Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 15
ég auga á frosk handan viö tjörnina. Færiö var rúmir tuttugu metrar. „Sjáiöi froskinn þarna,“ sagöi ég og tók mér stööu eins og Hrói höttur í bíómyndunum, en gestirnir hlógu viö, því þaö var fáránleg tilhugsun að ég gæti hæft froskinn af þessu færi. Ég spennti bogann. Ég hitti froskinn milli augnanna. Ég held ég hafi aldrei orðiö jafnhissa. Kvikindiö korraði hátt, rak út alla anga og drapst. Lewis og gestirnir sneru sér að mér og virtu mig fyrir sér meö undrun og lotningu. Ég kom til sjálfs mín, lét aftur munninn, lagöi frá mér bogann og reyndi aö átta mig á atburöum. Horace Cayton tók fyrstur til máls. „Hjálpi mér,“ sagöi hann, „annaö eins snilldarskot hef ég aldrei séö síöan Howard Hill sjálfan leiö!“ Ég reyndi hvaö ég gat aö bæla niöur montiö. Þá varö mér allt í einu litiö á Lewis. Hann horföi ekki lengur á mig aödáunaraugum. Hann var sótrauöur í framan. „Geturðu aldrei stillt þig?“ hvæsti hann. „Áöan drapstu silunginn, og nú þetta froskgrey — og algerlega aö ástæöul- ausu!“ Það sló þögn á gestina. Ég sá mig neyddan til þess að segja eitthvað. „Viö átum silunginn,“ sagöi ég en komst ekki lengra í bili. Ég fann aö mér volgnaði í andliti. Lewis greip fram í fyrir mér. „Finnst þér ekki nóg um grimmd í veröldinni?" spuröi hann heiftúöugur og baröi beininu sem hann hélt á svo fast í diskinn aö þaö brotnaöi. „Þaö flögraöi aldrei aö mér að ...“ sagöi ég og enn greip hann fram í. „Heldurðu aö fiskar og froskar séu tilfinn- ingalausir?" urraöi hann. Hann var orðinn eldrauöur í framan. „Hver hefur gefið þér heimild til aö drepa aðrar lífverur? Þér finnst þú trúlega heilmikill kall aö hafa unniö á þessu froskgreyi!" Ég reyndi aö komast aö. „Hr. Lewis,“ sagöi ég. „Þaö flögraði aldrei aö mér að ég mundi hitta froskinn. En þaö tókst nú svona til og úr því sem komið er ætla ég ekki aö láta þaö halda fyrir mér vöku. „Ég tók beinið, sem hann haföi brotiö, upp af diskinum hans. „Þetta er lærleggur úr kjúklingi," sagöi ég. „Kjúklingurinn var lifandi í gær. Hann hljóp hérna um hlaðið og gaggaöi og átti sér einskis ills von.“ Svo gaggaöi ég nokkrum sinnum eins og til aö lífga upp á lýsinguna og leggja áherzlu á málstaöinn. Lewis staröi opinmynntur á okkur lær- legginn til skiptis. Mér heföi ekki brugöiö þótt reykur heföi liöazt út um eyrun á honum. Hann snarsnerist á hæli og stikaöi burt. Ég stóö eftir og hugsaöi meö sjálfum mér aö nú væri ég búinn aö missa vinnuna og bölvaöur asni gæti ég verið. Þaö leiö svo sem klukkutími og gestirnir voru aö búast til aö fara. Kemur þá Lewis aftur og virðist nú alveg runnin reiðin og kveöur hann gestina. Þegar þeir eru horfnir sjónum snýr hann sér að mér. „Barny,“ segir hann, „asskoti var þetta snjallt hjá þér!“ Og bætir viö: „Bölvaöur hræsnari getur maður nú veriö!" „Hvaö var svona snjallt?" spyr ég. „Nú gerumst viö græn- metisætur,“ sagði hann. „Ég er búinn aö segja Joseph af því.“ Nú hafði Joseph talsveröan metnaö til matargerðar og hljóta þessi umskipti aö hafa oröiö honum nokkurt áfall. Hann varö aö sööla alveg um. En honum fór graselda- mennskan vel úr hendi enda var hann snjall maöur í sínum greinum. Gestir sem settust upp hjá okkur um stundarsakir voru náttúrulega óviöbúnir þessari grænmetis- byltingu og ýjuöu aö því kurteisiega aö þeim þætti ágætt aö fá nokkrar kjöttægjur í kássunni. En þaö haföi ekkert uppá sig og þeir átu svo mat sinn möglunarlaust. Hins vegar fóru þeir flestir degi fyrr en þeir höföu ætlað. Þriöja daginn fengum viö kornflögur í morgunmat. Lewis sat lengi og virti þær fyrir sér. Það var augljóst að hann hafði megnustu óbeit á þeim. Hann hellti yfir þær rjómablöndu. Hann hræröi í meö skeiöinni. „Þaö brakar svo í þeim,“ tautaöi hann. Svo sagöi hann allt í einu hugsi: „Egg eru nú eiginlega ekki kjöt; þaö er varla hægt að segja þaö . . .