Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1987, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1987, Blaðsíða 2
Þögnin snertir alla fletilflsins að vakti forvitni okkar hjónanna, þegar við lásum um væntanlega kyrrðar- daga í Skálholti. Kyrrðin er nánast að hverfa frá nútímaþjóðfélagi, menn verða að fara langa vegu til þess að fínna hana, njóta hennar og þá helst inn í óbyggðir. Hvernig skyldi vera að dvelja með 25—30 Af kyrrðardögum í Skálholti 18.-20. september Eftir JÓHANN GUÐMUNDS- SON þögn? Við ákváðum að vera með, hverfa á vit kyrrðar og þagnar austur að Skálholti. Ég slæ á létta strengi og segist glaður bjóða konunni í þessa ferð — losna þannig við að heyra í henni í tvo daga. Sjálfur mundi ég að í Orðskviðum Salómons segir: „Afglapinn getur jafnvel álitist vitur ef hann þegir." (17. k. 28. v.) Að loknum kvöldverði útskýra sr. Hjalti Hugason og dr. Sigurbjöm Einarsson, bisk- up, fyrirkomulag og dagskrá. Alger þögn skal ríkja frá því gengið er inn í kyrrðina að loknum náttsöng í Skálholtskirkju föstu- dag kl. 22.00 þar til á sunnudag kl. 18.00 að loknum aftansöng. Dr. Sigurbjöm gaf að yfirskrift kyrrðarinnar, orðin úr Filippí- bréfínu: „Drottinn er í nánd.“ Við göngum til kirkju. í náttmyrkrinu er hún unaðsfögur, ljósin flæða í gegn um lit- aða listskreytta gluggana, stjömubjartur himinninn tindrar yfír okkur. Við stefnum í eftirvæntingu út úr trölladansi heimsins, hávaða hans og fjölmiðlafári, leitum á fund skapara okkar inn í þögnina, sem bíður okkar. Að loknum náttsöngnum sitjum við í þögninni. Saga staðaríns, helgi hans, fegurð þessa Guðs húss og sá fríður sem Guð einn gefur umvefur þennan litla hóp. Þögnin er staðreynd. Hugurinn er samt virkur, bæna- efni koma og fara og að lokum bið ég Drottin að koma til mín, vera hjá mér, en þá fínn ég að svar hans er: „Kom þú til mín.“ Ég geng fram að grátunum og segi í huga mínum: „Drottinn, hér er ég“ og manns í tvo daga, í algjörri friður hans, sem er æðri öllum skilningi er í hjarta mínu. Það er skrýtið fyrir hjón, að búa saman í herbergi en talast ekki við, þögnin er ekki vandamál, við þekkjumst svo vel eftir langt hjónaband að samfélag okkar hvort við annað þarf ekki á orðum að halda, þögnin á sitt tungumál sem við ein skiljum. Andlit, augu, svipur, hreyfíng, nánarí eftirtekt, seg- ir það sem þarf. Senn hverfum við á vit svefnsins. Ég vakna um miðja nótt og skynja hvað þögn- in er mikil og stór og það að Guð er meiri en ég hefí nokkum tímann getað gert mér grein fyrir og hvað ég er lítill, samt fínn ég að hann elskar mig og það er heit og sterk tilfmning. 23. sálmur Davíðs fer um hugann: „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta." Brátt kemur svefhinn aftur og lokar brá. Laugardagurinn hefst með messu kl. 8.00. Altarisganga. Sönn helgistund í umsjá sr. Hjalta Hugasonar. Kl. 10.00 er hugleiðing dr. Sigurbjöms. Hver er ég? Ég er ég, því getur enginn breytt. Bamið í skammarkróknum sem sagði: „Ég vildi að ég væri ekki ég“ og heimspekingurinn sem var spurður: „Hver ert þú“? „Bara að ég vissi það,“ var svar hans. Við hrífumst með orðum þessa vitra manns og speki hans teygum við inn í hjörtu og sál, við sitjum við vizkubrunninn. Hug- leiðingin endar með þessum orðum: „Snú þú oss til þín, Drottinn, lind eilífs friðar, eilífs kærleika, ég vil vera ég, af því að þú elskar mig.“ í hópi okkar eru lögfræðingur, kennari, leikari, húsmæður, lyfjafræðingur, skáld- kona, lektorar, híbýlafræðingur, félags- málafulltrúi, prestur, eftirlaunaþegi, organisti og fleiri, sem ég ber ekki kennsl á. Þögnin á okkur, við eigum þögnina — Drottinn er í nánd. Erfíðast er að láta þögnina ráða við borð- haldið, en falleg tónlist er leikin meðan við snæðum. Þar verður maður nánast ókurteis og þá þrúgar þessi þögn — Verði ykkur að góðu — Má rétta þér vatn? — Hvemig Hður þér? segir maður ekki, en við emm öll á sama báti og smám saman minnkar spennan. Við förum að ganga hægar, enginn er að flýta sér, það liggur ekkert á, minnsta hljóð vek- ur athygli. Eg missi hníf í gólfíð, mér liður eins og baminu sem sagði. „Ég vildi að ég væri ekki ég.