Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Blaðsíða 11
milli íslands og Færeyja og áreiðanlega haft áhyggjur af því að verða ekki nógu djúpt út af Færeyjum í þessum veður- ham. Það var engin leið að leggja þessum skipum til að halda sér við á seglum, því að það var lítið sem ekkert hægt að beita þeim í hvassviðri. Þau voru eins og kassar á sjónum þessi skip, feyki borðhá og að auki með háa lyftingu og kastala og þau voru grunnskreið og stutt. I miklum veðurofsa hefur ekkert verið um annað að ræða fyrir þessi skip en láta reka eða hleypa undan og þá beint undan. Það hlýtur að hafa verið þeim stórhættulegt, eins og lögun þeirra var, að halda skáhallt undan miklum sjó og veðri. Það er öllum skipum hættuleg sigling í vondu og ófær svona prjóna- stokkum, eins og þessi skip voru. Hvað sem þessu nú líður um landtöku í Færeyjum, þá er það staðreynd að skipin berast austur á móts við Færeyj- ar í veðrinu og ná þar landi um síðir, þegar veðrinu hefur eitthvað slotað og skipin getað haft á sér einhverja stjórn undir seglum við landtökuna. Þetta getur ekki hafa gerzt nema hann hafi verið suðvestan en í Lesbókarfrásögninni er þess hvergi get- ið af hvaða átt þetta ofsaveður hafi ver- ið og þá er líklegt, að þess sé hvergi getið, svo vel sem Árni Óla kannaði heimildir. Angist og barátta í tvo sólarhringa Nú er sagt að skipin hafi verið í sam- floti og á sömu breidd, hvernig getur þá eitt skipanna úr flotanum strandað á Skeiðarársandi en hin öll borizt austur að Færeyjum eða norðaustur í haf. Þótt skipin væru öll á sömu breidd, þá voru þau eflaust á mismunandi lengd, sum komin austar en önnur. Þar sem Skjaldarmerkið er eina skipið, sem lendir við ísland, þá hefur það verið vestast skipanna og sennilega vestur á 20° v.l. en svo er sagt að flotinn hafi „lent vestarlega" skip, sem er statt á 20° v.l. og 62° n.br. myndi hrekjast til ís- lands í suðvestan. Skjaldarmerkið hefur hleypt undan, eins og hin skipin, og þá eins og þau í norðaustur beint undan suðvestanveðrinu. 6<^ Svo virðist, sem skipið hafi verið sloppið úr mestu hættunni af íslandi. Það er komið framhjá Vestmannaeyjum og fyrir Hjörleifshöfða. Ströndinni er þá farið að halla til norðurs og liggur samhliða vindáttinni. Auðvitað gat skipið siglt uppá Skeiðarársand í suð- vestan, ef það vissi ekki, hvar það var statt, en það gerðist nú bara ekki þann- ig- Skipið strandaði ekki fyrr en tveimur sólarhringum eftir að það kom uppundir landið og það getur ekki þýtt annað en það, að vindur hafi gengið í suðaustrið, þegar skipið var statt útaf Meðallands- bugtinni, og þá mátti það heita í von- lausri aðstöðu, ef það var grunnt undan landi, þegar hann gekk til þeirrar áttar- innar. Það hefur verið hörð barátta og mikil angist um borð þessa tvo sólarhringa, sem liðu frá því að skipið kom uppundir landið og þar til það strandaði. Það hef- ur verið reynt að taka slag vestur og slag austur en það hefur ekkert halað fram heldur hefur þetta háa og létta skip hrakizt undan veðrinu uppað ströndinni hvernig, sem reynt var að hagræða seglunum og skipta um bóga. Þær eru margar sögurnar frá segl- skipatímanum um þá baráttu, sem menn háðu stundum sólarhringum sam- an uppá líf og dauða við að ná seglskipi frá landi í álandsveðri. Þeir töpuðu baráttunni á Skjaldar- merkinu eftir tvo sólarhringa. Mennirnir eru skammsýnir inn í fegurðarríki náttúrunnar Guðmundur skáld á Sandi var mikill dýravinur og nátt- úruskoðari eins og ritverk hans bera með sér. Á einum stað talar hann um galla mannanna, að þeir séu marg- ir. Og bætir síðan við, að einn megingalli þeirra sé sá, hve skammsýnir þeir séu inn í fegurðarríki náttúrunnar. Tekur hann síðan af því mörg dæmi, sum spaugileg eins og þegar veiðimaðurinn lét ákafann hlaupa með sig í gönur, svo að hann lét hagla- drífuna dynja á æðarkollu úr tré, sem komið hafði verið fyrir í einum hólmanum neð- an við Sand. Önnur dæmi og raunar flest þeirra eru raunalegur vottur skeytinga- leysis allt of margra við móður nátturu. Guðmundur á Sandi segir frá því, að stóra-toppönd eða gulönd sé mjög fátíð orðin í landinu, en hafi þó verið til í vörpum við Mývatn allt til nálægra ára, en þá horfin þegar þetta var skrifað 1914. Síðan segist honum svo frá: „Ein stóra-toppönd varp í hólma, sem liggur í Lax- árgljúfrum við Presthvamm. Varð eigi komist í hólmann auðveldlega. En þegar þang- að var brotist fyrir fáum ár- um, var þar ein stóra topp- önd inni í skúta og margra ára dúnleifar og eggjaskurn. Hafði öndin setið þarna að ríki sínu langa tíð. En nú var hún rænd eggjunum. Og þá hvarf hún. Þessi önd á 12 egg, en þó er hún svona fá- gæt.