Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 14
BÍLAR 1983 Toyo-Kogyo, sem er þriðji bílaframleiðandinn í Japan, er einkar gott dæmi um það, á hverju Japanir luma fyrir kom- andi tíma. Þetta fyrirtæki býður samtímis upp á þrjár gerðir bílmótora, það er að segja hefðbundinn dísilmótor, benz- ínmótor og svo líka wankel- mótor. Toyo-Kogyo lagði fjár- hagslega næstum því allt í söl- urnar í kringum 1970, þegar þeir höfðu í hyggju að setja wankel- mótora í alla sína Mazda-bíla, i staðinn fyrir venjulega benz- ínmótora. En þegar benzínverð- ið tók að þjóta upp á árunum 1973—1974 fór Mazda, búin benzínfrekri wankel-vél, að selj- ast stöðugt verr og verr. Toyo tók því aftur upp benzínmótora af hefðbundinni gerð í allar sín- ar gerðir af Mazda, nema í sportbílnum Mazda RX-7, þar sem álitið var, að aukin benzín- notkun skipti eigendur slíkra bíla engu máli. Frá þessum tíma hafa komið fram verulegar endurbætur á wankel-mótornum, sem gerir það að verkum, að hann eyðir orðið þriðjungi minna benzíni en áður. Að áliti forstjóra Toyo-Kogyo, Kenichi Yamam- oto, sem hefur yfirumsjón með öllum tæknilegum endurbótum innan fyrirtækisins, á wankel- mótorinn eftir að verða ennþá sparneytnari innan skamms. í lok ágústmánaðar í fyrra var svo stigið enn eitt mikilvægt framfaraspor í þróun wankel- mótorsins, þegar Toyo-Kogyo lét setja wankel-mótor með for- þjöppu í nýja útgáfu af 2-dyra sportbílnum Cosmo. Þessi bíll hefur lægsta vindstuðul af öll- um bílum; hann kemst upp í 195 km hraða á klst., og hefur þar með skipað Toyo-Kogyo-verk- smiðjunum í flokk framleiðenda hinna vönduðustu og hrað- skreiðustu lúxusbíla. Bandaríkin Þeir bandarísku bílaframleið- endur, sem flytja framleiðslu sína út til annarra landa, eru stöðugt á höttunum bæði eftir landfræðilega líklegum mark- aðssvæðum og áberandi glopp- um í framboði þannig bílgerða erlendis, sem bifreiðir með hin- um einstaka ameríska gæða- stimpli fyrir útlit, afl og end- ingu ættu auðvelt með að fylla upp í- Ef American Motor Company tekst það, sem þeir hafa í hyggju, verða bátar, hross og málmhýsi til sumardavlar bráð- lega dregin hratt og örugglega eftir þjóðvegum Evrópu með CJ7-jeppanum frá AMC, en Willies-jeppinn er enn við lýði og mjög vinsæll, en tilheyrir American Motors síðan 1970 og heitir AMC CJ 7, fáanlegur með grind og blæju, eða húsi. Þrátt fyrir nýjar tegundir sambærilegra bfla hefur jeppinn tekið litlum breytingum. Margar gerðir með drifi á öllum hann er smíðaður í Bandaríkj- unum og búinn benzínmótor frá Renault-verksmiðj unum frönsku. Salan á CJ7-jeppanum frá AMC hefur gengið það vel í Frakklandi og í Belgíu síðastlið- ið ár, að Ted Clare, varaforstjóri alþjóðamarkaðsdeildarinnar hjá AMC-verksmiðjunum, reiknar fastlega með um það bil 50% hlutdeild CJ7-jeppans á þessu ári í franska og belgíska mark- aðinum fyrir bíla með drif á öll- um hjólum. Clare segir þessu til frekari skýringar: „Úr því að franskir viðskiptavinir okkar vita af Greinileg japönsk áhrif: Ný og minni gerð af Bronco, sem auðkennd er með II, hefur tekið mið af Toyota Hilux og er 500 kg léttari en stóri Broncoinn. Drif á öllum er ævinlega á Bronco II. því að seljast illa á Evrópu- markaðinum. Salan á þessum bíl gekk mjög vel fyrst framan af en féll svo næstum alveg niður, þegar líða tók á árið, framleiðendum til mikillar undrunar. Ef einhverjar breytingar verða á hinu háa skráða gengi bandaríska dollarans í hag- stæðari átt fyrir bandarísk út- flutningsfyrirtæki á þessu ári, gera GM-verksmiðjurnar sér góðar vonir um að salan á Cam- aro Z28-E og Pontiac Firebird, sem kom á markaðinn fyrir