Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1985, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1985, Blaðsíða 7
Vinnustofa (næst á myndinni) og tbúðarbús Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga. igurjón Ólafsson myndhöggvari fluttist heim til íslands eftir stríðslokin 1945 ásamt Tove, fyrri konu sinni. Þau settust að í litlu rauðu húsi á Laugarnestanganum; steinhúsi, sem herinn hafði notað fyrir apótek. Hermanna- braggi hafði verið byggður upp að húsinu og þar varð fyrsta vinnustofa Sigurjóns eftir að heim kom. Undarleg ósköp þessi heimþrá og að listamaður eins og Sigurjón skyldi einmitt þá yfirgefa Danmörku, þar sem hann var orðinn þekktur og virtist geta átt glæsta framtíð. En Sigurjón þráði að komast tii íslands, segir Birgitta Spur, seinni kona og ekkja hans, sem býr nú í húsinu á Laugarnestanga. Hún segir, að það hafi verið meira átak en bara að flytj- ast til íslands. Starfsbræðrum hans í list- inni fannst hann vera að bregðast Dan- mörku; gömul tryggða- og tilfinningabönd rofnuðu og Sigurjón varð ákaflega einangraður. Sem sagt; það eru einmitt núna 40 ár liðin síðan Sigurjón fluttist á Laugarnes- tangann og flestir Reykvíkingar, sem komnir eru til vits og ára, eiga bágt með að hugsa sér Laugarnestangann án tengsla við Sigurjón, húsið hans og verk hans. Eins og Sigurjón hefur ugglaust átt von á, varð lífið enginn dans á rósum fyrsta Sigurjónshús á Laugar- nestanga Birgitte Spur, ekkja Sigurjóns. Út um glugg- ann, þar sem rerk eftir Sigurjón standa, sést niður í fjöruna og út á flóann. Börn Sigurjóns og Birgittu fæddust á skömmu árabili og það rar þröngt á meðan búið rar í litla rauða búsinu, sem aðeins rar 30 fermetrar. Frá rinstri: Ólafur, Freyr, Dag- urogHlíf. Rætt við Birgittu Spur, ekkju Sigurjóns Ólafsson- ar myndhöggvara, í tilefni þess að stofnað hefur verið Listasafn Sigurjóns Ólafssonar ásamt styrkt- arsjóði, sem stendur að __ sýningu í Listasafni ASÍ og hefst í dag. Þótt fyrir liggi að Sigurjónshús fái að standa — en þar eru 160 verk hans — hefur framtíðarskipan ekki verið komið á, húsið heldur ekki vatni, en borgin hefur hafnað beiðni um fjár- styrk. Sigurjón rúmlega sextugur að aldri og gamansamur á sripinn eins og bann rar oft Myndin rar tekin regna Lesbókar- samtals, en Sigurjón rildi fremur gera að gamni sínu í samtölum en tala um list sína. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 8. JÚNl 1985 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.