“ Ég var farinn að kunna betur á hann þegar þarna var komið sögu. Ég hristi höfuöið efins á svip og sagöi: „Ja, þú segir Hann sagðist vera trúleysingi, en íór samt í kirkju. þaö. Þau veröa nú aö kjúklingum. Þaö má segja aö þau séu verðandi fuglar — og þess vegna kjöt.“ „Á,“ sagöi Lewis, „verö- andi! Það er oröiö. maður má ekki hengja sig svona í orö. Verðandi — ekki orðnir, þaö er lóöiö. Víst er mikils vert aö vanda oröaval sitt. Blæbrigöamunur á oröum getur skipt öllu. En hvaö um þaö: egg veröa ekki nærri alltaf kjúklingar. Joseph — spældu handa okkur tvö egg.“ í hádeginu sá ég aö Joseph haföi lætt nokkrum sardínum saman við salatið. Lewis lét sem hann sæi þær ekki — en át þær. í kvöldmatnum mátti orðið greina kjötflísar í salatinu ef vel var gáð. Mér kom ekki til hugar að hafa orö á þessu, Lewis geröi engar athugasemdir, og viö átum salatiö upp til agna. Morguninn eftir varð ég var viö flesk- ræmur í eggjahrærunni. Lewis át þær orðalaust, og markaöi þaö tímamót. Græn- metisöldin á Thorvale var á enda. Lewis vék aldrei oröi aö grænmetisfæöi framar, að minnsta kosti ekki í mín eyru og ekki heldur fáum dögum seinna þegar Joseph bar fyrir okkur silung sem ég haföi veitt í ánni. Um haustið skildu leiöir þeirra Lewis og Conrads. Þeir skrifuöust á eftir þetta en sáust aöeins einu sinni aftur, og átti Lewis þá tvö ár ólifuð. Hann lézt áriö 1951 . . . Viö sáumst ekki aftur fyrr en 1949; ég var þá nýkvæntur og viö hjónin fórum í brúökaupsferð um Frakkland. Ég frétti af honum í París og hringdi í hann. Hann bauð okkur undir eins í mat, mér og Dale konunni minni. Viö renndum viö og sóttum hann á hótelið. Hann var rétt nýkominn til Parísar og var himinlifandi. Hann haföi veriö langdvölum t París á yngri árum, þegar allt lék í lyndi. „Hef ekki komið hingað í tuttugu ár,“ sagöi hann. „Viö skulum fara hérna yfir á vinstri bakkann — ég ætla aö sýna ykkur staö sem viö sóttum mikið í gamla daga, öndvegisstaöur, ekki stór en andrúmsloftið óviöjafnanlegt. Þaö sækja hann allir almennilegir listamenn, rithöfundar, blaöamenn, helztu hugsuöir í borginni." Viö fundum staöinn eftir stutta leit. Þetta reyndist vera lítil kaffistofa, skítug og öll hin ömurlegasta. Inni sat einn gestur, stúdent aö því er virtist, og las í bók viö Ijós af kerti sem stungið haföi veriö í flöskustút. „Nei, nei,“ sagöi Lewis þegar við höföum litazt um, „þetta er einhver vitleysa. Þaö er ekki hérna.“ Dale gekk úr skugga um það aö þetta var staðurinn. „En hvar er þá frú Blanc?" spuröi Lewis þjóninn sem stóö álengdar og virtist í þann veginn aö sofna standandi. „Dáin,“ svaraöi hann og geispaöi. „Dó fyrir fimmtán árum.“ „Sextán," sagöi þá stúdentinn. Frú Blanc hefur trúlega veriö amma hans. Viö settumst viö borð og Lewis baö um konjak. Ég hafði aldrei séö hann aö drykkju og þótti nú nokkuö til þess koma. Ég hef ekki séö aðra drekka eins. Hann hvolfdi glasinu og sjússinn var horfinn samstundis, heyröist einungis stutt sog- hljóö og síðan ekki meir. Hann drakk þrjá sjússa meðan viö drukkum einn. Hann litaðist um í salnum. Loks kvaö hann upp úr um þaö aö þetta væri ekki rétti staðurinn. „Þaö er ekki hérna,“ sagöi hann gramur. „Þaö er einfalt mál. Þetta var miklu stærri salur, þaö var bjartara, tónlist þar og alltaf fullt af fólki. Þaö er ekki hérna.