Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1985, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1985, Blaðsíða 6
mér virðist það ganga út frá sömu forsend- um, stefnu, og rit frönsku surrealistanna: persónuleiki höfundar á að birtast þar í heild, í öllum tilbrigðum sínum. Þrátt fyrir sjálfstæði Bréfsins er aug- ljóst, aö það eru megineinkenni þess sem það á sameiginleg við rit surrealistanna frönsku. En hvernig á að skýra það? Er hugsanlegt að þarna hafi verið beint sam- band? Sá möguleiki virðist fjarlægur, því fyrsta surrealíska ritið sá dagsins ljós 1919, hreyfing surrealista fer að starfa sjálfstætt (frá dada) árið 1922, og vekur ekki verulega athygli fyrr en um miðjan 3. áratuginn. Nú var Þórbergur raunar í Par- ís, sumarið 1921, og það meira að segja á alþjóðlegri ráðstefnu um guðspeki (Stefán Einarsson, bls. 20). Áhugi á henni og surrealisma gat mjög vel farið saman, og hvar myndu þá meiri líkur á að heyra um hann í persónulegu spjalli, milli funda? En varla svo snemma, enda bendir ekkert beinlínis til þess í ritum Þórbergs, hvorki stundar hann ósjálfráða skrift, ljóðmyndir þar sem óskyldir hlutir tengjast, né aðra surrealistatækni, sem bent gæti til beinna kynna. Engar heimildir hefi eg fyrir því að hann hafi lesið frönsku. Samt má telja mjög líklegt að Þórbergur hafi haft allnánar spurnir af ritum sur- realista, ekki síðar en vorið 1924. Því þá kom Halldór Laxness heim til Unuhúss, eftir að hafa legið í surrealískum ritum (og Proust) í klaustrinu, árið 1923 (Sjö- meistarasagan, bls. 97—8). Nú er ekki gott að segja til um hverju Halldór hefur miðl- að íslenskum kunningjum sínum af þeim lestri, en svo mikið er víst, að rit hans sjálfs voru ekki neinn milliliður frönsku surrealistanna og Þórbergs, því rit Hall- dórs hafa ekki umrædd einkenni til að bera — hvorki Undir Helgahnjúk (prentað sumarið 1924, en samið veturinn 1922—3) né Heiman eg fór (samið s.hl. 1924, sbr. P. Hallberg: Vefarinn, I, bls. 167—195). Þegar surrealísk áhrif koma fram hjá Halldóri — í kvæðum og í Vefaranum mikla, 1925—5, þá er það einmitt í formlegum atriðum, sem nefnt var nú síðast í sam- bandi við surrealistatækni, að ekki gætir hjá Þórbergi. Enda fór hann að semja Bréfíð í nóvember 1923, og hafi hann orðið fyrir einhverjum áhrifum frá Frökkum í gegnum Halldór, þá væri það helst uppörv- un til að senda frá sér það sem beinast lá fyrir honum að skapa. Þórbergur skrifar líkt og frönsku surrealistarnir vegna þess að hann hafði farið sömu leið og þeir til skáldskapar: horfið inn í eigin hugarheim. Þessvegna er þetta allt svo huglægt og persónulegt. Nú hafði Þórbergur ekki hópstarfið sér til styrktar, sem var frönsk- um surrealistum svo mikilvægt. En þess í stað kom þá að nokkru dagbók hans, til að horfa í eigin sálardjúp. Þessari mótun tek- ur Þórbergur því þegar á árunum 1912—17, þótt hann þroskist svo vitaskuld áfram. Nú mun einhver segja, að yfir- gengilegar ímyndanir