Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 6
Þrátt fyrir mótspyrnu Frakka laum- ast enskan inn í málið og skyndi- bitastaður í París heitir Fast-Food Kestaurant. ENSKAN Sprechen Sie Franglais? eða Talið þér Frensku? Ef kveikt er á vestur-þýzka sjónvarpinu, kann þar að vera á ferðinni einhver talkmaster í þætti, sem er kallaður talkshow, og hann er að interviewa ein- hvern author einhvers bestsell- ers. Efþú ferð til Japan, geturðu keypt þér nekutai í depato, feng- ið þér hottu doggu og drukkið orenji jiuse. Og táningar hátt- settra embættismanna í Rúss- landi vilja helzt ganga í dzheenzi, fljúga í gliderum og reykja mentolovky. Allt það, sem er innflutt, er importnaya. Enskan er þannig að blandast við og kvænast tungumálum um allan heim. Stundum haldast lánsorðin óbreytt, en stundum tengjast þau orðum á staðnum, mynda ný orð, með nýjum fram- burði, og orðið þá tæpast skilj- anlegt í enskumælandi landi. Diskótek í Hong Kong er t.d. dixie-go, og að sveifla sér í dansi í Ecuador er að travoltarse — dregið af John Travolta. Stund- um er það algjört snohberí, sem stendur fyrir slettunum. „Ensk- an er orðin að heldri manna máli um allan heim, “ segir þýzki málfræðingurinn Broder Carst- ensen, og hafa fjölmiðlarnir ráð- ið þar mestu um. Carstensen segir, að þegar erlendur blaða- maður í Washington heyri þar nýjar setningar úr amerískri pólítík, séu þær felldar óbreyttar inn í fréttaskeytið. Og nýju orö- in vilja loða við, sérstaklega á maðal unglinganna. „Dóttir mín segist ekkert kunna í ensku,“ segir faðir fjórtán ára stúlku í Bonn, „en stundum þegar hún er að tala, gæti ég svarið, að hún er heldur ekki að tala þýzku. “ Mjög margir Frakkar og Vest- ur-Þjóðverjar gera sér tæpast Ijóst, að þeir eru sífellt að sletta ensku, en útkoman verður nýtt tungumálaafbrigði, Franglais og Denglisch. Frakkar hika ekki við að tala um le drugstore, le play- boy, le babysitter og le weekend. Ensk tökuorð í Þýzkalandi eru sennilega hvorki meira né minna en 80.000 talsins. Þar úir og grúir af orðum eins og das appeasement, der soundtrack, diejeans og das happy-end. Jafnvel orð, sem aðeins hljóma 6 FAST-FOOD ICI RESTAURANT 20 M. Mótspyrna: Ríkisstjórnir beggja landa, í Bonn og París, hafa reynt að sporna við ensk- unni, með misjöfnum árangri. Póststjórnin í Þýzkalandi, sem einnig annast um rekstur sím- ans, gerði þá kröfu, að orðið fernsprecher yrði notað um áhald, sem allir kölluðu telefon, en í fyrra gafst póststjórnin loksins upp, og fernsprecher var fellt niður úr öllum símaskrám og símaklefum. Frakkar reyna að útrýma Franglais með öðrum, formlegri aðfcrðum: Nefnd, sem í raun er æðsta ráð franskrar tungu lætur semja lista yfir orð, sem ekki líkjast frönsku í fram- burði — í þeirri von, að opinber- ir starfsmenn, og almenningur, sniðgangi þau. Nefndin gerir einnig uppástungur um orð í staðinn. Þannig var stungið upp á balladeur fyrir Walkman- stereo-tækið. „ Við erum alls ekki að halda því fram, að okkar tungumál sé öðrum fremra, “ segir formaður nefndarinnar, Alain Fantopié. „Við erum ein- ungis að reyna að gera mál okkar skýrt og skilmerkilegt. “ í Rússlandi hefur verið til- tölulega lítið um varnir gegn innrásum enskra orða — senni- lega vegna þess að Rússar hafa vanizt erlendum áhrifum. Á dögum keisaraveldisins var töl- uð þar franska við hirðina, og þeir sýndu mikinn áhuga á þýzku, a.m.k. allt fram að síðari heimsstyrjöld. Málfar ungl- inganna, tæknimálið, jafnvel mál opinberra embættismanna, er nú orðið mjög kryddað ensku. Moskvubúi fær sér viskey eða dzhin-in-tonik, eða fer á dzhazz saission; vísindamaður notfærir sér kommputeri, og embætt- ismaðurinn er að undirbúa budzhyet, vísar þá kannski í leið- inni til statistika. En ekki eru það allir í Sóvíet- ríkjunum, sem sætta sig við inn- rás enskunnar. Rússneski mál- fræðingurinn M. Gorbanevsky skrifaði Komsomolskaya Pravda fyrr á árinu og kvartaði yfir því, að amerískar slettur væru að ráðast inn í rússneskt mál. „Sumir unglingar tala eins og aðkomumenn frá fjarlægum hnöttum, tala eitthvert tungu- mál, sem enginn skilur, “ sagði hann. „Þeir minna mig sérstak- lega á einhverja afdalamenn frá stöðum eins og Michigan, Texas og Kalíforníu. “ Ný sagnorð: Japanir taka vel á móti nýjum enskum orðum og tileinka sér þau, og stundum verða orðmyndirnar nýjar og merkingarnar allt aðrar. Maður sem hefur ökuleyfi, en ekur sjaldan bifreið, er kallaður pepaa doraibaa — ökumaður á pappírnum, og ungur maður, sem helzt vill leggja lag sitt við