“ Kl. 16.00 er seinni hugleiðing dr. Sigur- bjamar, hún hefst á fallegri sögu um eldri mann sem átti erfítt með að biðja svo vinur hans ráðlagði honum að láta stól standa við rúmið og ætla Jesú þar sæti, ávarpa hann og með því móti gekk honum miklu betur að biðja. Dóttir hans heimsótti hann í veik- indum og dag einn kom hún að honum látnum, en höfuð hans lá þá á stólsetunni þar sem Jesú var ætlað sæti. Það er stórkostlegt hvemig dr. Sigur- bjöm, hámenntaður maður, kemur efninu til skila inn f hug okkar og hjarta, eins og sá sem er að fræða og tala við böm. Heilag- ur andi notar þennan vitra mann, sem þjón sinn, auðmýkt og lítillæti hans notar Guð svo áþreifanlega að himinninn snertir okk- ur. Hann varar við þeim hættum sem að steðja, þeim sem leita inn í djúp dulvitundar okkar með nöfnum indverskra, heiðinna goða, en aðeins eitt nafn á þar tilverurétt — naftiið Jesús. Hann endar hugleiðinguna með þessu stefí: „Vaktu minn Jesú, vaktu í mér.“ Lengi sit ég hljóður og læt áhrif þess, sem sagt hefur verið, dvelja með mér. Nokkur óstýrlát tár bijóta sér leið inn f þögnina sem umvefur allt með kyrrð sinni. Einhvem tímann hefðu þau ekki verið vel- komin og barin niður, en á þessari stundu leikur Guð á innstu strengi hjartans með kærleik sínum. Hann á þessi tár því að hann elskar mig. Undrið er ekki að ég skuli elska Guð, undrið er að hann skuli elska mig. Hann kom inn í myrkviði lífs míns, inn í þá glötun, sem ég rataði ekki út úr. Ég heyrði rödd hans: „Ég elska þig ennþá.“ 16. október á þessu ári em liðin 10 ár sfðan. Allt breyttist á þessari stundu. Hann gerði alla hluti nýja. Ég upplifði sannleik orð- anna, (Jóh. 3. 16). „Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafí eilíft líf.“ Dýrð, lof og þökk sé honum, sem gaf líf sitt fyrir mig. Kl. 21.00 er náttsöngur. Þröstur Eiríks- son leikur á orgel kirkjunnar. Að náttsÖng loknum ríkir gleði, fegurð og friður. Kvöldkaffí, eldur í ami setustofunnar. Við sitjum þar í þögninni — snarkið í sprek- inu rýfur kyrrðina öðm hvom — logarnir dansa í óendanlega mörgum myndum — eldurinn faðmar að sér viðarbútana, þessi þurm sprek lifna, lýsa, veita yl, verða síðan að ösku, sem á morgun er borin burt, gleymd og týnd. Svefninn kallar — dagur í þögn á enda. Sunnudagur. Kl. 8.00 messa — altarisganga — sr. Hjalti — „Drottinn er í nánd.“ Kl. 11.00 guðsþjónusta, dr. Sigurbjöm — frásagan um hina 10 holdsveiku sem Jesús læknaði, en aðeins einn sneri aftur — sá er bróðir okkar. Holdsveiki heimsins í dag — Jesús læknar enn. Dagurinn lfður — kyrrðin ríkir. Allur við- gjömingur, fæði og húsnæði, er eins og best verður á kosið. Kl. 17.30 aftansöngur — þögnin rofín. Nú ræðum við saman, kynnum okkur þeim sem við ekki þekktum, og undir niðri sakna ég þagnarinnar þrátt fyrir allt. „Að þegja hefur sinn tíma og að tala hefíir sinn tíma.“ (Préd. 3.7.) Hvað er þögnin? Hvað er kyrrðin? Ég hef aldrei áður hugleitt þögnina, tek- ið á henni ef svo má segja, fundið æðaslátt hennar, líf hennar. Horfíð til hennar eins og þessa daga í Skálholti. Hún er góð, hlý, djúp, stór, friðsæl, erfíð, þrúgandi. Hún er heimur gleði — sorgar og aljs þar á milli. Hún snertir alla fleti lffsins. Ég þekki hana betur eftir þessa daga, kannski verður þess- um dögum með þögninni best lýst með því að segja að ég hefí eignast vin, sem ég þekkti lítið, skildi ekki, en veit nú að hjá honum er gott að vera. Þökk sé þeim sem undirbjuggu þessa daga og gerðu þá að veraleika. Höfundur er starfsmaður Háskóla Islands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.