Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 10
Novotel Plovdiv og Grand Hotel Varna, hvorttveggja mikil bákn í alþjóðlegum hótelastíl. ■ %T 'fm r*? *m ~ x z* -- ?v,v: . sig úr stað, svo að ákveðið var að ganga til klaustursins. Svo vel vildi til aö stutt var aö fara. Við gengum eftir dalbotninum með- fram ánni eftir yndislega rómantískri leið yfir gamla trébrú með ána á aðra hönd og skóginn á hina, enginn saknaði Skjóna í þetta sinn. Eftir þennan skemmtilega göngutúr vor- um við loksins komin til hins heilaga Rila- klausturs. Rila-klaustriö er stolt Búlgara, kaustrið er kennt við hinn heilaga Ivan Rilski og stendur í 1187 m hæð, elsti hluti klaustursins er klukkuturninn, sem er síðan 1335, sumir veggja klaustursins eru 24 m þykkir. í Rila-klaustrinu er kross úr valhnotuviöi, allur útskorinn. Á krossinum eru 500 mannsandlit og 150 sýnir úr biblíunni. Allt er þetta örsmátt og hreinasta listasmíð. Það er tæplega hægt að sjá sum andlitin hversu góða sjón sem maður hefur, án stækkunarglers. Listamaðurinn sem gerði þetta undraverk, hafði að mestu lokið þessu mikla verki þegar hann missti sjón- ina, þá var einungis eftir standurinn á krossinum og lauk annar listamaður verkinu. Við komum inn í kapellu eina á staðnum og innst inni við altariö stóð örlítil kista sem mun eiga að geyma líkamsleifar hins heilaga Ivans frá Rila. Kistan stendur opin og sást ekki annað en einhverjar hvítar tuskudulur, kistunnar gætti fjörgamall munkur sem sjálfur virtist að hruni kominn. Við skoðuðum ennfremur aðra kapellu og voru einir 3 munkar þar á ferö, meðan við stöldruöum þar við komu nokkrar mjög fá- tæklega klæddar konur og signdu sig fyrir framan mynd hinnar heilögu Guðsmóður og færðu fórnir, fátækleg handklæði eða jafnvel vasaklúta, upp í hugann kom sagan um eyri fátæku ekkjunnar. Eins og oft vill verða hljóp tíminn frá okkur en þó fengum við tíma til aö skoða veggmálverk, myndir úr píslarsögunni og þegar Eva freistar Adams með eplinu. Sá var vitlaus, sagði einhver í hópnum. Og ennfremur myndir af erfðasyndunum. Ég taldi myndirnar og reyndust þær 20 talsins. Ég hélt að erfðasyndirnar væru 7 en kannski hafa þeir eitthvað meira á sam- viskunni, nema að við tökum mið af þessari frægu höfðatölu. En gamanlaust, allt eru þetta stórbrotin listaverk. Klaustrið er eftir- sóttasti ferðamannastaður í Búlgaríu og höfðu þeir fengið hið eftirsótta gullepli í viðurkenningarskyni. Þegar viö höfðum lokið skoðunarferðinni um klaustrið dreif að fatlað og mismunandi bæklað fólk með hækjur og stafi trúlega til að sækja sér blesssun hins heilaga Ivans í von um bata og lækningu. Þeir heilbrigðu leiddu og studdu þá er erfiðast áttu með aö komast leiöar sinnar. Borovec er næsti ákvöröunarstaður, sem er frægasti skíðastaður Búlgaríu, það- an koma helstu skíðamenn Búlgara. Við stoþpuðum hálftíma í Borovec en héldum siöan áfram í áttina til Plavdiv þar sem við gistum tvær nætur. Við ökum eftir háum fjallvegum en risa- vaxin tré sem virðast eiga rætur sínar ein- hversstaðar á dalbotninum gnæfa yfir bíl- inn. Ég blessaði í huganum þessi hrikalegu tré sem byrgðu alla sýn niður í dalbotninn og útilokuðu þar með alla lofthræðslu. Og áfram er haldið yfir Þrakísku hásléttuna gegnum hvert þorþið af öðru. Tré liggja í röðum meðfram flestöllum vegum, sum trjánna eru hvítmáluö að neðan og tilheyra þau samyrkjubúunum. Ýmislegt óvanalegt bar fyrir augu á leiö- inni. Við sáum heila hjörð af kalkúnum, sem maður nokkur hirðingjalegur í útliti rak á undan sér, rétt eins og hirðingjar gæta fjár, líklega jólamatur þorpsbúa. Hér í landi tíðkast sú venja að hengja stóra svarta slaufu, sem líkist einna helst peysufataslaufu á hlið eða hurðir húsa þeg- ar dauðsfall veröur í fjölskyldunni. Enn- fremur hengja þeir