Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Blaðsíða 3
unglingar. Þá lét hún sig miklu skipta, aö framkoma okkar væri til sæmdar, er viö sóttum dansleiki, og haföi auga meö því viö hvaöa pilta viö dönsuðum. Áriö sem viö tókum stúdentspróf símaði hún til móöur minnar löngu fyrir páska og sagöi þá: „í ár mega stúlkurnar ekki fara i páskaferö, þær eiga aö koma hingaö og lesa." Viö hlýdd- um. Þaö er meö öllu óvíst, hvort hún heföi kært sig um aö ég færi að skrifa um hana; var viökvæm fyrir því er varðaöi einkalif hennar. Margar ósannar sögur um frænku hafa oröið til. Ég vil sér í lagi mótmæla einni, aö hún hafi veriö ómannblendin fram úr hófi. Sigrid Undset var gædd miklum metn- aði. Dagsverk hennar varö firnamikiö. Og mér er nær óskiljanlegt, hvernig hún leysti allt af hendi meö sæmd: ritstörf, gesta- nauð, ásamt sívökulli umhyggju fyrir öllu og öllum. Sigrid Undset flýöi til Svíþjóðar 10. maí 1940, aö skipan norskra yfirvalda. Þaðan hélt hún til Bandaríkjanna, til þess aö tala þar máli Noregs. í Bandaríkjunum naut hún mikils álits. Þar hélt hún ræöur og fyrir- lestra og reit í blöð. Án efa hafði hún áhrif á marga, borin uppi af skyldurækni og ætt- jarðarást. Skáldskapnum var ýtt til hliðar — norskur rithöfundur hitti hana þar. Var m.a. meö bréf til hennar frá syninum, Hans. Rithöfundurinn segir: „Fjölskylduást henn- ar var heit og sterk. Umhyggja hennar fyrir ætt og vinum sívakandi. En þrátt fyrir þaö gekk hún meö samvizkubit sakir þess hve lítiö hún geröi í þeirra þágu.“ Frægasta verk skáldkonunnar er Kristín Lafranzdóttir. Vellauöugur amerískur lög- fræöingur hefur fyrir milljónir dala keypt réttinn til þess aö kvikmynda söguna, en kvikmyndahöfundar hikaö viö hingaö til. Hluta verksins „Kransinn" ætlar norska þjóöleikhúsiö aö setja á sviö meö haustinu. Stríöiö færöi henni þunga byröi. Sonur hennar féll á heimavígstöövum. í rauninni náði hún sér aldrei eftir þaö. Rithöfundurinn, sem fyrr var vitnað í, segir: „Já, ég held aö Sigrid Undset hafi hætt viö aö yrkja af því aö stríðiö sprengdi heim hennar í tætlur. Aö hennar skoöun var hernaöur ósæmilegur mönnum. Og ég held aö henni hafi fundizt aö hún yröi aö bæta fyrir hatur sitt á Þjóðverjum. Og því gaf hún sig fram til þjónustu í klaustri heil- agrar Katrínar í Siena. Trúskiþti skáldkonunnar frá lútersku til katólsku vöktu mikla eftirtekt og sára gremju meðal margra landa hennar. Kristindómur mótmælenda af okkar gerð hefur því miður litiö á trúna og haft áhuga á henni því nær eingöngu frá tilfinn- ingalegu sjónarmiöi. En nú var Sigrid Undset mjög höll aö skynseminni. Næstum gegn vilja sínum færöist hún nær kristinni heimsmynd, og þaö geröi hún sem sagn- fræðingur. Meö listgrein sinni lagði hún smámsaman grundvöll aö trú sinni. Sem sagnfræöingur leitaöi hún aö hinu mikla samhengi. Hún beindi þeirri spurningu til sjálfrar sín: Hvaö er þaö sem gefur menn- ingunni líf? Hún fékk hugboö um aö til væri eitthvað ofar mannlegum skilningi, eitthvað sem skapar menninguna. Og þá er spölur- inn til lifandi trúar skammur. Innsæi skáldkonunnar í hugarheim miö- aldamannsins er furöu mikið. Hún var há- lærö í miðaldafræðum. Fræöimaöurinn Magnús Olsen lét eitt sinn þessi orö falla í