Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 9
Henni, Reykjavíkurstúlkunni, fannst svo gaman að þvo þvott úti í góða veðrinu. Það var líka svo þægilegt að demba honum í skolun með því að setja balann beint undir lækjarbununa þama rétt hjá. Sjálfur rölti ég upp fyrir túngarð og gáði til berja. Þegar ég kom til baka gekk ég framhjá lækjarhvamminum þar sem Helga var í þvottinum. Og þá gaf á að líta. í hita verksins og dagsins hafði hún gerst allfáklædd. Hún var eiginlega ekki í neinu nema einhveiju flnind- is millipilsi, einhverju búðarhýjalíni. í fyrstu ætlaði ég að flýta mér framhjá en þá leit hún upp og horfði brosandi framan í mig. Hún fór alls ekkert hjá sér og mér fannst augu hennar segja: „Komdu." Og ég kom til hennar og við nutumst þama í sólhlýjum lælqarhvamminum. Mér fannst við bæði hefðum verið að bíða eftir þessu allt sumar- ið. Eg var ekki ókunnugur kvenlíkömum, oft hafði ég skroppið upp í rúm með stúlkum á köldum vetramóttum eða lagst með þeim í skjólsælum hvömmum á rökkvuðum síðsumamóttum. En þetta var ekkert líkt þeim leik. Þetta var sælan sjálf. Á eftir sagði Helga mér margt. Hún sagð- ist hafa verið í mikilli ástarsorg þegar þau Þorgeir hefðu kynnst og hún hefði tekið upp samband við hann einungis til að leita sér huggunar. Innst inni hafði hún alltaf vitað að af því myndi enga hamingju leiða fyrir sig. Hún hefði þó vel getað hugsað sér að verða honum góð kona þótt aldrei myndi hún elska hann. En þetta hefði allt breyst, þegar hún sá mig, hafði ég ekki tekið eftir því? Og nú yrði öllu að vera lokið milli þeirra Þorgeirs og fyrir okkur gæti engin framtíð orðið saman, Þorgeir yrði alltaf skuggi á milli okkar. Við þessu gat ég ekk- ert sagt. Daginn eftir fylgdi Þorgeir Helgu í veg fyrir áætlunarbílinn. Hún kvaddi mig með stuttu handtaki á hlaðinu og Þorgeir beit saman tönnunum þar sem hann stóð og beið eftir henni. Ég veit ekki hvað mikið hún sagði honum, líklega allt. Ég átti lögg í flösku og drakk hana út og fór svo í langan reiðtúr fram á Seijadal, gat ekki hugsað mér að koma á bæi í þetta sinn. Þegar ég kom heim fór ég inn um bakdymar eldhúsmegin og hugðist síðan ganga úr eldhúsinu inn í stofu, þóttist viss um að Þorgeir væri aftur fluttur upp í her- bergið sitt. En þegar ég reyndi að opna hurðina, var einhver mikil fyrirstaða og hún haggaðist ekki. Ég ætlaði þá fram á gang- inn og þaðan inn í stofuna, en allt fór á sömu leið. Ég fór aftur út um bakdymar og inn um aðaldymar. Þá sá ég að neglt hefði verið vel og vandlega fyrir báðar þess- ar dyr. Og neðan við mjóan stigann upp á loftið hafði verið slegið upp nokkurs konar grindverki og hurðarfleki, vandlega aftur- súrraður var fyrir tröppunum. Ég gekk aftur til eldhúss í þungum þönk- um og fann þar rúmfötin mín á bekknum í hominu. Þegjandi hafði Þorgeir sagt mér að héðan í frá yrðum við búa aðskildir hvor í sínum helmingi hússins. En ekki vildi ég sleppa herberginu mínu, svo að daginn eftir sagaði ég op á eldhúsloft- ið og setti þar upp mjóan stiga. Þorgeir fékk sér gasvél og hafði hjá sér í stofunni til eldunar. Búsáhöldunum hafði hann skipt til helminga strax sama kvöldið og hann hóf smíðamar. Og þama bjuggum við Þorgeir bróðir í yfír fjörutíu ár eftir þessa atburði og yrtum aldrei nokkum tíma hvor á annan. Þó var alls engin heift á milli okkar eftir því sem á leið. Við vorum aldrei æsingamenn bræð- ur. Oft kom það fyrir að Þorgeir færði mér steinþegjandi sjóðheitan baunadisk og væna saltkjötsbita og þegar ég fór í eyjar á vor- in, færði ég honum fulla diska af nýsoðnum svartfuglseggjum. Af Helgu hafði ég óljósar fréttir. Heyrði að hún hefði gifst í Reykjavík næsta vetur eftir .surnarið hjá okkur og strax farið að hlaða niður krökkum. Ég hélt áfram að skemmta mér eins og áður nokkur ár, en missti smám saman alla löngun til þess. Þegar öllu var á botninn hvolft, þótti mér harla lítið koma til dala- dætranna kátu eftir að hafa kynnst Helgu. Svona liðu árin og áratugimir. Lífið varð eins konar vani. Ég vann hin árstíðabundnu sveitastörf, hlustaði á útvarp og horfði á sjónvarp eftir að það kom til sögunnar. En einna mesta ánægja mín var að sitja úti undir bæjarvegg á kyrrum vor- og sum- arkvöldum og horfa í kíki á álfaklettinn í fjallskugganum. Og óskaplega óskaði ég mér heitt að úr klettinum kæmi álfkona í mynd Helgu, kæmi fram úr fjallskugganum og kvöldsólin gyllti ljósgullnu hárbylgjurn- ar, kæmi út úr fjallskugganum og væri á leiðinni til mín.