafyrsta glldran sem mér haföi veriö sýnd og ég vissi fullvel hvernig komizt varö hjá henni. En ég minntist oröa Marcellu og gekk í gildruna. Lewis lyftist allur. „Ha!“ sagði hann sigrihrósandi, „þarna lástu!” Hann var himinlifandi og fagnaði hann sigrinum með því aö háma í sig nokkra súkkulaðimola. Var hann enn í sjöunda himni er viö buðum hvor öðrum góða nótt og héldum hvor til síns herbergis. Hann sneri sér við í miöjum stiga og sagöi: „Velkominn til Thorvale — sjáumst eld- snemma í fyrramálið,” síðan þrammaði hann áfram upp stigann og rak við í hverri tröppu, nokkurs konar sigurskothríð. Eg hafði stillt klukkuna á hálfsex morg- uninn eftir en þegar til kom vaknaði ég áður en hún hringdi. Ég snakaði mér í fötin og fór niður. Það var koldimmt úti. Lewis var þegar kominn niöur. Hann sat í borðstofunni, haföi sveipað um sig gömlum baöslopp, og var að sötra kaffi. Hann hafði tekið út úr sér fölsku tennurnar þrjár og fannst mér hann lítið fríkka við þaö. Svo var hann með grænt skyggni yfir augunum, þesskonar sem gjaldkerar og blaöamenn notuðu mikiö hér áður. En fölrautt hárið úfiö og stóðu toppar út í loftiö sitt hvorum megin og minntu sterklega á horn. Hann benti mér skjálfhentur á kaffibrúsa og bolla við borðsendann á móti sér. Ég settist og fékk mér í bollann. Hvorugur okkar hóf máls og um stund ríkti þögn nema hvaö Lewis sötraöi kaffiö sitt og endrum og eins gaggaöi lynghæna úti. Lewis reykti án afláts og staröi fram undan sér eins og bergnuminn. Ég lauk úr bollanum. Hann þagði sem fyrr. Ég tók eftir því aö hann hafði plástraö á sér fingurna. Þá vissi ég aö hann hafði verið að vinna. Hann þoldi nefnilega illa að vélrita, varö aumur í fingurgómunum. Loks rauf hann þögnina. „Ég er óþolandi á morgnana,” sagði hann. „Eg er orðinn svona sæmilegur um hádegisbiliö, og um sexleytið er ég bara orðinn ágætisnáungi. Þú getur byrjaö að vinna þegar þér sýnist. Ég sit hérna vanalega í klukkutíma, áöur en ég fer upp að vinna, og hugsa um sjálfan mig. Ég kemst jafnan aö þeirri niöurstöðu að ég sé nú andskotans ári góöur . . .“ Lewis hafði boöi fólki í mat og var snætt úti í garöi. Lewis hafði keypt forláta boga, örvar og skotskífur síðustu konu sinni til skemmtunar, en hún fór frá honum rétt um þaö bil svo boginn var ónotaður. Datt skáldinu nú í hug að láta reyna gripinn og valdi Conrad til þess. Skipti þá engu þótt Conrad kynni ekkert meö boga að fara ... „Hérna, Barny,” sagði hann og rétti mér bogann. „Lof mér að sjá hvort þú ert jafnhittinn og Marcella.” Ég haföi ekki skotið af boga frá því ég var smástrákur. Mér fannst líka boginn og markskífan og útbúnaðurinn alltof fínn fyrir mig. Þetta var splunkunýtt. Ég litaðist um eftir einhverjum öörum skotspæni. Þá kom 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.