eyru Francis Bull: „Ég hef fundið eina villu hjá henni og var þó um smáatriöi aö ræöa." Sigrid Undset segir frá því, aö hún hafi snemma komizt i snertingu viö miöaldir. Oft hafa þær verið kallaöar unglingsaldir Evrópu — sjaldgæf blanda sakleysis og óróa, sem heyrir kynþroskaaldrinum til. Miöaldamennirnir höfðu áhuga á öllu, þeir voru gráðugir, ómettanlegir spyrjendur. Miöaldirnar, með alla sína sterku lífsorku, áttu sína töfra. Tilfinning miöaldamanna fyrir lífinu var önnur en okkar. Þeir voru ekki þreyttir, vonsviknir eins og við. Þaö var einhver hrifandi frískleiki sem gagntók þá. Miöaldamaðurinn átti lífið framundan. 3 Aldarminning þessa norska höfundar, sem fékk Nóbelsverólaunin í bókmenntum 1928 og lét þau ganga til fatlaðra barna Charlotte Blimdheim segir svo í bók sinni: — „Hún gat verið hálffúl og þung- lynd. Og bjartsýn var hún ekki.“ C.B. getur um reynslu Francis Bull af skáldkonunni. Þau voru aö tala saman um Björnstjerne Björnsson og hún batt endi á samtalið meö því aö segja fyrirlitlega: „Björnsson, hann trúir á framfarirnar." Ættingjar og vinir Sigrid Undset undu sér vel á Bjerkebæk. Hún var djörf og ákveðin, var skoöanaföst. Það var ekki auövelt aö mótmæla því sem hún sagöi, og við geröum okkur grein fyrir því hvenær viö ættum aö þegja, en hún aö hlusta. Hún lét sér vel líka aö viö spyröum hana um meiri háttar málefni. Og henni var Ijúft aö fræöa okkur. Veglyndari manneskju en hana hef ég ekki fyrr hitt. Hún jós úr lindum þekk- ingar sinnar yfir okkur, einkum um enskar bókmenntir sem hún var næstum eins fróö um og norskar. Allt frá því viö vorum litlar las hún hátt fyrir okkur og hélt því áfram þó aö við yrðum fullorðnar. Ó, hversu indælar voru þær stundir. i þröngum hópi gat hún leyft sér að láta tilfinningar sínar i Ijós um þaö sem hún las. Og í þessum þrönga hring gat hún stundum veriö ærið gaman- söm og beitt notalegri fyndni sem hitti í mark. Frænka fylgdist vel meö námi okkar og yfirheyröi okkur oft. Hún lagði ööru fremur áherzlu á ráðvendni hvers konar og vinnu- siögæði. Viö heföum fengið orð í eyra, ef viö hefðum sýnt svik viö menntun okkar og skólanám. Hún var ekki eiginleg kvenréttindakona aö okkar skilningi. Hún hélt því fram aö eitt nám frekar en annað hæföi konum og fylgdist vel meö lífi okkar meðan við vorum Sigrid Undsted þótti bæöi fögur og gáfuö. Hór er mynd frá þeim tíma er hún skrifaði sína frægu bók, Kristínu Lavransdóttur. Sigrid Undset 1937 Sigrid Undset er ein af mestu skáldum Nor- egs. Sjálfmenntaður sagnfræðingur. Hug- myndaríkur smágreina- höfundur. Nóbelsverð- launahafi 46 ára, og þá yngst þeirra sem unnið höfðu til verðlaunanna. Myndug kona, ómann- blendin. Augun báru vott um þunglyndi. í maí var öld liðin frá fæðingu Sigrid Undset. Og fjölmiðlar hafa minnst þess á margvís- legan máta. Bækur voru gefnar út í tilefni af af- mælinu. Eina af þeim hefur Charlotte Blimd- heim skrifað, en hún er systurdóttir skáldkon- unnar. Höfundur bókar- innar var oft gestur frænku sinnar, einkum á jólum, á Bjerksbæk og minnist þeirra stunda með ánægju. BÖKMENNTIR OG LISTIR Ifi'ba t J)a> i fpa<$ iýtU r^TO ú gjarfjw jY<»6e at vj mi.it SIGRID UNDSET

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.