Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1985, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1985, Blaðsíða 4
Á botni breðans og heimsmynd Gunnars Gunnarssonar Leiða má sterk rök að því að myndforði nútímabókmennta byggist að verulegu leyti á formum og táknum aftan úr forn- eskju. í gegnum tíðina hafa þau tekið breytingum og fjarlægst uppruna sinn en útlínur þeirra þó lifað sem skipulagssnið í skáldskap. Venslin skiljast betur ímyndi lesandi sér að hann standi andspænis málverki. Ef hann stendur þétt við það er hvert smáatriði greinilegt. Hann sér minnstu litbrigði, hvert pensilfar, sérhvern drátt. Færi hann sig hinsvegar fjær verður allt óljósara og loks greinir hann ekki annað en útlínur, ljós og skugga 1( Þannig er því farið með hin fornu form. Þau eru augljós og inntaksrik í goðsögum og mýþískum skáldskap en óljósari og sért- ækari í nútímabókmenntum. Höfundurinn fyllir í mynd sína á sjálfstæðan hátt, ræður litbrigðum og einstökum dráttum en þó innan þeirra takmarka sem ramminn setur honum. í þessu sambandi má taka hetjuformið sem dæmi. Upphaf þess er að líkindum í erkidæmi guðsins sem deyr og rís uppfrá dauðum. Saga hans tengdist í fyrstu ævafornum helgisiðum og launhelgum. Guðinum eða holdtekju hans var fórnað til að tryggja framvindu árshringsins og endurkomu vors og sólar, píslardauði hans átti að leysa lífið undan myrkri og vetri. Þessi guð var fyrirmynd hinnar mýþísku hetju sem í upphafi hafði tvær hliðar og var lausnari og píslarvottur í senn. Eftir Matthías Viðar Sæmundsson Kreppusögur Gunnars Gunnars- sonar fjalla um vitsmunalega og tilfinningalega sundurlimun, heimur þeirra klofinn og demón- ískur. Sagan Á botni breðans endurspeglar hinsvegar hin breyttu viðhorf Gunnars og sýnir á skýran hátt kjarnann í lífsskoðun hans. Hún leysti einatt samfélag sitt úr viðjum með því að leggja sjálfa sig á kross eða leggja líf sitt í sölurnar á annan hátt. Verknaður hennar fól í sér lífsþrótt eða endurnýjunarmátt heildarinnar. Líkt og Móses leiddi hún félag sitt af eyðimörk ellegar hún frelsaði það undan illum álögum, tryggði með því að fjöreggið bær- ist hönd úr hendi, kveikti nýtt líf. Starf hennar þýddi lífgjöf eða endurnýjun hrörnandi lífs. Hetjur forn- grískra bókmennta eru lýsandi dæmi. Þær voru höfund- ar að borgum, ríkjum og lagaskipan. Þær leystu lönd úr klóm óvætta og illvirkja, þurrkuðu upp fen, ræktuðu skóga, beisluðu stórfljót og útveguðu eld. Þær ruddu siðmenningunni braut inní villta náttúru, skópu og héldu vörð um mannlegt kosmos, tryggðu skipulagið gegn óskapnaði og ringulreið. Oft á tíðúm fólst starf þeirra í að fella í eitt það sem áður var sundur brotið, leysa úr þrætu eða stríði innan samfélagsins. í menningu okkar falla báðar hliðar guðsins saman í goðsögninni um Krist. Hann kvaldist á krossi og dó píslavættisdauða en bar með því sigurorð af dauðanum og leysti mannkynið. I bókmenntum seinni tíma hafa hliðarnar yfirleitt skilist að og einræð mynd píslarvott- arins orðið æ algengari. Hún er til að mynda uppistaða margra merkustu bókmenntaverka þessarar aldar. Ástæðan er einföld. Fæstir trúa því í dag að nokkurt afl í mannheimi geti leyst mótsagnir lífsins og snúið rök- leysu okkar í skilvitlegt samræmi. Andstæðu þessarar almennu þróunar má samt sjá í verkum Gunnars Gunn- arssonar einsog komið verður að á eftir. AF Sálarvoða í óbyggðum Sögninni um Krist svipar til ævafornra sagna af hetj- um sem sogast í hafdjúp eða sameinast jörð en bjargast með yfirnáttúrulegum hætti. í Mattheusarguðspjalli dregur Kristur sjálfur upp líkingu með sér og einni þeirra, Jónasi: Þá svöruðu honum nokkurir af fræðimönnum og Faríseum og sögðu: Meistari, oss iangar til að sjá tákn hjá þér. En hann svaraði og sagði við þá: Vond og hórsöm kynslóð heimtar tákn, en henni skal ekki verða gefið annað tákn en Jónasar spámanns; því að eins og Jónas var í kviði stórfisksins þrjá daga og þrjár nætur, þannig mun manns-sonurinn vera þrjá daga og þrjár nætur í skauti jarðar. 