Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1982, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1982, Blaðsíða 13
tilviljun ein, aö Tryggvi hóf kvöldvökuupp- lestur sinn á tveim bréfum Ögmundar bisk- ups Pálssonar til samherja sinna laust fyrlr siöaskiptin. Þessi bréf brugöu skæru Ijósi yfir umgetið tímabil. Á eftir þessum bréfum las Tryggvi þrjú kvæöi eftir afa sinn, sóra Björn í Laufási. Þessi kvæöi voru þjóö- málalegs eölis — kveðin nokkru eftlr mlöja seinustu öld. Eitt kvæöiö hófst á eftirfar- andi línum: „Ég er konungskjörinn — kross og nafnbót fæ. — í mér eykst svo mörinn, aö ég skellihlæ." Tryggvi Þórhallsson lagði engan dóm á skáidskapargildi þessara kvæöa, en hann kvaö þau gefa glögga hugmynd um þann hita, sem heföi veriö í stjórnmálabaráttu á islandi á þeim tímum, sem þau voru ort. Seinasti upplesarinn þetta kvöld var Freysteinn Gunnarsson — þá kennari en seinna skólastjóri Kennaraskólans. Hann var hægur í fasi, og yfirbragöiö var mótaö af hógværö og prúömennsku. Þaö var fljótt á manninum aö sjá, aö hann var ekki kom- inn þarna til aö láta taka eftir sér persónu- lega, en hann kynnti upplestrarefni sitt með ákveönum oröum. Áheyrendum mátti þegar veröa Ijóst aö ekki mundi komiö aö tómum kofanum hjá honum í leit aö góöum þáttum íslenskra bókmennta. Hann las kafla úr Snorra-Edda. Munu margir áheyr- endur hafa mátt hafa sig alla viö aö fylgja eftir, þó vel væri flutt. Eitthvaö haföi veriö um þaö talaö, aö Magnús Jónsson, guöfræöidósent viö Há- skólann, væri einn þeirra, sem mundi lesa upp á næstu kvöldvöku. Þaö reyndlst rétt vera. Hann kom þá fyrstur á ræöupalllnn. Þaö leyndi sér ekki, aö maöurinn var all- fríöur ásýndum. Fyrsta ávarp hans tll áheyrenda var lifandl og Ijóst. Rödd hans var skær en jafnframt þróttmikil. Hann las meö lifandi og viökunnalegum blæ. Þaö var búist viö, aö háskólakennarinn leiddi einhvern langskólagenginn höfund fram á sviöiö, en svo var ekki. Hann sótti roskinn bónda noröur í Þingeyjarsýslu, sem haföi búiö í tvíbýli í einni af afskekktustu sveitum á islandi. Hann las dýrasöguna „Hálegg“, eftir Þorgils gjallanda. Þaö var þetta, sem hinn gáfaöi langskólamaöur bar á borö, þegar hann tók aö sér aö annast fram- reiðslu veitinganna. Sögupersónan var sauður, enda höfundurinn landsfrægur fyrir dýrasögur sínar. Þegar Magnús las þessa sögu í Nýja Bíó, var hægt aö láta sér detta í hug, aö þarna stæöu tveir menn hliö við hlið. Annars vegar var bóndinn — bú- inn skjólfötum úti í skammdegisnæöingi horfandi til fjalls, hugsandi um forustusauð, sem vildi ekki leita til byggöa fyrr en fjallsbjargirnar væru með öllu bannaðar. Hins vegar var langskólamaöurinn (augsýn TrJ’gg',i Þórhallsson. „Tv# orð svifu ósjálfrátt í hugann, þegar horft var á þennan mann. Orðin voru gáfur og göfugmennska.“ *~v-/v/V/V— Erlendur Jónsson Heitu árin Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók Erlendar, sem út kemur innan skamms hjá Almenna bókafélaginu og bera mun sama nafn og Ijóðið, sem hér birtist: HEITU ÁRIN. Þetta verður fjórða Ijóðabók höfundar, en áður hafa komið út SKUGGAR Á TORGI, 19675 LJÓÐLEIT, 1974, og FYRIR STRIÐ, 1978. Ljóðin í þessari nýjustu bók eru byggð á endurminningum frá striðsár- unum og mega því skoðast sem framhald bókarinnar FYRIR STRÍÐ > ' V Heitu árin í landi minninganna liðu hægt. Hægt liðu sumur og mildir vetur. Hægt liðu vor og blá haust. Á heitu árunum byltust mórauðir lækir niður grænar hlíðar. Oki ísaldar létti af herðum. Bílar sukku í aurbleytu. Vonin knúði þá áfram. A heitu árunum hljóp ofvöxtur í blóm og illgresi. Góða fólkið varð betra, vonda fólkið verra. Hatrið varð að eldi, ástin að dumbrauðu skýi. Þegar haustaði féllu þung lauf á votajörð. .n_ J\ fjöldans meö hempuna sína á handleggn- um. En þarna voru fyrst og fremst tveir listamenn. Bóndinn t afskekktu sveitinni haföi meö list sinnl hrifiö mannlnn á meðal