Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1987, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1987, Blaðsíða 3
T.BgHáTg ® ® [q] [u] ® [D [3 ® ® ® d] ® ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan texti við forsíðumyndina er að þessu sinni á sjálfri forsíðunni og vísast til hans. í ísrael búa tvær þjóðir og þótt sex daga stríðinu sé lokið, stendur sjöundi dagurinn enn og enginn er öruggur um líf sitt. í grein úr New York Times Magazine, sem heitir Nágranni minn - óvinur minn, er þessu hrikalega ástandi lýst vel. Hernaður virðist ekki hafa verið kominn til sögunnar hjá mannfólkinu á ísöld; hann kom til sögunnar síðar, þegar menn fóru að eigna sér lönd. í síðari hluta frásagnar af mannlífi á ísöld, segir nánar af Cro-Magnon manninum og lifnaðarháttum hans. STEFÁN FRÁ HVÍTADAL Hún kyssti mig Heyr mitt Ijúfasta lag, þennan lífsglaða eld, um hinn dýrlega dag og hið draumfagra kveld. Rauðu skarlati skrýðzt hefur skógarins flos. Varir deyjandi dags sveipa dýrlingabros. Ég var fölur og fár, ég var fallinn í döf. Eg var sjúkur og sár, og ég sá aðeins gröf. Hvar er forynjan Feigð með sitt fláráða spil? Hér kom gleðinnar guð og það glaðnaði til. Læddist forynjan frá með sinn ferlega her. Hún var grimmeyg og grá, og hún glotti við mér. Ég er frelsaður, Feigð, ég hef faðmað og kysst. Undir septembersól brosti sumarið fyrst. Ó, þú brostir svo blítt, og ég brosti með þér. Eitthvað himneskt og hlýtt kom við hjartað í mér. Gegnum skínandi skrúð inn í skóginn mig bar. Þangað kóngsdóttir kom, og hún kyssti mig þar. Ég á gæfunnar gull, ég á gleðinnar brag. Tæmi fagnaðarfull. Ég gat flogið í dag. Égá sumar og sól, ég á sælunnar brunn og hin barnsglöðu bros og hinn blóðheita munn. Þennan hamingjuhag gaf mér heit þitt og koss, þennan dýrlega dag, þú, mitt dýrasta hnoss. Þetta lífsglaða Ijóð hefur lifað það eitt, aðþú, kóngsdóttir, komst, og þú kysstir mig heitt. Lífs míns draumur er dýr, þessi dagur hann ól. Mér finnst heimurinn hýr eins og hádegissól. Eg er syngjandi sæll, eins og sjö vetra barn. Spinn þú, ástin mín, ein lífs míns örlagagam. Þann 16. október sl. voru liðin 100 ár frá fæðingu Stefáns frá Hvítadal. Hann ólst upp á Ströndum og í Hvítadal í Dölum, sem hann kenndi sig við. Hann nam prentiön og dvaldist í Noregi 1912—1915 þar sem hann barðist við berkla, en náði heilsu og varð bóndi vestur í Dölum, lengst í Bessatungu. Stefán dó 1933. Ljóðið sem hér birtist er eitt það fegursta, sem hann lét eftir sig; hrifningar- og ástarljóð, þegar honum finnst lífið brosa við sér „undir septembersól''. íslenzk samtök gegn fiskneyzlu bernsku var sungið yfir mér í eld- húsinu á morgnana: „Hafragrautur einasta yndi mitt er. Hæ, lýsi, lýsi, hæ, lýsi, lýsi, rúgbrauð og smér.“ Enn lifi ég samkvæmt því. Fyr- ir nokkrum árum fór ég til er- lendrar stórborgar til nokkurra mánaða dvalar. Þangað kominn fór ég á stúfana að sjá mér fyrir lýsi. Mér var sagt, að þar væri lýsi ekki daglegt brauð og feng- ist ekki í matvöruverzlunum, heldur aðeins í lyfjabúðum, og héti þorsklifrarolía. í lyfja- búðum reyndist allt lýsi þrotið. Þá hafði nýlega borizt út um heim sú vitneskja, að blóð inúíta rynni sérlega vel í æðum af lýsis- drykkju. Þar í borg var tekið mark á fréttinni, og þeir, sem höfðu áhyggjur af, að æðar þeirra gætu stíflazt, hófu að taka inn lýsi, svo að það þraut í landinu. Piskur og fískifita virðist vera að komast í mikil met til hollustu. Þá er talað um neyzlu, sem er minni en algeng er hér á landi. Furðumargir íslendingar virðast fæl- ast físk í matinn. í mötuneytum vinnustaða er áberandi færra fólk þá daga, sem vitað er, að fískur er á borðum, en þegar kjöts er von. Merkilegt