skömmu, eigi eftir að ganga mun betur árið 1983. AMC-verksmiðjurnar hafa byrjað að reyna fyrir sér á alveg nýjum miðum með léttbyggðum pick-up, CJ10, en hann er með fjögurra strokka vél og er fyrsti bíllinn, sem AMC raunverulega hannar með alþjóðlegan markað fyrir augum, en þessari bílgerð er greinilega ætlað að standast hinum allsráðandi FJ45 frá Toy- ota fullkomlega snúning. Fram- leiðsla CJ10 hófst á miðju síð- asta ári, og er þessum bíl ætlað að komast leiðar sinnar við hin erfiðustu skilyrði, jafnt á léleg- ustu vegum sem utan vegar, hvort sem um er að ræða járn- námur í Ástralíu, frumskóga á Borneo eða aðrar álíka vegleys- ur. En baráttan um markaðina er AMC afar erfið, á meðan jap- anska yenið er skráð lágt en Bandaríkjadollari hins vegar mjög hátt. Útflutningsdeild General Motors-verksmiðjanna bindur miklar vonir við nýja smækkaða gerð af sterkbyggðum Blazer, sem hannaður er sérstaklega fyrir þá, sem vilja eiga þægi- legan bíl með drifi á öllum hjól- um og reynist jafn þægilegur og lipur í innanbæjarakstri og á lélegum vegum, sem ýmist geta verið sendnir, blautir og forugir Sem utanvegabfll þykir Blazerinn nokkuð þunglamalegur og því hefur GM smíðað minni útgáfu af Blazer, sem auðkennd er með S og ekki með drifi á öllum, nema það sé pantað sérstaklega. Fyrst nú uppá síðkastíð hafa Japanir náð því marki f bflahönnun, að svipmót- ið er þeirra eigið og ekki hnuplað frá Ameríku eða Evrópu. Til eru japanskir bflar, sem teljast framúrskarandi vel teiknaðir og þar er Honda Prelude í fremstu röð. Renault-bifreiðasölum á næsta leiti, finnst þeim, að þeir séu miklu öruggari með að fá góða viðgerðaþjónustu fyrir amer- ísku jeppana sína. Þetta atriði hefur skipt meginmáli í sölu CJ7 í Frakklandi. Renault er einnig byrjaður að selja CJ7-jeppann í Bretlandi og Þýzkalandi. Af þeim milljónum manna í Mið-Austurlöndum, sem árlega fara í pílagrímsför til Mekka og Medina, aka allmargar þúsundir í GM Suburban, en það er rúm- góður, sterkbyggður skutbíll, sem tekur auðveldlega níu manns í sæti og hefur góða loftkælingu eða hitun, eftir því sem við á. General Motors hafa með 65% upp í 70% markaðshlut- deild í Mið-Austurlöndum lang- samlega sterkustu stöðuna á þessum slóðum, en það eru aðal- lega GM-gerðirnar Chevrolet Caprice, Buick Park Avenue og Oldsmobile 98, sem eiga heið- urinn af þeim góða árangri. En burtséð frá þessum ljósu punktum urðu bandarískir bif- reiðaútflytjendur fyrir miklum skakkaföllum síðastliðið ár, og má að nokkru leyti rekja þann samdrátt til óhagstæðrar skrán- ingar bandaríska dollarans á erlendum peningamörkuðum. Útflutningsdeild General Mot- ors-verksmiðjanna, NAVO, varð að sætta sig við þetta 10% til 12% minni útflutning árið 1982, en árið áður hafði útflutningur fyrirtækisins aukizt allnokkuð. Nýja GM-gerðin, Camaro Z28-E, sem er klassískur amer- ískur bíll með vissum endurbót- um með tilliti til sölu á erlend- um mörkuðum, hafði í fyrstu hlotið hinar beztu viðtökur á al- þjóðlegu bílasýningunni í Genf í fyrra, en olli svo GM-verksmiðj- unum sárum vonbrigðum með eða hálir af snjó, brattir og krókóttir. John Beck, varaforstjóri út- flutningsdeildar General Mot- ors, hefur þetta að segja til frek- ari skýringar á stöðu mála: „Þetta er spurningin um það, hvort við séum nægilega slyngir til að koma auga á hið sérstaka notagildi bílanna okkar á ein- staklega mismunandi erfiðum landsvæðum víða um heim, og við erum stöðugt að reyna fyrir okkur í þessum efnum. Ég held annars, að við séum að verða slyngari með hverjum deginum, sem líður."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.