Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 3
Svipmót kreppuáranna í íbúðarhúsinu að Bræðrabrekku í Óspakseyrarhreppi, Strandasýslu. Tunga í Fljótshlíð, teikning frá 1949. Dæmigert útlit á stóru íbúðarhúsi frá því um miðja öldina; Teikning frá 1939. byggt í vinkil, kjallari undir og íbúðarris. eöa stíl. Umfram allt reynum viö aö veröa viö óskum húsbyggjandans, og þá um leiö aö láta húsiö líta þokkalega út. En áöur en lengra er haldið, skulum viö slá því föstu, aö þaö eru fyrst og síöast peningamálin, sem ráöa útliti og stærð.“ „Eru menn ófúsir að kosta sér- staklega uppá útlit?“ „Já, mjög. Sé byggt á einfaldasta hátt, er ekki mjög margt sem hægt er aö gera til útlitsbóta, en viö reynum þaö þó og í því sambandi er þaö einkum þakið, eöa öllu heldur frágangur á þakbrún og stundum gaflinum einnig, sem kemur til álita. Auövelt er að benda á, hvaö falleg- ur frágangur á þaki og þakkanti getur ráöiö miklum úrslitum. En þegar við för- um um landiö, þá er varla aö viö þekkj- um húsin af teikningunum, því þessu hefur veriö sleppt, sem viö ætluðum til útlitsbóta og byggingareftirlitið er svo máttlaust, aö þaö fylgir því laklega eftir, eöa alls ekki.“ „Hvaða breytingar hafa orðið á útliti íbúðarhúsa í sveitum í þinni embættistíð?“ „Fyrst er aö nefna, aö gluggar hafa minnkað mjög verulega frá því sem var og þaö er afleiðing af stórhækkuðum upphitunarkostnaði. Viö höfum þó ekki átt frumkvæöi aö þessari breytingu, heldur felst hún í byggingarreglugerð frá 1980. Aö vísu vorum viö farnir aö minnka glugga, en okkur þótti þessi reglugerð kærkomiö vopn til að minnka þá enn frekar og nú eru þeir orðnir æði smáir á móti því sem var, eöa oftast um 16% af veggfleti. Mér finnst þessi minnkun á gluggum ekki spilla útliti — og aöeins er þaö til að viö höfum teiknað glugga meö póstum, krosspóstum þá helzt. Þeir geta farið vel, en hvorttveggja er, aö erfitt er aö fá samþykki húsbyggjandans til þessa og eins hitt, aö tvöfalt gler er tiltölulega miklu dýrara í smárúöum. Þaö dæmir pósta í gluggum úr leik, nema menn séu aö leita mjög ákveöiö eftir sérstökum svip. Annað sem hefur breytzt í minni tíö er þakformiö, Algert fráhvarf hefur átt sér staö frá skúrþökunum, sem notuö voru um tíma. Alveg flöt þök voru hinsvegar aldrei teiknuö hér eftir því sem ég bezt veit. Nú er alltaf haft ris, — en þaö er lágt og ekki nýtanlegt. Viö höfum ein- faldleikann að markmiöi í öllum okkar teikningum; miöaö er við aö bændur geti reist þessi hús sjálfir, enda gera þeir þaö og ekki síður nú síöustu árin, þegar timburhús hafa rutt sér til rúms á nýjan leik. Ég veit ekki hversvegna sú þróun hefur orðið, en það er staðreynd aö timburhús koma nú alveg eins til álita og steinhús." Miðdalur i Laugar dal, Árnessýslu — teikning frá 1949. Fagurt bæjarstæði og myndarlegt íbúð- arhús, kjallari ofan- jarðar, hæð og íbúð- arris undir valma- þaki mcð kvistum. Hæll í Gnúpverjahreppi, teikning frá 1959. Hér er myndarlega byggt; samtengt tvfbýli með sameiginlegum inngangi, — kjallari hæð og íbúðarris á báðum húsunum. 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.