“ Viö boröuöum þarna og var þaö heldur dauflegt boröhald. Þjónninn dró upp gamla gestabók og færöi okkur. Ég haföi ekki flett lengi þegar uröu fyrir mér kunnugleg nöfn. John Dos Passos, Dorothy Thomp- son, Sinclair Lewis ... Ég ætlaði aö sýna Lewis þau, en hann bandaði bókinni frá sér. „Ég man það líka núna,“ sagöi hann annars hugar og benti þjóninum aö koma meö meira konjak, „það er ekki einu sinni hérna í götunni, ekki einu sinni í þessu hverfi. Það er hinum megin í bænum . ..“ Einhvern veginn atvikaöist þaö aö viö fórum aö spjalla viö stúdentinn. Lewis var hinn ræðnasti við hann og spuröi margs um hagi hans og námiö. Ekki kynnti pilturinn sig og viö þá ekki heldur. Enskan hans var nokkuð góö, en hreimurinn sterkur. Hann haföi lokiö prófi í bókmennt- um. Hann var meö þykk gleraugu og alvörugefinn meö afbrigöum. „Og hvaöa bandaríska höfunda lestu?“ spurði Lewis allt í einu, helzti kæruleysis- lega. Pilturinn hugsaöi sig um andartak, taldi svo upp Scott Fitzgerald, Hemingway, Steinbeck og „Sinclair ...“ „Sinclair ...“ sagöi Lewis og færðist vonarsvipur yfir andlit hans. „Upton Sinclair" svaraöi piltur- inn. Það dimmdi yfir Lewis. hann ræskti sig. „Fleiri?“ spuröi hann. Pilturinn hugsaöi sig um. „Ég hef lesið þá alla sem máli skipta," sagöi hann. „En mér finnst þessir beztir." Við borguðum og kvöddum. Á heimleið- inni fór Lewis aö herma eftir stúdentinum. Hann var snilldar-eftirherma. „Mér fínst þessir bes-dír . .. Fís-geralt, Hemm-íngví, Stænbegg og þar-na Sínglir, Sínglir Lú- is.....Mér þótti þaö meö ólíkindum, en hann var greinilega búinn aö telja sér trú um þetta. Þegar viö hittum Claude bróöur hans á Café Dome um kvöldiö sagöi hann söguna aftur og var þá búinn aö auka viö hana: „Upáald-sagan mín eftir Sínglir Lúis er þar-na Aþal-stræti . . .“ Hann hvolfdi í sig nokkrum konjaks- sjússum enn. Ég svipaöist um í salnum; þarna var margt gesta. „Voruð þiö ekki allir fastagestir á Dome — þú, Hemingway, Steinbeck og Joyce?“ spuröi ég. „Jú, viö sóttum allir Dome," svaraði hann. „En ég settist aldrei hjá þeim. Ég var alltaf viö annað borð. Var aldrei meö þeim. Var aldrei meö neinum.“ Hann lagöi handlegg- inn yfir um axlirnar á Dale. „Þaö heföi kannski fariö betur fyrir mér,“ sagði hann og var orðinn óstyrkur í máli, „ef ég heföi eignazt konu á borö viö þig. Þaö er ekki aö vita nema mér heföi lánazt aö semja snilldarverk." Viö hjálpuðum Claude meö hann heim á hóteliö og inn í lyftuna. „Hann lifir ekki áriö ef hann heldur áfram aö drekka svona," sagöi Claude í því aö viö kvöddum. Viö höföum mælt okkur mót viö þá kvöldið eftir og ætluöum aö fara út aö boröa. En þegar viö komum upp til þeirra um sexleytiö var Lewis búinn að drekka sig dauðan og varö ekki vakinn. Hann fór svo til ítalíu stuttu seinna og viö sáumst ekki framar. En Claude haföi fariö nærri um endadægur hans. Sinclair Lewis lézt í Rómaborg og banameiniö alkóhólismi. Ég frétti reyndar af honum eftir þaö, heldur kaldranaleg saga sem vinur minn einn sagöi mér. Hann haföi verið í Róm um þetta leyti. Einn daginn átti hann erindi í bandaríska sendiráöið. í því hann kemur inn í afgreiösluna sér hann hvar kunningja- kona hans, ritari í sendiráöinu, er á hnjánum á gólfinu meö kúst og fægiskúffu. Hann spyr sem svo: Hvaö ertu aö gera? En hún lítur upp og svarar aö bragöi: Ég er aö sópa upp Sinclair Lewis. Líkinu haföi verið brennt, askan sett í krukku og krukkan inn í peningaskáp þar til útförin færi fram. Krukkan stóö tæpt í skápnum og datt út næst þegar hann var opnaður. S.V.