er, hvað kjúklingaát er orðið mikið hér á landi og meira en í lönd- um, sem ekki eiga kost á nýmeti úr sjó. I bemsku heyrði ég talað um fjölskyldu, þar sem aldrei var fiskur á borðum, heldur lcjöt. Þetta fannst mér furðulegt og raunar siðlaust. Síðar varð húsbóndinn uppvís að því að draga sér fé annarra, og þótti mér, baminu, það táknrænt fyrir afleiðingar slíks heimilishalds. Áður en kæliskápar urðu algengir á heim- ilum, neytti þjóðin mikið matar, sem spillzt hafði í geymslu. Fyrir um 60 árum fór mik- ils metinn læknir til Vesturheims og kom til baka rneð þann boðskap, að fískur og kjöt væri heilsuspillandi. Það var ekki spum- ing um vonda geymslu eða einhliða neyzlu, nei, einnig nýr fískur og kjöt taldist heilsu- spillandi. Allmargir tóku mark á lækninum og stofnuðu með sér samtök, sem nú eru hálfrar aldar gömul. Samtökin komu upp heilsuhæli í Hvera- gerði. Þar hefur soðinn fískur aldrei verið á borðum í 30 ár, ekki frekar en hvert ann- að eitur, en hangikjöt mun hafa verið borið fram á jólum. Kallast þetta náttúrulækning- ar, eins og fískur og kjöt séu ekki af náttúrunni. Heilbrigðisyfírvöld viðurkenna heilsuhæl- ið með því að leggja því til fé eins og sjúkrahúsi. Er það mest notað af fólki, sem þarf sjúkraþjálfun og vatnsböð og leirböð. Einnig mun ýmsum talið hollt að breyta til um fæði um stundarsakir. Ekki er vitað um nokkum starfandi lækni, sem varar við físki og kjöti almennt, eins og náttúmlækninga- menn gera. Oft hefur verið litið á þennan félagsskap í andstöðu við bændur f landinu sem kjöt- framleiðendur, en sjaldan er minnzt á andstöðu hans við fískframleiðendur. Kjöt- framleiðendur em háðir neyzlu íslendinga, en yfirleitt hefur verið talið, að fískframleið- endur væm óháðir fískneyzlu íslendinga. Á heimsmarkaði gegnir öðm máli. Þjóðveijum var í sumar skotinn skelkur í bringu með sjónvarpskynningu á menguðum físki úr Norðursjó, og gætti þess með verulega tækkuðu fískverði um tíma, einnig á íslenzk- um físki (ómenguðum). íslenzkir fískseljend- ur og Islendingar yfírleitt mega teljast heppnir meðan ekki er gerður sjónvarps- þáttur og sendur út um lönd um þær kenningar náttúrulækningafélagsmanna á íslandi, að ómengaður fískur sé heilsuspill- andi, og um óbeina viðurkenningu stjóm- valda á þeirri kenningu, sem fæst með styrkveitingu til heilsuhælis þeirra. Svo em þeir, sem ekki neyta þess, sem blóð hefur mnnið í (físks og kjöts), af því þeir vilja ekki deyða líf í eigin þágu. Þá þarf ekki að vera spuming um óhollustu fæðunnart heldur samkennd með lífi, sem ég virði. Eg forðast slíkar hugsanir, meðan ég neyti matar míns. Rannsóknir munu sýna, að plöntur hafa einnig samkennd með aðstandendum sínum, t.d._ húsmóður, sem hirðir stofublóm af alúð. Ég drep skordýr, sem koma í hús mitt, en ekki alveg sam- vizkulaust. íslendingur hefur efni á því að nærast sæmilega án kjöts og físks, en þjóð- in færi á vonarvöl, ef slíkt viðhorf yrði almennt í heiminum. Á hveiju ættu íslend- ingar að lifa, ef enginn vildi kaupa fisk? Er ég að mála skrattann á vegginn? ís- lendingar sátu í alþjóðlegu ráði, sem stofnað var til að vinna að skynsamlegri nýtingu hvala. Fyrr en nokkurn varði var ráðið orð- ið skipað að meirihluta fulltrúum ríkja, sem höfðu ekki áhuga á nýtingu hvala, heldur voru beinlínis á móti henni. íslendingar höfðu grandalausir tekið þátt í því að bæta í ráðið fulltrúum, sem voru þangað komnir til að vinna gegn eiginlegum tilgangi ráðs- ins. íslendingar gera ekki ráð fyrir því fyrr en um seinan, að aðrar þjóðir vinni gegn hagsmunum þeirra vitandi vits. BJÖRN s. stefánsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. OKTÓBER 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.