“ Höfundur er húsmóðir í Reykjavik Florencc Gríffith Joyner- hlaupandi skáld. Isvefni dreymir hana oft, að hún gangi á vatni. í vöku hefur draumurinn að undanförnu snúizt um að sigraá Olympíuleik- unum - ogmeð nýtt heimsmet í farteskinu ættisá draumur að getarætzt. Fótfráasta ljóðskáld heimsins Að jafnaði hafa stjömur Olympíuleikanna verið karlar, enda eru frjálsar íþróttir þess eðlis, að líklegt er að afrek kvenna falli þar í skugg- ann. Til þess liggja hreinlega líkamlegar ástæður, sem ekki þarf að fjölyrða um. Þegar Verður sprettharðasta kona heimsins, FLORENCE GRIFFITH JOYNER skærasta stjarnan á Olympíuleikunum? litið er til baka yfír sögu Olympíuleika á þessari öld, er víst óhætt að slá því föstu, að frægasta stjaman er spretthlauparinn og langstökkvarinn Jesse Owens frá leikun- um í Berlín 1936. En ekki má gleyma því, að kynþáttafordómar Hitlers áttu einnig sinn þátt í frægð hans. Owens var frábær þá, en nú kæmist enginn í úrslit á 10,2 sek. í 100 metrunum. Af öðrum minnisstæðum stjömum úr karlaflokki má nefna Finnan Paavo Nurmi, sem þótti næstum ofurmannlegur i lang- hlaupum 1924 og Tékkann Zatopek, sem þótti ekki síður ofurmannlegur 1948 og aftur 1952. Konur hafa einnig vakið sérstaka athygli og aðdáun á Olympíuleikum. Til dæmis má nefna hollenzku húsmóðurina Fanny Blan- kers-Koen, sem var gersamlega ósigrandi á leikunum í London 1948. Ennþá magnaðri var þó bandariska hlaupadrottningin Wilma Rudolph, sem vann hug og hjörtu áhorfenda á leikunum í Róm 1960 og var oft líkt við gazellu; svo unaðslega mjúkt leið hún áfram á hlaupabrautinni. Þá mýkt hafði sú hol- lenzka Blankers-Koen ekki til að bera; hún hljóp af kröftum og minnti í útliti dálítið á Margréti Tatcher á yngri árum. Nú er mikil stjama borin og komin svo hátt á hvelið, að hún hefur sett heimsmet, sem er betri en tími sigurvegarans í karla- flokki á Olympíuleikunum í Melboume 1956. Þetta er bandarísk stúlka, kynblendingur að því er virðist eftir útliti; hún heitir Floren- ce Griffith Joyner og er 28 ára. Heimsmet hennar í 100 metra hlaupi hljóðar uppá 10,49 sek. Allar líkur em á því, að hún verði ein skærasta stjarna Olympíuleikanna síðar í þessum mánuði, þótt ævinlega sé varlegt að bóka einhvem sigurvegara; ekki sízt í spretthlaupum, þar sem viðbragðið eitt getur ráðið úrslitum. í bandarískum blöðum hefur að vonum verið borið mikið lof á þessa fræknu íþrótta- konu, sem virðist sannarlega ekki hafa far- ið á mis við náðargáfur skaparans. Fyrir utan spretthörkuna hefur henni verið gefíð fagurt útlit, svo henni er líkt við Diönu Ross á sviðinu. Hún klæðist æfingabúningi, sem hún hefur sjálf hannað, þvi konan er hæfileikarík í meira lagi. Hún hefúr nú þegar skrifað bamabækur og skáldsögu og hún er ljóðskáld. Og að ýmsu öðm leyti er hún afar ólík hinum karlmannlegu hlaupa- konum Austantjaldsríkjanna; til dæmis skartar hún löngum nöglum, marglitum og settum steinum. Hún sameinar kvenlegan jmdisþokka og gífuriegan kraft. Að sjálfsögðu hefur árangurinn kostað blóð, svita og tár. Hún segir, að það hafi tekið sig 20 ára strit að ná þessu. Aðeins 7 ára gömul fór hún að æfa spretthlaup. Og á skólamóti sem kennt var við Jesse Owens, hitti hún þennan konung sprett- hlauparanna — og vissi þá ekki hver hann var. Svona er nú íþróttafrægðin hverful. Nú bíða hennar ugglaust „dagar víns og rósa“ og ekki að efa að hún tekur sig vel út í sviðsljósum fjölmiðlanna, svo glæsileg sem hún er. Á blaðamannafundum mætir hún í purpuralitum kokkteilkjól og maðurinn hennar, bandarískur þrístökkvari, fylgir henni eftir með tökuvél fyrir myndband. Sjálf hefur Florence Griffith Joyner kynnst annars konar lífí á æskuheimili sínu. Þau voru 11 systkinin og hún átti að eigin sögn ánægjuríka æsku. „Það var alltaf eitthvað til að borða“, segir hún, „en suma daga var haframél í morgunverð, hádegisverð og kvöldverð". Samarttekt GS. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. SEPTEMBER 1988 9;

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.