myndir af hinum látna á Ijósastaura og þar sem því verður helst við komið. Við vorum rétt nýkomin til landsins þegar við sáum mynd á Ijósastaur af bráð- fallegri konu og stóðum í þeirri trú að verið væri að auglýsa hljómleika, en þegar betur var aö gáð reyndist þetta vera nýlátin dóttir 10 forsetans, sem lést langt fyrir aldur fram. Hún hafði starfað mikið að líknar- og fé- lagsmálum, sérstaklega með þarfir barna í huga, var okkur tjáð og varð hún öllum harmdauði. Plovdiv Skoðunaferð um Plóvdiv. Við lögðum upp frá hótel Novotel Plovdiv á slaginu 9.30 eins ákveðið hafði verið deginum áöur og var haldið beint að skoða höggmynda- safn. Safn þetta er afar sérstakt og áhrifa- mikið, það sýnir frelsisbaráttu Búlgara er þeir losuöu sig undan áþján og kúgun Tyrkja. Þetta er höggmyndasería og sýnir hver höggmynd gang stríðsins stig af stigi og þegar Rússar koma til hjálpar og síöast höggmynd af konu sem tákni Búlgaríu. Þessar myndir eru stórbrotnar og segja meira en löng og mikil lesning um þetta sama efni. Anddyri safnsins er mjög frum- legt, ef anddyri skyldi kalla. Það er gengið niöur tröppur og yfir þeim eru stórar flatar hellur sem hálfrísa uppá rönd og misleggj- ast, salurinn er hringlaga og allur stein- lagður. Myndaröðin fylgir hringnum og í miðju salarins logar eilífur eldur. Fyrir utan þennan merkilega stað er allt blómum prýtt. Við stefnum nú út úr borginni í suöurátt til Bachkoro til klaustursins. Með Þor- björgu leiðsögumanninn okkar í farar- broddi ráðumst við til uppgöngu. Hér má sjá munka á ferli flesta aldraða og síð- skeggjaöa. Inni í klaustrinu er heilagur ikon og mátti sjá gamlar svartklæddar konur færa þessum helgidómi gjafir. Þarna var munkur um fertugt alskeggjaður, beinvax- inn og myndarlegur og uppfullur af áhuga um knattspyrnu, þetta vakti mikla kátínu viðstaddra. Varna En nú nálgumst við óðum Varna viö Svartahaf. Varna hét áður Stalín. Það var árið 1949 að borgin var skírð Stalín og gerð að höfuðborg héraðs með sama nafni. í seinni heimsstyrjöldinni notuðu Þjóðverjar þessa mikilvægu höfn við Svartahaf sem birgðastöö og til útvegunar vopna fyrir heri sína er börðust á vígstöðv- unum í Rússlandi og má það kallast kald- hæöni örlaganna. Stalín lóst 5. mars 1953 og þremur árum seinna eöa 1956 var borg- in á ný skírð Varna. Varna er falleg borg, litrík og full af gróðri meira að segja á milli akreina eru blómabreiður og yndislegt útsýni út yfir Svartahaf. Við dvöldum eina nótt í Varna á hótel Tserno More, en fórum þaöan á Grand hótel Varna, sem er besta hótel sem völ er á i allri Búlgaríu. Þrátt fyrir stærð hótelsins er það ólíkt hlýlegra og manneskjulegra en Vitosha/- New Otani. í skóginum allt í kringum hótel- ið eru rómantískir göngustígar og ótal mat- sölustaðir. En eitthvað haföi maginn i mér gert nokkrar athyglisverðar athugasemdir viö mataræðið og það strax í byrjun ferðar, en nú gerði hann smáuppreisn, svo ég leit við hjá læ.kni sem gaf mér nokkrar töflur og sagði mér að koma aftur ef þetta lagaðist ekki eöa endurtæki sig. Ég bauð lækninum borgun, en það var eins og ég hefði sagt eitthvað stórfyndið því að hún skellihló. Og með það fór ég. Leiö nú smátími og skeði nú ýmislegt, sem kom nú reyndar mínum maga ekkert við. Fyrirvaralaust upphófst mikiö uppistand á hótelinu, söng- og dansflokkar birtust og tvo daga í röð var þeim pískaö áfram, endurtekning eftir endurtekningu, áfram, áfram, hrópaði stjórnandinn, svitinn bog- aði af fólkinu. Eitthvað mikiö hlaut að standa til. Þyrlur flugu yfir og dularfullir menn gláptu uppá allar svalir og veggi hótelsins. Eftir fyrirspurnir komumst við að því að von væri á forseta landsins og þjóð- höfðingja Kuwait hvorki meira né minna. Framhald á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.