“ Þessi stutta saga lætur lít- ið yfir sér, en ef vel er lesið á milli línanna hlýtur hún að ýta við mönnum og vekja þá til umhugsunar um það, hvernig við umgöngumst landið okkar og þá, sem byggja það með okkur. í þeim skilningi er sagan klassísk og á erindi í lesbæk- ur barna og unglinga engu síður en fallega vísan hans Þorsteins Erlingssonar „Þér frjálst er að sjá, hve ég bólið mitt bjó“. Tilefni þessara hugleið- inga er, að fyrir skömmu bárust fréttir af því, að tveir Belgar og skömmu síðar vestur-þýskur líffræðingur hefðu verið staðnir að verki fyrir eggjastuld. Þeir höfðu þóst vera réttir og sléttir ferðalangar þegar þeir stigu á land, en laumuðust síðan rakleitt til þeirra staða, þar sem þeir höfðu helzt von um að geta sankað að sér eggj- um fágætra fugla. Hundrað. Tvö hundruð. Þrjú hundruð. Eggin tínast fljótt í skjóð- urnar og talan segir ekki alla sögu, enda nánast tilviljun, hvaða eggjaræninga löggæsl- unni tekst að hreppa og hverjir sleppa. Þetta er iðja, sem hér hefur verið stunduð um áratugi, — oft af mönnum með ráðherrabréf upp á vasann þess efnis, að viðkomandi sé að iðja í þágu vísindanna. — Það er raunar ekki Iangt síðan flokkur so- véskra „vísindamanna"gerði víðreist um landið og hafði það bréfað, að allar þeirra tiltektir væru í því skyni gerðar að komast að raun um þykkt jarðskorpunnar eða eitthvað þvílíkt. Á þeirri tíð var sérstakur silungs- stofn í lítilli tjörn við Ljósa- vatn og ekki vitað, að hann fyrirfyndist annars staðar. Þarna þótti hinum sovésku „vísindamönnum“ kjörið að koma fyrir dínamíti og eftir að það hafði gert sitt gagn hefur ekki fundist þar lonta síðan. Og náttúrlega var nauðsynlegt að sprengja líka bæði íDjúpá og Fnjóská til þess að ekkert færi á milli mála um eðli jarðskorpunnar undir Ljósavatnsskarði. Gaman væri að sjá þá skýrslu, sem Náttúrufræði- stofnun okkar hefur borist um þau efni, ef „vísinda- mennirnir“ hafa þá látið svo lítið að skýra henni frá niðurstöðunum. Ný fuglafriðunarlög hafa verið í deiglunni langa hríð. Fyrir rúmu ári dagaði frum- varpið uppi á Alþingi og varð að steingervingi í mennta- málaráðuneytinu eða að minnsta kosti hefur ekki af því frést síðan. Óhjákvæmi- legt er að taka málið upp í haust og verður gert af ein- stökum þingmönnum, ef frumkvæði menntamálaráð- herra lætur á sér standa. Á síðasta þingi náðist það þó fram, að viðurlög öll voru þyngd og sett undir ramma hinna almennu hegningar- laga, enda höfðum við orðið til athlægis í öðrum löndum fyrir tómlæti okkar í þessum efnum. Refsiramminn var svo úr sérgengjnn ogskekkt- ur vegna verðbólgunnar, að sektir fyrir ólöglega eggja- töku voru frá 2 kr. og upp í 200 kr. hið mesta, ef um ítrekað brot var að ræða. Þó skyldi sektin ekki vera lægri en 15 kr. ef maður gerðist sekur um ólöglega töku eggja fágætra fuglategunda svo sem arnar, snæuglu, fálka eða haftyrðils að ógleymdum æðareggjum. Annað var eftir þessu, svo að ekki er kynlegt þó að ásóknin í fuglabyggðir okkar hafi vaxið ár frá ári. Þrátt fyrir þessa leiðréttingu hlýtur refsiramminn að vera áfram til athugunar. Við megum ekki gleyma því, að þeir, sem sækjast til að mynda eftir valseggjum eða ungum láta sér fátt fyrir brjósti brenna. Ég hef haft spurnir af því, að arabískir olíufurstar geri út menn og leiðangra hingað til þess að ná veiðifálkum og þá er ekki að sökum að spyrja. Margan hendir að láta til leiðast þeg- ar nóg gull er í boði. Guðmundur á Sandi ritar grein í Dýravininn árið 1899 og horfir til þeirrar aldar, sem þá er að ganga í garð. Honum verður tíðrætt um siðmenninguna og dreymir, að hún muni opna skiln- ingarvit mannanna smám saman fyrir náttúrufegurð- inni í heild sinni og þar á meðal fyrir fegurð og yndis- leik fuglalífsins. Hann þykist sjá það í hillingum, að áður en sú nýja öld sé liðin, verði gerð alvarleg gangskör að því að friða fugla landsins og hæna þá að híbýlunum. Þessi draumsýn skáldsins á Sandi er fjarri því að rætast, en vel mætti hún verða okkur áminning til þess að vera betur á varðbergi en við höfum verið. Halldór Blöndal 11.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.