Þórbergs beri ekki að skýra með dagbókarfærslum hans á þrítugsaldri, því þær hafi fylgt honum allt frá bernsku. En um hvaða barn á það ekki við? Ég svara þessu með tilvitnun í Þór- berg, 1912: „Það má glæða draumgáfuna og drepa, sem aðrar gáfur(Ólíkar persón- ur, bls. 18.) Sjá þó einkum það sem hann segir um þroskað ímyndunarafl í lok 23.k. Bréfsins: Hann hefur búið við ógnir þess „Árum saman" en ekki alla tíð! Það er samvitund við heiminn og við möguleika hans. „Að öðlast sannan skilning á einhverju er að ná samvitund við það, finna til þess sem hluta af sjálfum sér, verða eitt með því. Þessi hæfileiki er sjaldgæfur. En samt er hann undirstaða trúar, lista og vísinda. Sá sem getur ekki „skipt um ham“ í einu andartaki, fundið jafnvel fjarstæðustu firrur hluta af sjálfum sér, — hann er ekki fær um að skapa listir, vísindi né trúar- brögð.“ (Bréf til Láru, bls. 93.) í Ijósi þessar- ar síðustu tilvitnunar skilst bctur, að þótt Bréfíð beri á köflum fræðilegt yfirbragð; Þórbergur vitni í margar bækur sem hann hefur lesið, þá er það ekki unnið af fræði- mannlegu hugarfari, eins og Halldór Lax- ness sýndi fram á, fáeinum mánuðum síð- ar, í Kaþólsk viðhorf (endurpr. í Og árin líða, 1984). Þær athugasemdir hefur Þór- bergur fengið töluvert fyrir útkomu Bréfs- ins, því dagbók hans sýnir, að þeir voru farnir að deila um trúmál ekki síðar en 15. okt. 1924, og hirti Þórbergur þó ekki um að breyta riti sínu á þessu sviði. Það er af því að hann samdi Bréfið af skáldlegum inn- blæstri, en ekki fræðimennsku, eins og víða kemur fram. T.d. er það í meira lagi mislitur fénaður sem hann sæmir heitinu: Jafnaðarmennirnir og bolsivíkarnir" (bls. 110, 27.k.), þar eru bæði stjórnleysingjar, kratar, og gott ef ekki íhaldsmenn í einni bendu, m.a. Annie Besant, Oliver Lodge, Krapotkin fursti, Auguste Comte og Plat- on! Við látum hér staðar numið, því ekki var ætlunin að gera ritum Þórbergs skil á þessum vettvangi, heldur það eitt, að benda á rauðan þráð nokkurra hinna fyrri. Ég vona að fram hafi komið hvílíkur feng- ur yrði að útgáfu úrvals dagbóka Þórbergs, sem mér sýnast vera lykill þessara verka. Ennfremur er bráðnauðsynlegt að fara að safna saman bréfum Þórbergs. Ég veit að Landsbókasafn tekur feginshendi við hverju slíku efni, og tryggir örugga varð- veislu, og ættu menn að senda því sem fyrst a.m.k. ljósrit, ef ekki frumrit. Sé eitthvað í slíkum skrifum sem menn vilja ekki láta koma fyrir almenningssjónir, nægir að tilkynna safninu það, og er þá tryggt með lögum að slíkar óskir verði virtar. Ég þakka Margréti Jónsdóttur fyrir að leyfa mér að lesa dagbækurnar, og starfs- fólki handritadeildar Landsbókasafns fyrir greiðviknina. TILVITNUÐ RIT: Halldór Laxness: Kaþólsk vióhorf. Bls. 181—241 I Og árin llða, Rvlk. 1984, 241 bls. Halldór Laxness: Ongur eg var. Rvlk. 1976, 243 bls. Halldór Laxness: Sjömeistarasagan, Rvík. 1978, 227 bls. Peter Hallberg: Vefarinn mikli, I. Rvlk. 1958, 299 