Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1982, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1982, Blaðsíða 2
Um þessar mundir er sýning í forsal Háskóla- bíós á vefmynd Sigrúnar Jónsdóttur, sem hún nefnir Líf og starf Snorra Sturlusonar. Eins og sést á myndinni er þetta stórt verk, 233x130 cm. Til- drögin má rekja aftur til ársins 1975, að Sigrúnu var ásamt fleirum boðið að halda sýningu í Luleo í Svíþjóð og hélt hún þang- að með verk sín. Þar kynntist hún konu, sem var að vinna að ritgerð um Snorra Sturluson, og leitaðist Sigrún við að koma konunni til hjálpar varðandi Snorra og þýddi fyrir hana ýmislegt, sem að gagni kom í þessu augnamiði. Jafnframt „festist ég í Snorra", segir Sigrún, „og fór að hug- leiða að koma einhverju um líf hans í mynd“. En önnur verkefni, til dæmis stór mynd frá Skaftafelli í Öræfum, sem Sigrún vann fyrir Enskilda bank- en í Svíþjóð, töfðu fyrir framkvæmdinni. Svo gerðist það að Mennta- málaráð auglýsti styrki til handa listamönnum og .Sigrún sótti þá um styrk til að vinna að myndinni um Snorra — og var henni veittur styrkurinn. Hugmyndin var þegar mótuð og í júní 1981 hófst Sigrún handa. Verkið vann hún bæði hér heima og úti í Svíþjóð. Það er ef til vill fremur óvenjulegt, að myndin er í heild óhlutlæg, abstrakt, en samt koma þar fyrir at- riði, sem hafa táknræna merkingu. Það sem gefið er í skyn með mjög stíl- færðum formum er stefni víkingaskips með „gap- andi höfuð og gínandi trjónu" og nær höfuðið uppá gyllta kringlu — sjálfa heimskringluna. Á bakborð skipsins er ofið stuðlaberg og tákna stuðlarnir Eddu Snorra og hið friðsama tímabil í lífi hans. Á stjórnborða eru hinsvegar óveðursský, sem hrannast upp og varpa skugga á hafið framan við skipið. Þetta eru tákn fyrir óáran og storma í lífi Snorra. En yfir þessu öllu svífur heimskringlanán þess að stormarnir hafi nokkur áhrif á hana. Að gera mynd af Snorra sjálfum, kom hinsvegar aldrei til greina, segir Sigrún. Efnið í þessari vef- mynd er fyrst og fremst íslenzk ull, spunnin og óspunnin. Auk þess hefur Sigrún notað kaðla, bæði úr hampi og nylon — en uppistaðan er mjög gróft hörgarn. Myndin var fyrst sýnd í Stokkhólmi, þegar forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var þar í opinberri heim- sókn í fyrra og vísast til myndar, sem hér fylgir með og sýnir sænsku kon- ungshjónin, forsetann og listakonuna við það tæki- færi. Síðan hefur myndin verið sýnd í Gallery Cel- ektum í Stokkhólmi og í Falun í Dölum í Svíþjóð. Myndin er í eigu listakon- unnar. VEFMYND SIGRÚNAR JÓNSDÓTTUR: Líf og starf Snorra Sturlusonar Vefmyndin var sýnd í fyrsta sinn opinberlega í fyrrahaust í Stokkhólmi, þegar Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands, var þar í opinberri heimsókn. Hér er listakonan ásamt Vigdísi og sænsku kon- ungshjónunum vió það tækifæri. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.