fjöldans, sem var líka listamaöur. Magnús Jónsson las sögu Þorgils gjallanda meö skærri röddu. Hver einasta setning sög- unnar var tengd efni hennar á svo ieikandi hátt, aö eölilegt var, aö áheyrendur vildu ekki missa af neinu oröi. Sauöurinn Há- leggur vann þaö afrek aö koma heim til sín í skammdeginu meö grimman fjallaref dauöan á baki sér, og sauöurinn galt líf sitt fyrir. Viökomandi sveitarstjórn haföi lofaö þeim manni fjárhæö nokkurri, sem ynni bug á refnum. En þegar refurinn haföi verið líflátinn á framangreindan hátt, þá var nokkur ágreiningur um, hvernig ætti aö standa viö þetta heit, en lausnin fannst á þægilegan hátt. Enn í dag hljómar fyrir eyrum seinasta setning sögunnar (meðferð Magnúsar Jónssonar: „Háleggur var ekki maöur. Þaö var fjærri lagi aö ausa yfir hann fé.“ Næsti upplesari var Baldur Sveinsson, blaöamaöur. Hann var gjörvilegur aö vall- arsýn, hávaxinn, bjartur aö yfirbragöi en fremur stórskorinn. Framkoma hans var viröuleg og látlaus. Hann las kafla úr Heimskringlu. Þaö voru snögg viðbrigði aö víkja sér í höll Noregskonunga nýkominn ofan af (slenskum afréttum, þegar þar var aö hlaöa niöur snjó, og ekkert kvikt var þar nema rjúpan, einn fjallvanur sauöur og hvítur refur, sem sat um líf hans. En áheyr- endur létu sér þetta vel Kka. Sá, er seinastur kom fram þetta kvöld, var Helgi Hjörvar. Mun mörgum ókunnum hafa oröiö starsýnt á þennan lágvaxna en snarlega mann meö sitt háa og hvelfda enni og bjarta yfirbragö. Hann var líka fljót- ur aö vekja forvltnl fólks, þegar hann lýsti því yfir meö sinni sterku rödd, aö hann yröi sá fyrsti á þessum kvöldvökum, sem færi meö frumsamiö, óprentað efni. Hann las upp sögu eftir sjálfan sig, sem nefndist Gusi. Sú saga birtist seinna í smásagna- safni. Fáa af þeim, sem hlustuöu á Helga Hjörvar þetta kvöld, mun hafa grunaö, aö hann ætti eftir aö verða sá, er seinna um áratugi gegndi því hlutverki aö iesa fréttir og rit fyrir landa sína meö þelm árangri, er skipar honum háan sess í vitund þúsund- anna. Saga Helga um Gusa vakti mikla at- hygli, enda var hún flutt af mikilli röggsemi og nákvæmri smekkvísi. Ég spuröl einn skólabróöur minn á leiöinni heim, hvernig honum heföi þótt sagan hans Helga. „Ég veit þaö ekki. Hóleggur hreif mig svo, aö ég var ekki móttækllegur fyrir meira í kvöld," sagöi hann. Þaö vildi svo til, aö fyrsti desember var á mánudegi þennan vetur. Sá dagur var mildur og fríður. Hátíöarhöld stúdenta viö Austurvöll voru fjölsótt í heiörikju og logni. Um kvöldiö komu tveir upplesarar í Nýja B(ó. Sá þriöji var vant viö látinn. I þetta sinn las upp sú eina kona, sem iét Ijós sitt skína á kvöldvökunum, Theódóra Thor- oddsen. Hinn upplesarinn var Siguröur Nordal. Theódóra leiddi fram á sviölö tvo gamla kunningja. Hún las kaflann úr Pilti og stúlku, þar sem Indriði býöur þeim Rósu og Báröi á Búrfelli í brúökaupsveislu sína, og úr Manni og konu ias hún frásögnina, þegar þeir uröu úti, Siguröur og Þorsteinn í Hlíð. Siguröur Nordal las upp úr Atla. Þó aö ekki væru nema tveir upplesarar þetta kvöld, er vafasamt, hvort nokkuð annaö þessara kvölda hafi veriö skemmtilegra, Freysteinn Gunnarsson skólastjóri. „Hægur í fasi, yfirbragðið mótað af hógværð og prúð- mennsku." eða þar betur meö efni fariö, og er þá mikiö sagt. Á næstu kvöldvöku, þann 8. desember lásu þeir upp: Guömundur Finnbogason, Matthías Þóröarson og Kristján Alberts- son. Guömundur las upp úr ævisögu Sverr- is konungs. Matthías las úr bréfum Tómas- ar Sæmundssonar, en Kristján las þrjú kvæöi eftir Einar Benediktsson. Þarna var fylgt hinum gamla jólaföstusiö aö taka úr „sína ögnina af hverju". Sá siöur miöaöist lengi viö takmarkaöan efnahag, en á kvöld- vökunni í Nýja Bíó var þetta miðaö viö takmarkaöan tíma. Magnús Jónsson prófessor. „Þessi gáfaði langskólamaður bar á borð söguna Hálegg eftir Þorgils gjallanda." 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.