Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1982, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1982, Blaðsíða 15
Síóarí hluti Eftir Jón B. Þorbjornsson Nýi VW Polo-inn eftir framúrstefnulegar útlhsbreytingar hjá b+b. Sérstök útgáfa fyrir sitt hvort kynid; fjólublár fyrir konur og Ijósblár fyrir karla, hvaðan sem sú litakynskipting er annars komin. í tvö ár hafa b+b boðið VW Golf í þessari útfærshi sem nefnist DiamanL Par er allt sem hugurinn girnist við höndina. þrýsta á ákveðna takka. Undir þetta flokkast til dæmis lofthiti, tími, meðaleyðsla, vegalengd sem eftir er í næstu vélarstill- ingu og hleðsluástand geymis. Ákveðin atriði í þessum flokki geta líka undir vissum kringum- stæðum birst sjálfkrafa sem hættuaðvaranir fyrir miðju mælaborðinu, til dæmis ef úti- hitinn fer niður fyrir frostmark og hætta er á ísingu, eða ef hleðslukerfi bílsins bilar. Auk þess býður þriðji flokkurinn uppá nóg pláss til þess að forrita einhver atriði sem maður sjálf- ur gæti fundið uppá. Aftursætisbílstjórar f nýjum búningi Toppurinn á þessari þróun verður væntanlega sá, að tal- tölvur verða notaðar til þess að tilkynna ökumanni munnlega þau atriði sem hann þarf á að halda í sambandi við aksturinn. Hann mun þá heyra rödd sem segir eitthvað á þessa leið: „Það er of lítið loft í vinstra fram- dekki,“ og „það eru bara fímm lítrar af bensíni eftir á tanknum.“ Og eins kemur tölvan til með að geta tekið við fyrirskipunum á mæltu máli: „Ljósin á,“ segir ökumaðurinn einfaldlega, og tölvan skilur og sér um að þetta komist rétta boðleið. Þó er væntanlega og vonandi ennþá langt í það, að skynjarar tölv- unnar verði svo næmir að hún fari að gefa út yfirlýsingar sem þessar: „Þú ert of þreytt(ur) til að aka“ eða „þú tókst þessa beygju of hratt fyrir minn smekk." Þrátt fyrir það verður víst nóg af búnaði í framtíðar- bílnum sem gerir það að verkum að ökumanni finnst hann ekki lengur einn um stjórnina á bíln- um; þ.e. aftursætisbílstjórar í nýjum búningi. Hins vegar, ef hægt verður að ná hljómi radd- arinnar frá slíkum taltölvum þokkalega viðkunnanlegum, og þeir hjá b+b segjast vera á góðri leið með að geta það, er ekki að vita nema þannig búnaður finni góðan hljómgrunn meðal ein- mana fólks sem vantar stundum einhvern til að tala við! Örtölvur munu stuðla aö mennskari umferö Á óskalista BMW-verksmiðj- anna einna, um nýjungar sem á að innleiða í bílum þeirra fyrir árslok 1986, standa 64 atriði í sambandi við notkun örtölva, ýmist í nýjum eða endurbættum búnaði. Og það liggur nokkuð ljóst fyrir, að rafeindatækni- væðing í bílum með hjálp ör- tölva verður að koma til í stór- auknum mæli, ef takast á að laga bíla að þeim auknu kröfum um sparneytni, tillitssemi við umhverfið og mennskari um- ferð, sem gerðar verða í náinni framtíð. Samfara því þarf sú hugarfarsbreyting að koma til hjá fólki, að ekki sé öllu fórn- andi fyrir greiða og þægilega bílaumferð. Hröð umferð, ásamt rekstrarlega óhagkvæmum bíl- um (stórum og dýrum), tekur oft á tíðum of stóran toll af um- hverfinu, hvort sem um er að ræða landsvæði sem lögð eru undir vegi, mengun lofts eða mannslíf. Það er maðurinn sem hlýtur að eiga forgangsrétt um- fram blikkbeljuna á því að lifa á jörðinni og í takt við náttúruna. Á öðrum sviðum iðnaðar, öðr- um en í bílaframleiðslunni, eiga örtölvur ekki síður framtíð fyrir sér. Það er talið að með því að notast við „gáfur" þessara tækja, þar sem þeim verður við komið, megi spara allt að 15% þeirrar orku sem notuð er til iðnaðarframleiðslu. Samkvæmt könnun sem gerð var í V-Þýska- landi er hægt að koma við ör- tölvum með góðum árangri í 90% af