Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1983, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1983, Blaðsíða 2
Margur er uggandi um bókmenntirnar undir sjón- varpi og telja þó horfurnar enn skuggalegri, þegar tölvan hefur að fullu tekið hús á al- menningi og farin að breyta lesmáli í myndmál. Það fer enginn í grafgötur um það, að myndskoðun er nútímamanninum ljúfari en lesning, enda er myndin ein- faldara tjáningarform og auð- meltara í hraða og hávaða nútímans en lesmál. Menn telja það alls ekki óhugsandi að almenningur týni niður að lesa. Stirðlæsi er þegar orðið „Þeir ritdómarar eru uppi í samtímanum, sem segja, að bókmenntum fari árlega hrakandi og þeim bókum fækki ár frá ári, sem telja megi góðar’bókmenntir. Orðið Fegurð er bannorð í nútímanum og heyrist ekki nefnt lengur í sam- bandi við bókmenntir“ / flokki mestu sölubóka á sölu- listum. Orsakirnar til þess, að bókmenntirnar almennt fari versnandi, segja þessir böl- móðar, eru þær helztar, að bókum sé æ meir flaustrað af, hvorki höfundi né útgefanda finnist lengur ástæða tii að eyða tíma og peningum í að vanda til bókar og því séu rit- villur, prentvillur og ambögur og allt niður í klára dellur í textanum vaðandi uppi í bók- um nútímans. Þá á það að hafa aukizt að rithöfundar og útgefendur liggi í leit að sölu- efni og leggist oft lágt. Þegar þeir svo hafi fundið eitthvað, sem líkindi séu til að gangi í fjöldann, sé kappsmálið að gefa það út meðan það er heitt. Hugvitinu sé svo næst beitt á titil, kápu og auglýsingar en vinna við texta bókarinnar í handritum og próförkum sé forsómuð. Af þessum sölum öllum reynist bækur nútíma- rithöfunda almennt snögg- soðnar, andlausar og angi af matarlykt. Allt kann nú þetta að vera áberandi hjá ungu fólki og er þó ekki upprunnin sú tölvuöld sem víst er að kemur. Bókmenntir er yfirgrips- mikið orð, en oft er merkingin aðeins sú grein bókmennta, sem kölluð var hér áður fyrr fagurbókmenntir: skáldsögur, leikrit, Ijóð, en nú er þessi greining ekki nothæf lengur. Orðið fegurð er bannorð í nú- tímanum og heyrist ekki nefnt lengur í sambandi við bók- menntir. Reyndar heyrir mað- ur ekki þetta orð lengur í tali fólks, það væri þá helzt að það hrykki uppúr elliæru gamal- menni horfandi til hafs í kvöldsól. Það er auðgert að dæma bókmenntir og það gera allir sem lesa bækur, en það er ógerningur að dæma þær rétt. í dóma okkar lærðra sem leikra blandast pólitík, trúar- og siðaskoðanir, smekkur á mál og stíl og oft ruglar form- ið dómgreindina. Af því að ekki er um neinn algildan dóm að ræða, hvorki um einstakar bækur né bókmenntir á til- teknu tímaskeiði, geta menn endalaust rifist um bækur. Hver og einn er sinn eigin dómari. Reynt er þó að koma ein- hverju almennu máli á bæði einstakar bækur og bókmennt- irnar almennt á hinum ýmsu tímaskeiðum og það hafa orðið til atvinnumenn í að dæma bækur. Þeir menn eru haldnir öllum sömu ágöllum og hinn almenni bóklesandi, fastir í pólitík, trú, siðum, smekk, formi og þeim skeikar oft um einstakar bækur um leið og þær koma út, en margir þess- ara manna hafa skilgóða yfir- sýn yfir bókmenntir þegar til lengri tíma er litið. Nú eru uppi þeir atvinnu- ritdómarar í samtímanum, se'm segja að bókmenntum fari árlega hrakandi og ekki aðeins áratug af áratug, heldur megi orðið sjá árlegan mun. Þeim bókum fækki frá ári til árs sem kalla megi „góðar“ bók- menntir og einnig fækki þeim árlega sem lesa þær fáu góðu bækur sem út komi. Skoðun sína styðja þessir menn með minnkandi upplögum á góðum bókum og þær sjáist ekki orðið Lance Morrow Við