eldri konur, heitir madamu kiraa — madam killer. Fráskil- inn maður, sem annast um börn sín, er kuraama-zoku, sbr. kvikmyndina Kramer gegn Kramer. Til erjafnvel sagnorðið makudonaru, sem merkir að Frh. á bls. 16. eins og enska, eru mjög vinsæl, svo sem dressman, karlmaður, sem sýnir fatnað, og showmast- er, sá sem stjórnar sjónvarps- þætti. Þótt Þjóðverjar, Rússar og umfram allt Fransmenn, hafi reynt að sporna við ensk- unni, smýgur hún innúr öllum gættum: Moskvubúinn fær sér dzin-in-tonik á barnum og Þjóðverjinn íklæðist die Jeans. manna Það er næstum sama hvort þeir eru lærðir eða leikir, eða jafnvel forsetinn sjálfur: Fæstir geta talað annað en sína amerísku ensku, enda kenna 20% af amerískum menntaskólum alls engin erlend tungumál. Mála- örðugleikar Bandaríkja- Aðeins tíundi hver Bandaríkjamaður talar erlent tungumál, og eru þeir iðulega misskildir erlendis, hvort sem þeir tala amerísku eða bregða fyrir sig skólakunnáttunni. Þeir vilja fá martini dry í Þýzkalandi og fá á borðið þrjú glös. Þeir ætla að segja „Komdu sæll“ — Iin Yang — við Kínverjann, en það kemur út Jiang You, sem merkir sojasósa. Enda þótt þeir séu heims- frægir fyrir málleysi, eru þeir alls staðar á ferðinni, um allan heim, í margvíslegustu erindum og ætlast einfaldlega til þess, að þeir geti talað amerísku við alla og allir við þá. Ef í harðbakka slær, ætti þó að vera hægt að fá túlk. Fæstir þeirra læra nokkur erlend mál að gagni heima fyrir, og mjög fáir amerískir skólar gera nokkrar kröfur í þeim efn- um. Þegar Carter fór til PóIIands 1977 og heilsaði pólsku þjóðinni, sagði ameríski túlkurinn, að Carter girntist hana líkamlega, og þegar Pepsi Cola vildi aug- lýsa á Taiwan, að Pepsidrykkja kæmi mönnum ígott skap, sagði í auglýsingunni, að drykkjan mundi fá forfeðurna til að rísa úrgröfum sínum. Sýnilegt er, að þetta málleysi dregur úr sölu á bandarískum vörum. Japanir hafa hins vegar allt aðra stefnu að þessu leyti, þeir kaupa á jap- önsku en selja á máli landsins, sem kaupir af þeim. Til eru þeir Bandaríkjamenn, sem tala ágætlega erlend tungu- mál, en fá alls ekki tækifæri til þess. Þannig vill Þjóðverjinn miklu heldur tala ensku við Bandaríkjamanninn, æfa sig á henni, fremur en tala við hann á þýzku, þótt Bandaríkjamaðurinn tali hana reiprennandi. Sumar þjóðir verða tortryggnar í garð þeirra manna, sem tala vel tungumál þeirra. Þannig hafa Japanir jafnan haldið því fram, að útlendingum sé gjörsamlega um megn að læra japönsku. Þeim finnst því, að ekki geti allt verið með felldu, þegar þeir heyra hana vel talaða. Þær þjóðir eru þó fleiri, sem ásaka Bandaríkjamenn fyrir leti, fyrir að loka sig inni í hópi landa sinna og umgangast ekki hcimamenn; þeir geti ekki lesið blöðin, og þá langi ekki til þess; þeir hafi því ekki hugmynd um, hvað sé að gerast, en sé samt sem áður ætlað að taka mikil- vægar ákvarðanir um alls kyns samskipti við landið. Eins og áður segir, koma bandarískir skólar hér að litlu gagni. Tuttugu prósent af amer- ískum menntaskólum kenna alls engin erlend tungumál, og þeir skólar þar í landi eru mjög fáir, sem kenna þau yngri nemendum en 12 ára, en á þeim aldri eru unglingar taldir næmastir fyrir tungumálanámi. Aðeins átta prósent af háskólum landsins krefjast málakunnáttu til inn- tökuprófs, en stundum er svo úr kröfunni dregið, að stúdentum leyfist að leggja fram læknis- vottorð sálfræðinga um, að tungumálanám muni spilla and- legu heilsufari þeirra. Allt að einu vilja margir Bandaríkjamenn læra erlend tungumál, t.d. spænsku — til að geta talað við spænskumælandi fólk í landinu, sem sífellt fer fjölgandi, og svo eru hinir einnig margir, sem vilja læra tungumál forfeðra sinna. Þegar atvinna fer minnkandi, getur málakunn- átta einnig farið að skipta máli, fyrirtæki, sem starfar erlendis, vill fremur ráða þann, sem málið talar, en hinn, sem það gerir ekki. Ekki leggur ríkisstjórn Reag- ans mikið upp úr málanámi og hefur nýlega lagt til, að 24 millj- óna dollara ríkisframlag í því skyni verði skorið niður um helming. Enda þótt talið sé, að tillagan eigi ekki fylgi að fagna á Bandaríkjaþingi, hefur hún valdið kennurum áhyggjum um framtíð þessara mála. Segja þeir sem svo, að tæpast sé við því að J)úast, að fátæk ríki, eins og Michigan, geti haldið uppi kennslu í swahili, fyrir örfáa nemendur. Niðurstaðan kann því að verða sú, að Bandaríkjamenn haldi áfram að vera jafnmál- lausir á erlendum tungumálum og þeir hafa verið hingað til.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.