vélaframleiðslu þjóðar- innar, en árið 1980 var aðeins notast við þá í 5% framleiðslu- tilfella. Gott dæmi um notkun örtölva við iðnaðarframleiðslu er einmitt að finna í bílaiðnað- inum. Þar er byrjað að nota tölvur til aðstoðar við teiknun bíla. Þær sjá jafnvel um að reikna og teikna heilu hlutana þar sem farið er fram á lág- marksvindmótstöðu, svo sem bretti og vélarhlíf. Einnig færist stöðugt í vöxt að tölvustýrð vélmenni sjái um samsetningu bíla. Vegna vinnuverndarsjón- armiða hafa Svíar náð lengst Evrópuþjóða á því sviði. Þar í landi eru um eitt þúsund iðnað- arvélmenni, en í Evrópu allri, eins og í Bandaríkjunum og Jap- an, munu vera til um þrjú eða fjögur þúsund slík iðnaðarvél- menni. Þróun í átt til verðlækkunar á örtölvum hefur verið mjög ör að undanförnu. Meðan eininga- fjöldi samrása hefur fimmþús- undfaldast á síðastliðnum 17 ár- um, hefur verð þeirra lækkað þúsundfalt. Til samanburðar má geta þess, að örtölva á stærð við undirskál, með einni vinnsluein- ingu (central processing unit) sem kjarna og fjölda minnis- eininga tengdum henni, kostar í dag um 1000 þýsk mörk. Hún hefur sömu afkastagetu og raf- reiknirinn áðurnefndi, ENIAK, sem var 30 tonn að þyngd, með 18.000 útvarpslömpum og 150 kílówatta orkunotkun, og kost- aði þá tvær milljónir dollara. Búast má við að innan fárra ára megi fá sambærileg afköst úr kubbi á stærð við fingurnögl, með 1 watts rafmagnsnotkun. Rafbíll — ákjósan- legasta lausnin Þrátt fyrir að ævintýralegir möguleikar hafi opnast á mörg- um sviðum með tilkomu ódýrra örtölva, hafa ekki öll vandamál verið leyst og verða ekki leyst með því móti. Búnaðurinn sem þær stjórna, sem útfærir „hugs- un“ þeirra, hefur í fæstum til- fellum þróast á sama hátt hvað verðgildi snertir. Til dæmis nemur þáttur örtölva aðeins 5—10 prósentum af kostnaði við tölvustýrðan tæknibúnað í bíl- um. Því hlyti það að vera stór kostur, þrátt fyrir ágæti raf- eindatækninnar, að aka um á bíl sem væri laus við sem mest af þess konar búnaði, en aka samt á eins hagkvæman og umhverf- is„verndandi“ hátt og kostur er á. Þar væri um að ræða bíl, þar sem engar áhyggjur þyrfti að hafa af kælivatni, smurolíu, flókinni kveikjustillingu og þar fram eftir götunum. Sem sagt rafbíl. Rafbíll væri þar að auki ákjósanlegasta leiðin til þess að nýta innlenda orku í að komast á milli staða og spara árlega með því móti einhver hundruð milljóna króna í gjaldeyri. Sú litla og vart marktæka — en reyndar neikvæða — reynsla sem íslendingar hafa hingað til fengið af notkun rafbíla, má ekki verða mönnum of stór þyrnir í auga. Miðað við allan þann tíma og þá fjármuni sem lagðir hafa verið í endurhönnun og betrumbætur venjulegra bíla, er ekki að undra þótt þeir séu, enn sem komið er, hagkvæmari en rafbílar í rekstri. Því má bú- ast við verulegum framförum í rafbílasmíði þegar menn fara að takast af alvöru á við viðfangs- efnið; þegar fara þarf að huga nánar að nýjum orkugjöfum, samfara þverrandi jarðolíu- birgðum. Þáttur okkar íslendinga í því að styðja við bakið á þessari þróun, sem gæti reynst okkur mjög hagnýt áður en langt um líður, ætti að vera í því formi að fella niður aðflutningsgjöld og tolla af rafbílum fyrst um sinn, ef áhugaaðilar um innflutning á slíkum bílum eru fyrir hendi. Aðeins á þann hátt, með því að aka þeim við íslenskar aðstæð- ur, fæst marktæk reynsla af rafbílum sem vonandi verður hægt að byggja á í sambandi við framtíðarorkubúskap þjóðar- innar. Svo kvað Þórarinn Eldjárn: Konsúll Thomscn keypti bíl, kalt þá glottu lýöir. Hann mun ríkja, hann mun ríkja um síöir. J.B. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.