Á. — Þýtt og endursagt Norðmenn íslendingar og gamlar bækur Framh. af bls. 5. sjálft. Og hér eins og víðar í fornum íslenzkum ritum verða á vegi hans tvö hugtök, sem eru nauðsynleg til aö átta sig á Landnámabók. Þessi hugtök eru frelsi og örlending eöa útlegð, og eru þau nokkuö skyld. Hugtakiö örlending var oft skýrt meö því móti aö taka dæmi af ungum manni, sem þekkir engan staö nema umhverfi sitt, og þann stað elskar hann mest af öllum stööum veraldar. Síðan kemst hann á legg og fer í skóla fjarri átthögunum, og eftir nám leggur hann ný lönd undir fót; þá fer honum smám saman að skiljast, aö hann á raunar heima hvar sem er á jarðríki, og honum þykir jafn vænt um alla staöi, sem hann kynnist; heimurinn allur er heimabær hans. En þegar maður- inn er oröinn gamall og hefur náö fullum andlegum þroska, þá rennur þaö upp fyrir honum að lokum, aö hann á í rauninni hvergi heima í þessari veröld, heldur er hann svo sem næturgestur, sem verður einn morgun að taka saman pjönkur sínar og þakka fyrir gistinguna, því aö hann á nú loks í vændum aö komast heim til sín í annarri veröld. Og þegar maðurinn hefur náö þessu þriöja stigi í fullkomnun, þá er hann loksins oröinn alfrjáls. Frelsi manns eflist aö sama skapi og sjóndeildarhringur hans víkkar og reynsla hans vex. Sá sem heima situr er fjötraður af átthagaást, sem er í sjálfri sér lofsverð, en gerir mann þó ánauðugan á vissan hátt. Höfundar Land- námabókar og íslendingasagna voru ekki að fást viö þá guðfræði, sem fólgin er í þriöja stigi örlendingar, en hin tvö fyrstu munu hafa verið þeim í huga, þegar þeir voru aö lýsa þeim forfeörum sínum, sem foröum höföu goldið fyrir frelsi sitt meö því aö yfirgefa ættjörö sína. Þótt undarlegt megi viröast, þá hefur Landnámabók aldrei veriö þýdd á norsku, enda mun hún njóta lítilla vinsælda í Noregi. Norskir sagnfræöingar, sem eru lítt læsir á íslenzku, veröa aö láta sér nægja þýðingar á þýzku, frönsku eða ensku. Nú er erfitt aö vita, hvernig á þessari van- rækslu stendur, aö minnsta kosti hef ég ekki fengið neina skýringu á því, enda þótti mér ekkert sjálfsagðara en aö einhver norskur snillingur heföi tekiö sig til og þýtt hana. í fyrsta lagi hafa Norömenn veriö mjög iðnir viö að þýöa íslenzk fornrit, jafnvel mörg sem eru miklu ómerkari en sjálf Landnámabók. Þegar ég var strákur, þótti varhugavert aö lesa Bósa sögu, af því aö hún væri svo siðspillandi, en nú er hún ekki einungis komin út í norskri þýðingu, heldur fylgja meö henni listrænar teikn- ingar, svo að jafnvel ólæst fólk, svo sem útlendingar, getur haft gagn og gaman af bókinni. í ööru lagi er ekki hægt aö átta sig á sögu íslands né fornum bókmenntum, án þess aö kynnast Landnámabók. Allir norskir vinir mínir, sem skilja ísland, eiga þaö sammerkt aö hafa lesiö Landnáma- bók. Og í þriöja lagi hefur bókin aö geyma ýmsan fróðleik um Noreg, og auk þess ætti Norðmönnum aö vera nokkur forvitni á aö vita, hvernig íslenzkir höfundar á tólftu og þrettándu öld skýröu útflutningana frá Noregi á hinni níundu og tíundu. Vitaskuld hefur oft verið um þessi mál fjallaö af norskum fræöimönnum, og einna bezt af vini mínum Hallvard Mageroy í bókinni NORSK-ISLANDSKE PROBLEM. En því er eins háttaö um Landnámu og um allar aðrar biblíur, heilagar og veraldlegar, að þaö er ekki nóg aö lesa þaö, sem um þær hefur veriö skrifað, heldur verða menn aö lesa þær sjálfar. í nafni Snorra Sturlusonar og norrænnar samvinnu vil ég aö lokum heita á Norðmenn aö þýða þessa bók á sitt móðurmát, svo aö fólkiö í þeirra fagra landi geti lært af henni hvaö þaö er aö vera íslendingur, og finni svo þeirri þýðingu maklegan stað í bókaskápum sínum, helzt sem allra næst Heimskringlu og Annarri Mósebók eöa Utferðarbók, eins og hún var kölluð aö fornu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.