bls. Sigfús Daðason: formáli aö Öllkar persónur, (bls. 9—15) 1976. Sigfús Daöason: Þórbergur Þóröarson. Andvari 1981, bls. 3—42. Stefán Einarsson: Þórbergur Þóröarson fimmtugur. Rvík. 1939, 97 bls. Þórbergur Þóröarson: Bréf til Láru. Rvík. 1975, 277 bls. Þórbergur Þóröarson: Edda (heildarsafn kvæöa Þór- bergs) Rvlk. 1975, 268 bls. Þórbergur Þóröarson: íslenskur aöall. Rvlk. 1971, 233 bls. Þórbergur Þóröarson: Ofvitinn. Rvík. 1973, 368 bls. Þórbergur Þóröarson: ólíkar persónur. Rvík. 1976, 258 bls. í apríl 1985 Höfundur er bókmenntafræöingur og hefur kennt bókmenntir bæði á Islandi og I Frakklandi. Hrólfur Sveinsson Ars Poetica in memoriam Sagna þjóð, Öld er breytt sem elginn óð og lífið leitt um alda slóð, en litlu skeytt, þuldi ljóð skáldin þreytt í líf og blóð og orðum eytt við léttan sjóð. í ekki neitt. Forðum sperrtir Leiðir húka stuðla-stertir lasta-búkar strengi snertu, lund með sjúka, glötun merktir leirinn mjúka makkakertir ljóða-púkar móðinn hertu. láta fjúka. VIÐBÓT við grein um ættmóður presta og listamanna Jakob Jónsson myndlistarmadur. ILesbók Morgunblaðsins 20. apríl 1985 skrifaði ég grein um presta og listamenn, sem komnir eru frá Guðrúnu Hall- varðsdóttur í Tungufelli, sem þar bjó og fædd var árið 1685. í þeirri frásögn sást mér yfir tvo presta og einn listamann að ég veit og vísa ég hér til greinarinnar frá 20. apríl svo samhengi fáist milli hennar og þessa viðbætis. Þar segir frá son- um Guðrúnar Hallvarðsdóttur, sem voru séra Kolbeinn Þorsteinsson í Miðdal og Jón lesari, bóndi á Bjarna- stöðum í Hvítársíðu. Halldóra hét dóttir séra Kolbeins og mun hún hafa verið yngst barna hans, hún giftist Árna Þorleifssyni í Kalmanstungu og var seinni kona hans. Dóttir Árna og Halldóru var Arndís kona Bjarna Einarssonar bónda og skipasmiðs í Straumfirði sem fæddur var 1793. Sonur þeirra Arndísar og Bjarna var séra Jón B. Straumfjörð prestur í Meðallands- þingum f. 24. apríl 1838 d. 28. jan. 1890. Séra Bjarni Þorsteinsson tónskáld. Systir séra Jóns Straumfjörð var Guðný f. 1833 kona Þorsteins á Mel og síðar í Bakkabúð í Reykjavík Helga- sonar. Sonur þeirra Guðnýjar og Þor- steins var hinn þjóðkunni prestur og listamaður séra Bjarni Þorsteinsson á Siglufirði f. 14. okt. 1861 d. 2. ágúst 1938. Hann var í 5. lið frá Guðrúnu í Tungufelli. Eins og greint er frá í minni fyrri grein var Halldór bóndi í Jötu sonur Jóns lesara, en dóttir Halldórs var Helga í Bolafæti móðir Jóns Bjarnasonar í Galtafelli. Sonur Jóns í Galtafelli var Jakob bóndi og smiður í Galtafelli faðir séra Jóns Jakobssonar á Bíldudal. Hann var í 6. lið frá Guðrúnu í Tungufelli. Sonur séra Jóns er Jakob myndlistarmaður f. 29. des. 1936. Hann stundaði mynd- listarnám við Akademíið í Kaup- mannahöfn og hefur haldið sýningar í Reykjavík. Hann er í 7. lið frá Guð- rúnu í Tungufelli. Afabróðir Jakobs var Einar Jónsson myndhöggvari. VALDEMAR guðmundsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.