vildum sakna fleiri i • • -••• <•••-. „Mikið óréttlæti getur kallað fram miklar bækur; einnig getur almenningur máski af sömu ástæðum verið móttækilegri og í meiri þörf fyrir bækur, sem hann getur fundið í siðferðilegan styrk. Þessu bregð- ur hvorutveggja fyrir í Suður-Ameríku. Sá heims- hluti virðist vera að ala upp og fóstra, án þess að nokkur hafi við því búizt, dásamlega höfunda líkt og Rússland á 19. öldinni“ Bækur eru allsstaðar að verða eyðingunni að bráð (um það eigum við íslendingar hinar fleygu ljóð- línur Jóns Helgasonar: „Bókfellið velkist og stafirnir fyrnast og fúna.“ ÁJ.). Sýran í blekinu og rykið eyðir síðunum og pappírinn krypplast. Það tekur ekki marga mannsaldra að púðrið fjúki úr orðunum eins og frjó af blómi fyrir vindi. Seinna kannski finnur eitt af okkar tölvumenntuðu barnabörn- um spjöldin af bókinni og veltir þeim milli handanna eins og það væri hauskúpan af Yorick (hirð- fíflinu í Hamlet. ÁJ.). Stundum hefur maður það á til- finningunni að þetta skipti engu máli. Við héldum að vísu einu sinni, að við værum bókamenn, en það er nú víst liðin tíð. Nú erum við orðnir píparar og bíðum þess sennilega aldrei bætur. Ekki þarf að óttast það, að hin- um miklu bókarisum aldanna verði ekki komið fyrir á örfilmum, svo sem körlum eins og Hómer, Tolstoj, Flaubert, Joyce, Proust og fleiri slíkum. Og það munu verða til sýnis frystar eða þurrkaðar bækur, geymdar í sínu uppruna- lega formi sem sýnishorn af horf- inni menningu, líkt og geymdar eru hauskúpur frummanna. En hvað verður um þessar bæk- ur, sem verið er að setja saman þessa stundina, og manni finnst vera eftirhreytur tízku sem gengin er um garð og eiginlega engar bækur vera? Bókmenntir nútímans eru eins og dýr, sem brýzt um í þröngu búri. Við erum ekki nær kjarna veruleikans, þótt við lesum hina „skapandi“ rithöfunda nútímans, en barn verður lífi villtra dýra í frumskógunum með því að fara í dýragarð og horfa þar á ísbjörn illan í skapi buslandi í gruggugum polli og skeytir skapi sínu á bjór- tunnu, sem hann hefur fengið til þess. Það leynist engum, að hann vill gjarnan myrða alla sem á hann horfa. Þessi líking held ég nái vel bókmenntalífi nútímans. Enski gagnrýnandinn Cyril Connally lagði það eitt sinn til, að bókmenntasinnað fólk gerði það að leik sínum, að bera saman bæk- urnar um það hvort uppi væri í samtímanum höfundur svo góður, að það yrði að teljast ógæfa fyrir bókmenntirnar, ef hann hætti að skrifa. Þegar samtímahöfundar eru bornir saman við löngu látna, verður náttúrlega að hafa það í huga, að fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. En dugir það til að bjarga nútimarithöf- undum í samanburðinum? Rithöfundar hafa tilhneigingu til að minnka í nærmynd (sem er eðlilegt, þar sem rithöfundur nýt- ur sín bezt einn. Af því er hann rithöfundur. ÁJ.). Rithöfundar nútímans reynast við náin kynni snöggsoðnir bullukollar, blaðlýs, litlir pappírar — í einu orði sagt: ómerkilegir. I hinum öskugráa veruleika nútímans kemst maður ekki hjá að sjá fyrir sér löngu liðna gullöld. Og ekki batna áhrif- in, ef rithöfundurinn skilur ekki við sig eiturlyfjasprautuna. Það verður sannarlega að hlusta vel til að heyra þrumugnýinn í bókum þeirra. (Það er rétt að hafa hér með enska textann, ef einhver skyldi vilja ganga úr skugga um, hvort þessar svívirðingar allar hafi skil- að sér nærri lagi í endursögn minni. ÁJ.) „Up close, most writers tend to look minor, to look like transient scribblers, aphids, small potatoes, twerps. One imagines a golden age 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.