Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1982, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1982, Blaðsíða 8
Hef aldrei átt eins emtt í návist nokkurra manna Ásta Norömann og Anna Borg. Myndin er tekin í Kaupmannahöfn 1929. Stofnun fyrsta ballettskóla á íslandi í fyrri frásögn var sagt frá æsku, uppvexti og námi Astu Norðmann, svo og danssýningu í Iðnó og stofnun dansskóla hér í borg fyrir sextíu árum. Og Ásta heldur sögu sinni og dansins áfram: „Árið 1928 kom hingað til lands á vegum Hljóðfærahúss- ins dönsk kona, Margarethe Brock-Nielsen að nafni, en hún var dansari við konunglega danska ballettinn. Hafði ég tals- verð kynni af henni og eitt sinn sagði hún við mig, að ef ég gæti kostað mig út til Danmerkur næsta vetur skyldi hún kenna mér endurgjaldslaust. Mér tókst að afla mér fjár til fararinnar og svo vildi til að æskuvinkona mín, Anna Borg, var einnig á förum til Danmerkur í fullnað- arnám í leiklist. Við ákváðum því að fá okkur húsnæði saman á „pensionati". Ánna var afskaplega upptekin við nám sitt þennan vetur og sjálf reyndi ég að læra eins og ég gat hjá frúnni. Þennan vetur átti að setja upp leikritið „Galgemanden" og var Anna valin til að leika þar á móti Poul Reumert. Leikendur voru aðeins tveir og hlutverkið því krefj- andi. Þóra Borg, systir Önnu, kom í heimsókn til okkar og þótti okkur mjög gaman að fá hana, áttum við margar ánæg- julegar stundir saman. Prum- sýningin á „Galgemanden" var í febrúarmánuði 1929, einmitt á meðan Þóra var hjá okkur. Við fórum því saman og sátum niðri í sal. Sýningin tókst stórkost- lega, við stöllurnar grétum fögr- um tárum í lok sýningarinnar, þegar aðalpersónan var látin á sviðinu, og Anna lá grátandi yfir honum. Leikurinn var mjög áhrifamikill og hrærði mann sannarlega. Við heimkomuna setti ég á stofn ballettskóla, þ.e. haustið 1929. Húsnæðið, sem ég fékk, var þar sem síðar var Hótel Vík. Þar voru settar upp fyrir mig slár og Lárus Ingólfsson málaði fyrir mig húsnæðið. En spegla hafði ég ekki efni á að fá mér. Þar með var tekinn til starfa fyrsti ballettskóli hérlendis og hafði ég marga mjög góða nem- endur, margir þeirra voru hjá mér í nokkur ár. Árlega voru haldnar sýningar í Iðnó og var þar hægt að fylgj- ast með framförum stúlknanna. Sumar þeirra voru orðnar nokk- uð góðar í ballett og höfðu mikla ánægju af dansinum. Þrjár stúlkur, sem lærðu hjá mér, settu síðar á stofn dansskóla, 8 þær Sif Þórs, Helena Jónsson og Ellý Þorláksson." UnniÖ fyrir leikhúsið „Á árunum 1922—40 voru sýndar hér margar revíur og samdi ég dansa í flestar þær sem sýndar voru í Iðnó. í revíun- um dönsuðu margir þekktir menn og konur. Má þar nefna Pétur Jónsson, Guðmund Jóns- son, Sigurð Ólafsson og Arnór Halldórsson. Sigrún Magnús- dóttir dansaði í öllum sýningun- um. Af þeim dönsum er mér hvað minnisstæðastur dans, sem ég samdi fyrir Áróru Halldórsdótt- ur og Jón Aðils. En í því atriði sungu þau lagið: Mig langar að fara í mömmuleik við þig, og samdi ég við það Dúkkudans. Söngur og dans gerðu mikla lukku og voru þau margklöppuð upp í hvert sinn. Þegar sett voru upp leikrit hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó sem kröfðust dansatriða, var ég alltaf beðin að semja þá dansa. Má þar nefna Brúðuheimilið, en fyrir það samdi ég litla „tarant- ella“, sem ekki er alltaf höfð í uppsetningum á leikritinu, en Gerd Grieg, sem var leikstjóri, vildi ekki láta það vanta. Önnur leikrit, sem ég get nefnt, eru: Veislan á Sólhaugum, Bláa káp- an, Meyjaskemman, Fröken Júlía, Kinnahvolssystur, Pétur Gautur, Óli smaladrengur, Dansinn í Hruna o.fl. í Kinnahvolssystrum var dans, sem bergálfar áttu að dansa í helli bak við Ulriku, leikna af Soffíu Guðlaugsdóttur, sem sat og spann. En dansinn í Hruna er eitthvert það minnis- stæðasta verkefni, sem ég hef fengist við. Efni leiksins fannst mér svo áhugavert og sterkt. Senan var að vísu of lítil fyrir segir ÁSTA NORÐ- MANN, fyrsta ís- lenzka konan sem lærði listdans, um fundinn með full- trúum útvarps og listamanna um ár- ið, þar sem menn efuðust um að dans ætti samleið með hefðbundnum listgreinum. Síöari hluti. Bergljót Ingólfsdóttir skráöi Ásta Norðmann. jafn margt fólk og þurfti að vera í dansatriðinu. Indriða heitnum Waage, sem lék í því leikriti og var jafn- framt leikstjóri, fannst nóg um allar æfingarnar á dansinum og sagði eitt sinn við mig: „Ætl- arðu að drepa mig, manneskja?" Síðasta verkefnið, sem ég vann fyrir leikhús, var við opnun Þjóðleikhússins árið 1950 þegar sýnd var Nýársdóttin eft- ir Indriða Einarsson. Dansarnir, sem ég samdi, voru víkivakar og álfadansar. Sigríður Ármann samdi sjálf sólódans, sem hún dansaði þar. Var það mér

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.