2> Jónasi var sagt að fara til Niníve-borgar og prédika á móti vonsku hennar, en hann hafði engan hug á píslar- vætti og reyndi að flýja undan augliti Drottins, steig á skip og sigldi á haf út til Tarsis. En á leiðinni gerði mikinn storm svo við lá að skipið brotnaði í spón, tóku skipverjar þá það ráð að varpa Jónasi fyrir borð. Þá sendi Drottinn stórfisk sem svelgdi Jónas og beið hann í kviði fisksins við iðran og bænagjörð uns Drottinn bauð fiskinum að spúa honum á þurrt land. Kristur líkir þessari táknsögu við niöurstigningu sína og má í samræmi við það sjá hann ganga innum gin stórtenntra óvætta á miðaldamálverkum. Háskaferð á borð við Jónasar er kjarni flestra goð- sagnakerfa en tekur á sig ólíkar myndir: hetjan stígur niður til heljar (Zoroaster, Herkúles, Ódysseifur, Bald- ur), ferðast um völundarhús eða eyðiland (Þeseifur, Móses) eða heldur inní „dimma nótt sálarinnar" (Dante). Á för sinni þarf hún oft að vinna bug á óvætt- um sem sækjast eftir lífi hennar. Merking þeirra er þríþætt. í fyrsta lagi geta þær táknað villta og vitund- arlausa náttúru: óskapnaðinn sem sífellt ógnar sið- menningunni. Bústaður þeirra er táknrænn: eyðimörk, frumskógur, hafdjúp eða öræfaland. Þær eru með öðr- um orðum holdtekjur hins formlausa og ófrjóa. í öðru lagi geta óvættirnar táknað eyðingaröfl sem stofna ein- ingu samfélagsins í voða innanfrá. í báðum tilvikum eru þær ímyndir þess sem mannkynið verður að sigrast á vilji það lífi halda. Hetjurnar á hinn bóginn tákn hins frjóa og framsækna. Joseph Campbell heldur því fram í ritum sínum að þrekraun hetjunnar lýsi ekki aðeins kosmískri og fé- lagslegri framvindu heldur og sálrænni reynslu 3\ enda hefur margsinnis verið sýnt fram á hliðstæður goðsögu- tákna og tákna í draumum. í því sambandi má minnast þeirrar kenningar Jungs að hetjan sé í sjálfu sér ekki annað en möguleiki sem býr í sál allra manna. í því ljósi er óvætturin tákn fyrir frumstæð og villt öfl undirvit- undarinnar. Flesta skortir þrek til að leggja til atlögu við þau og þar með að virkja lífsorkuna sem innra með þeim býr. Hetjan á hinn bóginn leggur á djúpið og vinnur bug á eyðingarmættinum. Hún sameinast „inn- hafi sálarinnar" þar sem lífs- og sköpunarkrafturinn eiga upptök sín, leysir með þvi orku úr læðingi sem endurnýjað getur samfélagið. Flestir þeir sem leggja í slíka för „drukkna“ og verða demónum að bráð, innri sundrung og sturlun, þeir eru píslarvottar eigin tak- mörkunar, hetjan á hins vegar undantekningarmann- eskja, ofjarl sjálfrar sín, ef svo má að orði komast. Samkvæmt framansögðu má greina þrjú svið innan hetjusögunnar: kosmískt, félagslegt og sálfræðilegt. Stefnan er með öðrum orðum lárétt og lóðrétt í senn. Yfirborðsgerðin sýnir líkamlegt ferðalag inní eða oní dimmleitan og ógnvekjandi heim, djúpgerðin sálræna leit eða könnun. Mjög mörg nútímaskáldverk byggjast á þessu formi. Er þar skemmst að minnast skáldsögunnar Maður og haf eftir Véstein Lúðvíksson sem út kom á seinasta ári. I henni sem og öðrum af sama tagi jafn- gildir hið landfræðilega eyðiland eða ókunna djúp dimmri nóttu sálarinnar. Merkingin Fyllir TÓMIÐ Yfirleitt hafa ofangreind form aðeins sálfræðilega merkingu í nútímaverkum en á stundum halda þau einnig kosmískri merkingu í nútímaverkum en á stund- um halda þau einnig kosmískri vísun sinni. Það á til dæmis við um margar seinni sögur Gunnars Gunnars- sonar. Verk hans f.o.m. Fjallkirkjunni (1923—28) verða vart numin til hlítar án þekkingar á hinum goðsögulegu frummyndum því oftar en ekki sníður hann bæði sögu- rím og persónur að þeim. Séu þessi verk borin saman við kreppusögur Gunnars: Ströndina, Varg í véum og Sælir eru einfaldir (1915—20) sést glöggt þróunin frá tilvistarlegri til mýþískrar lífsskoðunar. Höfundurinn reynir á markvissan hátt að skipuleggja heimsmynd sína í goðsögulegu tilverulíkani. Það má meðal annars sjá af þeirri þróun sem persónulýsingar hans taka. í kreppusögunum hafa söguhetjurnar mörg kristsein- kenni en það sem þær sækja til Krists er fyrst og síðast þjáningin. Písl þeirra er hins vegar ekki frelsandi líkt og í dæmi Krists heldur hörð og köld, merkingarlaus. Þær virðast dæmdar til örstutts gönuhlaups þar sem einsemdin hrapar stöðugt að þeim einsog bjarg, klofnar hið innra og með óeirð í blóði, ganglerar án marks, ráðvilltir reikunarmenn. Leit þeirra að lífsmerkingu ber svipaðan árangur og sólarburður Bakkabræðra enda virðist enginn vegur til, auk þess sem dauðinn varpar skugga sínum yfir líf þeirra og gerir það að martröð. Kreppusögurnar fjalla um vitsmunalega og tilfinn- ingalega sundurlimun, heimur þeirrá klofinn og demón- ískur. í sögulegum skáldsögum Gunnars, einkum Jörð (1933), svo og Aðventu (1937), Brimhendu (1954) og fleiri verkum sameinast hinsvegar hin margföldu snið innan mýþískrar heildar. Hver einstakur líkami er tortíman- legur eftir sem áður en nú ber eyðing hans vott um endurnýjun eða endurfæðingu. Líf fjarar út og rís að ströndu í sömu andrá, öldungurinn endurskapast í hvítvoðungnum og þar fram eftir götum. Dauðinn er ekki svívirðing heldur fullkomnun því hann staðfestir sigur frjómáttarins, hið endalausa hringsól frá lífi um dauða til lífs. í þessum verkum finnur höfundur einingu í margfeldinu og merkingu í tóminu. í þeim hefur auðnuleysinginn breyst í fórnarhetju, píslin sameinast lausn í gjöfulli fórn. Söguhetjurnar dreymir ekki um að verða ofjarlar jarðar einsog útlaga kreppusagnanna heldur gangast þær beinu baki undir ok frelsis og ábyrgðar, sáttar við hlutskipti sitt og ósigrandi því þær trúa á hlutverk manns og tilgang lífs. Vegleitendurnir hafa fundið veginn. Hér á eftir verður fjallað um litla skáldsögu, Á botni breðans 4, sem speglar hin breyttu viðhorf Gunnars. Hún er að mínu mati miðlæg í höfundarverki Gunnars því hún sýnir á afar skýran hátt kjarnann í lífsskoðun hans. Þessi saga birtist undir nafninu „Pá bunden av snehavet" í smásagnasafninu En dag tilovers og andre Historier árið 1929. Af Ófeigum Einyrkja BÓLU-HJÁLMARS í Á botni breðans fer Gunnar svipaða leið og í Aðventu, ummyndar sannsögulegt frásagnarefni í skáldskap sem öðrum þræði er almennt dæmi eða goðsögn. Efniviður- inn er alkunnur úr íslenskum bókmenntum: barátta einangraðs sveitafólks við harðneskjuleg náttúruöfl. Við sögu kemur hetjan kunna: einyrkinn sem hvergi lætur undan síga þótt á móti blási. Höskuldur bóndi í Grundarkoti í Héðinsfirði virtist „ódauðlegri en aðrir menn“ (184), segir í sögunni, því hann hafði alla tíð komist hörmungalaust úr hinum verstu mannraunum. í honum kristallast þeir eiginleikar sem gert hafa þjóð- inni kleift að lifa á mörkum byggilegs heims kynslóð fram af kynslóð: ókvalræði, hreysti, ódrepandi lífsvilji og traust á máttarvöldum. En lýsing einyrkjans er þó ekki í miðju sögunnar heldur mynd af konu í nauð. Langt er liðið á jólaföstu og bóndi heldur að heiman í kaupstaðarferð. Skömmu síðar skellur á aftakabylur sem færir afskekkt kotið í kaf. Dauðinn blasir við íbúunum, konu og tveimur börnum. Þeim tekst þó á nær ofurmannlegan hátt að grafa sig úr breðanum á tæpum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.